Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga ÞRJÁR eldri konur létust í hörðum árekstri fólksbíls og rútubifreiðar á Landvegamótum í Rangárvallasýslu, milli Þjórsár og Hellu, um klukkan 18 í gær. Konurnar voru allar í fólksbif- reiðinni. Þrír voru í rútunni og sluppu allir án teljandi meiðsla. Hinar látnu voru á sjötugs-, áttræðis- og níræð- isaldri og voru búsettar á höfuðborg- arsvæðinu. Sú yngsta var fædd árið 1937, önnur 1929 og sú elsta var fædd árið 1922. Þær voru allar úrskurðaðar látnar á slysstað og fluttar með sjúkrabifreiðum til Reykjavíkur. Slysið varð með þeim hætti að fólksbifreiðinni var ekið inn á Suður- landsveg af Landvegi, í veg fyrir rútubifreiðina, sem kom úr austurátt. Bifreiðirnar lentu báðar utan vegar og rútubifreiðin fór á hliðina. Báðar bifreiðirnar eru ónýtar eftir árekst- urinn. Suðurlandsvegur var lokaður í tæpar tvær klukkustundir á meðan lögregla og björgunarliðar athöfnuðu sig á slysstað og var vegurinn opn- aður aftur þegar klukkuna vantaði fjórðung í átta, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Kalla þurfti á liðsauka frá lögreglunni á Selfossi, auk þess sem tækjabíll var fenginn frá Bruna- vörnum í Rangárvallasýslu. Þá voru fjórir læknar kallaðir á vettvang til aðstoðar. Þyrla Landhelgisgæslunn- ar, TF-LIF, var kölluð á vettvang skömmu eftir að slysið var tilkynnt. Þyrlan var komin í loftið klukkan 18:23 en var afturkölluð skömmu síð- ar. Að sögn Gils Jóhannssonar, varð- stjóra hjá lögreglunni á Hvolsvelli, voru aðstæður til aksturs góðar þegar slysið varð og var tiltölulega lítil um- ferð á svæðinu. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir hér með eftir vitnum að slysinu og er þeim sem geta gefið upplýsingar bent á að hafa samband við lögregluna á Hvolsvelli í síma 488-4111. Þrjár eldri konur lét- ust í hörðum árekstri Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá slysstaðnum. Báðar bifreiðirnar lentu utan vegar og eru ónýtar. Banaslys á Landvegamótum í Rangárvallasýslu, milli Þjórsár og Hellu Selfossi. Morgunblaðið.               > Til Reykja- víkur eftir bílveltu á Ströndum Sjöunda slysið á þessum slóðum í sumar BÍLL valt utan malarvegar undir Bolafjöllum á Ströndum, skammt sunnan Kaldbaksvíkur, um kvöldmatarleytið í gær- kvöldi. Ökumaðurinn hlaut höf- uðáverka og var ekið með sjúkrabíl til Reykjavíkur til að- hlynningar. Tveir farþegar voru í bílnum, erlendir ferðamenn sem öku- maðurinn hafði tekið upp í skömmu fyrir slysið, en þá sak- aði ekki samkvæmt upplýsing- um frá lögreglunni á Hólmavík. Lögreglan sagði bílinn hafa farið margar veltur niður bratta hlíð og endað í lækjarsprænu. Aðkoma á slysstað hefði því ver- ið ljót og mesta mildi að ekki hlaust alvarlegra slys af. Bíllinn er gjörónýtur eftir veltuna. Lögreglan á Hólmavík vildi brýna fyrir ökumönnum að aka eftir aðstæðum á malarvegi sem þessum undir Bolafjöllum. Er þetta sjöunda bílslysið í sumar á Ströndum og í þriðja sinn sem flytja þarf slasaða til Reykjavík- ur. Ökumaðurinn sem slasaðist í gærkvöldi var á leið til Djúpa- víkur, að sögn lögreglu, og er frá Reykjavík. HAGNAÐUR Flugleiða og tólf dótturfyrirtækja nam 50 milljónum króna fyrri hluta ársins, sem er 1.644 milljóna króna betri afkoma en á sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrir skatta nam 122 milljónum króna en það er 2.449 milljóna króna breyting til batnaðar. Helmingur batans er rakinn til aðgerða sem gripið var til í rekstr- inum á síðasta ári og helmingur til jákvæðrar þróunar á ytri þáttum, þ.e. þróunar gjaldmiðla, eldsneytis- verðs og vaxta á alþjóðalánamark- aði. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir mikla uppbyggingu síðustu ár, einkum í flutningi ferða- manna til Íslands, og aukinn sveigj- anleika í starfseminni auk dugnaðar og samheldni starfsfólks vera helstu ástæður þess að félagið gat gripið til aðgerða með jafnárangursríkum hætti og raun ber vitni. Hann segir markmið félagsins nú að viðhalda og styrkja þennan ávinning. Meiri samdráttur en hjá öðrum Evrópufélögum Uppbyggingu á flutningi ferða- manna til og frá Íslandi segir hann mega rekja til sóknar Flugleiða á Norður-Atlantshafsmarkaðinn. Með þeirri sókn hafi tekist að fjölga er- lendum ferðamönnum með félaginu um 70% á fimm árum. „Norður-Atlantshafsmarkaðurinn hefur verið að þyngjast undanfarin ár vegna óhagstæðs gengis, kostn- aðarhækkana og offramboðs flug- félaga. Þegar í fyrravor byrjuðu Flugleiðir því að undirbúa breyting- ar og samdrátt í flutningum yfir Norður-Atlantshaf. Hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september höfðu síðan úrslitaáhrif. Félagið hef- ur dregið meira saman í Norður- Atlantshafsflugi en flest önnur Evr- ópufélög eftir atburðina vestanhafs. Þrátt fyrir samdrátt á leiðum yfir hafið hefur markaðurinn til og frá Íslandi haldið áfram að vaxa eins og að var stefnt,“ segir Sigurður. Hann segir jafnframt að veiga- mikill liður í breytingum undanfar- inna mánaða sé að nýta þann sveigj- anleika sem félagið hefur byggt upp í tengslum við alþjóðaflugreksturinn undanfarin ár. Sá sveigjanleiki gefi annars vegar kost á beinni kostn- aðarlækkun og hins vegar því að viðhalda þeirri stærðarhagkvæmni sem sé mikilvæg í flugrekstrinum. „Við erum því að uppskera það sem við höfum sáð til undanfarinn áratug og við munum halda áfram á þessari braut,“ segir Sigurður. Flugfélag Íslands skilar hagnaði Afkoma flestra dótturfyrirtækja Flugleiða batnaði á milli ára. Rekst- ur eins þeirra, Flugfélags Íslands, skilaði 21 milljónar króna hagnaði á fyrri hluta ársins og er það í fyrsta sinn sem hagnaður er af starfsem- inni á fyrri árshelmingi. Afkomubati Flugfélagsins nam 385 milljónum króna á milli ára. Flugleiðir skiluðu 50 milljóna hagnaði Afkoman fyrir skatta batnaði um 2,5 milljarða  Afkomubati/C1 Í NÝRRI vísindagrein 10 íslenskra vísindamanna, sem birtist í vísinda- tímaritinu Journal of Medical Gene- tics, kemur fram að meðal arfbera stökkbreytingar í geninu BRCA2 eru ævilíkur á að fá brjóstakrabba- mein um 40%, en meðal íslenskra kvenna eru líkurnar um 10%. Í fyrstu var álitið að áhætta hjá arf- berum á að fá brjóstakrabbamein væri mun meiri, eða yfir 80%. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna líkur á ýmsum krabba- meinum í ættingjum brjósta- krabbameinssjúklinga sem höfðu stökkbreytingu í geninu BRCA2 og bera þær saman við krabbameins- líkur meðal þjóðarinnar. Einnig að gera hið sama við ættir þeirra sjúklinga sem ekki höfðu stökk- breytinguna en í rannsókninni voru alls raktar ættir 995 sjúklinga sem greinst höfðu með brjóstakrabba- mein á árunum 1910 til og með 1985. Meðal niðurstaðna rannsóknar- innar er, að þó að áhætta á sjúk- dómnum sé aukin hjá arfberum sé einnig um fjölskyldugengi að ræða hjá ættingjum sjúklinga sem ekki eru arfberar íslensku stökkbreyt- ingarinnar í BRCA2. Þá leiddi rannsóknin í ljós að ættingjar arf- bera eru í aukinni áhættu á að fá krabbamein í nýru og krabbamein í blöðruhálskirtil og eggjastokka. Auk þess fundust tengsl við krabbamein í nýrum og krabba- mein í maga. Söfnun þeirra upplýs- inga sem nýttar voru í rannsókninni stóð yfir í tæp 30 ár, en hún hófst árið 1972. Í þeim ættum sem koma fyrir í rannsókninni eru tæplega 60.000 einstaklingar, karlar og kon- ur. Í rannsókninni kom í ljós, þegar áhrif stökkbreytingarinnar í BRCA2-geninu voru skoðuð, að í sumum ættum eru áhrifin mjög sterk en þau eru mun minni í öðrum ættum. Einnig er tíðni annarra krabbameina í ættum mjög breyti- leg, sem dæmi má nefna blöðruháls- kirtilskrabbamein. Ein breyting af sama uppruna sem er eldri en land- nám Íslands hefur þannig misjöfn áhrif eftir ættum. Þessi ólíka birt- ingarmynd bendir til þess að áhrif umhverfis og annarra gena séu mun mikilvægari en talið var fyrst eftir að BRCA-stökkbreytingarnar voru einangraðar. Ný vísindagrein íslenskra fræði- manna um brjóstakrabbamein Könnuðu líkur á krabbamein- um í ættingjum  Staðfestir/29 LÖGREGLUNNI á Selfossi barst tilkynning frá íbúa á Sel- fossi laust fyrir kl. hálfellefu í gærkvöldi um að ljós frá fjórum neyðarblysum sæjust á sveimi austsuðaustur frá Selfossi, yfir Þjórsárósum. Einn bíll frá Björgunarfélagi Árborgar fór á staðinn og ók hann meðfram ströndinni og höfðu eng- in ummerki um slys fundist þegar blaðið fór í prentun í nótt. Lög- reglan á Selfossi fór einnig á stað- inn og kannaði þá stefnu sem ljós- in voru sögð hafa verið í en engin ummerki fundust. Tvö skip sem voru á siglingu skammt frá Þjórsárósum voru send á staðinn en leit þeirra bar engan árangur. Neyðarblys á lofti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.