Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ AÐALFUNDI Landssambands kúa- bænda, LK, lauk síðdegis í gær á Laugum í Sælingsdal. Á fundinum voru afgreiddar 22 ályktanir og meðal þeirra er harðorð ályktun þess efnis að við núverandi aðstæður komi ekki til greina að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu, ESB. Kúabænd- ur telja aðild geta haft verulega nei- kvæð áhrif á starfsumhverfi íslensks landbúnaðar og þar með aðgengi ís- lenskra neytenda að innlendum mat- vælum. Þórólfur Sveinsson var endurkjör- inn formaður LK í lok fundarins í gær. Hann sagði við Morgunblaðið að fundurinn hefði tekist mjög vel og mikil eindrægni ríkt meðal fundar- manna. Þar hefðu unnið saman í mesta bróðerni fylgjendur og and- stæðingar í fósturvísamálinu svo- nefnda, þó að það hefði lítillega verið rætt að þessu sinni. Spurður um helstu mál sem hefðu verið afgreidd í gær nefndi Þórólfur m.a. beiðni kúabænda um viðræður við stjórnvöld um nýjan samning um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunn- ar, sem tæki gildi í september árið 2005. Í ályktun um það mál segir m.a. að samningurinn verði framlengdur óbreyttur hvað varðar stuðning við mjólkurframleiðsluna og tollvernd. Hið sama verði látið gilda um leik- reglur framleiðslustýringar. Vilja kúabændur að viðskiptahættir með greiðslumark verði teknir til skoðun- ar en viðskiptin verði áfram heimil. Einnig vilja þeir að sveigjanleiki við verðlagsáramót verði aukinn og að heimilaður verði samrekstur greiðslumarkshafa þannig að hægt sé að nýta greiðslumark eins lögbýlis að öllu leyti með framleiðslu á öðru lög- býli. Sláturleyfishafar endurskoði skilaverð til bænda Meðal annarra ályktana má nefna að fundurinn lýsir óánægju sinni með að ekki skuli hækkað verð á bestu flokkum kýrkjöts og nautakjöts. Lýs- ir fundurinn furðu sinni á því að lög- mál framboðs og eftirspurnar skuli ekki gilda í viðskiptum með naut- gripakjöt. Er þess krafist að slátur- leyfishafar endurskoði verð til bænda, þar sem um nokkurt skeið megi ætla að skilaverð til bænda standi ekki undir framleiðslukostnaði, eins og það er orðað í ályktun. Á aðalfundinum var einnig sam- þykkt að endurskoðun færi fram á lagaumhverfi landbúnaðarins vegna breytinga á eignarhaldi og rekstrar- formi. Þórólfur sagði einkahlutafélög vera að ryðja sér til rúms í vaxandi mæli, jafnt hjá kúabændum sem öðr- um í landbúnaði og fleiri greinum at- vinnulífsins. Þá var lagt til á fundinum að áfram yrði unnið að stefnumörkun fyrir nautgriparæktina í landinu. Þórólfur var endurkjörinn formað- ur LK, sem fyrr segir, og tveir nýir stjórnarmenn voru kjörnir, þeir Sig- urður Loftsson og Jóhannes Jónsson. Þeir komu í stað Gunnars Sverrisson- ar og Birgis Ingþórssonar. Áfram eru í stjórn þau Egill Sigurðsson, Kristín Linda Jónsdóttir og Sigurgeir Páls- son. Landssamband kúabænda afgreiddi 22 ályktanir Aðild Íslands að ESB kemur ekki til greina Morgunblaðið/Guðrún Kristinsdóttir Þórólfur Sveinsson frá Ferjubakka II í Borgarfirði, sem hér er í ræðustól, var endurkjörinn formaður Landssambands kúabænda á aðalfundinum. ÞRJÁR viðurkenningar voru veittar við hátíðarkvöldverð á að- alfundi LK á Laugum. Gísli Páls- son á Hofi í Vatnsdal í Húnavatns- sýslu fékk viðurkenningu fyrir bók sína um íslensku kúna og hjónin Jón Eiríksson og Sigur- björg Geirsdóttir á Búrfelli í Mið- firði hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur í nautgriparækt, auk þess sem Jón var verðlaunað- ur sérstaklega fyrir ljósmyndir sínar af íslensku búfé. Þá fengu hjónin Jóhannes Eyberg Ragn- arsson og Guðlaug Sigurðardóttir á Hraunhálsi í Helgafellssveit við- urkenningu fyrir almennan dugn- að við búreksturinn og einnig fyr- ir uppfinningu Jóhannesar, merkibúnað á rúllubagga, sem vakið hefur athygli hér á landi og erlendis. Þrjár viðurkenningar Á AÐALFUNDI Skógræktar- félags Íslands í Logalandi um síð- ustu helgi, sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær, var meðal annars samþykkt ályktun um að sveitarfélög í landinu yrðu hvött til að efla skógrækt á opnu svæði í þéttbýli til að auka útivist- argildi svæða. Fram kom á fund- inum að í ljósi umræðu um að þétta byggð mætti ekki gleyma að koma fyrir skógi á svæðum þar sem ekki er byggð. Þá flutti Jónas Guðmundsson hagfræð- ingur erindi á fundinum um frjáls félagasamtök og stöðu þeirra sem þriðja geirans í samfélaginu, fyr- ir utan þann opinbera og einka- geirann. Að sögn Magnúsar Jóhann- essonar, formanns Skógrækt- arfélags Íslands, vakti erindi Jón- asar mikla athygli og umræður á fundinum. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands Sveitarfélögin efli skógrækt LÖGREGLAN í Reykjavík hefur tekið til rannsóknar mál þar sem grunur leikur á að einstaklingur hafi falsað lyfseðil og sent grun- lausan leigubílstjóra eftir lyfinu í apótek. Í stað þess að afhenda lyfin kallaði starfsfólk apóteksins á lögreglu sem kom á staðinn og leiddi leigubílstjórann á brott, en sleppti honum eftir að hafa hlýtt á framburð hans um aðkomu hans að málinu. Sjaldgæft að leigubílstjórar séu notaðir á þennan hátt Í þessu tilviki var látið á það reyna hvort hægt væri að beita fyrir sig utanaðkomandi aðila til að taka út lyf út á falsaðan lyfseð- il með fyrrnefndum afleiðingum. Þótt afar sjaldgæft sé að leigubíl- stjórar séu notaðir með þessum hætti hefur kærumálum sem varða meinta fölsun lyfseðla fjölgað hjá lögreglunni milli ár- anna 2001 og 2002, eru orðin 21 á þessu ári en voru 30 í fyrra. Árið 2000 var ekkert slíkt mál til með- ferðar. Rannsókn hefur leitt til ákæru í nokkrum málum. Helst reynt að svíkja út Diazepam og Mogadon Karl Steinar Valsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn hjá lögregl- unni í Reykjavík, segir að algeng- ast sé að magni uppáskrifaðra lyfja sé breytt af hálfu falsarans eða lyfjaheitum sé breytt á lyf- seðli. Einnig ber á því að notaðir séu stolnir lyfseðlar sem fólk hef- ur komist yfir í innbrotum. Helst er reynt að svíkja út svefnlyfið Mogadon og róandi lyfið Díaz- epam út á falsaða lyfseðla. Þegar Morgunblaðið leitaði eft- ir upplýsingum um reglur apó- teka um afhendingu lyfja sam- kvæmt lyfseðli kom í ljós að þegar um eftirritunarskyld lyf er að ræða, sérstaklega vanabind- andi lyf, þarf sækjandinn að kvitta fyrir móttöku á lyfinu. Apótekara er skylt samkvæmt lyfjalögum að sjá skilríki eða ganga á annan hátt úr skugga um réttmæta afhendingu. Sendur eftir lyfjum út á fals- aðan lyfseðil SKAMMT frá Slippnum við Miðbakka Reykjavíkur- hafnar eru nokkrar trillur komnar á land. Trillukarl- arnir dytta nú að þeim fyrir næstu sjóferðir eða undir- búa þær fyrir veturinn. Þau geta verið mörg hand- tökin, áður en allt er talið. Vasahnífurinn kom sér vel þegar málningin var skröpuð af Bæjarfelli RE 65. Dyttað að trillunum Morgunblaðið/Arnaldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.