Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 53
FYRSTA breiðskífa íslensku rokksveitarinnar Leaves,
Breathe, kom út á mánudag. Spenningur ytra hefur verið
mikill fyrir sveitinni, einkanlega í Bretlandi. Leaves leika
Radiohead-skotið rokk með tilvísanir í breskar sveitir eins
og Coldplay og Mansun og greinar um sveitina birtast nú
um þessar mundir ótt og títt, bæði í blöðum og á vefsíðum.
Fyrsta smáskífa Leaves, „Breathe“, kom út í byrjun þessa
árs, „Race“ kom svo út í maí og þriðja smáskífan, „Catch“,
kom út viku fyrir breiðskífuna. Í septemberhefti mest lesna
tónlistartímarits Bretlands, Q, er heilsíðugrein um Leaves í
dálki um nýjar sveitir sem líklegar þykja til vinsælda. Þar
tala meðlimir Leaves um takmarkanir íslenska markaðar-
ins og að þeir hyggist jafnvel flytja til Lundúna vegna þess.
Einnig ræða þeir fjálglega um stelpur og hótelpartí og láta í
veðri vaka, að þeir séu sannarlega til í rokkstuðið.
Í sama blaði er plata þeirra dæmd og fær hún fjórar
stjörnur af fimm, sem hlýtur að teljast framúrskarandi ár-
angur. Gagnrýnandi sögir plötuna afar tilkomumikla frum-
raun sem vaxi mjög við hverja hlustun.
Þá er fjallað um sveitina á heimasíðu BBC (www.-
bbc.co.uk), auk þess sem ein stærsta netverslun sinnar teg-
undar, Amazon, gefur Breathe afbragðs góða dóma,
segir tónlistina „mikla“ og fallega auk þess sem hún
beri með sér mikinn sjarma.
Leaves hituðu upp fyrir Supergrass í síðustu viku og
halda spilamennsku áfram út mánuðinn, bæði í Bret-
landi og í Þýskalandi.
Leaves í kastljósinu.
Leaves vekja athygli erlendis
Kapphlaupið
er hafið
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Vit 415
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 422 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Bi. 12. Vit 420
Sýnd kl. 3.45. Ísl tal. Vit nr. 410.
Sýnd kl. 10.10. Bi. 16. Vit 400
SK Radíó X
DV
MBL
SK Radíó X
Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. Vit 418
27.000
kjarnorkusprengjur
Einnar er saknað
Sýnd kl 4 og 6. Vit 398
Sýnd kl. 6, 8 og 10.30. Vit 422
Sýnd kl. 8 og 10. Vit 422Sýnd kl. 8 og 10. Vit 420
Sýnd kl. 10. Bi. 14.
Sýnd kl. 8. Vit 417Sýnd kl. 6. Vit 415
„Enginn ætti að missa af þessari,“
Kvikmyndir.is
„Enginn ætti að missa af þessari,“
Kvikmyndir.is
Einnig sýnd í lúxussal VIP Sýnd í lúxus kl. 4, 6, 8 og 10.10.B. i. 16. Vit 423
Sýnd kl. 8. Vit 406 Sýnd kl. 8 og 10.10. Bi. 14. Vit 417
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com
SG. DV
SV Mbl
SK Radíó X
DV
MBL
SK Radíó X
Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.is
M E L G I B S O N
Þrítugur, enn ólofaður
(30, Still Single)
Gamanmynd
Bandaríkin, 1999. Skífan VHS.
(95 mín.) Bönnuð innan 12 ára.
Leikstjórn: Gregory J. Lanesey.
Aðalhlutverk: Christopher May,
Terry Gatens og Jill Zimmerman.
GAMANMYNDIR um kvennafar
misjafnlega misheppnaðra karl-
manna hafa lengi verið vinsælt af-
þreyingarefni og mætti jafnvel halda
fram að rómantíska gamanmyndin
eigi undir högg að sækja andspænis
slíkum hormónahlöðnum og gjarnan
kaldhæðnum þroskasögum. Þessi er
gott dæmi um þessa tegund kvik-
mynda en hún lýsir erfiðleikum ungs
miðvesturríkjamanns við að fóta sig í
sjálfri draumaborginni Los Angeles.
Daglegt líf söguhetjunnar
fær reyndar takmarkaða at-
hygli, sjónum er heldur beint
að ástarlífi hans, sem öðru
fremur einkennist af tómleg-
um einnar nætur kynnum við
hið ólíkasta kvenfólk. Styrk-
leiki myndarinnar felst í
kaldhæðinni fjarlægð aðal-
hetjunnar, sem einnig gegnir
hlutverki sögumanns, á sjálfa sig og
á stundum frumlegri frásagnarform-
gerð þar sem hinni klassísku línu-
legu frásögn er varpað fyrir róða.
Þess í stað líkist framvinda mynd-
arinnar einna helst dagbókar-
færslum sem margar hverjar eru
ansi skondnar. Christopher May er
ósköp sjarmerandi í aðalhlutverkinu
og óhætt er að mæla með myndinni
sem stundarafþreyingu. Heiða Jóhannsdóttir
Myndbönd
Piparsveinalíf
ASTRÓ: Sóldögg á sumardjammi
FM 957 fimmtudagskvöld. Húsið
opnað kl. 21, frítt inn.
ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dansleik-
ur sunnudagskvöld kl. 20:00 til
00:00. Caprí-tríó leikur fyrir dansi.
BLÁSTEINN, Árbæjarhverfi:
Viðar Jónsson spilar undir dansi
föstudags- og laugardagskvöld.
BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi:
Dj Finnur föstudagskvöld. Kol-
beinn Þorsteinsson leikur og syng-
ur laugardagskvöld.
CAFÉ AMSTERDAM: Geir Ólafs
og Furstarnir fimmtudagskvöld kl.
21:00 til 23:30. Gestur Inga Bach-
mann.
CAFÉ CATALÍNA: Trúbadorinn
Sváfnir Sigurðarsson föstudags- og
laugardagskvöld kl. 22:00 til 02:00.
CAFÉ ROMANCE: Ray Ramon
og Mete Gudmundsen spila fyrir
gesti miðvikudag-sunnudag.
CATALÍNA: Geirmundur Valtýs-
son og hljómsveit föstudags- og
laugardagskvöld kl. 23:00 til 03:00.
CHAMPIONS CAFÉ, Stórhöfða
17: Stórhljómsveit Danna Tjokkó
laugardagskvöld.
EGILSBÚÐ, Neskaupstað: Stúk-
an opin föstudagskvöld til 03:00.
Rokkslæðan frá Reykjavík spilar í
Stúkunni laugardagskvöld kl. 23:00
til 03:00.
GAUKUR Á STÖNG: Rímnastríð
og rapparinn Eyedea fimmtudag,
Sóldögg föstudag, Moonboots laug-
ardag, Klamedía X sunnudag,
Dúndurfréttir miðvikudag.
GRAND ROKK: Stórtónleikarnir
„Keflvíska innrásin“ laugardags-
kvöld kl. 00:00. Hljómsveitir sem
koma fram eru: Rúnar Júlíusson,
Fálkar frá Keflavík, Gálan, Klass-
Art og Silfurfálkinn.
GULLÖLDIN: Stórsveit Ásgeirs
Páls föstudagskvöld. Svensen og
Hallfunkel Laugardagskvöld.
H-BARINN AKRANESI: Diskó-
rokktekið & Plötusnúðurinnn Dj
Skugga Baldur föstudags- og laug-
ardagskvöld.
HM KAFFI, Selfossi: Bjórbandið
spilar fimmtudags- og föstudags-
kvöld.
HVERFISBARINN: Dj Le Chef
föstudags- og laugardagskvöld.
NEON helgi.
INGHÓLL, Selfossi: Djass- og
blúshátíð föstudagskvöld kl. 21:00.
Fram koma Sextett Kristjönu Stef-
ánsdóttur og Borgardætur. Djass-
og blúshátíð laugardagskvöld kl.
21:00. Fram koma Blúsmenn Andr-
eu og Vinir Dóra. Í svörtum fötum
spila laugardagskvöld.
KAFFI-LÆKUR, Hafnargötu 30,
Hafn: Njalli í Holti leikur létta tón-
list föstudags- og laugardagskvöld.
KAFFI-STRÆTÓ, Mjódd:
Dansdúóið Siggi Már og
Íris Jóns skemmta föstu-
dags- og laugardagskvöld.
KRINGLUKRÁIN:
Hljómsveitin Úlfarnir
föstudags- og laugardags-
kvöld.
NIKKABAR, Hraun-
berg 4: Mæðusöngvasveit
Reykjavíkur föstudags- og
laugardagskvöld.
NORRÆNA HÚSIÐ:
MARR – dansk-íslenskir
tónleikar sunnudagskvöld
kl. 17:00.
ODD-VITINN, Akur-
eyri: Hljómsveit Friðjóns
Jóhannsonar skemmtir
föstudags- og laugardagskvöld.
O’BRIENS: Mogadon fimmtudag,
laugardag og sunnudag. Ruth Reg-
inalds föstudag.
PLAYERS-SPORT BAR, Kópa-
vogi: Í svörtum fötum spila föstu-
dagskvöld. Sixties spila laugardags-
kvöld.
RÁIN, Reykjanesbæ: Hljómsveit
Stefáns P föstudagskvöld. Hljóm-
sveit Stefáns P laugardagskvöld.
SJALLINN, Akureyri: Land og
synir spila laugardagskvöld.
STÚDENTAKJALLARINN:
Wumblmbid með tónleika fimmtu-
dagskvöld kl. 21:30.
VALASKJÁLF EGILSSTÖÐUM:
Írafárs spilar, laugardagskvöld
ásamt hljómsveitinni Boogie
Knights.
VALHÖLL, Eskifirði: Írafár spil-
ar föstudagskvöld. 16 ára ball .
VIÐ POLLINN, Akureyri: Stulli
og Sævar Sverrisson skemmta
föstudags- og laugardagskvöld.
VÍDALÍN: Dúettinn Felidae leik-
ur fimmtudagskvöld kl. 23:00.
Hljómsveitin Spútnik, föstudags-
kvöld.
FráAtilÖ
Komdu með Sóldögg á sumardjamm – á
Astró í kvöld og á Gauknum á morgun. • Essential Mask gefur
frísklegan lit og fallega áferð.
• Vinnur gegn öldrunareinkennum,
styrkir andlitsvöðvana
og þéttir húðina.
• Frískar húðina á augabragði og
því ómissandi undir kvöldförðunina.
• Eins og ferskur andardráttur
sem lífgar húðina.
...fegurð og ferskleiki
Fimmtud. 22. ágúst Kringla
Föstud. 23. ágúst Háteigsvegur
Mánud. 26 ágúst Smiðjuvegur
Þriðjud. 27. ágúst Þorlákshöfn
Fimmtud. 29. ágúst Selfoss
Föstud. 30. ágúst Fjarðarkaup
Súrefni og Essential olíur í nýjum andlitsmaska
frá Karin Herzog Essential Mask (+Essential Olis)
Súrefni og essential olíur gefa öruggan árangur
Kynningar og ráðgjöf í ágúst í