Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 32
MINNINGAR
32 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Útfararþjónustan ehf.
Stofnuð 1990
Rúnar Geirmundsson
útfararstjóri
Önnumst allt er lýtur að útför.
Hvítar kistur - furukistur
- eikarkistur.
Áratuga reynsla.
Símar 567 9110 & 893 8638
utfarir.is
Legsteinar
Vönduð íslensk framleiðsla
Fáið sendan myndalista
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
MOSAIK
Marmari
Granít
Blágrýti
Gabbró
Líparít
!" # "$%
!
"# "$%%
&
'
(
!"#!!
! ""$
% "#!!
& ' "#!! "() ""$
(
! "#$%&'(!))%
% &( ( % *+% % *+% (!))%
%&% &( !))% ),- .% #/ 0((
0( &( !))% $ % %((
% +% ## % % +% "
!" #
$% $&''
(
)
*
#
$+ $,''
-
.#
#
/ .
0
* 1 &2'% 3&$4
! "#$%% %% &#'() *
&% + ! "#$%% ! *
'() ! "#$%% (%%
&%! "#$%% , %( !&-!( *
-! "#* &( $.$%%
& + "#$%% #
' ') !*!' ' ') -
!"# $
%
&
!'# # !(#()#
!!
" # !$%!&$$%
& ' % % (!
)&!!
* !+ %!$,!&$$%
!&$$%
%
!&$$%
% & !!
+ -% !&$$%
. & !!
//!$.!&$$%
! & !&$$%
!!
! # %!&$$%
# !$% # !$%!!
!!$% 0 1
„Mamma, nú er ég
búin að missa besta
vininn minn, hann afa.“
Þetta voru fyrstu viðbrögðin hjá
Sindra þegar ég sagði honum að afi
væri dáinn, en pabbi var ekki bara
afi Sindra heldur líka besti vinur
sem hægt var að hugsa sér þó að 65
ár hafi verið á milli þeirra. Þeir
brölluðu ýmislegt saman. Þeir voru
KRISTINN BERG-
MANN LÁRUSSON
✝ Kristinn Berg-mann Lárusson
fæddist á Flögu í
Vatnsdal fimmtu-
daginn 15. septem-
ber 1927. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi mánudag-
inn 24. júní síðastlið-
inn og var útför hans
gerð frá Safnaðar-
heimilinu í Sand-
gerði 29. júní.
t.d. duglegir að fara
saman í göngutúra og
oftar en ekki var farið á
bryggjuna og í fjöruna.
Þar var skrifað í sand-
inn, skoðaðir kuðung-
ar, skeljar, krabbar og
margt annað sem hafði
rekið upp í fjöru. Alltaf
var hægt að finna eitt-
hvað áhugavert sem
var síðan farið með
heim í nánari skoðun.
Bílskúrinn hans afa var
þó aðal-leikvöllurinn,
þar gátu þeir dundað
við eitt og annað kvöld
eftir kvöld.
Eins og börnum eru einum lagið
geta þau spurt endalausra spurn-
inga sem erfitt er að svara þannig að
ungt barn skilji. Oft stóð á svari frá
mér, en Sindri var fljótur að redda
málunum, ég fer bara til afa, hann
veit þetta örugglega því það var fátt
sem afi vissi ekki svarið við. Þeir
spjölluðu mikið saman um gamla
tímann þar sem pabbi sagði honum
sögur frá æskuárunum í Kálfsham-
arsvík, veiðiferðum á trillunni sinni
og margt fleira.
Pabbi var vanur að koma yfir til
okkar á laugardags- og sunnudags-
morgnum. Þá laumaði hann súkku-
laðimola undir sængina í lófann á
Sindra og síðan horfðu þeir saman á
teiknimyndir í sjónvarpinu.Alltaf
var pabbi glaður ef vel gekk hjá
Sindra. Hann fylgdist vel með skóla-
göngu hans og hvatti hann áfram
þegar allt virtist komið í hnút. Sindri
er ákveðin í að reyna sitt besta fyrir
afa sinn og ömmu. Já svona var afi
alltaf vakin og sofinn yfir drengnum
sínum, en það var fátt sem hann vildi
ekki fyrir hann gera. Nú er afi fal-
legur engill hjá Guði og söknum við
hans mikið.
Elsku mamma mín og amma,
missirinn er mikill hjá þér. Þið pabbi
voruð búinn að eiga 50 ár saman.
Guð veri með þér. Við elskum þig.
Hjördís og Sindri.
Elsku góði afi okkar. Í dag, 15.
september, hefðir þú orðið 75 ára.
Ekki áttum við von á því þegar við
kvöddum þig 11. júní síðastliðinn
þegar við fórum í frí til Spánar að
þetta væri í síðasta sinn sem við
myndum sjá þig.
Þegar við komum aftur úr fríinu
var enginn afi til að taka á móti okk-
ur, faðma okkur og kyssa á kinnina.
Við munum eftir því hvað þú varst
alltaf glaður þegar við komum í
heimsókn.
Við gleymum aldrei stundunum
með þér í bílskúrnum og þegar þú
komst heim úr vinnunni í hádeginu,
fékkst þér að borða, fórst svo inn í
sjónvarpsherbergi, last Moggann og
steinsofnaðir svo.
Við elskum þig og munum alltaf
muna eftir þér og þú verður alltaf
stór hluti í lífi okkar.
Þín barnabörn
Snæfríður, Hlynur Orri
og Hafþór Ingi.
✝ Gísli KristjánLíndal Karlsson
fæddist í Reykjavík
3. apríl 1929. Hann
andaðist á Landspít-
alanum í Fossvogi 7.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Karl Gíslason
verkamaður, f. 15.
júlí 1897, d. 26. apríl
1975, og Guðríður
Lilja Sumarrós Krist-
jánsdóttir, f. 20. júní
1903, d. 23. sept.
1952. Systkini Gísla
eru: Petrea Kristín
Líndal, f. 1925, Gísli Líndal, f.
1926 d. 1927, Sesselja Jóna Líndal,
f. 1927, Guðmundur Ragnar Lín-
dal, f. 1930, Matthildur Líndal, f.
1931, d. 2001, Sigurlaug Ragn-
hildur Líndal, f. 1932, Lilja, f.
1934, dó nýfædd, og Karl Emil
Líndal, f. 1937, d. 1939.
Hinn 22. mars 1952 kvæntist
Gísli Guðmundu Sigríði Eiríks-
dóttur frá Eyrarbakka, f. 3. sept.
1929. Foreldrar hennar voru Ei-
ríkur Kristjánsson, f. 11. mars
1889, d. 16. júní 1949, og Sigríður
Guðmundsdóttir, f. 23. júlí 1903,
d. 30. mars 1959. Börn Gísla og
Guðmundu eru: 1) Karl, f. 20. júní
1950, maki Sigur-
björg Sigurbjörns-
dóttir, f. 26. júlí
1951, og eiga þau
þrjár dætur og þrjú
barnabörn. 2) Eirík-
ur, f. 9. júlí 1954, d.
2. júlí 1956. 3) Sig-
ríður, f. 16. apríl
1957, maki Stefán
Örn Magnússon, f. 8.
desember 1944, og
eiga þau tvo syni. 4)
Súsanna, f. 12. ágúst
1962, maki Einar
Gunnarsson, f. 17.
janúar 1957, og eiga
þau tvær dætur.
Gísli var á sjó fram til ársins
1956 er hann hóf störf hjá Olíufé-
laginu hf., fyrst í Örfirisey og síð-
an á Gelgjutanga. Hann hætti
störfum árið 1998 vegna aldurs.
Gísli og Guðmunda bjuggu sín
fyrstu búskaparár á Seltjarnar-
nesi, fyrst á Minnibakka og síðan
á Eiði II en fluttu síðan á Njáls-
götu 20. Þar bjuggu þau í hartnær
þrjá áratugi eða þangað til þau
fluttust í Kópavog.
Útför Gísla fer fram frá Hjalla-
kirkju á morgun, mánudaginn 16.
september, og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Okkur langar að minnast elsku afa
okkar. Þó að afi hafi verið lasinn
ínokkurn tíma bjóst enginn við því að
hann færi svona snöggt.
Afi sat aldrei auðum höndum.
Hann átti mörg áhugamál. Fyrir ut-
an að safna pennum voru það við-
gerðir og lagfæringar ýmiss konar
sem áttu hug hans allan. Afi var
mjög stoltur af bílskúrnum sínum
enda var þar allt í röð og reglu og
aldrei sást rykkorn á neinu. Hvort
sem við vorum með bilað hjól,
dúkkuvagn eða tjald, svo fátt eitt sé
nefnt, þá lagaði afi það því hann var
mjög handlaginn.
Það eru margar minningar sem
koma upp í hugann. Allir sunnudags-
bíltúrarnir niður á höfn með ömmu
og afa að skoða skipin með ís og til-
heyrandi og því fylgdi líka bílferð út í
Örfirisey en þar fengum við að taka í
stýrið þótt við værum ekki há í loft-
inu. Ferðalögin á „vaskabílnum“ og
svo auðvitað veiðiferðirnar sem þeir
nafnar fóru saman í Veiðivötn sem
eru ógleymanlegar. Svo mátti alltaf
stíla inn á það að hitta ömmu og afa í
Kolaportinu um helgar. Ef eitthvert
okkar fór þangað voru þau þar og afi
að kaupa penna í safnið sitt.
Svo má ekki gleyma „nammi“-
skápnum hans afa, þar vantaði sko
ekki á birgðirnar. Afi var mikil
barnagæla og hvort sem börnin voru
skyld honum eður ei löðuðust þau að
honum enda var hann mjög rólegur
og þægilegur en stríðinn.
Elsku afi, við eigum eftir að sakna
þín, þú gafst okkur mikið og varst
svo blíður og góður, við þökkum Guði
fyrir að hafa fengið þig sem afa og
við munum varðveita minningarnar
um þig og geyma þær í hjarta okkar.
Elsku amma, megi góður Guð
styrkja þig í sorginni.
Stundin líður tíminn tekur
toll af öllu hér.
Sviplegt brotthvarf söknuð vekur,
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri,
vermir ætíð mig
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
Þú varst ljós á villuvegi,
viti á minni leið,
þú varst skin á dökkum degi
dagleið þín var greið.
Þú barst tryggð í traustri hendi,
tárin straukst af kinn,
þér ég mínar þakkir sendi,
þú varst afi minn.
(Hákon Aðalsteinsson.)
Megi góður Guð geyma þig, elsku
afi, við elskum þig.
Þín barnabörn
Sigríður, Heiðrún, Gísli,
Unnur, Erna, Jónína
og Arnar Þór.
GÍSLI KRISTJÁN
LÍNDAL KARLSSON