Morgunblaðið - 23.08.2002, Qupperneq 32
MINNINGAR
32 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ólafur B. Stein-sen var fæddur
4. nóvember 1927.
Hann lést á heimili
sínu í Reykjavík
fimmtudaginn 15.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Benedikt V. M.
Steinsen frá Kross-
bæ í Hornafirði, f.
3.2. 1898, d. 26.6.
1977, og Þórdís Ei-
ríksdóttir frá Hval-
nesi í Lóni, f. 3.3.
1887, d. 18.10. 1984.
Ólafur var fæddur
og uppalinn á Höfn. Fjölskyldan
bjó í fyrstu á Bjargi en síðar á
Knerri á Leiðarhöfðalóðinni þar
til þau fluttu til Reykjavíkur ár-
ið 1952. Þau bjuggu fyrstu árin
á Hallveigarstíg en flytja síðan
á Rauðarárstíg 7 og bjó Ólafur
þar allt þar til hann flutti að
Hátúni 12 1984. Ólafur gekk í
barnaskólann á
Höfn. Eftir ferm-
ingu vann hann
m.a. við olíuaf-
greiðslu í Álaug-
arey og við af-
greiðslu hjá móður-
bróður sínum Ein-
ari Eiríkssyni í
verslun hans.
Ólafur útskrifað-
ist úr Verzlunar-
skóla Íslands árið
1956. Með námi og
eftir útskrift vann
hann hjá Nathan &
Olsen. Hann vann
um árabil hjá Sambandi ís-
lenskra samvinnufélaga og þar
á eftir stofnaði hann heildsölu-
verslunina Eskifell ásamt Einari
Bjarnasyni sem þeir starfræktu
í nokkur ár.
Útför Ólafs verður gerð frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Þegar við kvöddum þig í gær, 15.
ágúst, vissum við að það var okkar
hinsta kveðja til þín. Lífsþrótturinn
búinn en eins og stundum bráði af þér
og augun leituðu til okkar, spegill sál-
arinnar.
Ferðalag lífsins var á enda og lauk
með friðsælu andláti um kvöldið. Við
vorum svo þakklátar því að pabbi og
mamma voru hjá þér.
Þegar við horfum út um gluggann
leika blómin litasinfóníu í garðinum
okkar. Við minnumst þess er við
sögðum þér frá því að eitt tréð í
garðinum væri orðið hærra en húsið
og þú brostir.
Minningarnar leita enn lengra aft-
ur er fimm litlar stelpur eru í sinni
fyrstu Reykjavíkurferð með foreldr-
um sínum og það er gist á Rauðarár-
stígnum. Minning um lofthæðina þeg-
ar horft er niður í garð. Trén svo stór í
garðinum, líka þá. Hávaðinn frá um-
ferðinni þegar kvölda tók og farið var
að hátta. Það var nær óskiljanlegt að
hægt væri að sofna við slíkan skark-
ala en við sofnuðum samt. Og sofnum
enn.
Elsku Óli, þú ert sofnaður svefn-
inum langa. Megi ljós og friður fylgja
þér í móðurfaðminn hlýja.
Við höldum áfram að rækta garð-
inn okkar.
Þínar frænkur,
Eva og Erna.
Hugurinn hvarflar til fortíðar þeg-
ar einhver kveður sem búið er að
þekkja lengi. Fyrst þegar ég sá Óla,
eins og hann var alltaf nefndur, var
það á Rauðarárstígnum. Ég kom að
heimsækja bróður minn og mágkonu
sem voru stuttan tíma hjá foreldrum
hans en alltaf var pláss hjá þeim ef
einhver að austan þurfti á samastað
að halda. Í framhaldi af þeim heim-
sóknum kynntist ég frænda Óla, Sig-
urði sem varð síðan maðurinn minn.
Oft var hann að stríða okkur á þeim
tíma en allt var það í góðu.
Á þeim árum átti hann bíl. Þrátt
fyrir mikla líkamlega fötlun þá keyrði
hann sjálfur en oft fékk hann líka
frænda sinn til að keyra og ekki stóð á
að lána bílinn ef þess var óskað.
Svo fluttum við til Hornafjarðar og
þá varð nú lengra á milli, en hann kom
nokkrum sinnum til okkar þangað.
Svo flytjum við til Reykjavíkur 1989
og nálægðin eykst. Ég held að sein-
asta ferðin okkar saman hafi verið á
Nesjavelli og þar var drukkið kaffi og
allir voru ánægðir. Óli ferðaðist mikið
í gegnum árin bæði innanlands og ut-
an. Ein af minnisstæðustu ferðum
hans var með Skaftfellingakórnum
1981 til Finnlands.
Óli var mikill námsmaður og lærði
m.a á tölvu eftir að hann kom í Hátún.
Oft minntist hann þess að hafa lært
Esperanto hjá Hallgrími Sæmunds-
syni á Hornafirði sem hann hafði
mikla ánægju af.
Nú að leiðarlokum þökkum við Sig-
urður fyrir allar liðnar stundir.
Hvíldu í guðsfriði.
Guðný Egilsdóttir.
ÓLAFUR B.
STEINSEN
✝ Vilhjálmur Guð-mundsson fædd-
ist á Húsavík 27.
nóvember 1932.
Hann lést á heimili
sínu í Kópavogi 17.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Guðmundur Jónas-
son útibússtjóri KÞ í
Flatey á Skjálfanda
og kona hans Þuríð-
ur Elísa Pálsdóttir
frá Brettingsstöðum
á Flateyjardal. Þau
eignuðust 17 börn.
Af þeim komust 13
til fullorðinsára og var Vilhjálmur
þeirra yngstur. Hin eru: Gunnar,
f. 1912, d. 1989, Emilía, f. 1913, d.
1999, Sigurbjörg, f. 1914 , Ólöf, f.
1918, Páll Bernharð, f. 1919, Hall-
grímur, f. 1921, Júlíana, f. 1923,
Örn Björn, f. 1924, Jónas, f. 1926,
Þorsteinn, f. 1927, Elísabet, f.
1929, og Gísli, f. 1930. Vilhjálmur
kvæntist 26. desember 1953 Stellu
L. Gunnlaugsdóttur, frá Látrum í
Aðalvík, f. 20 janúar 1935. Þau
eiga sex börn: 1) Gunnlaugur sál-
fræðingur, f. 29. júlí 1954, maki
Ane Marie Olsen húsmóðir, f. 19.
ágúst 1956. Börn þeirra eru
Vilhjámur ólst upp í Flatey á
Skjálfanda, varð gagnfræðingur á
Húsavík 1948, nam í Samvinnu-
skólanum í Reykjavík 1951–1952.
Vann við ýmis störf, þ.á m. sjó-
sókn á unglingsárum sínum, en
hóf störf á söluskrifstofu Flug-
félags Íslands í Rvík árið 1954, var
skrifstofustjóri þar 1959–1960,
fulltrúi félagsins í Ósló 1960–1964,
forstjóri umboðsskrifstofu Flug-
félags Íslands fyrir Danmörku,
Svíþjóð og Finnland með aðsetri í
Kaupmannahöfn frá 1964. Varð
eftir sameiningu Flugfélags Ís-
lands og Loftleiða forstöðumaður
söluskrifstofu Flugleiða í Kaup-
mannahöfn allt til ársins 1986, er
hann flutti aftur til Íslands og
vann ýmis störf á aðalskrifstofu
Flugleiða í Reykjavík til starfs-
loka árið 1999. Vilhjálmur var
sæmdur riddarakrossi hinnar Ís-
lensku fálkaorðu árið 1983 fyrir
störf að ferðamálum. Hann var
formaður Íslendingafélagsins í
Ósló frá endurstofnun þess 1960–
1964 og meðstjórnandi í Íslend-
ingafélaginu í Kaupmannahöfn
1964–1973 auk þess sem hann sat í
ýmsum nefndum og stjórnum sem
viðkomu málefnum Íslands og
hinna Norðurlandanna.
Útför Vilhjálms verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15. Hann verður
síðar jarðsettur við hlið dóttur
sinnar í Hørsholm-kirkjugarði í
Danmörku.
Cherina, f. 1984, Thor
Tobías, f. 1985, Sissi
Malu, f. 1988 og Nat-
alí, f. 1990. 2) Guð-
mundur Elís, auglýs-
ingahönnuður, f. 16.
júlí 1955 maki Mar-
ianne Guðmundsson
skrifstofumaður, f.
24. ágúst 1955. Börn
þeirra eru Bjarke
Peter, f. 1985, Katr-
ine, f. 1988 og Freja
Lise, f. 1993. 3) Bern-
harður Páll verka-
maður, f. 4. febrúar
1957, sonur hans er
Frej Vilhjálmur, f. 1989. Móðir
hans er Dorte Rosdahl. 4) Vil-
hjálmur Hörður flugstjóri, f. 23.
desember 1958, maki hans er Mar-
grét Gunnarsdóttir skrifstofumað-
ur, f. 25. mars 1961. Börn þeirra
eru Kristján, f. 1988 og Ólöf Sól-
rún, f. 1995. 5) Hugrún Björk hús-
móðir, f. 30. september 1964, maki
hennar er Peter Skieller fram-
kvæmdastjóri, f. 22. apríl 1963.
Börn þeirra eru Sebastian, f. 1994,
Alexander, f. 1996, Jonathan, f.
1999 og Sarah Lilja, f. 2002. 6)
Sólrún Lilja, f. 18. apríl 1966, d.
20. júní 1985.
Elsku Villi minn.
Þér kæra sendir kveðju
með kvöldstjörnunni blá
það hjarta, sem þú átt, en
sem er svo langt þér frá.
Þar mætast okkar augu,
þótt ei oftar sjáumst hér.
Ó, guð minn ávallt gæti þín,
ég gleymi aldrei þér.
(Söderberg, þýð. Þor. Guðmundsson.)
Þín
Stella.
Elsku pabbi, tengdapabbi, og afi.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Guð geymi þig. Hvíl í friði.
Þín
börn, tengdabörn og
barnabörn.
Dýpsta sæla og sorgin þunga,
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra máli ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.)
Látinn er kær vinur og mágur, Vil-
hjálmur Guðmundsson, eftir ströng
veikindi. Það rifjast upp minningar
um heilsteyptan mann, með þægilega
nærveru og gott skopskyn.
Við hjónin áttum margar góðar
samverustundir með honum og fjöl-
skyldu hans, og sérstaklega eru eft-
irminnileg aðventuboðin fyrir jólin.
Þar hittust fjölskylda og vinir í
glæstum og rausnarlegum boðum,
þar sem blandað var saman íslensk-
um og dönskum siðum. Vilhjálmur
starfaði hjá Flugfélagi Íslands og
Flugleiðum í um 45 ár, bæði innan-
lands og utan, lengst af í Danmörku,
þar sem hann bjó fjölskyldu sinni gott
heimili í Hørsholm. Urðu þau fyrir
miklum áhrifum frá danskri menn-
ingu.
Vilhjálmur ólst upp í stórri fjöl-
skyldu í Flatey á Skjálfanda, þar sem
stórbrotin náttúran mótaði persónu-
leika hans og gerði hann að traustum
íslendingi þó að seinna ætti hann eftir
að dvelja lengi erlendis. Hann var lán-
samur er hann kvæntist eiginkonu
sinni, Stellu Gunnlaugsdóttur, og
hjónaband þeirra varð einstaklega
farsælt. Í Danmörku ólu þau upp sex
efnileg börn. Með einlægri trú og
sterkum vilja sá Vilhjálmur vonir sín-
ar rætast í börnum sínum og barna-
börnum. Vissulega mætti hann og
þau hjónin þó miklu mótlæti í veik-
indum og fráfalli dóttur sinnar, Sól-
rúnar. Að lokum barðist hann sjálfur
við erfið veikindi. Börnin hans sýndu
honum mikla umhyggju í þeim veik-
indum, en þó er hlutur Stellu eigin-
konu hans mestur, og er sú umhyggja
og ástúð er hún sýndi einstök. Það er
með hlýhug og þakklæti sem við
kveðjum Vilhjálm, þann mæta mann.
Með þessum fáu orðum biðjum við al-
góðan Guð að styrkja þig, Stella mín,
börn þín, tengdabörn og barnabörn.
Steinunn og
Gunnlaugur Fjólar.
Við fráfall okkar góða vinar, Vil-
hjálms Guðmundssonar, setjast eft-
irsjá og söknuður að í huganum. Það
eru nú liðin rúmlega þrjátíu ár frá því
að við kynntumst Vilhjálmi eða Villa,
eins og hann var oftast nefndur, og
fjölskyldu hans. Við vorum nýflutt til
Kaupmannahafnar þegar fundum
okkar bar fyrst saman. Við fyrstu
kynni voru vináttubönd hnýtt, traust
og góð, sem hafa haldist og eflst með
árunum.
Það var okkur mikils virði er við
komum til Kaupmannahafnar með
fjögur börn, svo að segja ókunn öllum
staðháttum, að kynnast Villa, Stellu
konu hans og börnunum þeirra, sem
voru sex að tölu. Við áttum það sam-
eiginlegt að vera með stóran barna-
hóp. Ég tala nú ekki um á danskan
mælikvarða.
Þær voru margar ánægjustundirn-
ar sem við áttum saman með þeim
hjónum á þeirra fallega heimili í
Hørsholm. Gestrisni þeirra Stellu og
Villa voru engin takmörk sett. Mót-
tökurnar voru svo einlægar og blátt
áfram. Viðmót allt einkenndist af alúð
og vinsemd og var með þeim hætti, að
manni fannst maður vera heima, þeg-
ar komið var í heimsókn til þeirra.
Já, þær eru margar og góðar minn-
ingarnar sem í hugann koma þegar
þeirra stunda er minnst. Gönguferð-
irnar allar um skóginn þar í grennd
með barnahópinn og ökuferðir í Dan-
mörku, að ógleymdum samveru-
stundum á heimili þeirra hjóna. Og
ekki má gleyma veitingum húsfreyj-
unnar. Af hálfu þeirra Stellu og Villa
var allt látið í té af stórhug og mynd-
arskap, en þó fyrst og fremst af ein-
lægni og hlýju.
Þegar við rifjum upp samveru-
stundirnar með Villa er okkur efst í
huga hve skemmtilegur hann var.
Hann var fljúgandi mælskur og með
afbrigðum orðheppinn maður, ramm-
íslenskur þrátt fyrir áratuga dvöl á
erlendri grund. Frásagnarlistin var
honum í blóð borin. Glettnin og
fyndnin var svo mikil, að maður gat
velst um af hlátri í langan tíma. Allt
sem hann sagði var honum eigi að síð-
ur svo eðlislægt og svo blátt áfram, að
maður hafði það á tilfinningunni, að
hann væri ekki einu sinni að reyna að
vera skemmtilegur. Hann bara var
það, líklega oft án þess að taka eftir
því sjálfur. Villi var vel að sér um allt
er laut að flugi og flugmálum. Þá var
hann einnig vel heima í sögu lands og
þjóðar. Hann átti það til að þylja heilu
kvæðin fyrirvaralaust og fara orðrétt
með tilvitnanir úr Íslendingasögun-
um í tíma og ótíma.
Er fram liðu stundir fórum við að
spila brids við þau hjónin. Það var
alltaf mikið tilhlökkunarefni að fara
til þeirra eða fá þau í heimsókn og
taka í spil. Áttum við mörg eftirminni-
leg spilakvöld. Það brást ekki, að í
hvert skipti hrutu gullkorn af vörum
Villa, svo hnyttin og skemmtileg, að
gera varð hlé á spilamennskunni um
stund. Þess má geta að hann átti það
til að fara ekki troðnar slóðir í sögn-
unum. Enda gat hann verið nokkuð
fjarskasamur á köflum.
Eftir að við vorum öll flutt til Ís-
lands ferðuðumst við mikið saman
bæði innan lands og utan. Og eigum
við margar ánægjulegar minningar
frá þeim ferðum. Betri ferðafélaga en
þau hjón er varla hægt að hugsa sér.
Við minnumst þess ekki að Villi hafi
nokkru sinni skipt skapi, þótt eitthvað
hafi bjátað á eða farið úrskeiðis. Hann
hafði lag á að færa allt til betri vegar.
Villi var afar greiðvikinn og hjálp-
samur maður. Hann lagði sig fram
um að leysa úr málum allra þeirra er
til hans leituðu í vandræðum sínum.
Er okkur kunnugt um marga sem
nutu hjálpar hans og aðstoðar. Hann
greiddi veg margra Íslendinga sem
gengu á hans fund í Kaupmannahöfn
öll þau mörgu ár sem hann var for-
stöðumaður skrifstofu Flugfélags Ís-
lands þar í borg og seinna Flugleiða.
Vilhjálmur var mikill náttúruunn-
andi. Eftir að hann flutti heim til Ís-
lands keypti hann sér sumarbústað
við Meðalfellsvatn. Hafði hann mikla
gleði af að vera þar, sigla út á vatnið
og veiða.
Þrátt fyrir margra ára dvöl erlend-
is var Ísland ávallt ofarlega í huga
hans. Sérstaklega bar hann hlýjan
hug til æskustöðvanna, Flateyjar á
Skjálfanda þar sem hann ólst upp í
stórum systkinahópi, þar lágu æsku-
sporin. Hafði hann stundum orð á því,
að færi hann til Flateyjar mundi hann
aldrei þaðan aftur snúa.
Nú hefur drengurinn frá Flatey,
sem gerðist heimsmaður, ferðaðist
víða um lönd og stórar borgir, lagt
upp í þá ferð sem okkar allra bíður.
Við erum þakklát fyrir að hafa átt
Vilhjálm að vini í öll þessi ár. Og við
biðjum Guð að blessa og styrkja
eiginkonu hans og fjölskyldu nú og
alla tíð. Megi fagrar og góðar minn-
ingar um góðan dreng og sannan vin
lifa með okkur öllum um ókomin ár.
Sigrún og Hreinn.
Vilhjálmur Guðmundsson, eða Villi
eins og við vinir hans kölluðum hann,
er fallinn frá langt um aldur fram.
Hann fæddist í Flatey á Skjálfanda
fyrir tæpum sjötíu árum. Í Flatey ólst
hann upp, sleit barnsskónum og gekk
í barnaskóla. Á þessum árum hefur
það verið fjarlægt unga drengnum í
Flatey að eiga eftir að vinna flugi og
ferðamálum brautargengi – lengst af
á erlendri grund. Að loknu námi við
Samvinnuskólann fyrir rúmum 48 ár-
um réðst hann til starfa hjá Flug-
félagi Íslands sem afgreiðslumaður á
söluskrifstofu félagsins í Lækjargötu
2. Hann gegndi fulltrúastarfi hjá fé-
laginu í Osló um skeið en lengst af
starfaði hann sem yfirmaður Flug-
félags Íslands í Kaupmannahöfn og
síðar Flugleiða. Síðustu starfsárin,
eða frá 1992 til 1997, gegndi hann
starfi forstöðumanns fargjaldadeildar
félagsins.
Villi var mikill áhugamaður um flug
og vildi veg félagsins sem allra mest-
an. Hann var ósérhlífinn, lagði sig
ávallt allan fram í starfi og var trúr og
dyggur starfsmaður. Eftir að hann lét
af starfi hjá félaginu fyrir aldurs sakir
fylgdist hann með félaginu fullur
áhuga. Þetta breyttist ekki þrátt fyrir
erfið veikindi undanfarna mánuði.
Hann lét sig ekki vanta þegar við
komum saman fyrr á árinu til þess að
taka á móti fyrstu flugvél félagsins af
gerðinni Boeing 757-300. Hann fagn-
aði með okkur nýjum áfanga í sögu
Flugleiða og í sögu flugsamgangna á
Íslandi.
Það var aldrei lognmolla í kringum
Villa. Hann var sérdeilis skemmtileg-
ur maður og átti létt með að koma
fólki til að hlæja. Villi kunni margar
góðar sögur og sagði þær af sérstakri
snilld. Hann bjó yfir þeim hæfileika
að geta gert góðlátlegt grín að sjálf-
um sér og samferðarmönnum sínum,
sem oftar en ekki tengdust ferðamál-
um. Það var alltaf gott að vera í návist
hans. Heiðarleiki og trúmennska voru
aðalsmerki hans. Hann var traustur
og góður yfirmaður, sem ávallt stóð
við bakið á starfsfólki sínu. Það kunni
vel að meta hann.
Um áratugaskeið hefur Villi tekið
virkan þátt í þróun flugsins og ís-
lenskra ferðamála. Ötull starfaði
hann við að efla og styrkja þessa ungu
atvinnugrein. Árin í Kaupmannahöfn
voru honum einkar hugleikin. Hann
var ekki einungis yfirmaður félagsins
í kóngsins Kaupmannahöfn áratugum
VILHJÁLMUR
GUÐMUNDSSON