Morgunblaðið - 23.08.2002, Side 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Það er lágmark að taka til í herberginu einu sinni á ári…
Það er margsannað mál að námsaðstaðan hefur áhrif á
árangurinn. Hjá okkur finnur þú allt til þess að gera herbergi
námsfólksins tilbúið fyrir átök vetrarins.
Svefnsófar frá 39.980
Hillusamstæður frá 19.980
Skrifborðsstólar frá 7.290
Skrifborð frá 11.630
Sími 510 8000 • Bíldshöfða 20 • 110 Reykjavík • www.husgagnahollin.is
f
a
s
t
la
n
d
-
8
2
4
5
JÓN Aðalsteinsson í Belg er ný-
kominn af vatni ásamt húskarli
sínum ungum á undurfögrum
ágústmorgni. Ekkert er hér gefið
eftir þó að hálfnaður sé áttundi
tugurinn en farið á vatn hvern
morgun og vitjað um netin þó að
veiðin sé ekki alltaf mikil. Þegar
gróður sest í netin tekur Jón þau
upp og setur í plasttunnur þar
sem þau fá að liggja eina viku eða
lengur.
Þar morknar gróðurinn úr net-
unum og er þá auðvelt að hrista
úr þeim og leggja að nýju. Þetta
kallast að ýlda netin og er húsráð
Jóns. Sem sjá má er bóndi hlýlega
búinn enda getur kólnað á vatn-
inu þó að mildur sumarmorgun
sé. Veiðin er ekki mikil en góður
silungur það sem fæst.
Morgunblaðið/BFH
Jón í Belg við tunnuna og stumrar yfir netum en Einar Pálsson höndlar bleikju. Í þessum bláu tunnum ýldir Jón
netin. Gíghóll í baksýn heitir Hamarinn og minnir nafnið á samnefnt bjarg allnokkuð kuldalegra í Vatnajökli.
Hvað ungur nemur
Mývatnssveit. Morgunblaðið.
Áhrif sveitarfélaga á heilsu barna
Heilsugæsla og
lýðheilsa barna
FYRIRBYGGJANDIaðgerðir varðandiheilsu barna og
unglinga eru í brennidepli
hjá Sven Bremberg,
barnalækni hjá lýðheilsu-
stöðinni í Stokkhólmi.
Hann heldur opinn fyrir-
lestur á vegum Miðstöðvar
heilsuverndar í dag, föstu-
dag, í fræðslusal á 1. hæð
Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur, Barónsstíg,
klukkan 15. Morgunblaðið
ræddi við Bremberg um
lýðheilsu barna.
– Hvernig er hægt að
bæta lýðheilsu barna?
„Milli 20 og 40% af van-
heilsu barna og unglinga
má rekja til efnahagslegra
þátta. Því er vinna gegn
efnahagslegum mun eitt
mikilvægasta verkefnið til að
bæta heilsu barna. Félagslegar
aðstæður hafa ekki eingöngu áhrif
á heilsu þeirra í uppvextinum
heldur allt lífshlaupið. Góð heilsu-
gæsla barna og unglinga er því
ekki aðeins jákvæð á unga aldri,
heldur hefur jákvæð áhrif á allt
lífið. Það er m.a. á valdi sveitarfé-
laga að minnka aðstöðumun barna
á uppvaxtarárunum.“
– Hvaða áhrif getur aðstöðu-
munurinn haft?
„Misjafnar aðstæður barna í
uppvexti geta haft beinar líffræði-
legar afleiðingar. Börn efnaminni
foreldra eru t.d. minni við fæð-
ingu, en það eykur hættu á hjarta-
áfalli og öðrum sjúkdómum síðar
á lífsleiðinni.“
– Hvaða aðgerðir eru nauðsyn-
legar til þess að börn geti komist
vel á legg án tillits til félagslegs
aðstöðumunar?
„Til þess að minnka félagslegan
aðstöðumun hvað varðar heilsu
þarf að styðja öll börn til þroska á
forsendum hvers og eins þeirra.
Þar er t.d. átt við áhugamál og
sterkar hliðar í námi, íþróttum,
listum og öðru. Ef barnið hefur
trú á eigin getu og er ekki van-
metið vegna félagslegrar stöðu
sinnar verður það um leið mun
hæfara til að takast á við daglegt
líf, þar á meðal að brynja sig gegn
vanheilsu. Það sem gerist á allra
fyrstu æviárunum hefur sérstak-
lega mikla þýðingu.“
– Getur heilsugæslan haft áhrif
á börn svo snemma?
„Já, til dæmis í ung- og smá-
barnavernd. Hún fer fram á mjög
viðkvæmu tímabili í samskiptum
foreldra og barns. Hópastarf með
foreldrum getur þar skilað góðum
árangri en þar er m.a. lögð
áhersla á að skilja þau tákn og
merki sem barnið gefur. Fjöl-
skyldumiðstöðvar eru nú t.d. að
ryðja sér til rúms í Svíþjóð en þar
er samstarf ung- og smábarna-
verndar, mæðraverndar og leik-
skóla í fyrirrúmi, auk félagsþjón-
ustunnar.“
– Er leikskólinn líka mögulegur
vettvangur fyrir sveitarfélagið til
áhrifa á heilsu og getu barnsins?
„Já, tvímælalaust.
Leikskóli sem hefur
þarfir barnsins í
brennidepli í uppeldis-
starfi sínu er ein árang-
ursríkasta leiðin til að
stuðla að jákvæðum þroska, þar
með talið góðu líkamlegu og and-
legu atgervi. Ef unnið er mark-
visst og meðvitað með félagslega
og tilfinningalega þætti lætur ár-
angurinn ekki á sér standa.“
– Hvað um grunnskólana, geta
þeir líka haft jákvæð áhrif?
„Barnið og síðar unglingurinn
eyðir a.m.k. 20.000 klukkustund-
um í skóla. Því hefur skólinn mikil
áhrif á þroska þeirra og hæfileika.
Sérstakar uppeldisaðferðir styðja
t.d. við félagsþroska barnsins og
getu þess sjálfs til að hafa áhrif á
líkamlega heilsu sína og geð-
heilsu. Skólaumhverfið sjálft í
heild sinni hefur þó mest áhrif að
þessu leyti.“
– Skólaseta hefur því ekki að-
eins þekkingarfræðileg áhrif?
„Nei, skólinn hefur mun víð-
tækari áhrif á nemandann. Í rann-
sóknum mínum hefur komið í ljós
að ef kennarar styðja vel við nem-
endur, viðhafa skipulagða
kennsluhætti og gefa börnum já-
kvæða örvun í skólavinnunni þá
ná þeir ekki eingöngu betri ár-
angri í skólastarfinu heldur eru
þeir einnig í minni áhættu fyrir
ýmiss konar hegðunarvanda, t.d.
hvað varðar notkun áfengis.“
– Gilda að einhverju leyti sömu
reglur í skóla og á vinnustað?
„Já, að mörgu leyti. Mikilvægt
er að geta starfsmanns og kröfur
sem gerðar eru til hans haldist í
hendur. Að sama skapi er nauð-
synlegt að hafa eitthvað um við-
fangsefnin að segja. Með hverju
skólaári hefur brunnið við að börn
þurfi að leggja harðar að sér á
sama tíma og möguleikar þeirra
minnka til áhrifa á eigin vinnu.
Það er neikvæð þróun og í raun
andlýðræðisleg. Rannsóknir hafa
sýnt að samkomulagsnám af ýmsu
tagi, þar sem nemendur hafa áhrif
á efnistök og leiðir í námi, hefur
einnig jákvæð áhrif á heilsu.“
– Á hvern hátt getur
heilsugæslan unnið
best við að gæta lýð-
heilsu barna?
„Ung- og smábarna-
vernd hefur mikla
reynslu af að vinna með börnum
og foreldrum þeirra. Þar er einnig
að finna upplýsingar um fjölskyld-
urnar sem gefa möguleika á að
beina vinnunni þangað sem skór-
inn kreppir. Sama gildir um
heilsugæslu í skólum. Það getur
þess vegna verið hagkvæmt að
tvinna ung- og smábarnavernd og
heilsugæslu í skólum betur saman
en nú er almennt gert.“
Sven Bremberg
Sven Bremberg fæddist í
Stokkhólmi árið 1943. Hann
starfar við sænsku Lýðheilsu-
stöðina og Karolinska institutet í
Stokkhólmi. Núverandi rann-
sóknir hans varða heilsueflingu
og fyrirbyggjandi aðgerðir fyrir
börn og unglinga með sérstaka
áherslu á efnahagslega áhrifa-
þætti á heilsu þeirra og slysa-
tíðni og á hvern hátt sveitarfélög
bregðast við til forvarna. Sven er
giftur Elisabeth Arborelius, dós-
ent í sálfræði, og eiga þau eina
dóttur. Hann á tvo syni frá fyrra
hjónabandi.
Skólinn er
vettvangur
heilsueflingar