Morgunblaðið - 23.08.2002, Síða 22

Morgunblaðið - 23.08.2002, Síða 22
LISTIR 22 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is HÖNNUN LIST ÞAÐ kom engum á óvart þegar háðfuglinn Mike Myers tilkynnti hann væri byrjaður á þriðju mynd- inni um skopstælinguna Austin Powers – sem Myers leikur sjálfur. Powers er grínútgáfa af spæjara sjöunda áratugarins, óspart skop- ast að James Bond og félögum, ekki síður ómissandi höfuðóvinum þeirra; illmennunum sem voru jafn- an við það að leggja undir sig heim- inn og ofurgellunum sem oft voru nefndar „Bond-stelpurnar“. Til við- bótar gerir Myers stólpagrín að hinni frægu „Lundúnasveiflu“, frá sama tíma (sjálfsagt spældur yfir að hafa ekki upplifað hana sjálfur!), og fleiri kvikmyndafyrirbrigðum þessara gósentíma, svo sem „blaxploitation“-myndunum, þar sem þeldökkir harðjaxlar og gadda- vírskvensur brutu alla mótstöðu á bak aftur eins og að drekka vatn! Fyrsta myndin, og upphaf spæj- arans, er Austin Powers: Inter- national Man of Mystery (’97), þar sem þeir Powers og erkifjandinn Dr. Evil, (sem Myers klæðir holdi, ásamt nokkrum persónum að auki), eru kynntir til sögunnar. Austin Powers: The Spy Who Shagged Me kom á markaðinn tveimur árum síðar og nú er röðin komin að okkar manni og Goldmember. Að venju túlkar Myers titilper- sónuna, Dr. Evil, Fat Bastard og einnig Goldmember, sem kemur ferskur til leiks. Náunginn sá er hollenskur og frekar hæpinn fé- lagsskapur. Hér er jafnframt til staðar Mini-Me (Verne Troyer), Basil Exposition (Michael York), Scott Evil (Seth Green) o.fl. Powers verður að skreppa í tíma- ferðalag aftur til bernskudaga sinna í Texas. Ástæðan er sú að Dr. Evil hefur rænt Nigel (Michael Caine) föður hans og falið karlinn í fortíðinni, nánar tiltekið árið 1975. Powers sest upp í sína skraut- legu tímavél sem flytur hann aftur til pabba og verða miklir fagnaðar- fundir með þeim feðgum. Þeim er ekki til setunnar boðið, Dr. Evil hyggst ná heimsyfirráðum enn eina ferðina, með sínu djöfullega ráða- bruggi og gjöreyðingarbúnaði. Powers tekur einnig með sér frá áttunda áratugnum hina svellandi Foxxy Cleopötru (Beyoncé Knowl- es), sem kann ýmislegt fyir sér í bardagalistum og mun ekki af veita. Knowles er sem kunnugt er ein af þokkadísunum sem skipa hljóm- sveitina Destiny’s Child, en hér fer hún með sitt fyrsta kvikmyndahlut- verk. Verður Austin Powers jafn vin- sæll og fyrirmyndin, James Bond (sem birtist von bráðar í Die Anoth- er Day, sinni 20. mynd)? Það skyldi þó aldrei verða! Leikarar: Mike Myers (Wayne’s World I og II, 54)); Beyoncé Knowls (frum- raun á hvíta tjaldinu); Michael Caine (Alfie, Quills, Too Late the Hero, Fun- eral in Berlin); Seth Green (Rat Race, America’s Sweethearts). Leikstjóri: Jay Roach. Austin Powers í þriðja gír Austin Powers in Goldmember með Mike Myers, Michael Caine, Beyoncé Knowles, Seth Green, Michael York ofl. Sýningarstaðir: sjá auglýsingar í dag- blöðunum. Reuters Mike Myers með Beyonce Knowles í „Austin Powers in Goldmember“. Spennusagnahöfundurinn Tom Clancy komst nokkuð í fréttir í kjöl- far hryðjuverkaárásanna á Banda- ríkin 11. september, þar sem hann þótti hafa verið forspár í einni skáld- sögu sinni sem lýsti því er hryðju- verkamenn notuðu flugvélar sem sprengjur. Í spennusögunni The Sum of All Fears þykir Clancy ekki síður hafa litið spádómsaugum á framtíðina, en þar er fjallað um möguleikann á stórfelldum hörm- ungum í Bandaríkjunum í kjölfar hryðjuverka. Í bókum sínum fjallar Tom Clancy um herbúnað og milliríkjasamskipti, og dregur ýmsa veikleika í heims- málunum inn í stríðs- og hryðju- verkatengdar spennufléttur sínar. Hafa sögurnar ekki síður þótt tilval- ið kvikmyndaefni, en af kunnum að- lögunum á Clancy-sögum má nefna The Hunt for Red October, Patriot Games og Clear and Present Dang- er. Líkt og nýjasta Tom Clancy- myndin, sem byggð er á ofangreindri og samnefndri The Sum of All Fears, er CIA-starfsmaðurinn Jack Ryan þar miðlæg persóna, en líkt og koll- egi hans James Bond hefur Ryan birst í meðförum ólíkra leikara. Hér er það Ben Affleck sem leikur hetj- una og verður að teljast fremur van- hæfur í hlutverkið sökum stirðbusa- háttar og takmarkaðra leikhæfi- leika. Öllum röklegum tímapæling- um er jafnframt sleppt, þar sem Jack Ryan birtist hér sem ungur og upprennandi leyniþjónustumaður, á meðan fyrri myndir lýstu mun eldri og ráðsettari Jack Ryan. Kostur kvikmyndarinnar sem hér um ræðir er sá að þar er horft á þann óstöðugleika sem ríkir í heimsmál- unum og spurt spurninga sem menn eru e.t.v. farnir að líta dálítið framhjá, s.s. hver hættan sé á mis- beitingu kjarnorkuvopna í heimin- um. Tekið er á samtímanum af lýs- andi þunga, enda hefur myndin, sem fór í framleiðslu fyrir 11/9 2001, sárs- aukafullar skírskotanir til þess ör- lagaríka dags fyrir Vesturlönd. Galli myndarinnar er hins vegar sá allt að því erótísk valda- og hernaðardýrk- un liggur í myndmálinu, og einfeldn- ingslegar Hollywood-lausnir í hand- ritinu. Innkoma nýnasistanna (sem handritshöfundar gera að „vonda kallinum“ í stað múslima) er t.d. hryllilega klisjukennd og eru for- sendur þessara sömu vondu kalla fyrir gjörðum sínum allt of einfeldn- ingslegar til að endurspegla á nokk- urn hátt þau trúarbragða-, hug- mynda- og stéttaátök sem liggja að baki ófriðarins milli arabaheimsins og hins vestræna sem klýfur heims- byggðina. Sársaukafullar skírskotanir KVIKMYNDIR Háskólabíó, Laugarásbíó, Sam- bíóin Álfabakka Leikstjóri: Phil Alden Robinson. Handrit: Paul Attanasio og Daniel Pyne. Byggt á sögu Tom Clancy. Kvikmyndataka: John Lindley. Aðalhlutverk: Ben Affleck, Morg- an Freeman, James Cromwell, Ciarán Hinds og Bridget Moynahan. Sýningar- tími: 127 mín. Bandaríkin. Paramount Pictures, 2002. THE SUM OF ALL FEARS (HIÐ ALLRA SKELFILEGASTA)  Heiða Jóhannsdóttir SMÁBÆIRNIR í Texas eru kunn- uglegur bakgrunnur, eftirminnilegur úr fjölda mynda. Að líkindum hefur hann þó engum nýst eins vel og Peter Bogdanovich sem gerði meistara- verkið sitt, Last Picture Show, á þessum slóðum. Slap Her She’s French er allt ann- ars eðlis þótt hún gerist í svipuðum útnára í bæ að nafni Splendona. Létt- geggjuð og háðsk gamanmynd sem segir af tímabundnum óförum stúlk- unnar Störlu Gray (Jane McGregor, þið kannist örugglega við hana sem einn þáttastjórann hjá MTV) sem er að öllu jöfnu hin mesta bæjarprýði. Störlu dreymir stóra drauma enda er þessi 17 ára fegurðardís sú lang- flottasta í bænum. Fer fyrir klapp- stýrunum, er vinsælasta stúlkan í skólanum og kærastinn hennar vita- skuld fyrirliði ruðningsliðsins. Er þá ekki sjálfsagt að slíkur kvenkostur hugi á glæstan frama? Hún ætlar sér að verða fréttamaður í morgunþætt- inum Góðan daginn, Ameríka, minna má ekki gagn gera. Í því skyni hefur Starla samið hernaðaráætlun í 50 lið- um. Fyrir slysni lendir hún ekki í fyrsta sæti í fegurðarsamkeppni kúabænda í héraðinu og um sama leyti tekur fjölskylda hennar frönsku stúlkuna Genevieve (Piper Perado), inná heim- ilið sem skiptinema. Það fer ágætlega af stað þó Störlu þyki reyndar hálf- ógeðslegt að þessi þjóð – sem landar hennar hafa bjargað úr styrjöldum í tvígang – skuli éta froskalappir. En hún kemst yfir það. En nú fer ballið að byrja. Starla kemst alls ekki yfir að Genevieve, sem var svo ferlega hallærisleg við fyrstu sýn – með alpahúfu og horn- spangagleraug – er í rauninni stór- glæsileg þegar nánar er skoðað. Kemst á forsíðu skólablaðsins – en ekki hún! Í fáum orðum sagt tekur Genev- ieve við stöðu Störlu í skólanum, á heimilinu, nánast í öllu samfélaginu. Hvað gerir maður þá? Hefnir sín grimmilega. Leikarar: Piper Perabo (Whiteboys, Coy- ote Ugly, The Adventures of Rocky and Bullwinkle); Jane McGregor (Frumraun á hvíta tjaldinu); Trent Ford (Deeply, Gos- ford Park); Michael McKean (Flypaper, What Women Want, Say It Isn’t So); Jesse James (As Good as it Gets, The Gingerbread Man, Hanging Up, Gods and Monsters, Pearl Harbor). Leikstjóri: Melanie Maynon (The Babysitters Club, The Girl Friend). Fransk- ar fleng- ingar Úr gamanmyndinni Slap Her She’s French. Slap Her She’s French. Með Piper Per- abo, Jane McGregor, Trent Ford, Mich- ael McKean, o.fl. Sýningarstaðir: Sjá auglýsingar í dagblöðunum. SÝNINGUM Ferðaleikhússins á Light Nights, Björtum nóttum, fer nú fækkandi og verða síðustu sýn- ingar í kvöld og laugardagskvöld. Sýningarnar fara fram í Kaffileik- húsinu, Hlaðvarpanum og hefjast kl. 20.30 og tekur sýningin um tvær klst. í flutningi. Leikendur eru tveir, Kristín G. Magnúsdóttir og Ólafur Þór Jóhann- esson. Allt efni sýningarinnar er ís- lenskt en flutt á ensku að undan- skildum nokkrum þjóðlagatextum og rímum. Kristín G. Magnúsdóttir í sýn- ingunni Light Nights. Sýningum að ljúka á Light Nights leikföng í raunverulegt umhverfi og veltir þar með fyrir sér hug- takinu um veruleika. Í þessum verkum sínum veltir Berglind því fyrir sér hvað sé raunverulegt í tilveru okkar og hvort endilega sé allt sem sýnist. Berglind útskrifaðist vorið 1994 með BA gráðu í ljósmyndun frá Arizona State University-School of Art. Hún hélt sína fyrstu einka- sýningu vorið 2000 í Gallery Alexie á Manhattan í New York borg og síðan vorið 2001 í List- húsi Ófeigs. Hún hefur einnig tek- ið þátt í nokkrum samsýningum bæði á Íslandi og í Bandaríkj- unum. Unnið með bæjarbúum í ís- lensku byggðarlagi Choices heitir sýning Holly Hughes, og vísar í þá valkosti sem Í GALLERÍI Skugga á Hverfis- götu verða opnaðar tvær ljós- myndasýningar í dag, laugardag, kl. 17. Í aðalsal sýnir ljósmynd- arinn Berglind Björnsdóttir en í kjallara gallerísins eru verk bandaríska listamannsins Holly Hughes. Berglind nefnir sýningu sína Trufluð tilvera en þar setur hún hver og einn stendur frammi fyrir í lífinu. Sýningin samanstendur af ljósmyndum af samstarfsverk- efnum Holly með bæjarbúum í ís- lenskum byggðarlögum. Holly er menntaður vélaverk- fræðingur en hefur einnig stund- að list- og ljósmyndunarnám og starfar nú alfarið við listsköpun. Fyrir um 10 árum hélt hún af stað í ferðalag, í fyrstu á reiðhjóli og síðar á seglskútu, með viðkomu í Mexíkó og Bandaríkjunum, á Bahamas og Nýfundnalandi og nú síðast á Ísafirði þar sem hún sett- ist að og hreifst af fegurð fjallanna og því samfélagi fólks frá mörgum þjóðlöndum sem þar er að finna. Holly hefur það að markmiði að virkja sköpunarkraft fólks og hún lítur á listina sem tæki til að sameina einstaklinga á öllum aldri og af mismunandi menningaruppruna. Þannig hefur hún unnið verkefni með börnum jafnt sem fullorðnum, s.s. vegg- mynd á Ísafirði, kökuskúlptúr á Flateyri, veggskúlptúr í Sand- gerði og nú síðast verk í tengslum við söguna um Lagarfljótsorminn á Egilsstöðum. Með þessum verk- efnum vonast hún til að auðga líf fólksins með því að opna augu þess fyrir umhverfinu og auka skilning þess á verðmæti þeirra staða sem það býr á. Sýningarnar standa til 8. sept- ember og eru opnar alla daga kl. 13–17, nema mánudaga. Aðgang- ur er ókeypis. Tekist á við raun- veruleikann og valkosti í Skugga Eitt ljósmyndaverka Berglindar Björnsdóttur í Galleríi Skugga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.