Morgunblaðið - 23.08.2002, Síða 42
DAGBÓK
42 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: C.
Columbus kemur og fer í
dag. Lutador, Florinda,
ogUtsira koma í dag.
Oceanus, Lagarfoss,
Mánafoss og Dellach
fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Víking fór í gær.
Mannamót
Aflagrandi 40. Bingó kl.
14.
Árskógar 4. Púttvöll-
urinn er opin kl. 10–16
alla daga. Allar upplýs-
ingar í s. 535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
16 hárgreiðsla, kl. 8.30–
12.30 böðun, kl. 9–16
handavinna, kl. 9–17
fótaaðgerð, kl. 13–16
frjálst að spila í sal.
Verslunarferð annan
hvern föstudag kl. 10–
11.30. Vetrarstarfið
hefst aftur 29. ágúst
upplýsingar í síma
5568 5052.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 9–14 baðþjón-
usta, hárgreiðslustofan
opin kl. 9–17 alla daga
nema mánudaga.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
Fimmtudaginn 29. ágúst
verður ferð á Suð-
urnesin sunnanverð, ek-
ið til Keflavíkur, m.a.
skoðuð bátalíkanasýn-
ing. Þaðan farið að
Stekkjarkoti, Fitjum.
Hafnirnar heimsóttar og
þar skoðað fiskasafnið
og fl. Síðan að Haugsgjá.
Skoðuð verður og gengið
yfir nýju brúna yfir
flekaskilin milli Am-
eríku- og Evrópuflek-
anna. Reykjanesviti
heimsóttur og Gunnu-
hver skoðaður. Síðan
haldið til Grindavíkur og
Orkuverið í Svartsengi
heimsótt þar sem skoðað
verður fræðslusetur
Orkuveitunnar Eldborg-
in (Gjáin). Komið við í
Bláa Lóninu og ekið að
Veitingahúsinu Sjáv-
arperlunni í Grindavík -
þar sem snæddur verður
kvöldverður. Lagt af
stað frá Félagsheimilinu
Gjábakka kl. 13.15 og frá
Félagsheimilinu Gull-
smára kl: 13.30. Heim-
koma áætluð kl. 19–
19.30. Skráning sem
fyrst, á lista sem liggja
frammi í Félagsmið-
stöðvunum Gjábakka og
Gullsmára. Frekari upp-
lýsingar hjá ferðanefnd,
(Bogi Þórir s.554 0233
eða Þráinn s.554 0999).
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10
hársnyrting, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 13.
„Opið hús“ spilað á spil.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli ,
Flatahrauni 3. Brids og
frjáls spilamenska kl
13.30, pútt á Hrafn-
istuvelli kl. 14–16.
Á morgun, laugardag
morgungangan kl. 10 frá
Hraunseli. Rúta frá
Firðinum kl 9.50. Orlofs-
ferð að Höfðabrekku
10.–13. sept. Skráning
og upplýsingar í Hraun-
seli kl. 13–17 sími
555 0142.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi, blöðin og
matur í hádegi. Félagið
hefur opnað heimasíðu,
www.feb.is. Sunnudag-
ur: Dansleikur kl. 20
Caprí-tríó leikur fyrir
dansi. Þjórsárdalur,
Veiðivötn, Fjallabaks-
leið nyrðri, 27.–30.
ágúst. Sækja þarf far-
seðilinn í síðasta lagi
föstudaginn 23. ágúst.
Fundur verður með leið-
sögumönnum mánudag-
inn 26. ágúst kl. 16 í Ás-
garði Glæsibæ. Nokkur
sæti laus vegna forfalla.
Réttarferð í Þverárrétt
15. september. Leið-
sögumaður Sigurður
Kristinsson. Brottför frá
Ásgarði Glæsibæ kl. 12.
Skráning hafin á skrif-
stofu FEB. Fyrirhug-
aðar eru ferðir til Portú-
gals 10. september í 3
vikur og til Tyrklands
30. september í 12 daga
fyrir félagsmenn FEB,
skráning er hafin, tak-
markaður fjöldi. Skrán-
ing hafin á skrifstofunni
í síma 588 2111. Silfur-
línan er opin á mánu- og
miðvikudögum kl. 10–12
í s. 588 2111. Skrifstofa
félagsins er flutt að
Faxafeni 12, s. 588 2111.
Félagsstarfið er áfram í
Ásgarði Glæsibæ. Upp-
lýsingar á skrifstofu
FEB.
Félagsstarfið Hæðar-
garði 31. Kl. 9–17 hár-
greiðsla, kl. 9.30 göngu-
hópur, kl. 14 brids.
Haustferð verður farin
miðvikudaginn 28.
ágúst. Ekið verður til
Þingvalla yfir Lyngdals-
heiði að Laugarvatni.
Gullfoss og Geysir heim-
sóttir. Málsverður í
Brattholti. Leiðsögu-
maður Hólmfríður Gísla-
dóttir. Lagt af stað kl.
10.30. Vinsamlegast til-
kynnið þátttöku fyrir 23.
ágúst .
Gerðuberg Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, kl. 10
boccia, frá hádegi spila-
salur opinn. Föstudag-
inn 30. ágúst fundur hjá
Gerðubergskórnum,
stjórnandi Kári Frið-
riksson, nýir félagar vel-
komnir. Veitingar í Kaffi
Bergi. Allar upplýsingar
á staðnum og í síma 575-
7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
leiðbeinandi á staðnum
kl. 9.30–16.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15 handa-
vinna, kl. 14.30 dansað
við lagaval Sigvalda, kl.
15 sýna nemendur Sig-
valda línudans og fl.
Góðar kaffiveitingar, all-
ir velkomnir.
Hvassaleiti 56–58. .
Fótaaðgerð, hársnyrt-
ing. Allir velkomnir.
Gullsmári, Gullsmára
13. Opið alla virka daga
kl. 9–17 hádegismatur,
kaffi og heimabakað
meðlæti.
Hraunbær 105. Kl. 9–12
baðþjónusta, kl. 9–12.30
bútasaumur, kl. 9–17
hárgreiðsla, kl. 9-17
fótaaðgerð, kl. 13–14
pútt.
Norðurbrún 1. Kl. 9–12
útskurður, kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 10 ganga.
Vitatorg. kl. 9.30 bók-
band og morgunstund,
kl. 13.30 bingó.
Háteigskirkja, eldri
borgarar, samvera í
setrinu kl. 13. Gönguferð
kl. 14. Púttvöllurinn op-
inn kl. 9–16 alla virka
daga.
Bridsdeild FEBK Gjá-
bakka. Brids kl. 13.15 í
dag.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan
verður á morgun. Lagt
af stað frá Gjábakka,
Fannborg 8, kl. 10.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára 13
kl. 10 á laugardögum.
Félag fráskilinna og
einstæðra. Fundur á
morgun kl. 21 í Konna-
koti, Hverfisgötu 105.
Nýir félagar velkomnir.
Munið gönguna mánu-
og fimmtudaga.
Ungt fólk með ungana
sína. Hitt Húsið býður
ungum foreldrum (ca
16–25 ára) að mæta með
börnin sín á laugard. kl.
15–17 á Geysi Kakóbar,
Aðalstræti 2 (gengið inn
Vesturgötumegin). Opið
hús og kaffi á könnunni,
djús, leikföng og dýnur
fyrir börnin.
Eldri borgarar,
Vestfjarðaferð dagana
28.–31. ágúst, farið frá
Hallgrímskirkju kl. 10,
gist í Flókalundi, á Hótel
Ísafirði og Reykjanesi,
heimferð um Stein-
grímsfjarðarheiði, í
Hrútafjörð og þaðan yfir
Holtavörðuheiði og
heim. Uppl. og skráning
hjá Dagbjörtu í s.
693 6694, 510 1034 og
561 0408, allir velkomn-
ir.
Minningarkort
Félag MND-sjúklinga
selur minningarkort á
skrifstofu félagsins á
Norðurbraut 41, Hafn-
arfirði. Hægt er að
hringja í síma 565-5727.
Allur ágóði rennur til
starfsemi félagsins.
Landssamtökin Þroska-
hjálp.
Minningarsjóður Jó-
hanns Guðmundssonar
læknis. Tekið á móti
minningargjöfum í síma
588-9390.
Minningarsjóður
Krabbameinslækninga-
deildar Landspítalans.
Tekið er við minning-
argjöfum á skrifst.
hjúkrunarforstjóra í
síma 560-1300 alla virka
daga milli kl. 8 og 16. Ut-
an dagvinnutíma er tek-
ið á móti minningar-
gjöfum á deild 11-E í
síma 560-1225.
Hrafnkelssjóður (stofn-
að 1931) minningarkort
afgreidd í símum 551-
4156 og 864-0427.
Í dag er föstudagur 23. ágúst, 235.
dagur ársins 2002. Hundadagar
enda. Orð dagsins: Varðveit hjarta
þitt framar öllu öðru, því að
þar eru uppsprettur lífsins.
(Orðskv. 4, 23)
K r o s s g á t a
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Víkverji skrifar...
UNDANFARNAR vikur hefurVíkverji dagsins verið í þeirri
stöðu að þurfa að leita sér að bifreið.
Þar sem hann er ekki haldinn ólækn-
andi bíladellu og hafði ekki fastmót-
aðar skoðanir á hvers konar ökutæki
hann vildi festa kaup á reyndist
þetta hið erfiðasta verkefni.
Margir hafa brennt sig illa við
kaup á notuðum bílum og vildi Vík-
verji varast að falla í þá gryfju. Hjá
því má vissulega komast með því að
kaupa nýjan bíl en Víkverji vill vera
hagsýnn og veit sem er að afskriftir
bifreiða eru miklar og þá ekki síst
fyrsta árið.
x x x
EKKI bætir úr skák að leit að bíler tímafrek og Víkverji hafði
einungis takmarkaðan tíma til um-
ráða.
Það er helst á kvöldin og um helg-
ar sem hann hefur tíma til að velta
málum sem þessum fyrir sér en þá
eru bílasölur yfirleitt lokaðar. Vissu-
lega er hægt að aka á milli og skoða
úrvalið en fátt af því sem var í boði á
sýningarsvæðum bifreiðasalanna
vakti áhuga Víkverja. Þótt framboð
notaðra bifreiða virðist vera mjög
mikið þessa stundina eru flestar
þeirra ekki á staðnum. Netið hefur
hins vegar opnað nýja möguleika í
þessu sambandi, sem Víkverji hefur
nýtt sér óspart. Margar af þeim leit-
arvélum sem settar hafa verið upp af
bílasölum eru mjög öflugar og hægt
er að takmarka leit við t.d. ákveðna
árganga, verðflokka og bifreiðateg-
undir. Þannig má fá gott yfirlit yfir
það sem í boði er á skömmum tíma.
Ekki eru hins vegar allir bílar skráð-
ir á Netinu og þegar upp er staðið
kostar það töluverða fyrirhöfn að
finna netsölurnar, enda engin ein
samræmd leitarvél til yfir allar bíla-
sölurnar. Margar þeirra virðast eiga
samvinnu í netmálum, t.d. á vefsvæð-
inu bilasolur.is, en aðrir eru með
sjálfstæð vefsvæði. Á það ekki síst
við um bílaumboðin sem mörg hver
eru mjög umsvifamikil í sölu á not-
uðum uppítökubílum.
x x x
NETIÐ gefur vissulega ákveðnayfirsýn en netleitin ruglaði
Víkverja einnig í ríminu. Þeim bif-
reiðum sem komu til greina fjölgaði
stöðugt og einnig átti Víkverji erfitt
með að greina eitthvert samræmi í
því hvernig bílar væru verðlagðir. Þá
virtist allur gangur á því hvort sölu-
skrár á Netinu væru uppfærðar
reglulega. Sumar bílasölur voru til
fyrirmyndar í þeim efnum en aðrar
ekki.
Bílgreinasambandið gefur út
ákveðið viðmiðunarverð yfir notaða
bíla og það er mikill fengur í því að
geta nýtt sér þær upplýsingar. Á
vefsvæði sambandsins, www.bgs.is,
er hægt að slá inn upplýsingar um
tegund, skráningardag og akstur
bifreiða og fá uppgefið viðmiðunar-
verð. Þetta kom að góðu gagni þegar
Víkverji reyndi að feta sig um frum-
skóg hinna notuðu bifreiða. Að auki
er hægt að reikna út bifreiðalán á
Netinu hjá þeim sem þau veita og
gefa sér mismunandi forsendur, s.s.
varðandi lánstíma og útborgun í bif-
reiðinni.
Það er þó greinilegt að margir
hafa þrátt fyrir þetta farið offari á
síðustu árum við kaup á bifreiðum og
algengt var að sjá bíla í netleitinni
þar sem bílalánið var jafnhátt sölu-
verðinu og í sumum tilvikum nokkur
hundruð þúsundum króna hærra.
Að lokum skilaði þó leitin árangri,
Víkverji er ánægður eigandi nýlegr-
ar bifreiðar, sem hann fann þó ekki á
Netinu heldur í sunnudagsbíltúr um
bílasölurnar.
Brjóstagjafir
ÉG VIL koma þakklæti
mínu á framfæri til „lán-
samrar móður“ sem skrif-
aði grein í Velvakanda þann
10. ágúst s.l. um brjósta-
gjafarofstæki. Fyrir okkur
sem af margvíslegum
ástæðum getum ekki gefið
börnum okkar brjóst er það
eins og vítamínsprauta að
einhver taki upp hanskann
fyrir okkur eins og hún
gerði með skrifum sínum.
Ég mætti ótrúlegum for-
dómum og skilningsleysi
þegar ég þurfti að skipta yf-
ir í þurrmjólkurgjöf. Í stað
þess að styðja mig var eins
og fólki þætti ég hafa gefist
of fljótt upp. Skemmst er
frá því að segja að barnið
mitt dafnar sem aldrei fyrr
eftir að ég hætti að berjast
við að koma því á brjóst.
Mér finnst brjóstagjafa-
umræða góð og gild, en hún
má ekki breytast í ofstæki.
Það þarf öllu frekar að und-
irbúa og fræða verðandi
mæður meira en gert er í
dag.
Ung móðir.
Merkileg dagskrá
LAUGARDAGINN 17.
ágúst tel ég merkisdag af
ýmsum ástæðum, og alveg
sérstaklega hvað varðar
dagskrá Útvarpsins, með
viðtali við Jón Baldvin
sendiherra, og þættina eftir
Jón Gnarr og Sigurjón
Kjartansson. Ríkisútvarpið
hefur aldrei gert það betur.
Hvort tveggja eru merkis-
atburðir í útvarpinu, auk
þátta um rokkkonunginn
Elvis Presley. Það er ekk-
ert með það að ég vil fá Jón
Baldvin sem næsta forseta
Íslands vegna þekkingar
hans á heimsmálum sem ég
hefi hlustað á undanfarin
misseri og ár og vegna af-
reka hans í pólitíkinni og
geysilegrar þekkingar hans
á ýmsum sviðum þjóð-
félagsins og mannlífsins yf-
irleitt.
Hann var virkilega
kjarnyrtur þennan dag sem
endranær.
Útvarpsátturinn þann
sama dag eftir Jón Gnarr
og Sigurjón, sem ég nefndi
áðan, var hins vegar hreint
og beint snilldarverk sem
útvarpsleikþættir. Ég hefi
vit á því.
Páll Hannesson,
Ægisíðu 86.
Tapað/fundið
Sultukrukkur
ÉG SÁ það í blaði fyrir
skömmu að kona var að
auglýsa eftir sultukrukk-
um. Ég er með fullt af tóm-
um krukkum með loki sem
nota má í sultugerð. Þær
eru hreinar og fínar og fást
gefins gegn því að verða
sóttar. Upplýsingar í síma
482 2312.
Sultukona á Selfossi.
Undarleg bílferð
Í FEBRÚARMÁNUÐI
1997 var ég stödd í grenj-
andi rigningu í Hafnarfirði.
Leigubíll kom aðvífandi og
þar sem ég var hrakin og
köld tók leigubílstjóra-
kvendið mig upp í bílinn.
Við spjölluðum um heima
og geima, en þegar komið
var á áfangastað voru engir
aurar til fyrir ferðalaginu.
Umræddur leigubílstjóri
lét mig þá hafa pappírs-
snepil með símanúmeri, en
tók í sína vörslu tösku sem
innihélt myndaalbúm af
einkadóttur minni, brúna
síða kápu og þvílíka dýr-
gripi að ég heiti nú himin-
háum fundarlaunum fyrir.
Ef einhver veit hvar þenn-
an leigubílstjóra eða
munina er að finna má hinn
sami hafa samband við mig
í síma 464 4286 eða
846 0914.
Heiðrún Jónasdóttir,
Litluströnd.
Bakpoki í Leifsstöð
BAKPOKI af Billabong
gerð tapaðist í eða við flug-
stöð Leifs Eiríkssonar
mánudaginn 12. ágúst.
Meðal muna í töskunni eru
fótboltaskór, geislaspilari,
átekin filma og geisla-
diskar. Ef einhver hefur
fundið töskuna þá er sá
hinn sami beðinn að gefa
sig fram í síma 865 3176.
Ekki árrisull glanni
HJÓLREIÐAMAÐUR
sem lýst var eftir í Velvak-
anda hjólaði niður konur
við Fossvoginn kl. 17.30 en
ekki 7.30 eins og misritað-
ist.
Gleraugu fundust
GLERAUGU í svörtu
hulstri fundust í Elliðaár-
dalnum. Nánari upplýsing-
ar í símum 557 2403 og
822 2403.
Blá barnsgleraugu
BLÁ barnsgleraugu fund-
ust í grasinu við göngustíg
neðan við Kópavogshælið.
Sá sem saknar gler-
augnanna má hringja í síma
896 3943.
Dýrahald
Kleó er týndur
HANN Kleó, sem er hvítur
og gulbröndóttur 5 mánaða
gamall kisi, týndist frá Nes-
vegi í Vesturbænum. Hann
er ómerktur og með smá
sár á nefinu, og sárt sakn-
að. Þeir sem vita af ferðum
hans eru beðnir að hringja í
síma 699 9984 eða láta
Kattholt vita.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT:
1 kleifur, 8 tottar, 9 léleg-
um, 10 kraftur, 11 vot-
lendi, 13 tré, 15 segl, 18
taflmanns, 21 svefn, 22
grasflötur, 23 sníkjudýr,
24 borginmennska.
LÓÐRÉTT:
2 ýkjur, 3 ýlfrar, 4 vind-
hani, 5 snagar, 6 fiskum,
7 litli, 12 umfram, 14 bók-
stafur, 15 hryggdýr, 16 fá
gegn gjaldi, 17 báran, 18
slitur, 19 ómögulegt, 20
hugur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 djörf, 4 hugur, 7 lúkum, 8 ýlfur, 9 mör, 11 aurs,
13 hrun, 14 úrinu, 15 farg, 17 garn, 20 sum, 22 álkan, 23
jökul, 24 annar, 25 runni.
Lóðrétt: 1 della, 2 öskur, 3 fimm, 4 hlýr, 5 gæfur, 6 rýr-
an, 10 ölinu, 12 súg, 13 hug, 15 fjáða, 16 rokan, 18 aukin,
19 núlli, 20 snar, 21 mjór.