Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG GET ekki annað en lýst ógleðitilfinningu minni yfir fullyrð- ingum manna í fjölmiðlum upp á síðkastið þess efnis að dagróðra- bátar við landsins strendur séu að stunda óábyrgar veiðar, eingöngu vegna þess að vel gengur á grunn- inum sem þessir 6 tonna bátar stunda veiðar á 23 daga, nei fyr- irgefið þið, það er víst búið að njörva það niður í 21 dag á ári. Hvaða Íslendingur myndi nú sætta sig við að fá að vinna 21 dag á ári? Ég sé stórútgerðirnar, þar sem sumir forstjórarnir hafa tekið í sama streng með strengjabrúðu sinni í LÍÚ um þessar óábyrgu veiðar smábáta, sætta sig við að binda skipin sín við land 344 daga ársins. Ég skil ekki hvernig menn, sem þykjast klárir bisnesskarlar, geta fordæmt trillukarla fyrir að þeim skuli loksins ganga eitthvað í sín- um veiðum eftir áratugalangar of- sóknir stjórnvalda til að torvelda þeim lífið og kalla veiðar þeirra óábyrgar og stjórnlausar. Það þyrfti einhver rannsóknarblaða- maðurinn að rekja sögu smábáta- útgerðar við landið síðustu 20 árin og finna hvaða reglugerðir er búið að kalla yfir slíkar veiðar og þá sem stunda þær. Frændur vorir Færeyingar eru algjörlega búnir að snúa baki við þessari hringavitleysu sem við stundum við strendur Íslands. Þeir hafa fundið það út að smá- bátaveiðarnar gefa mestu útflutn- ingsverðmæti hvað kíló úr sjó varðar og að sjálfsögðu stefna þeir því á auknar smábátaveiðar. En hvað gerum við? Ó, nei, ekkert kjaftæði hér, ef það er ekki frysti- togari og tækninýjungar þeim tengdar þá erum við sko ekkert að hugsa málið! Ég ætla bara að fullyrða það hér og nú, að saltaður og jafnvel þurrkaður fiskur, sem við fram- leiddum í stórum stíl til ársins 1940, er svo miklu verðmætari en sjófryst flök hvað verðmæti á kíló upp úr sjó varðar að það er hreint hlægilegt að menn skuli ekki löngu hættir að einblína á tóma fryst- ingu hér við land. Ég hlæ bara að þessum stórútgerðum. Þeir ættu aðeins að fara að taka upp vasa- tölvuna og verða sér úti um smá- vegis grundvallarupplýsingar til að vinna með og hætta að reka fyr- irtækin sín eftir gengissveiflum og þess háttar happadrætti. Það gengur ekkert endalaust að sam- einast og reyna að blekkja mark- aðinn til að halda uppi hlutabréfa- verðinu. Daglegi reksturinn verður að standa undir sér. Til hamingju, trillukarlar, með góða veiði í sumar. Mér þykir þó leitt að þið skulið ekki hafa komist í hálfkvisti, hvað magn varðar, við margar stórútgerðir landsins. KRISTJÁN RAGNAR ÁSGEIRSSON, viðskiptafræðingur, Hlíðarvegi 51, 625 Ólafsfirði. Stórútgerðaræði Frá Kristjáni Ragnari Ásgeirssyni: UNG stúlka situr á móti ömmu sinni í vikunni fyrir verslunar- mannahelgina. Það er verið að ræða væntanlegt ferðalag fjögurra ungra stúlkna (19 ára) til Vest- mannaeyja. Þær ræða um hvað þarf að hafa með sér, allt var til tekið; lopapeysur, stígvél, vatns- galli, tjald og nesti. Ekkert skyldi geta spillt gleðinni og tilhlökkun- inni sem var mikil. Þó þóttist amma verða þess áskynja að gleðin væri ekki allsráðandi og innti eftir því. Þá kom svarið: „Amma, við erum auðvitað allar hræddar!“ Amma sat eins og dæmd í stóln- um og horfði sem lömuð á dótt- urdóttur sína. Þær vinkonurnar eru allar í skóla, stunda vinnuna sína af samviskusemi og eru ekki í óreglu en samt voru þær auðvitað allar hræddar! Hvernig er það þjóðfélag sem við erum búin að skapa? Hvers vegna er alls konar ofbeldi og virðing- arleysi eins áberandi og raun ber vitni? Djöflar í mannsmynd ganga laus- ir, selja eiturlyf, misþyrma fólki og nauðga ungum stúlkum, ekki bara þeim sem drekka sig ofurölvi held- ur hafa þeir þann háttinn á að vera saman tveir eða fleiri (eins og sum rándýr) og hjálpast að við verkn- aðinn. Er kannski komið að þeim tímapunkti að ungar stúlkur verða aðeins óhultar í fylgd með sér eldri mönnum, bræðrum eða öðrum fjöl- skyldumeðlimum? Hefur dansinn í kringum gullkálfinn á undanförnum árum orðið svo tímafrekur að það hafi gleymst að kenna unga fólkinu sjálfsagða virðingu fyrir sjálfu sér og öðrum? Er þessi kenning (þú átt rétt á … !) sem svo mjög hefur ver- ið hampað undanfarið að skila sér í þessu? Í biblíunni segir frá bónda einum sem lét rífa hlöður sínar til að byggja aðrar stærri þar sem hann gæti geymt öll sín verðmæti. En á einni nóttu var sál hans af honum heimtuð. Svo mun verða um nauðgara og eiturlyfjasala. Á efsta degi munu þeir dæmdir af verkum sínum og engar munu þeirra máls- bætur verða. Er þá sama hvar og hvenær verknaðurinn var framinn. Ég hirði ekki um að segja nánar frá ferðalagi ungu stúlknanna á þjóðhátíðina í Vestmannaeyjum. Eftir stendur veröld sem hefur yf- irskriftina: „Amma, við erum auð- vitað allar hræddar!“ ÁSLAUG KJARTANSDÓTTIR, Mýrarbraut 1, Vík. Amma, við erum auð- vitað allar hræddar! Frá Áslaugu Kjartansdóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.