Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 8/9 – 14/9 ERLENT INNLENT  STJÓRNENDUR heilsugæslunnar í Reykja- vík, Kópavogi, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi hafa kynnt heilbrigðisráðherra tillögur sem miðast að því að allir sem þurfa geti fengið þjónustu heim- ilislæknis samdægurs. Meðal annars er lagt til að tekið verði upp nýtt launakerfi lækna.  HÚSLEIT var gerð í vikunni í höfuðstöðvum verslunarkeðjunnar SMS í Færeyjum sem Baugur Group er helmings- hluthafi í. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu Baugs sem beðið hafði um að kveðið yrði upp úr með lögmæti hús- leitar sem lögregla gerði hjá fyrirtækinu hér á landi í síðustu viku.  ÚTGJÖLD Trygg- ingastofnunar ríkisins vegna sérfræðilækna hækkuðu um 133 prósent á árabilinu 1997–2001 og voru umfram fjárlög allt það tímabil að því er kem- ur fram í skýrslu Rík- isendurskoðunar.  MAÐUR sem var stöðv- aður á Keflavíkurflugvelli fyrir rúmri viku með fals- að vegabréf fannst látinn á gistiheimili í Reykja- nesbæ á mánudag. Talið er að hann hafi fyrirfarið sér.  FJÁRRÉTTIR voru víða í síðustu viku og segja bændur að féð sé með vænsta móti. Ein- munablíða var þegar rétt- að var í Skaftholtsrétt í Gnúpverjahreppi á föstu- dag Ríkisendurskoðun yfirfer vinnubrögð einkavæðingarnefndar FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ hefur falið Ríkisendurskoðun að yfirfara þau vinnubrögð sem viðhöfð voru þegar ákveðið var að ganga til við- ræðna við eignarhaldsfélagið Samson ehf. vegna sölu á umtalsverðum hlut ríkisins í Landsbanka Íslands hf. Þetta var ákveðið í kjölfar úrsagnar Steingríms Ara Arasonar úr einka- væðingarnefnd en í uppsagnarbréfi hans til forsætisráðherra gagnrýnir hann vinnubrögð nefndarinnar. Segir hann að aðrir áhugasamir kaupendur hafi verið sniðgengnir þrátt fyrir hagstæðara tilboð fyrir ríkissjóð. Samson ehf. er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, Magnúsar Þorsteins- sonar og Björgólfs Guðmundssonar. Þá hefur einkavæðingarnefnd ákveðið að hefja nú þegar frekari undirbún- ing að sölu á umtalsverðum hlut í Búnaðarbanka Íslands hf. Hafnarfjarðarbær riftir samningi um Áslandsskóla BÆJARYFIRVÖLD í Hafnarfirði ákváðu á föstudag að rifta samning- um við Íslensku menntasamtökin sem rekið hafa Áslandsskóla. Var ákvörð- unin tekin eftir að 13 kennarar við skólann sögðu upp störfum sínum. Þá verður nýr skólastjóri ráðinn að skól- anum sem gert er ráð fyrir að hefji störf á miðvikudag. Segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri kennarana til- búna að falla frá uppsögnum taki bærinn yfir rekstur skólans. Kenn- ararnir höfðu fyrr í vikunni sett fram kröfur en sættu sig ekki við svör frá skólastjórnendum og sögðu upp. Voru uppsagnirnar ekki dregnar til baka þrátt fyrir ákvörðun skóla- stjórnenda að ganga að kröfum þeirra. UTANRÍKISRÁÐHERRAR ríkjanna fimm sem eiga fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sögðu á föstudag að tregða Íraka til að hlíta ályktunum öryggisráðsins væri „alvarlegt mál og að Írak yrði að breyta afstöðu sinni“. Fyrr um daginn hafði George W. Bush Bandaríkjaforseti sagzt „afar efins“ um að Saddam Hussein, forseti Íraks, myndi kjósa að afstýra hernaðarárás Bandaríkjanna á Írak með því að verða við kröfum sem Bush gerði á fimmtu- dag, þegar hann ávarpaði allsherjar- þing SÞ. Í því ávarpi krafðist Bush þess að þjóðarleiðtogar heimsins þröngvuðu Íraksforseta til að eyða gereyðingarvopnabúri sínu. Ella væri líf milljóna manna í hættu og að SÞ „skiptu ekki máli“ nema því aðeins að þær byðu Írak birginn. Fórnarlamba 11. september minnzt „DAGUR harms og trega, dagur bæn- ar og samkenndar,“ sagði Bush Banda- ríkjaforseti er hann minntist þeirra, sem létu lífið í árásum hryðjuverka- manna fyrir ári. Voru minningaraat- hafnir um þá haldnar um heim allan á miðvikudag en í Bandaríkjunum hófust þær með athöfn við rústir tvíburaturna World Trade Center. Lagðist þögn yfir alla borgina á þeirri stundu er rétt ár var liðið frá því fyrri flugvélinni var flogið á annan turninn. Alls fórust yfir 3.000 manns í árásunum á New York og Washington. Fjórða farþegaþotan sem flugræningjar hugðust einnig beita til hryðjuverks í Washington hrapaði í Pennsylvaníu en talið er að farþegar um borð í vélinni hafi ráðizt gegn flugræningjunum. Fólk um allan heim sýndi samhug með Bandaríkja- mönnum með þagnarstund og minn- ingarathöfnum og samúðarkveðjur bárust þeim hvaðanæva. SÞ bjóði Írak birginn WOLFGANG Schüssel,kanzlari Austurríkis, boð- aði á mánudag afsögn rík- isstjórnar sinnar, í kjölfar þess að þrír ráðherrar Frelsisflokksins (FPÖ) sögðu af sér vegna klofn- ings í flokknum. Kosið verður að nýju til þings í lok nóvember. Stjórn- arsamstarf FPÖ og flokks Schüssels, hinn íhalds- sama Þjóðarflokks, hafði staðið í tvö og hálft ár. KOSIÐ verður nýtt þing og í sveitarstjórnir í Sví- þjóð í dag og skoð- anakannanir gefa til kynna að mjótt verði á mununum milli fylking- anna tveggja, annars veg- ar jafnaðarmanna og tveggja stuðningsflokka þeirra og hins vegar fjög- urra borgaralegra flokka. AÐ minnsta kosti 27 manns fórust í miklum flóðum í Suður-Frakk- landi fyrri hluta vikunnar en 12 manna var enn saknað um hana miðja. Á sumum svæðum var sólar- hringsúrkoman allt að 600 mm, sem er annars hálfs árs meðaltal. SAMKVÆMT skoð- anakönnunum sem nið- urstöður voru birtar úr í lok vikunnar í Þýzkalandi hefur Jafnaðarmanna- flokkur Gerhards Schröd- ers kanzlara náð þriggja prósentustiga forskoti á helzta keppinautinn, kristilegu flokkana CDU/ CSU og kanzlaraefni hans, Edmund Stoiber. Þingkosningar verða í Þýzkalandi næsta sunnu- dag. HÖSKULDUR Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar hf. (FLE), segir að fyrir- tækið líti það mjög alvarlegum augum ef einstakir leigutakar í flug- stöðinni, sem verði með útrunna samninga í lok þessa árs, reyni að hindra framgang forvals varðandi verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, en Íslenskur markaður hefur kært til Samkeppnisstofnunar starfsemi FLE á Keflavíkurflug- velli. „Markmiðið með forvalinu er að tryggja jafnrétti og ákveðinn fjöl- breytileika í starfsemi fríverslunar- innar á svæðinu,“ sagði Höskuldur. Hann sagði að FLE væri eigandi og ræki flugstöðvarbygginguna á Keflavíkurflugvelli og hlyti að hafa mikið um það að segja hvernig skipulag og fyrirkomulag væri á verslunarstarfsemi í flugstöðinni. „Við erum fyrst og fremst að líta á hag farþegans. Við þurfum að auka fjölbreytileika þarna og styrkja þetta verslunarsvæði til þess að auka afrakstur flugstöðvarinnar. Félagið er auðvitað með miklar fjár- festingar og skuldir á bak við þessar fjárfestingar og þarf að standa undir þessum skuldum og það er lykilatriði fyrir okkur að geta aukið umsvif og verslun á svæðinu, þannig að heild- arviðskiptin verði meiri.“ Hann sagði að forsvarsemenn FLE teldu það ekki í verkahring ein- stakra leigutaka að ákveða skipulag eða fyrirkomulag á verslunarstarf- semi í flugstöðinni. Það væri fyrst og fremst eiganda flugstöðvarinnar. Hann sagði aðspurður að þeir hefðu ekki áhyggjur af þessari at- hugun Samkeppnisstofnunar. Stofn- un FLE væri fyrst og fremst byggð á lögum frá Alþingi og síðan væri ákveðið rekstrarleyfi til handa félag- inu sem kvæði á um að félagið ætti og ræki bygginguna, annaðist upp- byggingu á starfsemi hennar og stundaði þar verslunarrekstur. Höskuldur bætti því við að fyrir- tækið hefði getað valið að fara ekki í forval heldur segja leigusamningum upp og valið eftir geðþótta nýja aðila inn á svæðið eða ákveðið að stunda alla starfsemi sjálft inni á svæðinu. Mikill áhugi fyrir forvalinu „Við teljum að við höfum það í hendi okkar sem eigandi húsnæðis- ins hversu mikið við komum að verslunarrekstrinum eða hvort við alfarið setjum hann í hendur þriðja aðila,“ sagði Höskuldur. Hann sagði að markmiðið með for- valinu væri að tryggja jafnt aðgengi aðila inn á svæðið og gera leikregl- urnar eins gagnsæjar og frekast væri kostur. FLE væri að stækka verslunarsvæðið um tæp 50% og markmiðið væri að fjölga þarna rekstraraðilum og gera það meira spennandi fyrir farþegana að versla á þessu svæði. Það væri greinilegt að Íslenskur markaður óttaðist þessar breytingar og teldi þær ógnun. Hann sagði einnig að það væri ljóst að mikill áhugi væri fyrir for- valinu og þegar hefðu um sjötíu ein- tök forvalsgagna farið út. Forstjóri FLE vegna kæru til Samkeppnisstofnunar Alvarlegt ef reynt er að hindra forval „VIÐ munum í stefnumótun sem nú fer fram meta hver lágmarksviðbún- aður þurfi að vera á hverjum stað með tilliti til áhættunnar en höfum ekki lokið þessu starfi. Því er alls ekki tímabært að taka einn þátt heildarvarnanna eins og Keflavíkur- stöðina út úr samhengi. Engar tölur eru uppi á borðinu enn þá um fjölda flugvéla, skipa eða hermanna,“ segir Þjóðverjinn Dieter Stöckmann, að- stoðaryfirhershöfðingi Atlantshafs- bandalagsins (NATO) í Evrópu, en hann er staddur á Íslandi. Stöck- mann flutti erindi á fundi Samtaka um vestræna samvinnu/Varðbergs í Reykjavík í gær um öryggismál í Evrópu. Stöckmann, sem er frá Pommern og liðlega sextugur, hefur gegnt stöðu sinni frá því september í fyrra en yfirhershöfðingi bandalags- ins er að jafnaði Bandaríkjamaður. Ákveðið hefur verið að flytja yf- irstjórn Keflavíkurstöðvarinnar til Evrópu frá Bandaríkjunum þar sem hún hefur verið í hálfa öld. Stöck- mann er spurður hvort flutningurinn muni breyta áherslum í viðbúnaði hér, færa okkur nær væntanlegri Evrópustoð bandalagsins. „Sem stendur er unnið að því í bandalaginu að byggja upp nýtt stjórnkerfi og við væntum þess að drög að því verði kynnt á leiðtoga- fundinum í Prag í nóvember,“ segir hann. „Við erum m.a. að ræða hug- myndir um verkaskiptingu milli stjórnstöðva og boðleiðir í NATO en endanlegar ákvarðanir hafa ekki verið teknar. Samtímis eru Banda- ríkjamenn að breyta eigin stjórn- kerfi í varnarmálum. Verkefni okkar er að samhæfa þessar áætlanir en því starfi er alls ekki lokið og ekki stefnt að því fyrr en í árslok 2003. Staða Íslands svipuð í grund- vallaratriðum Staða Íslands verður í grundvall- aratriðum svipuð og fyrr en spurn- ingin er hve miklu þarf að breyta hér vegna samhæfingar á breytingunum sem eru að verða á yfirstjórn annars vegar vestra og hins vegar hjá NATO í heild. Við metum hver ógnin er og hver hún gæti orðið, hvaða vopn þurfi á hverjum stað. Búnaðurinn hér á landi er hluti af heildarvörnum bandalagsins og miðaður við stefnu til langs tíma, því má ekki gleyma þegar rætt er um þörf fyrir flugvélar eða önnur vopn. Það er ekki nóg að velta fyrir sér hvað sé beinlínis nauð- synlegt vegna augljósrar ógnar, við- fangsefnið er einnig stjórnmálalegs eðlis sem er ekki á mínu sviði.“ – Hvernig gengur að koma Evr- ópustoðinni í varnarsamstarfinu á laggirnar? „Of hægt. Sjálfur er ég sá sem á að reyna að tryggja að full samhæfing verði milli Evrópustoðarinnar og NATO. Ef Evrópustoðin tekur að sér að stýra verkefni sem gæti verið á sviði friðargæslu verð ég settur yf- ir það. Ég vildi óska að við, hershöfð- ingjar beggja aðila, fengjum auknar heimildir til að ræðast við um þessi mál en það megum við ekki núna. Þetta tel ég að muni óhjákvæmilega valda tvíverknaði í framkvæmd og lélegri nýtingu á mönnum og búnaði. Evrópusambandið (ESB) hefur ávallt heitið því að ekki myndi koma til slíks tvíverknaðar, að ekki yrði um samkeppni við NATO að ræða heldur einfaldlega eflingu á framlagi álfunnar, Evrópustoðinni. En bein samskipti æðstu hershöfðingja eru skilyrði þess að þetta gangi eftir.“ Áætlanir um 60.000 manna hraðlið oft mistúlkaðar – Er áætlun Breta og Frakka um 60.000 manna hraðlið orðin eitthvað meira en hugmynd? „Nei. Oft er fjallað um þessa hug- mynd í fjölmiðlum eins og átt hafi verið við 60.000 manna fastalið, eyrnamerkt Evrópu, sem hefði getu til að bregðast hratt við. Ekkert slíkt er á döfinni. Hugmyndin er að þjóð- irnar sem taka þátt í áætluninni muni senda hluta af sínum eigin her til að taka þátt í ákveðnum verkefn- um og sameiginlega liðið verði síðan eftir atvikum annaðhvort undir stjórn NATO eða ESB. Hér yrði því ekki um að ræða stöðugt reiðubúið hraðlið í framtíðinni og við munum ekki hafa þörf á því í næstu framtíð. Fyrst verður að sýna fram á að þessar hugmyndir um Evrópustoð- ina geti orðið að veruleika en vegna andstöðu ákveðinna aðildarþjóða NATO við Evrópustoðina er ekki svo núna. Málið er því miður í patt- stöðu.“ Þess má geta að Tyrkir hafa beitt sér gegn því að NATO leyfi Evrópu- stoðinni afnot af búnaði bandalags- ins. Stöckmann er spurður hvort tekist hafi að semja um skiptingu tækja og mannvirkja milli NATO og væntanlegrar Evrópustoðar. Hann segir starfið komið vel á veg, búið sé að tilgreina hvaða búnaður NATO geti orðið til ráðstöfunar ef Evrópu- ríkin taki að sér verkefni sem banda- lagið í heild komi ekki að. „Ég er vongóður um að okkur takist að ljúka starfinu í tæka tíð,“ segir Die- ter Stöckmann. Dieter Stöckmann, aðstoðaryfirhershöfðingi NATO Hægt gengur að leggja grunn að Evrópustoðinni Morgunblaðið/Sverrir Dieter Stöckmann, aðstoðaryf- irhershöfðingi NATO í Evrópu Skortur á samráði getur valdið því að sjálfstætt framlag ESB-ríkja til varnarsamstarfsins yfir Atlantshafið, Evr- ópustoðin svonefnda, valdi tvíverknaði og lé- legri nýtingu á búnaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.