Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 21 Engjateigi 5, sími 581 2141j i i , í i ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B N B 18 51 0 0 8/ 20 02 Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, hjá umboðsmönnum okkar í Reykjanesbæ, Selfossi og á Akureyri eða hringdu í síma 570 5070. www.toyota.is Bílabíó á fimmtudagskvöld kl. 21.30 hjá Toyota við Nýbýlaveginn: Sódóma Reykjavík Íslensk bíóperla sem nýtur sín hvergi betur en úti undir berum himni á rökkvuðu ágústkvöldi. Daihatsu Charade CX Skráður: Jan. 1998 Ekinn: 46.000 Vél: 1300cc 5g. Verð: 640.000,- kr. VW Polo Skráður: Sept. 1997 Ekinn: 36.000 Vél: 1400cc 5g Verð. 700.000,- kr. Renault Clio RN Skráður: Sept. 1999 Ekinn: 56.000 Vél. 1400cc 5g. Verð: 790.000,- kr. Toyota Yaris Luna Skráður: Júl. 2001 Ekinn: 12.100 Vél: 1300cc 5g. Verð: 1.150.000,- kr. Opel Astra Skráður: Sept. 1998 Ekinn: 52.000 Vél: 1600cc 5g. Verð: 1.080.000,- kr. Tilboð: 890.000,- kr. Mitsubishi Galant W/G Skráður: Júl. 1997 Ekinn: 70.000 Vél: 2000cc ssk. Verð: 1.260.000,- kr. Tilboð: 990.000,- kr. Þrumugott úrval af bíóbílum frá 600 -1200 þúsund krónur bíódagar EFTIRFARANDI grein um hvali og hvalveiðar birtist í New York Times í fyrradag. Er höfundur hennar Nicholas D. Kristof, einn af kunnustu dálkahöfundum í Banda- ríkjunum, og birtast skrif hans jafnan á leiðarasíðu blaðsins: Sagt er, að fyrsta hvalaskoðun- arferðin frá Massachusetts hafi verið farin árið 1975 með hóp af skólakrökkum en í Nýja-Englandi er nú um að ræða iðnað, sem veltir um 8,5 milljörðum ísl. kr. árlega. Hvað er líka skemmtilegra en hnúfubakur, sem bregður á leik með tilheyrandi busli og skvettum? Fólk hefur tekið slíku ástfóstri við hvali, að fyrir ári horfðu yfir- völd ekki í að fara með meira en 20 millj. kr. í árangurslausar tilraunir í fjóra mánuði til að losa sléttbak, sem kallaður var Churchill, úr veiðarfæradræsu, sem hann hafði flækt sig í. Þegar 55 grindhvalir syntu á land upp hér í Massachu- setts vöknaði heilli þjóð um augu. „Björgum hvölunum“ er trúarjátn- ing, sem enginn efast um, og litið er á Japani og Norðmenn sem úr- hrök fyrir að fá vatn í munninn þegar þeir sjá hval. Það er kominn tími til að víkja tilfinningaseminni til hliðar. Bar- áttan gegn hvalveiðum í atvinnu- skyni átti rétt á sér fyrir nokkrum áratugum þegar búið var að ganga freklega á flesta stofna stóru hvalanna og raunar standa sumir stofnar þeirra illa enn. Í öllum heimshöfum eru steypireyðar lík- lega innan við 10.000 samtals. Jafnvíst er, að takmarkanir á hvalveiðum og bann við veiðum í atvinnuskyni frá 1986 hafa leitt til mikillar fjölgunar í mörgum stofn- um. Sjávarútvegsyfirvöld í Banda- ríkjunum telja, að árið 2000 hafi búrhvalir verið fleiri en tvær millj- ónir og Alþjóðahvalveiðiráðið áætl- aði fyrir ári, að hrefnur væru 900.000 og grindhvalir 780.000. Síðan hefur þeim fjölgað. Milton Freeman, hvalasérfræðingur við háskólann í Alberta, telur, að hrefnustofninn hafi þrefaldast á 30 árum og hnúfubaknum fjölgi um 12 til 17% árlega. Þá hefur sandlægj- unni fjölgað mikið frá því hún var tekin af lista yfir dýr í útrýming- arhættu árið 1994. Oft er rætt um ofveiði og í því sambandi má nefna, að hvalirnir éta nú 300 milljónir tonna af sjáv- arfangi, þrisvar sinnum meira en mennirnir. Geta sumir sér til, að mikill vöxtur í hrefnustofninum hafi haldið aftur af fjölgun steypi- reyða en fæða þessara tegunda er svipuð. Bruce Mate, hvalasérfræðingur við Oregon-háskóla, hefur hvatt til nýrra aðferða í því skyni að fjölga steypireyðinni og hann segir, að flestir líffræðingar hafi ekkert á móti veiði úr hrefnustofninum og öðrum stofnum, sem standi vel. Það er einmitt kjarni málsins. „Björgum hvölunum“ á ekki lengur við um allar tegundir. Eina rök- semdin, sem eftir er gegn veiðum á hrefnu, búrhval og jafnvel sand- lægju er, að hvalir séu svo stór- kostlegar skepnur, að þess vegna megi ekki drepa þá. Rök af þessu tagi eru samt hættuleg. Það er ekkert annað en yfirgangur að segja við Norðmenn og Japani, að vegna þess, að okkur geðjist svo vel að hvölum, þá megi þeir ekki éta þá. Við getum verið andvíg því, eins og til dæmis hundaáti í Kóreu og Kína, en við getum ekki bannað þeim að éta dýr, sem er ekki í útrýmingar- hættu, bara vegna þess, að okkur finnst það svo sætt. Hvað með litlu lömbin og rádýrskálfana? Það er rétt að berjast gegn út- rýmingu hvalategunda og það þyrfti að huga meira að steypireyð- inni. Það er líka rétt að leyfa veiðar úr stórum stofnum. Pistill í The New York Times Hefjum hvalveiðar Reuters Sandlægja að leik undan ströndum Mexíkó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.