Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 33 Bakpokar ver› frá: 3.290 Íflróttagallar ver› frá: 5.890 Úlpur ver› frá: 7.890 Dúnúlpur ver› frá: 11.490 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 83 05 08 /2 00 2 Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1500 og www.utilif.is H A U S T L Í N A N 2 0 0 2 Vel heppnu› skólaganga hefst hjá Útilíf Í VIKULEGRI grein sinni, „Birna Anna á sunnudegi“ fjallaði hinn ágæti blaðamaður Morgun- blaðsins, Birna Anna Björnsdóttir, um Frjálshyggjufélagið, sem nýlega var stofnað. Hún hélt því fram í greininni að frjáls- hyggjan væri konum óvinveitt. Því til stuðn- ings nefndi hún að eng- inn stofnfélaga Frjáls- hyggjufélagsins væri kona. Einnig sagði hún að frjálshyggjan myndi kippa stoðunum undan „því sem áunnist hefur til jafnréttis kynjanna“. Mér er ljúft að leiðrétta þann mis- skilning sem í þessum ummælum felst. Frjálshyggjan er eina stjórn- málastefnan sem gengur út á algert jafnrétti, þar með talið jafnrétti kynjanna. Frjálshyggjan snýst um frelsi fólks, óháð þjóðerni, kyni, kyn- hneigð eða öðrum einkennum og at- höfnum sem ekki fela í sér ofbeldi. Sá sem vill bara frelsi sumra getur ekki talist jafnréttissinni. Frjálshyggjumenn hafa alltaf stutt kvenfrelsi. Kvenfrelsi er nefnilega líka frelsi. Á sama hátt hafa þeir stutt frelsi fólks af öllum kynþáttum, sam- kynhneigðra og annarra sem kúgaðir hafa verið. Þetta gildir um alla stofn- félaga Frjálshyggjufélagsins. Frelsinu fylgir líka velmegun. Frjálsum þjóðum vegnar betur en öðrum, meðal annars vegna þess að frjáls maður, sem nýtur verka sinna, vinnur starf sitt af meiri ástríðu. Þessari velmegun fylgja meiri mögu- leikar fólks til að nýta frelsið. For- eldrar geta til dæmis verið meira með börnum sínum ef þeir kjósa því lítinn vinnutíma þarf til að skapa sömu verðmæti og áður. Með aukinni velmegun, sem nem- ur margföldum tekjum á mann, þeg- ar litið er til nokkurra áratuga, skap- ast öllum betri kjör. Fátækum fækkar til muna, og miklu meiri verð- mæti verða aflögu hjá öllum hinum til að hjálpa þeim fáu. Þetta ætti að vera konum, jafnt sem körlum, að skapi. Frjálshyggjan er rökrétt Í grein Birnu Önnu sagði að frjáls- hyggjan væri „alveg vandræðalega einföld hugmyndafræði“. Auðvitað er hún einföld, en því fylgja engin vand- ræði. Einfaldleikinn felst í því að sömu réttindi gilda alltaf, fyrir alla. Allt er sett í sömu „reikniformúluna“, eins og Birna Anna sagði sjálf. Í henni felast engin forréttindi. Þannig verður það að vera, ef maður kýs jafnrétti. Annað væri raunar órökrétt. Mað- ur verður að vera samkvæmur sjálf- um sér. Maður getur eingöngu vænst frelsis til þess að gera það sem hann kýs sjálfur, ef hann virðir frelsi ann- arra til þess að gera það sem þeir kjósa. Þetta er afleiðing gullnu regl- unnar, að gjöra öðrum það sem þér viljið að aðrir gjöri yður. Hún er fal- leg og einföld. Stundum vilja menn hygla ein- stökum hópum á kostnað annarra. Þá er þörf á flókinni hugmyndafræði, sem gengur ekki upp þegar að er gáð. Það getur verið vandræðalegt. Frelsið er ekki frumskógur Birna Anna notaði orðið „frum- skógarlögmálið“ um frjálshyggjuna, án þess að skýra það frekar. Ég er ekki sammála þeirri orðnotkun. Frjálshyggjan felur í sér að fólk sé verndað fyrir ágangi annarra í sið- menntuðu samfélagi. Þannig virkar frum- skógurinn ekki. Aðrar stefnur en frjálshyggj- an ganga aftur á móti beinlínis út á að réttur sumra sé brotinn fyrir aðra. Greinarhöfundur sagði líka að orðið „samfélag“ væri óvin- sælt hjá frjálshyggju- mönnum. Það er ekki rétt. Orðið er hins veg- ar oft misnotað, og sú misnotkun er óvinsæl hjá okkur frjálshyggju- mönnum. Sumir, til dæmis öfgaþjóð- ernissinnar og kommúnistar, líta á samfélagið sem einhvers konar per- sónu með sjálfstæðan hag, sem sé óháður hag einstaklinganna. Þeir vanvirða réttindi einstaklinga til að búa til einhvers konar fyrirmyndar- samfélag. Frjálshyggjumenn eru ósammála þessu og telja samfélagið gott, ef einstaklingarnir fá að njóta sín. Samfélagið er nefnilega safn ein- staklinga. Birna Anna sagði að Frjálshyggju- félagið afsannaði eigin boðskap með tilvist sinni. „Því hvað gera félagar þess til að koma á framfæri hug- myndum um algjöra einstaklings- hyggju og frelsi frá afskiptum ann- arra? Þeir vinna saman og stofna (sam)félag.“ Auðvitað vinna frjáls- hyggjumenn saman. Þeir eru ekki á móti félögum, heldur mjög hlynntir þeim. En það er mikilvægt að sam- starf fólks sé frjálst. Þess vegna er félagafrelsi mikilvægt. Frjálshyggju- menn myndu til dæmis aldrei vilja neyða neinn til að ganga í félag þeirra. Fyrir konur og karla Kannski er það rétt hjá Birnu Önnu, að konur séu síður frjáls- hyggjumenn en karlar. Hvað sem því líður ætti hugmyndafræðin ekki síð- ur að eiga erindi við konur. Hún er stefna jafnréttis og velferðar. Einn af merkustu heimspekingum frjáls- hyggjunnar var til dæmis John Stuart Mill, sem meðal annars skap- aði sér óvinsældir með því að berjast fyrir jafnrétti kynjanna og rita bók- ina Kúgun kvenna. Ég hvet bæði konur og karla til að kynna sér hugmyndafræðina, til dæmis á heimasíðu Frjálshyggju- félagsins, www.frjalshyggja.is. Allir óflokksbundnir frjálshyggjumenn eru velkomnir í félagið, hvors kyns sem þeir eru. Þeir sem hafa áhuga á frjálshyggjufemínisma geta til dæm- is skoðað síðuna www.ifeminists.com. Ifeminism er stytting á „individualist feminism“, einstaklingshyggjufemín- isma, sem er annað orð yfir frjáls- hyggjufemínisma. Fylgismenn þess- arar tegundar femínisma halda því fram að hún sé hinn eini sanni fem- ínismi. Kvenfrelsi er líka frelsi Gunnlaugur Jónsson Stjórnmál Frjálshyggjan, segir Gunnlaugur Jónsson, er eina stjórnmálastefnan sem gengur út á algert jafnrétti. Höfundur er fjármálaráðgjafi og meðlimur í Frjálshyggjufélaginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.