Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Það er skrýtin til- finning að sitja hér og setja niður á blað minningar um jafnfrá- bæran mann sem þú hafðir að geyma. Eftir mikil og ströng veikindi fékkstu loks þá hvíld er þú þráðir úr því sem kom- ið var, þú vildir aldrei láta hafa neitt fyrir þér, gera allt sjálfur og rúmlega það. Þú varst alltaf svo kátur og léttlyndur þó lífið hafi ekki farið mjúkum höndum um þig, greiðvikinn fram úr hófi og passaðir upp á það að enginn ætti neitt inni hjá þér. Betri vin var ekki hægt að hugsa sér, það var svo gott að tala við þig þegar eitt- hvað bjátaði á. Þú kunnir ráð við öllu og sást alltaf jákvæðu hlið- arnar á öllu. Á þeim tíma er þú stóðst uppi með sex ung börn eftir skilnað við móður okkar, þú í fullri vinnu sem verkstjóri í frystihúsinu 12–14 tíma á dag og halda heimili með okkur. Hvernig var þetta hægt? Þú bakaðir og eldaðir eins og þú hefðir aldrei gert neitt annað og þar var nú Sigga systir þín þér innan handar með með góð ráð og SIGURÐUR MAGNÚSSON ✝ Sigurður Magn-ússon fæddist á Herjólfsstöðum í Ytri-Laxárdal 18. nóvember 1920. Hann lést á Hjúkrun- arheimilinu Grund 2. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Neskirkju 14. ágúst. uppskriftir. Þú varst ekki margmáll en orð eru ekki allt. Það var svo gaman á sumrin. Þú fórst með okkur í berjamó, til Siggu frænku og stundum var farið til ömmu og afa á Vopnafirði og lengi mætti telja. Það var ótrúlegt hvað þú gast gefið okkur mik- inn tíma þrátt fyrir alla þína vinnu. Það er svo margt sem kemur upp í hug- ann þegar litið er til baka, svo margt sem maður vildi hafa gert öðruvísi. Það er stórt skarð og mikið tómarúm sem þú skilur eftir en svona er lífið, menn koma og fara. Þegar ég var krakki fannst mér ég svo öruggur er ég var með þér. Þú varst strangur og harður en ég sé það núna hvað þú varst réttlátur og vildir ekkert nema vel og veg okkar sem bestan. Alltaf þegar maður kom til þín þá hlóðst þú alls konar kræsingum á borð því þú varst iðinn við að baka. Það skyldi enginn fara svangur frá þér. Þú saltaðir besta hrossakjöt sem ég hef borðað og svo mætti lengi telja. Þú kenndir mér að baka kleinur, búa til sultu, gera slátur o.s.frv. Þú varst ótrú- legur. Öll þessi orka, öll þessi lífs- gleði, umhyggja og velvild er þú hafðir til brunns að bera er nú lið- in undir lok, en lifir í minningunni ásamt svo mörgu sem tengist þér. Sjálfsagt gæti ég setið við tölv- una og skrifað endalaust allar þær minningar sem upp koma nú, en ég man þær með sjálfum mér og mun ylja mér við þær. Svo hitt- umst við líka þegar minn tími kemur. Það er stórt skarð höggvið í þessa fjölskyldu nú, en við verðum að vera sterk og veita hvert öðru huggun á þessum erfiðu tímum. Systkini mín og systkini þín og aðrir aðstandendur, megi algóður guð styrkja ykkur og hugreysta. Farðu í friði, elsku besti pabbi og afi, guð geymi þig og varðveiti. Heyr mitt ljúfasta lag, þennan lífsglaða eld, um hinn dýrlega dag og hið draumfagra kveld. Rauðu skarlati skrýðst hefur skógarins flos. Varir deyjandi dags, sveipa dýrlingabros. Eg var fölur og fár, eg var fallinn í döf. Eg var sjúkur og sár og eg sá aðeins gröf. Hvar er forynjan Feigð með sitt fláráða spil? Hér kom gleðinnar guð, og það glaðnaði til. (Stefán frá Hvítadal.) Jósep, Eva, Arnar og Hákon. Fótmál dauðans fljótt er stigið fram að myrkum grafarreit, mitt er hold til moldar hnigið máske fyrr en af ég veit. Heilsa, máttur, fegurð, fjör flýgur burt sem elding snör. Hvað er lífið? Logi veikur, lítil bóla, hverfull reykur. Enginn tími, enginn staður, enginn hlutur dauða ver. Bú þig héðan burt, ó, maður, brautarlengd þú eigi sér. Vera má, að vegferð sú verði skemmri en ætlar þú. Æskan jafnt sem ellin skundar eina leið til banastundar. Margur einn í aldurs blóma undi sæll við glaðan hag, brátt þá fregnin heyrðist hljóma: Heill í gær, en nár í dag. – Ó, hve getur undraskjótt yfir skyggt hin dimma nótt! Fyrir dyrum dauðans voða daglega þér ber að skoða. (B. Halld.) Elsku besti afi, okkar allra bestu kveðjur og þakklæti fyrir allar þær stundir sem þú gafst okkur og allt er þú gerðir fyrir okkur. Nú er enginn afi til að heimsækja, en við gerum það í bænum okkar. Kæri afi, hvíl í friði, guð geymi þig og varðveiti. Arnar Freyr og Hákon Már Jósepssynir. Hann Siggi er dáinn. Þú fórst of fljótt, við áttum eftir að tala sam- an um ýmislegt, þú varst svo hress síðast er ég heimsótti þig, sveifl- aðir þér fram úr í göngugrindina með þinn brotna fót og fylgdir til dyra að gömlum sið. En þetta var ekki fyrsta áfallið, þau voru orðin mörg. Fyrst þegar þú varst þriggja ára týndist þú undir myrk- ur í september. Við eldri krakk- arnir fórum að reka hross úr túninu, en þú hafðir laumast á eft- ir án þess að við vissum eða mamma sem var með smábarn í vöggu. Svo þegar við komum heim og sáum þig ekki sögðum við ein- um rómi: „Hvar er Siggi?“ Við héldum fyrst að mamma hefði falið þig og væri að leika, en þvílík skelfing þegar þú varst í raun týndur. Mamma fór á næsta bæ til að fá hjálp en pabbi var ekki heima. Alla nóttina var leitað án árangurs. Eftir hádegi daginn eftir þegar Hjörtur fór að sækja mó í eldinn gekk hann fram á þig sof- andi milli þúfna. Þú varst búinn að vaða þrjá læki og ganga langa bratta brekku blautur í fætur, í þunnri peysu, en þér varð ekki meint af þessu. Þó var aðeins frost en logn. Það var ólýsanleg gleði sem ljómaði á andliti leitarfólksins. Síðan hefur margt gerst, þú fórst ungur að heiman til að sjá þér farborða, lentir á Skagaströnd, hittir þar indæla konu sem þú gift- ist. Þú vannst í frystihúsinu sem verkstjóri, fiskmatsmaður og brýnari. Þið eignuðust þrjú börn en skyndilega dimmdi. Konan þín dó snögglega og börnin ung. Þú baslar með ráðskonu sem þú heillar með þínu blíða brosi sem þú áttir nóg af. Hún trúði þér fyrir sér og settist að og börnin urðu átta. Svo urðuð þið leið og skilduð. Síðan varðst þú bóndinn og hús- freyjan, þangað til afkvæmin voru floginn burt úr hreiðrinu og farin að sjá fyrir sér sjálf. Þá fluttir þú líka þrotinn að heilsu en hélst heimili fyrir þig meðan þú gast. Einu sinni þegar þú bjóst á Skagaströnd datt þér í hug að fá þér harmoniku og fórst að spila á böllum. Þið gátuð allir bræðurnir spilað, pabbi og mamma og þau sungu líka oft. Það var oft glatt í kotinu. Og nú veit að þér líður vel og var tekið vel á móti þér. Við sjáumst seinna, ekki hlaupa svo hratt að ég verði lengi að ná þér. Vertu hress. Ég bið að heilsa. Guðrún Magnúsdóttir. „Það er gott að bíll- inn er með drifi á öll- um hjólum,“ sagði vin- ur minn, Benni, þegar ungi og óreyndi samstarfsmaðurinn hafði ekið Lada sport jeppanum út fyrir veg og niður brekku í Vatns- skarði á haustmánuðum 1988. Ég hafði þá um haustið hafið störf hjá Sambandi íslenskra kristniboðs- félaga og var í fyrstu ferð minni á landsbyggðinni sem fulltrúi þess. Við áttum skammt eftir að Löngu- mýri í Skagafirði þar sem okkar biðu uppbúin rúm og ræddum við- burði kvöldsins þegar hópur sofandi kinda birtist okkur á miðjum veg- inum og ökumaðurinn ungi reyndi að forðast árekstur með því að aka út fyrir veginn. Viðbrögð Benna voru dæmigerð fyrir létta lund hans. Hann treysti lærisveininum og var ekki að sjá að honum væri brugðið. Við ókum bílnum upp á veginn aftur og héld- um áfram samtali okkar en fyrr um kvöldið höfðum við haldið samkomu í kirkjunni á Skagaströnd. Ferðirnar með Benna urðu marg- ar næstu árin og heimsóttum við skóla, sjúkrahús og dvalarheimili víðs vegar auk þess að halda sam- komur og prédika í kirkjum. Það var sama hverjir áheyrendurnir voru – alltaf náði Benni athygli þeirra með skýrum og einföldum boðskap um frelsarann Jesú Krist og kærleika Guðs til allra manna eða lifandi frásögn kristniboðans sem þráði að miðla kristniboðshug- arfarinu til ungra sem aldinna. Það lá honum svo þungt á hjarta að BENEDIKT ARNKELSSON ✝ Benedikt Ingi-mundur Arnkels- son guðfræðingur fæddist á Gríms- staðaholtinu í Reykjavík 7. febrúar 1926. Hann lést á Landspítalanum 20. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 29. júlí. hver einasti maður fengi að heyra um Jesú og eignast líf í hans nafni. Hvort sem var hér á Íslandi eða úti í hinum stóra heimi. Þegar hann skreytti litlu skólastúlkurnar með strútsfjöðrum og broddgaltarprjónum og setti kamba Konsó- kvenna í hár þeirra og hengdi á þær armbönd og hálsfestar frá Eþ- íópíu mátti heyra saumnál detta og hlát- ur og pískur og geislandi augu báru vott um aðdáun nemendanna þegar verkinu var lokið. Eins þegar drengirnir voru komnir í klæði afr- ískra stríðsmanna með spjót, boga og skjöld í hendi var athyglin öll á granna, fíngerða fræðaranum sem sagði svo skemmtilega frá. Á dvalarheimilum aldraðra og ellideildum sjúkrahúsa vítt og breitt um landið biðu heimamenn árlegrar heimsóknar Benedikts og hlökkuðu til að heyra lýsingar hans á kristni- boðsstarfinu og heyra nýjar fréttir. Og oft settist hann við píanóið og lék undir söng. Þá var eins og lifn- aði yfir íbúunum og sálmarnir og versin komu fram á varirnar oftast eftir minni. Já, hann Benni gat lað- að fram lofsönginn og gleðina hvar sem hann fór með orð Guðs. Ekki er hægt að minnast ferðaprédikarans Benedikts Arn- kelssonar án þess að minnast á myndasýningarnar. Þegar kostur gafst voru litskyggnurnar með í för. Gömul sýningarvél sem hann gætti vel og bilaði nánast aldrei var dreg- in upp í skólastofum eða setustofum og myndirnar, sem hann hafði margar hverjar tekið sjálfur á ferð- um sínum í Eþíópíu og Kenýa, birt- ust á tjaldinu hver af annarri. Lif- andi og einföld var frásögn hans og aldrei þreytandi. Í kjölfarið fylgdi ritningarvers og einföld hvatning til áheyrandans að hann skyldi taka afstöðu til Jesú og vera með í kristniboðinu. Samstarf mitt við Benna hvort sem var á ferðalögum eða á skrifstofu Kristniboðssam- bandsins var mér ómetanlegur skóli og viska hans og leiðsögn í hinum ýmsu málum fylgir mér áfram. Hann var mér meira en vinur og samstarfsmaður. Hann var bróðir sem alltaf var tilbúinn að hlusta og leiðbeina og leggja lið ef þess þurfti. Eins var hann einstaklega nákvæmur og liðtækur prófarkales- ari sem kom sér vel meðan ég rit- stýrði fréttablaði Kristniboðssam- bandsins. „Þú veist að þetta eru bara ábendingar. Þú ræður hvort þú tekur tillit til þeirra eða ekki!“ var hann vanur að segja. Og auðvit- að var oftast tekið tillit til ábend- inga hans enda fáir betur að sér í góðu íslensku máli. Þannig gæti ég haldið áfram því af nógu er að taka en látum hér staðar numið. Benni sagði sjaldan „nei“ ef leitað var til hans og vand- aði sig ávallt við alla hluti. Hann var þó raunsær og ætlaði sér ekki um of. Ég lít á það sem mikla gæfu að hafa kynnst Benna í æsku minni og fengið að starfa með honum eftir að ég komst til vits og ára. Fyrir það þakka ég Guði einum. Tíminn sem við fengum saman í ferðastarfi Sambands íslenkra kristniboðs- félaga var mér tími þroska sem ég hefði ekki viljað vera án. Sverri, tvíburabróður Benna, og öðrum systkinum hans og fjöl- skyldu sendum við hjónin samúðar- kveðjur um leið og við lofum Drott- in fyrir vonina sem hann einn gefur. Einn af uppáhalds sálmum okkar Benna er eftirfarandi eftir Matthías Jochumsson og var oftast sunginn á ferðum hans þó ekkert annað væri sungið. Hann mun áfram hljóma og orð Guðs áfram kalla jafnt Íslend- inga sem aðra til eftirfylgdar við Jesú þó Benedikt sé fluttur heim til frelsara síns. Ó, þá náð að eiga Jesú, einkavin í hverri þraut. Ó, þá heill að halla mega höfði sínu’ í Drottins skaut. Ó, það slys því hnossi að hafna, hvílíkt fár á þinni braut, ef þú blindur vilt ei varpa von og sorg í Drottins skaut. Friðrik Zimsen Hilmarsson. Elsku afi, frá því að þú kvaddir þennan heim, hefur mig langað að skrifa til þín nokkur orð, það bara hefur tekið mig smátíma að setjast niður og byrja að skrifa, ætli ég hafi ekki bara þurft smátíma til að átta mig á því að þú værir farinn. Það hafa margar hugsanir reikað um hugann síðustu þrjár vikurnar og minningar rifjast upp, þá sérstaklega 80 ára afmælið þitt sem þú hélst svo eftirminnilega upp á síðasta sumar, þar sem þú hafðir alla þá sem þér þótti vænt um hjá þér, því gleymi ég aldrei, ekki frekar en öllum hinum stundunum, eða hvað mér fannst sniðugt að þú skyldir hafa keypt þér Polo, sem þú brunaðir á um landið, þvert og endilangt. Já, það er margs ✝ BergsveinnBreiðfjörð Gísla- son fæddist 22. júní 1921 í Rauðseyjum á Breiðafirði. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 26. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 2. ágúst. að minnast og það er sárt að hugsa til þess að stundirnar með þér verði ekki fleiri. Síðustu daga hef ég verið að fletta í gegnum myndir sem teknar hafa verið í gegnum ár- in og lesið kort sem fylgt hafa með gjöfum frá þér síðustu ár, það er alveg sama hvort það er rithöndin þín sem ég les eða myndir af þér sem ég skoða, alltaf skín hlýleikinn í gegn, það færi ekki fram hjá nokkrum manni sem sæi af þér myndir hversu hlýr og góður maður þú varst, þannig mun ég ávallt minnast þín. Ég ætla að halda áfram að vera sterk og ég veit að þegar minn tími kemur muntu taka á móti mér með opnum örmum og bros á vör, rétt eins og þú gerðir þegar ég heimsótti þig síðast. Ég veit að nú ertu kominn á stað þar sem ríkir eilífur friður og ég trúi því að við munum hittast síð- ar. Þangað til kveð ég þig, afi minn. Þín dótturdóttir, Sigurlaug Helga Guðmundsdóttir. BERGSVEINN BREIÐFJÖRÐ GÍSLASON MORGUNBLAÐIÐ tekur minningargreinar til birtingar endurgjalds- laust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvu- pósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, – eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Birting minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.