Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 47
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 47
Á FORMANNAFUNDI UMSK
(bandalag íþróttafélaga í Kópavogi,
Garðabæ, Seltjarnarnesi, Mos-
fellsbæ og Bessastaðahreppi) í
febrúar var v-formaður UMFÍ
beðinn um að reifa rök stjórnar
UMFÍ fyrir vali á staðsetningu 24.
Landsmóts ungmennafélaganna
2004. Hún gat ekki gefið nógu skýr
svör og vildi fá að ráðfæra sig við
formanninn. Þegar hún var síðar
innt eftir svörum sagði hún að við
yrðum að senda skriflega beiðni til
stjórnar UMFÍ. Það hefur stjórn
UMSK gert en þrátt fyrri ítrek-
anir hafa ekki fengist betri svör en
koma fram hér orðrétt á eftir.
22. apríl sendum við fyrirspurn
um rök fyrir staðarvali og eftirfar-
andi svar barst frá framkvæmda-
stjóra UMFÍ:
„Svarið er að það fóru fram
miklar umræður um hvar mótið
skyldi haldið og niðurstaðan varð
sú að allir nema einn stjórnarmað-
ur greiddu því atkvæði að mótið
færi fram á Sauðárkróki árið 2004.
Rökin með og á móti voru fjölmörg
og tel ég ekki ástæðu til að telja
þau öll upp hér.“
8. maí sendir stjórn UMSK
ítrekun á fyrirspurninni. Ekkert
svar berst og því er send kurteis-
isleg ítrekun 6. júní. Svar berst 12.
júní og í þetta sinn frá formanni
UMFÍ:
„Ástæðan er aðeins ein og hún
er sú að meirihluti stjórnar Ung-
mennafélags Íslands ákvað að
velja UMSS sem næsta mótshald-
ara eftir miklar umræður á við-
komandi stjórnarfundi og síðan at-
kvæðagreiðslu.“
Þar sem stjórn UMSK fannst
þessi svör vera haldlítil var ákveð-
ið senda enn eina ítrekun 29. júlí.
Stjórn UMFÍ fundaði um það bréf
2. ágúst og ákvað að hafna beiðn-
inni.
Hvers vegna viljum við skriflegt
svar? Í fyrsta lagi til að vita rökin
fyrir staðarvalinu. Í öðru lagi til að
geta metið hvort UMSK eigi ein-
hvern möguleika á að fá Lands-
mótið í framtíðinni. Það skiptir
máli hvar Landsmótið er haldið.
Þetta er verkefni upp á 35 millj-
ónir sem skilar nokkrum milljón-
um í hagnað til mótshaldara. Og til
að auka árangur keppenda skiptir
að sjálfsögðu máli að keppa við
bestu aðstæður.
Þegar formaður UMFÍ ákveður
að vera með útúrsnúninga þá veltir
maður fyrir sér ástæðum. Er verið
að fela eitthvað? Er sannleikurinn
of viðkvæmur? Að sögn aðila innan
stjórnar UMFÍ voru aðalrökin fyr-
ir vali á Sauðárkróki fram yfir
Kópavog þau að mótið skal notað
til að herja á þátttöku ríkisins við
uppbyggingu frjálsíþróttavallar á
Sauðárkróki. Hin ástæðan sem var
ríkjandi var að lengra er síðan
mótið var haldið á Norðurlandi
(1987) en á UMSK svæðinu (Mos-
fellsbæ 1990). En hvers vegna þor-
ir stjórn UMFÍ ekki að standa við
þessar skoðanir? Jú með því að
viðurkenna þessi rök er verið að
segja að UMSK sé vanhæft til að
halda mótið í Kópavogi vegna þess
hve bæjarfélagið hefur staðið vel
að uppbyggingu íþróttamann-
virkja. Varðandi hin rökin þá gæti
þau komið sér illa síðar ef t.d. nú-
verandi formaður UMFÍ vill fá
Landsmótið 2007 í sína heima-
byggð (Selfoss) þar sem nýbúið er
að halda Landsmót á Laugarvatni
(1994).
Stjórn UMSK var falið að fá
skrifleg svör um rök fyrir stað-
arvali Landsmótsins. Þau munum
við sækja enda eigum við fullan
rétt á því sem aðili að UMFÍ og
einn af umsækjendum um Lands-
mótið. Ef það er stefna UMFÍ að
Landsmót skuli haldið til að fá rík-
isstyrk til að byggja upp frjáls-
íþróttaaðstöðu úti á landi þá skal
það viðurkennt þannig að aðrir séu
ekki að eyða tíma og orku í að
sækja um.
Rétt er að taka fram að þessum
bréfaskrifum er á engan hátt beint
gegn félögum okkar í Skagafirði
en eftir sit ég með vangaveltur um
gamla kjörorð UMFÍ „Íslandi
allt“.
VALDIMAR LEÓ
FRIÐRIKSSON,
formaður UMSK,
Hulduhlíð 9, 270 Mosfellsbær.
Spurningar og svör
Frá Valdimari Leó Friðrikssyni:
Nýr Fiesta
Brimborg Reykjavík Brimborg Akureyri brimborg.is
er dæmi um meiri bíl.
Komdu.
Fáðu meira en áður
- fyrir minna en áður.
Ford sendir frá sér tákn um nýjan staðal - nú í hönnun smábíla:
Stærri og betur búinn Ford Fiesta! Glæsilegur Fiesta skartar því
allra besta frá verðlaunabílunum Focus og Mondeo. Keyrðu hann...
Vertu velkominn
hafðu samband við ráðgjafa okkar.
Fyrirtæki til sölu
● Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í
ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.
● Gömul og þekkt sérverslun við Laugaveg með nærföt og náttföt. Góð
evrópsk umboð. Velta um 2—3 m. kr. á mánuði sem hægt er að marg-
falda. Ágætur hagnaður.
● Stór snyrtistofa við Laugaveg. Góð aðstaða og tæki fyrir tvo snyrtifræð-
inga og einn nuddara.
● Vinnuvélaverkstæði í eigin húsnæði, vel staðsett. Ársvelta 35 m. kr.
Föst viðskipti við traust fyrirtæki. Hentugt fyrir tvo samhenta bifvéla-
virkja.
● Lítil rótgróin bókaverslun í góðu hverfi. Ársvelta 13 m. kr.
● Verslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið húsnæði. Mjög
góður hagnaður. Ársvelta 180 m. kr. og vaxandi með hverju ári. Sérstak-
lega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón.
● Rótgróin lítil sérverslun með töskur o.fl. Ársvelta um 10 m. kr. Auðveld
kaup.
● Eitt af vinsælustu veitingahúsum borgarinnar. Mjög mikið að gera.
● Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 30 herbergi og
lítil íbúð fyrir eiganda. Ársvelta 40 m. kr.
● Hlíðakjör. Söluturn í góðu húsnæði í Eskihlíð. Hentugt fyrir hjón. Auð-
veld kaup.
● Rótgróin deild úr heildverslun með búsáhöld. Sala 10,2 m. kr. á ári,
framlegð 5 m. kr.
● Stór og mjög vinsæll pub í úthverfi. Einn sá heitasti í borginni.
● Rótgróin hárgreiðslustofa í Múlahverfi. 5 stólar og aðstaða fyrir snyrti-
og naglastofu.
● Blómakúnst, Selfossi. Rótgróin blómaverslun með góða veltu og af-
komu.
● Lítill söluturn — videóleiga í Háaleitishverfi. Auðveld kaup.
● Lítil verslun og verkstæði með reiðtygi og aðrar hestavörur.
● Lítil blómaverslun í Breiðholti. Falleg búð í stóru hverfi. Auðveld kaup.
● Innflutnings- og þjónustufyrirtæki með vinnuvélar, lyftara o.fl. Ársvelta
50 m. kr.
● Lítið landflutningafyrirtæki með mikil föst verkefni. Tilvalið fyrir bílstjóra.
● Þekkt, lítið matvælafyrirtæki með góða framleiðslu óskar eftir samein-
ingu við öflugt fyrirtæki. Selur bæði í matvöruverslanir og á stofnana-
markaði. Ársvelta nú um 35 m. kr. en getur vaxið hratt.
● Lítil en mjög efnileg heildverslun með umhverfisvæn hreinsiefni.
● Teygjustökk. Allur búnaður, þjálfun og viðskiptasambönd. Mikill hagnaður.
● Heildverslun með þekkt fæðubótarefni sem aðallega eru seld í apótek.
Ársvelta 20 m. kr.
● Þekkt videósjoppa í Breiðholti með 5 m. kr. veltu á mánuði. Auðveld
kaup.
● Breiðin, Akranesi. Stórt samkomuhús með góðri aðstöðu fyrir dansleiki,
veislur og fundi. Eigið húsnæði. Gott tækifæri fyrir fagmenn.
● Lítil en vel þekkt heildverslun með iðnaðarvélar. Hentar vel fyrir 1-2
starfsmenn, sérstaklega smiði.
● Stór austurlenskur veitingastaður í miðbænum. Mikil velta, góður
hagnaður.
● Rótgróin deild úr fyrirtæki; sala mælibúnaðar fyrir framleiðslu- og mat-
vælafyrirtæki. Framlegð 5 m. kr. á ári.
● Framköllunarþjónusta í miðbænum. Góð tæki. Frábær staðsetning.
● Stór heildverslun með iðnaðarvélar. Ársvelta 200 m. kr.
● Dagsöluturn í atvinnuhverfi með áherslu á léttar veitingar. Lítil en vax-
andi velta og miklir möguleikar.
● Heildverslun með sælgæti. 60 m. kr. ársvelta. Föst viðskipti. Góður
hagnaður. Meðeign eða sameining möguleg.
● Lítil heildverslun með góða markaðsstöðu í matvöru óskar eftir samein-
ingu til að nýta góð tækifæri.
● Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. Gott tækifæri fyrir fyrirtæki
í svipaðri starfsemi.
● Sólbaðstofa í Garðabæ. Sú eina í bænum. 5 bekkir + naglastofa. Verð 6
m. kr. Góð greiðslukjör.
● Rótgróið veitingahús við Bláa lónið. Góður og vaxandi rekstur í eigin
húsnæði á þessum fjölsóttasta ferðamannastað landsins.
● Kaffi- og veitingahúsið Vivaldi, Borgarnesi. Ársvelta 20 m. kr.
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen)
Sími 533 4300, GSM 820 8658
Föt fyrir nýtt sjóminjasafn
Óska eftir vinnufötum tengdum fiskvinnslu og sjósókn frá
1900 til okkar tíma fyrir nýtt sjóminjasafn sem opnar í
byrjun september. Til dæmis vinnusvuntur, ermahlífar,
vettlinga, hanska, vöðlur og álímd stígvél, reitarskó,
uppreimaða leðurskó, síða sjóstakka og sjóhatta.
Einnig khakivinnugalla og/eða vinnujakka.
Ekki er síðra að fatnaðurinn sé notaður og slitinn.
Vinsamlegast hafið samband við Helgu Rún
í síma 899 2208, eða 552 2200.