Morgunblaðið - 22.08.2002, Side 19

Morgunblaðið - 22.08.2002, Side 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 19 FERÐAFÓLK hefur verið dug- legt að heimsækja Flatey á Breiða- firði í sumar. Mikið var um að vera í eyjunni aðra helgina í ágúst enda stóð mikið til. Séra Karl Matthías- son fór með Breiðafjarðarferjunni Baldri út í Flatey fyrir skömmu og hafði þrjár kirkjulegar athafnir í Flateyjarkirkju þann dag. Hann gifti tvenn brúðhjón og messaði í Flateyjarkirkju þar sem skírður var ungur drengur. Að loknum athöfnum var boðið í giftingarveislu í samkomuhúsinu og skírnarveisla var haldin í einu af gömlu húsunum í Flatey sem hafa verið gerð upp. Gömlum Flateying- um fannst þetta minna á gömlu dagana, þegar bærinn iðaði af lífi. Þennan sama dag heimsóttu eyj- una um 200 félagar úr Framsókn- arfélagi Reykjavíkur. Breiðafjarð- arferjan Baldur gat ekki annað þessum fjölda ferðamanna og þurfti að senda annað skip, tvíbytn- una Særúnu, til að allir farþegar kæmust ferða sinna. Fluttu skipin nokkur hundruð farþega um helgina Yfir sumartímann fer Baldur tvær ferðir á dag yfir Breiðafjörð og ferðafólk stoppar í Flatey á meðan Baldur fer upp á Brjánslæk. Tvær gifting- ar og skírn Stykkishólmur Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Það fara ekki margar kirkjulegar athafnir fram nú orðið í Flateyj- arkirkju á hverju ári, en fyrir skömmu fóru þrjár athafnir fram í kirkjunni. Á myndinni eru brúðhjónin Helga Sveinsdóttir og Óskar Eyþórsson og séra Karl Matthíasson. Altaristaflan eftir Baltasar er óvenjuleg og sýnir eyjabændur að störfum. LAUGARDAGINN 10. ágúst var opnuð sýning á Skriðuklaustri undir yfirskriftinni „Útlagar og útilegu- menn“. Forstöðumaður Gunnarsstofnun- ar, Skúli Björn Gunnarsson, ávarp- aði boðsgesti og kynnti sýninguna í stuttu máli. Á sýningunni er fjallað um sögu útlaga, útilegumannasagnir, lífskjör og byggðir fjallabúa með áherslu á austfirskar heimildir. Skyggnst er í smiðju listamanna, sem hafa notað þetta þema í listsköpun sinni. Þá eru og til sýnis ýmsir munir sem tengjast útilegumönnum, m.a. tá- gakarfa og grýta Fjalla-Eyvindar ásamt öxi þeirri sem talin er hafa verið notuð við síðustu aftöku á Austurlandi. Allt þetta vakti auðsjáanlega for- vitni boðsgesta. Sýningin er liður í þjóðfræðiverk- efni sem Gunnarsstofnun stendur fyrir með styrk frá Nýsköpunar- sjóði námsmanna og Menningar- borgarsjóði. Dagný Bergþóra Indr- iðadóttir þjóðfræðinemi hefur unnið að verkefninu í sumar og m.a. tekið saman úrval af austfirskum útilegu- mannasögum sem koma út á bók í tengslum við opnun sýningarinnar. Morgunblaðið/Guttormur V. Þormar Eftirlíking af grýtu Fjalla-Eyvindar við Hvannalindir. Útlagar og útilegumenn Geitagerði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.