Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Gestafyrirlesari verður einn þekktasti óperustjóri í Evrópu, Joan Matabosch frá Barcelona, en Óperan í Barcelona (Liceu) var endurbyggð frá grunni eftir brunann árið 1994. Eftir endurreisn hússins fara fram í sama salnum óperusýningar, einleikstónleikar, ballettsýningar, sinfóníutónleikar og popptónleikar. Matabosch mun segja frá reynslu af rekstri hússins með þessu fyrirkomulagi, helstu kostum og göllum. Hugmyndir um myndlistartvíæring á Íslandi eru á byrjunarstigi og munu nokkrir innlendir framsögumenn fjalla um möguleikana á að koma hér á fót alþjóðlegum myndlistartvíæringi. Opinn fundur í Hafnarhúsinu 30. ágúst Listahátíð í Reykjavík gengst fyrir opnum fundi 30. ágúst n.k. kl. 13:00 til 17:00 Á dagskrá eru tvö málefni: 1. Bygging og rekstur tónlistar- og óperuhúsa 2. Hugmyndir um myndlistartvíæring á Íslandi Þátttaka í fundinum er ókeypis og hann er opinn öllum sem hafa skráð sig. Vegna mikillar þátttöku lýkur skráningu kl. 16:00 í dag, fimmtudaginn 22. ágúst á skrifstofu Listahátíðar í Reykjavik, sími 561 2444 eða artfest@artfest.is. Dagskrá: Fundurinn settur: Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík Óperuhúsið í Barcelona: Joan Matabosch, óperustjóri Fyrirspurnir og umræður Umræðustjóri: Hjálmar H. Ragnarsson, rektor LHÍ Kaffihlé Myndlistartvíæringur: Framsögumenn: Ólafur Kvaran forstöðumaður Listasafns Íslands, Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur og Tumi Magnússon, myndlistarmaður Fyrirspurnir og umræður Umræðustjóri: Fríða Björk Ingvadóttir, blaðamaður Lokaorð: Halldór Guðmundsson, formaður stjórnar Listahátíðar í Reykjavík Spænska sendiráðið TENGSL listamanna og nútíma- listar við almenning hafa lengi verið til umræðu. Listamenn eru stundum að einhverju leyti hugarfarslega ein- angraðir frá samfélaginu, bæði við hugmyndavinnu sína og í verkum sín- um og er það mjög miður. Nýjungum í listum er iðulega mætt af tortryggni í samfélaginu, hér sem í öðrum lönd- um. Myndlist hefur um langt skeið verið nokkuð sérhæfð, hún krefst jafnvel einhverrar listasöguþekking- ar af áhorfendum þótt það sé alls ekki alltaf. Það er þó flestum kappsmál að myndlistin sé lifandi tjáningarafl í þjóðfélaginu og öllum aðgengileg. Engin önnur listgrein í dag getur á jafn umfangsmikinn hátt falið allar hinar í sér – leiklist, kvikmyndun, textagerð, höggmyndir, hönnun, rýmisverk og þannig mætti áfram halda. Innan myndlistar er hægt að gera hluti sem hvergi er hægt að gera annars staðar, óháð pólitík og pen- ingum – þrátt fyrir lögmál markaðar- ins. Það er því ekki furða að þeim sem leggja myndlistina fyrir sig sé oft mikið í mun að koma henni áleiðis til áhorfenda og reyna til þess margar ólíkar leiðir. Hér á landi nýtur al- menningur lítillar fræðslu eða skemmtunar fjölmiðla varðandi myndlist og þegar litið er á aðsókn að söfnum á landinu er það furða að Rík- issjónvarpið, þessi myndræni miðill skuli ekki sinna myndlistinni betur. Það er því að langmestu leyti í hönd- um myndlistarmanna sjálfra að koma list sinni áleiðis til almennings, við erfiðar aðstæður eru þeir ótrúlega duglegir. Sýningin Camp 2 er einmitt sett upp með það að markmiði að reyna að ná til sem flestra, ekki síst þeirra sem ekki leggja leið sína á söfn að jafnaði – og eru auk þess ekki búsettir í ná- munda við þau. „Camp“ má þýða sem vinnubúðir, en listamennirnir unnu að hluta til verk sín á staðnum, en getur einnig verið skammstöfun fyrir „fundarstaður“, „Contemporary Art- istś Meeting Place“. Þetta er augljós- lega ekki fyrsta Camp-sýningin, Camp 1 var haldin í Lejre í Dan- mörku 2001. Það var íslenska mynd- listarkonan Steinunn Helga Sigurð- ardóttir sem stóð að þeirri sýningu. Umsjón með sýningunni á Höfn hafa Inga Jónsdóttir, Sigurður Mar Hall- dórsson og Helga Erlendsdóttir, með styrk frá Menningarsjóði Austur- lands, Sveitarfélagi Hornafjarðar og Menningarsjóði KASK. Sýningarnar eru hugsaðar sem til- breyting frá hefðbundnum safna/gall- erísýningum, margir listamenn taka þátt, bæði þekktir og reyndir sem byrjendur í faginu. Sumir vinna verk sín á staðnum og í samræmi við hann en aðrir koma með verk með sér. Í Danmörku var sýningin að mestu leyti í heimahúsum og einkagörðum, en á Höfn er hún í almenningsrými á ýmsum stöðum, eitt er á Netinu og tvö verk eru í heimahúsum. Nú eru sýningar sem þessar engin nýjung, enda er það ekki markmiðið. Margir hafa heyrt af svokölluðum strand- lengjusýningum í Reykjavík þar sem listamenn komu verkum sínum fyrir meðfram Ægisíðunni og Skúlagöt- unni og listamenn hafa líka við ýmis tækifæri komið verkum sínum fyrir utandyra í Reykjavík. Camp-sýning- arnar eru hins vegar báðar settar upp í litlum samfélögum, fyrst Lejre og svo Höfn. Camp 3 er svo áætluð í litlum bæ í Þýskalandi á næsta ári. Það eru 25 listamenn sem eiga verk á Höfn, um það bil einn þriðji þeirra tók líka þátt í sýningunni í Lejre. Þeir eru valdir með nokkra breidd í huga og verk þeirra eru afar fjölbreytt. Ís- lensku listamennirnir eru Alda Sig- urðardóttir, Anna Eyjólfsdóttir, Anna Líndal, Finna Birna Steinsson, Finnbogi Pétursson, Fjölnir Hlyns- son, Gunnhildur Jónsdóttir, Hannes Lárusson, Helga Erlendsdóttir, Hlynur Hallsson, Inga Jónsdóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir, Pétur Kristjáns- son, Sigurður Mar Halldórsson, Steinunn Helga Sigurðardóttir, Þor- valdur Þorsteinsson, Þór Vigfússon og Þuríður Elfa Jónsdóttir. Frá Dan- mörku eru þau Hanne Godtfeld, John Krogh, Mette Dalsgaard, Morten Til- litz og Nanna Gro Henningsen. Frá Englandi kemur Richard Annely og Þýskalandi Dieter Kunz en þeir vinna saman verk fyrir sýninguna. Augljóslega eru verkin á sýning- unni jafnólík og þau eru mörg og ekki tök á að fjalla um hvert og eitt þeirra hér. Þau eru nokkuð dreifð um bæ- inn, að undanskildum tveimur kjörn- um, í verslunarsmiðstöðinni og í auðu einbýlishúsi á Kirkjubraut 5. Versl- unarmiðstöðin býður ónotað verslun- arrými sem minnir á ágætis gallerí. Þar inni er m.a. verk Óskar Vil- hjálmsdóttur, Landnám, unnið í sam- vinnu við börn á staðnum. Samfélagið og ábyrgð listamanna gagnvart því er áleitið viðfangsefni listamanna í dag, Ósk er ein af til- tölulega fáum íslenskum listamönn- um sem vinna með þetta efni. Þema verksins á Höfn er íverustaðir eða heimili og hvernig börn hugsa sér þau eða vildu hafa þau. Börnin byggðu kofa með aðstoð Óskar og máluðu hann síðan í litum að eigin vali. Á sýn- ingunni er áhorfendum boðið til sætis inni í kofanum en þar er að sjá mynd- band þar sem börnin lýsa því húsi sem þau vildu eiga og segja frá því hvernig þeim finnst að búa á Höfn. Utan kofans má sjá teikningar barna af húsum. Þetta er einfalt verk og áhugavert að hlusta á börnin, til dæmis er efnishyggja blessunarlega lítið ráðandi í óskum þeirra, frekar óska þau eftir þægilegum samveru- stað, helst í fallegum litum. Það ætti að vera fólki léttir í lífsgæðakapp- hlaupinu. Í verslunarmiðstöðinni er einnig verk Hanne Godtfeld sem reynir að fá fólk til samstarfs við sig með bréfa- skiptum. Hún hefur sent þremur að- ilum sem ekki fást við myndlist myndir og hluti sem þeir eiga að bregðast við með því að senda eitt- hvað annað til baka, hlut eða mynd. Þannig á að myndast sjónrænt sam- tal sem sýnt er á hillum á vegg. Þetta gengur misjafnlega og hér sýnist mér Hanne vera fullbjartsýn. Það er já- kvætt að vilja fá fólk til að taka þátt í listsköpun en kröfurnar mega ekki vera of miklar. Annar kjarni sýningarinnar er í auðu íbúðarhúsi á Kirkjubraut 5. Þar sýna fjórir listamenn verk sín. Hann- es Lárusson sýnir tilbrigði við hús- gögn, kollum úr glæru plexigleri er raðað í hring og í miðjunni minnir sérsmíðaður gólflampi með einni log- andi peru á þá aldagömlu hefð mann- kyns að sitja á rökstólum við eld. Verk Þórs Vigfús- sonar, Næturlands- lag úr spegli og dökkbláu plexigleri, lifnar á óvæntan hátt við í þessum húsa- kynnum og verk Gunnhildar Jóns- dóttur, nýútskrifaðr- ar listakonu, kemur mjög skemmtilega á óvart í bleiku barna- herbergi. Finnbogi Pétursson skapar sterkt andrúmsloft með útvarpsverki sínu. Önnur verk eru á víð og dreif í bænum. Þau eru flest áhuga- verð og ágætlega heppnuð. Sum þeirra eru mjög að- gengileg og jafnvel fyndin, en önnur gera meiri kröfur til áhorfenda. Lista- menn óttast stund- um að útskýra verk sín um of en oft bæt- ir útskýring lista- manns heilmiklu við verkið án þess að rýra listrænt gildi þess. Tvö verk bera titil á ensku en þar hefði líka mátt vera íslensk þýðing til að auð- velda skilning á verkinu. Enskur og rangt stafsettur (af listamannsins hálfu) titill á verki dansks listamanns er annars ágætu verki hans ekki til framdráttar. Rétt við höfnina er verk Ingu Jóns- dóttur, Í samhengi, gamlar ljósmynd- ir á gráum vegg rústa. Þar sést hversu ólíkar leiðir listamenn fara til að tengja fólkið við listina og listina við umhverfi sitt, hér kallast svart/ hvít andlit fortíðar á við barnsandlit í lit á skjá í verki Óskar í verslunarmið- stöðinni en bæði verkin fjalla um fólk- ið á staðnum og tímans rás. Verk Steinunnar H Sigurðardóttur á Net- inu fjallar einnig beint um fólkið á staðnum á heimasíðunni hornafjor- dur-lejre.net. Sýningin í heild er svo fjölbreytt og skemmtileg að ég vona að sem allra flestir nái að sjá hana á meðan kostur gefst en miðað við umfang og úrval listamanna hefur hún ekki fengið þá kynningu í fjölmiðlum sem hún á skil- ið. Höfn er fengur að þessari sýningu og lífinu sem henni fylgir. Að lokum nefni ég verk Nönnu Gro Henningsen sem er við höfnina en þar veltir hún fyrir sér í stuttum texta hlutverki list- arinnar í samfélaginu. MYNDLIST Höfn á Hornafirði Flest listaverkanna eru aðgengileg alla daga. Verk í verslunarmiðstöð má sjá á afgreiðslutíma verslana, húsið á Kirkju- braut 5 er opið virka daga frá kl. 16–18 og 14–18 um helgar. Til 31. ágúst. CAMP 2 BLÖNDUÐ TÆKNI 25 LISTAMENN FRÁ FJÓRUM LÖNDUM Fundarstaður á Höfn Ragna Sigurðardóttir Morgunblaðið/Sigurður Mar Verk Nönnu Gro Henningsen á Camp 2 á Höfn. HRÖNN Helgadóttir, organisti Bessastaðakirkju, leikur á hádeg- istónleikum í Hallgrímskirkju í há- deginu í dag. Tónleikarnir eru á dagskrá tónleikaraðarinnar Sumarkvölds við orgelið og hefjast kl. 12. Hrönn er enn einn nemandi Harðar Áskelssonar sem spreytir sig á hádegistónleikum þetta sum- arið. Á efnisskránni eru þrjú verk. Það fyrsta er Passacaglia BuxWV 161 eftir Dietrich Buxtehude. Ann- að verk tónleikanna er sálmforleik- urinn Schmücke dich, o liebe Seele BWV 654 eftir Johann Sebastian Bach en hann er einn sá kunnasti af hinum svokölluðu stóru 18 sálm- forleikjum Bachs. Eftir þessi tvö barokkverk lýkur tónleikunum með Prelúdíu, fúgu og tilbrigðum op. 18 eftir César Franck. Þetta verk skrifaði Franck snemma á ferli sín- um en það er líka til í píanógerð. Hrönn Helgadóttir tók Kantors- próf frá Tónskóla þjóðkirkjunnar. Einnig hefur hún sótt námskeið hjá James E. Goettsche, organista við Péturskirkjuna í Róm, Hans-Ola Ericsson, prófessor við Tónlistar- háskólann í Piteå í Svíþjóð, og Mattias Wager, kennara í orgelleik og spuna. Hrönn Helgadóttir er organisti Bessastaðakirkju. Hallgrímskirkja Hrönn Helgadóttir á hádegistónleikum Í GLUGGAGALLERÍINU Heima er best, Vatnsstíg 9, stendur yfir einkasýning Auðar Friðriksdóttur sem nefnist Klúður. Auður lauk B.A. gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2001. Þetta er fyrsta einkasýning hennar en hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum á tímabilinu frá árinu 1997. Sýningunni lýkur í dag. Klúður í gluggagalleríi Í SUMAR hafa verið farnar viku- legar menningargöngur um Mos- fellsdal og verður svo einnig á morgun, fimmtudag. Gangan tekur um þrjár klukkustundir undir leið- sögn Bjarna Bjarnasonar og hefst á Gljúfrasteini kl. 19.30. Gengið er framhjá bernskuheimili Halldórs Laxness og að Guddulaug þar sem göngumenn neyta heilsudrykkjar. Þá verður farið í heimsókn á nýja vinnustofu Þóru Sigurþórsdóttur leirlistarkonu á Hvirfli. Frá Hvirfli er gengið yfir Kýrgil, sem er hugs- anlega felustaður silfursjóðs Egils Skallagrímssonar, og að Mosfelli. Sagt frá sögu staðarins og efnivið- ur Innansveitarkroniku eftir Hall- dór Laxness rifjaður upp. Frá Mosfelli er haldið í áttina að Köldukvísl og á leiðinni verður stansað í gömlum mógröfum þar sem sagt verður frá mótekju á fyrri tíð. Göngunni lýkur á Gljúfrasteini þar sem efnt er til verðlaunaget- raunar sem byggist á ævi og verk- um Halldórs Laxness. Á skálda- slóð í Mos- fellsdal ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.