Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 17
stjórnarstíl ríkisstjórnar Vladimírs Meciars. Það var hann fremur en nokkur annar sem stóð fyrir því að sambandsríki Tékka og Slóvaka var leyst upp og Slóvakíska lýðveldið var stofnað í ársbyrjun 1993. Þjóð- aratkvæðagreiðsla um upplausn Tékkóslóvakíu var aldrei haldin, enda sýndu skoðanakannanir að meirihluti hefði ekki fengizt fyrir henni. En Meciar fékk vilja sínum fram- gengt í þessu máli sem öðrum, svo lengi sem hann hélt völdum. Meciar var nær óslitið forsætisráðherra Slóvakíu frá 1992 til 1998. Á þessu tímabili voru hin fyrrum ríkisreknu fyrirtæki landsins einkavædd, og var þar að mestu um lítt dulda einkavinavæðingu forsætisráð- herrans að ræða. Stjórn hans fylgdi óbilgjarnri þjóðernisstefnu, einkum gagnvart ungverska minnihlutanum í landinu. Hámarki náði neikvæður orðstír Meciar-stjórnarinnar út á við er slóvakískir leyniþjónustu- menn rændu syni forseta landsins og fluttu hann til Austurríkis, í þeim tilgangi að koma höggi á for- setann, sem var pólitískur keppi- nautur forsætisráðherrans. Og þótt slóvakíska stjórnin í valdatíð Meci- ars hafi allan tímann haldið form- lega í markmiðin um að fá aðild bæði að NATO og Evrópusamband- inu, nutu í hinum slavnesk-þjóðern- issinnuðu herbúðum hans and-vest- rænar hugmyndir og viðleitni til nánari tengsla í austurátt, við Rússland, leynt og ljóst útbreidds fylgis og lýsti það sér m.a. í samn- ingum við Rússa um hergagnakaup. Haustið 1998, sama ár og form- legar aðildarviðræður voru teknar upp við „fyrstu-lotu-hópinn“, urðu mikil umskipti er Meciar og banda- menn hans töpuðu meirihlutanum á þingi og við tók margra flokka sam- steypustjórn undir forystu Mikulas Dzurinda, sem setti á oddinn að ná landinu út úr þeim „skammarkrók“ sem forveri hans hafði stýrt landinu inn í. Nýja stjórnin einsetti sér að hrinda í framkvæmd róttækri um- bótaáætlun með það fyrir augum að „hlaupa uppi“ grannríkin sem höfðu þegar hér var komið sögu dágott forskot hvað varðar efnahagsþróun og aðlögun að vestrænum sam- starfsstofnunum. Þessi viðleitni nýju stjórnarinnar var „verðlaun- uð“ með því að leiðtogar ESB ákváðu á fundi í Helsinki í desem- ber 1999 að Slóvakía fengi ásamt Rúmeníu, Búlgaríu, Lettlandi og Litháen – þeim austur-evrópsku umsóknarlöndum sem ekki komust í „fyrstu-lotu-hópinn“ – að hefja viðræður um aðild að ESB. Þá von- ast stjórnin ennfremur til að á næsta leiðtogafundi NATO í Prag í nóvember nk. uppskeri hún laun fyrir markvissa viðleitni til að upp- fylla aðildarskilyrði Atlantshafs- bandalagsins og verði boðin inn- ganga. Tíðindaríkt haust Haustið verður m.ö.o. mjög spennandi í slóvakískum stjórnmál- um. Á síðustu misserum sýndu skoðanakannanir ítrekað að Meciar væri langvinsælasti stjórnmálamað- ur landsins og flokkur hans, HZDS, naut mests fylgis. Um 28% lýstu stuðningi við hann í vor, sem var tvöfalt meira fylgi en næststærsti flokkurinn hafði. Nú á síðustu vik- unum fyrir kosningarnar, sem fram fara um næstu helgi, hefur þetta hins vegar breytzt; fylgið við HZDS er komið niður í um 18%. Klofningur í flokknum og ný hneykslismál, þar sem kostnaðar- samar breytingar á heimili Meciars koma m.a. við sögu, hafa valdið fylgishruninu, í bland við árangurs- ríka kosningabaráttu nýs flokks undir forystu vinstrimannsins Ro- berts Fico. Hann mælist nú einnig með 18% fylgi. Sársaukafullar afleiðingar hinnar róttæku umbótaáætlunar núver- andi ríkisstjórnar – svo sem aukið atvinnuleysi – og samstarfsörðug- leikar í hinu sundurleita stjórnarliði hafa leitt til sídalandi vinsælda stjórnarinnar. Spurningin er: verð- ur hægt að mynda starfhæfa stjórn eftir kosningarnar, sem hinn um- deildi Meciar á ekki aðild að, eins og forseti lýðveldisins, Rudolf Schuster, hefur opinberlega heitið að leggja sig fram um að reyna? Verður úti um vonir Slóvaka um að fá aðild að NATO og um að ljúka aðildarsamningum við ESB í lok ársins, ef kjósendur ryðja Meciar aftur leið í forsætisráðherrastólinn? Reyndar hefur kosningabaráttan tekið aðra stefnu á lokasprettinum fyrir kosningarnar. Virðist nú sem áðurnefndur Fico ætli að verða lík- legt forsætisráðherraefni, en hann nýtur mikils persónufylgis meðal kjósenda og aðrir flokkar, sem ekki myndu vilja mynda stjórn með Meciar, þætti það koma til greina með Fico. Þriðji maðurinn sem ger- ir sér vonir um að geta gert tilkall til að leiða ríkisstjórn er Pavol Rusko, umdeildur eigandi einka- reknu sjónvarpsstöðvarinnar TV Markiza og hluthafi í nokkrum dag- blöðum og fleiri fjölmiðlum. Á málfundi í Berlín í júlí sl. lýsti Meciar efasemdum um lýðræðislegt lögmæti þess, að erlendir aðilar eins og Evrópusambandið hefðu í hótunum við kjósendur í heimalandi sínu: kjósi þeir „rangan“ mann til forystu ættu þeir á hættu að vera meinuð innganga í félagsskapinn. Lagði hann áherzlu á að ný rík- isstjórn undir sinni forystu myndi fylgja markmiðinu bæði um ESB- og NATO-aðild eftir af einurð. Á öðrum fundi í Berlín í sumar, þar sem greinarhöfundi gafst færi á að leggja spurningu fyrir slóvak- íska forsætisráðherrann Mikulas Dzurinda, sagði hann spurður um horfurnar: „Ég sé ekkert í veginum fyrir því að við getum lokið aðild- arviðræðunum við ESB fyrir lok þessa árs. Enginn Meciar mun geta gert þennan árangur að engu. Með- al fólksins í landinu er sterk krafa um óslitnar áherzlur í Evrópu- stefnu landsins. Það þýðir í mínum huga, að sjá þarf til þess að landið fái stjórn, sem er fær um að hrinda því í framkvæmd sem aðildin krefst af okkur; það er umbótasinnaða stjórn.“ Sagðist Dzurinda ennfrem- ur aðspurður ekki sjá ástæðu til að óttast að Slóvakía fengi ekki aðild að ESB um leið og Tékkland, en þar sem löndin eru í tollabandalagi og landamærin á milli þeirra yrðu ytri landamæri ESB ef Tékkland fengi inngöngu fyrr, eru hér miklir hagsmunir í húfi fyrir bæði löndin. Auk tollabandalags Tékklands og Slóvakíu eru öll Visegrad-löndin fjögur tengd viðskiptaböndum í gegnum mið-evrópska fríverzlunar- samninginn CEFTA. Þótt sá samn- ingur hafi fram til þessa ekki haft mikið að segja (í samanburði við tvíhliða viðskipti landanna hvers fyrir sig við ESB) standa vonir til að hann eigi eftir að gegna auknu hlutverki í að stuðla að áfram-  MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 17 Sparaðu á farinu! Sérfargjöld Heimsklúbbsins-Príma á langleiðum spara þér verulega fjárhæð. Á síðustu vikum hefur farseðlasala Heimsklúbbs Ingólfs-Príma meira en tvöfaldast. Það ber vott um traust, en jafnframt góðan árangur í beinum samningum við flugfélög og hótel og ánægju við- skiptavina. Við bjóðum þig velkomin í viðskipti, hvort sem er í einkaferðum, hópferðum félagsstofnana, ráðstefnuferðum eða viðskiptaferðum. Aðeins er flogið með þekktum, viðurkenndum flugfélögum í fremstu röð. Við sjáum einnig um dvöl þína á völdum hótelum á stórlækkuðu verði, móttöku á flug- velli og hvers konar aðstoð, sem þú og ferðafélagar þarfnast. Helstu fargjöld til fjarlægra staða: Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Langt út í heim fyrir lítið? Sjáið einnig heimasíðu: http://www.heimsklubbur.is Gréta Eiríksdóttir, sölustjóri Sigrún Hákonard., sími/sala Ásta Elefsen, sölumaður Ingólfur Guðbrands., forstjóri BORG FARGJALD FLUGV.SK. FLUGKOSTN. ALLS San Fransisco 88.100,- 13.450,- 101.550,- Jóhannesarborg 110.300,- 13.630,- 123.930,- Cape Town 110.300,- 10.920,- 121.220,- Rio de Janeiro 115.100,- 11.970,- 127.070,- Sao Paulo 115.100,- 11.970,- 127.070,- Hanoi 102.600,- 8.910,- 111.510,- Saigon 102.600,- 8.910,- 111.510,- Perth 134.500,- 11.650,- 146.150,- Sydney 134.500,- 12.560,- 147.060,- Melborne 134.500,- 15.470,- 149.970,- Auckland 135.200,- 14.620,- 149.820,- Bangkok 97.250,- 8.910,- 106.160,- Phuket 97.950,- 8.910,- 106.860,- Singapore 97.250,- 10.600,- 107.850,- Jakarta 103.700,- 8.910,- 112.610,- Denpasar 103.700,- 11.620,- 115.320,- Shanghai 97.600,- 11.620,- 109.220,- Peking 97.600,- 11.620,- 109.220,- Tokyo 109.200,- 10.400,- 119.600,- Osaka 109.200,- 10.400,- 119.600,- Manila 102.950,- 8.910,- 111.860,- Hong Kong 97.600,- 9.760,- 107.360,- Fargjöld og flugvallarskattar er miðað við gengi 12.09. 2002. Flogið er um London. Lágmarksdvöl er 7 dagar, hámark 1 mánuður. Sölufólk:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.