Morgunblaðið - 23.08.2002, Síða 24

Morgunblaðið - 23.08.2002, Síða 24
UMRÆÐAN 24 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ TIL að skilgreina flókið við- fangsefni, er ágætt að „fókusa“ mál úr annarri nýrri átt því það eru sex hliðar á teningnum. Við setjum fiskifræði Hafrannsókna- stofnunar á hlið 1 á teningnum enda fá þau fræði ekki hærri ein- kunn. Skoðum svo fleiri hliðar. Handfærarall Á aðra hlið teningsins má nýta ágætar heimildir LÍÚ um mikinn afla handfærabáta sem viðmiðun í „handfærarall“. Með eldri mæling- araðferð Hafrannsóknastofnunar – „Aldurs-afla-aðferð“ (WP grein- ing) þýðir mikill afli = stór þorsk- stofn. Svipaðir krókar eru á hand- færum í dag og fyrir 25 árum og tölvuvindur í dag vinda álíka hratt og Elektra handfæravindur fyrir 25 árum. Afli á handfæri á tíma- einingu er samt margfalt meiri í dag en hann var fyrir 25 árum. (Hve miklu meiri?) Hraði báta til og frá fiskimiðum kemur afla á tímaeiningu – á fiskimiðum – ekk- ert við. Fagleg niðurstaða WP- greiningar getur ekki orðið önnur en að þorskstofninn sé a.m.k. helmingi stærri í dag, en hann var 1975 (varlega áætlað). Þá var stofninn um 900 þúsund tonn og er þá um 1.800 þúsund tonn í dag – samkvæmt „handfæraralli“ LÍÚ, með WP greiningu. Línurall Á þriðju hlið teningsins förum við í „línurall“ – með WP grein- ingu. Afli á línubala (420 króka) hefur aldrei verið meiri í Íslandssögunni en síðustu ár. Sam- kvæmt línuralli er þorskstofninn því, – sá stærsti í Íslands- sögunni. Aukin tækni við línuveiðar hefur einhver áhrif, (betri krókar og segulnagl- ar), en á móti kemur að línan er úr mun sterkari gerviefnum og oftar dregin hrað- ar á en áður. Við það slitnar þorskur meira af, – einkum stærstu og þyngstu þorskarn- ir þegar dregið er í veltingi. Tækni við línuveiðar má því telja álíka og fyrir 25 árum, – en afli á hvern línubala er sá mesti í Íslandssög- unni = stærsti þorskstofn í Ís- landssögunni ( WP greining). Þetta styður niðurstöðu úr hand- færaralli LÍÚ að þorskstofninn geti verið um 1.800 þúsund tonn í dag – varlega áætlað með þessari aðferð. Togararall Fjórða hlið teningsins er þá að velta fyrir sér, – hvers vegna tog- ararall Hafrannsóknastofnunar og LÍÚ kemur svo illa út í mælingu undanfarin ár. Skýring er til, – ef menn vilja leita. Það finnst ekkert nema leita að því, – „leitið og þér munuð finna“ er enn í gildi. Líkleg skýringin á rýrum afla í togararalli, er að þorskstofninn hafi dreift sér um land- grunnið í ætisleit. Fyrir því eru margar afar sterkar röksemd- ir. Fyrsta og sterk- asta röksemdin er niðurstaða um „línu- rall“. Þorskur fæst nú á línu úti um allar trissur, – þar sem hann fékkst ekki áður, og í langtum meira magni! Horaður þorskur, víða kringum Ísland styður þetta sjónarmið enn frekar. Væri þorskstofninn í reynd í sögulegu lág- marki, – þá væri afli á línu líka í sögulegu lágmarki, – ekki satt? Ef engan mat væri að fá í há- deginu á Skúlagötu 4 – þá færi starfsfólk auðvitað út úr húsinu í hádeginu og keypti sér pylsu með öllu hjá SS í Hafnarstræti, – eða eitthvað annað í nágrenninu. Starfsmenn Hafró myndu þannig dreifast í ætisleit um bæinn í há- deginu og sanna kenninguna sam- stundis! Þarf að „rannsaka“ svo augljósa hluti? Týndur þorskur og glataðar væntingar WorldCom Skýringin Hafrannsóknastofn- unar um „ofmat“ á 600 þúsund tonnum fyrir tveim árum er ein- hver ábyrgðarlausasta tilgáta út í loftið sem sett hefur verið fram í Íslandssögunni. Fyrir tilgátu þess- ari eru engar röksemdir. Engar. Það er því skylda LÍÚ og annarra (fjölmiðla líka) að fjalla betur og faglegar um um hvað hafi orðið um þessi týndu 600 þúsund tonn af þorski. Núverandi ástand er gjör- samlega óþolandi. Sjórinn fullur af hungruðum þorski, – fyrir framan nefið á þessum svokölluðu „fag- mönnum“ en samt er þorskurinn ekki til! Svo er þessi endaleysa lát- in viðgangast! Einhver hluti af þorskinum hef- ur að öllum líkindum drepist vegna þess að við veiddum of lítið (einkum kynþroska hluti stofnsins) Það vantar einmitt stóran þorsk í „bókhald“ Hafrannsóknastofnunar sem rökstyður þá þetta sjónarmið. Sé hungur hjá þorskstofninum – verðum við annaðhvort að veiða meira af þorski eða þá að gefa þorskinum fóður sem er ekki framkvæmanlegt. Þá er bara eftir möguleikinn um að veiða meira. Það er og verður niðurstaðan. Mistök í fiskveiðistjórn virðast hafa leitt til þess að það týndust um 600 þúsund tonn af þorski fyrir tveim árum. Sett markmið tókst ekki og þess vegna átti löngu að vera byrjuð umræða um breyttar áherslur – í ljósi þess að fyrri áform mistókust. Verðmæti í brostnum væntingum reiknað á kvótasöluverði LÍÚ 1.000 kr/kg er: 600 þús Tn x 1.000 kr/kg = 600 milljarðar ísl. kr. Þetta er sama upphæðin, – í glötuðum væntingum um „árangur í fiskveiðistjórn“, – og glataðar væntingar um símabisness hjá hluthöfum WorldCom (607 millj- arðar, forsíðu Mbl. 10 ágúst sl.). Er þá nema von að maður spyrji: hvers vegna varð allt sjóð- andi vitlaust út af þessum brostnu væntingum í WorldCom, – en hér- lendis komast menn upp meða að ástunda feluleik um „ofmat“? Sum- ir láta svo eins og ekkert hafi breyst, – þegar frávik frá settu markmiði er ekki nema 600 þús- und tonn af þorski, – 600 millj- arðar! Meira að segja finnast menn á Íslandi sem enn monta sig erlendis af „bestu fiskveiðistjórn í heimi“ og selja fræðibækur sem uppskriftinni í erlendum Háskól- um, – á fullu verði og ferðast um að SagaClass með fíniríið í fartölv- unni! Ef WorldCom hefði glatað vænt- ingum í þorski, – en ekki síma- bissness, – væri þá sem sagt allt í lagi? Bara „ofmat“! Getur kannski einhver snillingurinn sent World- Com uppskriftina – hvernig eigi að reikna út svona almennilegt „of- mat“ – og skorið þá niður úr snör- unni? Kristinn Pétursson Fiskveiðistjórnun Verðmæti í brostnum væntingum reiknað á kvótasöluverði LÍÚ er um 600 milljarðar, segir Kristinn Pétursson, eða svipaðar upphæðir og hjá hluthöfum WorldCom. Höfundur er fiskverkandi. kristinn@gunnolfur.is Glataðar væntingar – í þorski og WorldCom? ÞAÐ VAR fróðlegt að taka þátt í hring- borðsumræðu um ofan- greint efni með frú Vike-Freiberga, for- seta Lettlands, í Þjóð- menningarhúsinu 12. ágúst s.l. Forsetinn gerði þar grein fyrir fyrirætlunum Letta um aðild að NATO og Evr- ópusambandinu. Var í umræðunni m.a. spurst fyrir um „Evrópuher“ og hvort ekki mætti líta svo á, að þátttaka í sameiginlegri öryggis- og varnarmálastefnu ESB myndi rekast á skuldbindingar í NATO og veikja það samstarf. Ekki taldi forsetinn svo vera, né heldur ESB-aðild verða til neins trafala í samstarfi Lettlands sem aðildarríki í NATO við hlutlausu ríkin í ESB, sem verða væntanlega áfram utan Atlantshafsbanda- lagsins. Gaf hún þær athyglisverðu upplýsingar að Austurríki, Svíþjóð og Finnland veittu Lettlandi aðstoð í varnarmálum, m.a. með því að láta þeim í té hergögn. Allt væri þetta í fullu samráði við Atlantshafs- bandalagið og hefðu þeir Robertson lávarður, aðalframkvæmdastjóri þess og Ralston, yfirhershöfðingi, nýlega verið í Riga til viðræðna. Lettar sýna að hugur fylgir máli með að verja 2% þjóðarútgjalda til varn- armála, taka upp tilheyrandi staðla og stjórnunarfyrirkomulag NATO og að senda herlið til þátttöku í frið- argæsluátakinu í Bosníu og Kosóvó. Forseti Lettlands tók fram, að sam- starf Evrópuríkja í varnarmálum væri aðeins af hinu góða fyrir Atl- antshafsbandalagið enda hefðu Bandaríkin mjög hvatt til þess. Þetta hefði hún sann- reynt í viðræðum í Washington og Ottawa. Ummæli forsetans skýrast af þróuninni í öryggis- og varnarsam- starfi Evrópusam- bandsins og samskipt- um þess við NATO hin síðustu ár. Þess má geta til sögulegs fróð- leiks, að fyrsta alvöru- tilraunin um Evrópu- samstarf eftir stríðið var einmitt um stofnun varnarbandalags, sem ekki náði fram að ganga, en í kjölfar þess, árið 1957, var það að sömu að- ilarnir, sex-veldin svokölluðu, gerðu Rómarsáttmálann um stofnun Evr- ópusambandsins núverandi. Grunn- urinn að varnarsamstarfi Evrópu- ríkja við Bandaríkin er Vestur- Evrópusambandið (VES), sem varð til árið 1954 þegar Ítalía og Sam- bandslýðveldið Þýskaland urðu aðilar að Brusselsamningi Breta, Hlutverk smærri ríkja í NATO Einar Benediktsson Bandalag Smærri ríkin í NATO, segir Einar Benediktsson, geta vissulega gegnt mik- ilvægu hlutverki á eigin forsendum. Í BYRJUN sumars voru birtar auglýsingar í Morgunblaðinu þar sem Harpa Sjöfn og Reykjavíkurborg sögðu „veggjakroti stríð á hendur“. Mála átti yfir „ósómann“ með mörg hundruð lítrum af Hörpu Sjöfn málningu og afrakstur erfiðisins átti að vera hrein og fal- leg borg. Það voru ekki margir sem kipptu sér upp við þessar yfirlýs- ingar Reykjavíkur- borgar og Hörpu Sjafn- ar enda eru raddir sem þessar ekkert nýjar af nálinni. Umrætt „veggjakrot“ er gjarnan kallað „veggjalist“ eftir hentisemi en ég hef kosið að kalla þetta fyrirbæri „graff“ vegna hlut- leysisins sem felst í því orði. Það graff sem finnst einna helst hér á landi er hluti af þeirri hipp hopp menningu sem hefur sprottið upp á Íslandi síðastliðin ár. En þeir menn sem eru fróðastir í þeim málum vita vel að hipp hoppið samanstendur af fjór- um grundvallaratrið- um, það er að segja graffi, rappi, plötusnúð- um og break-dansinum. Graffið er því stór hluti af þessari borgarmenn- ingu sem lifir góðu lífi hér á landi sem og ann- ars staðar í heiminum. Undirflokkar hipp hopp graffsins eru þrír, tagg, bombur og pís (dregið af enska orðinu master piece) og er það allt saman hluti af sömu sneið, eitt er til vegna tilstuðlanar annars og má segja að þessir þrír þættir séu órjúf- anleg heild sem skapa fyribærið graff. Fram að þessu hafa graff og graff- arar átt sinn hlut í að gera menning- arnóttina að skemmtilegum viðburði. Sem dæmi voru reynslumeiri graff- arar á menningarnóttinni í fyrra að kenna þeim yngri og óreyndari ýmis handbrögð tengd greininni, einnig mátti sjá þá skreyta veggi í porti Ný- listasafnsins svo eitthvað sé nefnt. En í dag er öldin önnur og stríð hefur verið háð. Í ár voru graff uppákomur ekki auglýstar þó svo að graffararnir væru virkir þátttakendur á menning- arnóttinni og sýndu hæfni sína til dæmis á veggjum Gallerí Rifs. Fyrir hinn almenna borgara gæti afstaða borgarinnar til þessa fyrirbæris ver- ið nokkuð óljós. Er Reykjavík með eða á móti graffi? Gróflega skilgreiningu á graffi mætti útfæra sem tímabundna merk- ingu á vegg sem oftar en ekki er al- menningseign. Merkingin fær að vera í friði uns annar graffari kemur og málar yfir hana. Graffið er því næst lifandi fyrirbæri, það stoppar ekki lengi við og endurnýting pláss- ins er stöðug. Graffarar þvælast oftar en ekki með málingardollu samhliða spreybrúsunum til að mála yfir göm- ul verk svo að ný fái að njóta sín. Nú hafa Reykjavíkurborg og Harpa Sjöfn bæst í hópinn og sparar þar af leiðandi gröffurum mikinn tíma, pen- ing og fyrirhöfn þar sem þeir þurfa ekki að mála yfir myndirnar sjálfir. Enda hafa glöggir menn séð að graff- ið er ekki minna áberandi í sumar en það var í fyrrasumar eða sumarið þar áður. Því má segja að Reykjavíkurborg og Harpa Sjöfn séu virkir þátttak- endur í að halda graffinu lifandi hér í borg. Takk fyrir „Fröken Reykjavík“ þú ert svo sannarlega menningar- borg! Með eða á móti menningu Marín Þórsdóttir Höfundur er mannfræðingur. Graff Graff og graffarar áttu sinn hlut í, segir Marín Þórsdóttir, að gera menningarnóttina að skemmtilegum viðburði. Toppárangur með þakrennukerfi þakrennukerfi Fagm enns ka í fyrir rúmi BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Söluaðilar um land allt Brúðargjafir Mörkinni 3, s: 588 0640 Opið mánudag-föstudags 11-18. Lokað á laugardögum í sumar Ísskálar frá Kr. 4.290

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.