Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 25 w w w. i n t e r c o i f f u r e . i s Brósi, Caracter, Carmen, Cleo, Dúddi, Elegans, Hár- og snyrt ing, Hárný, Hársaga, Höfuðlausnir, Jói og félagar, Medulla, Möggurnar, Salon Veh, Perma. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú einstakt tæki- færi til að kynnast tveimur fegurstu borgum mið-Evrópu í einni ferð. Borga þar sem menning, listir og tón- list eru í hávegum höfð. Beint flug Heimsferða til Budapest frá Íslandi þann 14. október þar sem fararstjóri Heimsferða tekur á móti hópnum. Ekið beint til Vínar þar sem dvalið er í 3 nætur. Á 4 degi er ekið til Buda- pest þar sem dvalið er í 4 nætur. Beint flug til Íslands. Aðeins 30 sæti Verð kr. 79.950 á mann í tvíbýli. Verð kr. 91.900 á mann í einbýli. Innifalið: Flug, gisting með morgun- verðarhlaðborði, akstur til og frá flug- velli erlendis og á milli áfangastaða, far- arstjórn, flugvallarskattur og gjöld. Ekki innifalið: Skoðunarferðir og að- gangseyrir á tónleika, siglingar og söfn. Ferðatilhögun: 14. okt. Flogið til Budapest, komutími kl. 20.15. Ekið beint til Vinar, um 3 klst. akst- ur. Gist á góðu hóteli í miðborg Vínar. Vínarborg, fögur og glæsilega borg. Tign- arlegar byggingar borgarinnar láta engan ósnortinn. Höfuðborg Austurríkis, borgar tónlistar og hins keisaralega glæsileika. 14.–17. okt. Dvalið í Vínarborg. Notum tímann til að kynnast þessar fögru borg. Við skoðum sérkennilegt fjölbýlishús hönnuðarins Hundertwasser, Hofburg, höll austurrísku keisaranna, miðbæinn og Stef- ánskirkjuna, sem er tákn borgarinnar, brögðum á hinni frægu Sachertertu og margt fleira kemur við sögu. Bregðum okk- ur á vínartónleika með dásamlegri tónlist og vínarvölsum. Eyðum kvöldstund í skemmtanahverfinu Grinzing svo fátt eitt sé nefnt. 17. okt. Ekið frá Vín til Búdapest, heillandi borgar með magnaða sögu. Glæsilegur arkitektúr, frábær matargerð seiðandi síg- aunatónlist og sígild meistarverk ásamt sér- lega elskulegu viðmóti landsmanna gerir þessa borg einstaka í Evrópu. 17.–21. okt. Dvalið í Búdapest. Gist á góðu 3 * hóteli rétt við miðbæ borgarinnar. Í Búdapest verður boðið uppá kynnisferð um Budapest. Þar sem við kynnumst Budahæð- um með kastalanum og Mattheusarkirkj- unni, Gelert hæð, hetjutorginu og ýmsum glæsibyggingum eins og óperunni, kirkju heilags Stefáns, þinghúsinu og ýmsu öðru í þessari stórkostlegu borg. Vikuferð Vín og Budapest 14. október frá kr. 79.950 Vegna mikils áhuga boða Landsteinar enn á ný til 140 stunda forritunar- námskeiðs í Navision Financials/Attain. Á námskeiðinu öðlast þátttakendur djúpan skilning á virkni og uppbyggingu þessa vinsæla upplýsingakerfis og að námskeiði loknu verða þeir gjarnan umsjónarmenn kerfisins sem eiga auðvelt með að koma auga á möguleika þess og aðstoða samstarfsfólk. Námskeiðið hefst þann 2.október 2002 og því lýkur 11. desember 2002. Kennt verður í húsakynnum Landsteina að Grjóthálsi 5 á mánudögum og miðvikudögum milli kl 18 og 21 og á laugardögum frá kl. 9 til 12. Verð námskeiðsins er 156.000 kr. Nánari upplýsingar er að finna á vef Landsteina www.landsteinar.is. Umsóknir sendist á tölvupóstfangið namskeid@landsteinar.is. Umsóknarfrestur er til 25. september nk. Skapaðu þér tækifæri í atvinnulífinu ! - Nám í hönnun og notkun í Navision Attain Sími 570 7000 Lithimnulestur Með David Calvillo Alla fimmtudaga og föstudaga Lithimnulestur er gömul fræðigrein þar sem upplýsingar um heilsufar og bætiefni eru lesnar úr lithimnu augans. Á fimmtudögum og föstudögum í vetur mun David Calvillo vera með lithimnulestur í Heilsubúðinni, Góð heilsa gulli betri. Uppl. og tímapantanir í s:561-5250. NJÓTTU hvers einasta tóns ... er yfirskrift tónleikanna í Salnum kl. 21 í kvöld, sunnudagskvöld. Það er japanska djasshljómsveitin Japonijazz sem leikur fjölbreytta blöndu af tónlist úr austri og vestri. Salsa og bossa nova bland- ast japanskri danstónlist, þjóð- lögum og popptónlist en grunn- tónninn er þó alltaf úr latino jazz. Hljómsveitin er sett saman af mörgum fremstu djasstónlist- armönnum Japans, sérstaklega til þess að spila á erlendri grund. Það er hljómborðsleikarinn Toru Nakajima sem leiðir hljómsveitina en bakgrunnur hans er í djassi og suður-amerískri tónlist. Sviðs- framkoman er lífleg og saman mynda saxófónn, flauta, trommur, söngur, bassi og gítar upplifun í bland við ýmis skrítin hljóð sem koma úr barka bassaleikarans Takahashi Getao. Aðrir í sveitinni eru Caorinho Fujiwara, söngur og gítar, Miyamoto Dairo, saxófónn og flauta, Ogimi Gen, ásláttur og Takeda Tatsuhiko, trommur. Til Íslands kemur Japonijazz á vegum sendiráðs Japans með liðs- styrk Japan Foundation á tón- leikaferð sinni um Evrópu. Að- gangur að tónleikunum er ókeypis. Japanskir djass- leikarar í Salnum Djasssveitin Japonijazz leikur í Salnum í kvöld. MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi yfirlýsing frá Leik- skáldafélagi Íslands: „Það er sérstakt fagnaðarefni að áherslum í verkefnavali Þjóð- leikhússins hafi nú verið breytt á þann veg, að innlend samtímaleik- ritun fær jafn verðugan sess á verkefnaskránni og raun ber vitni. Þá hefur leikhúsið einnig boðað tímabært átak til að efla nýja leik- ritun og er það afar mikils virði. Nú ber svo við að tveir leiklist- argagnrýnendur hafa brugðist á mjög neikvæðan hátt við þeim mikilsverðu tíðindum sem hér hafa orðið, þeir Stefán Sturla Sig- urjónsson á Rás 2 sunnudaginn 1. september og Jón Viðar Jónsson í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 mánudaginn 2. september. Með því tilfinningalega uppnámi sem einkenndi neikvæð viðbrögð þessara manna við boðaðri vetr- ardagskrá Þjóðleikhússins lítur stjórn Leikskáldafélags Íslands svo á, að þeir hafi gert sig van- hæfa til að fjalla opinberlega um nýja, innlenda leikritun á komandi vetri. Af þessu tilefni er ástæða til að rifja upp afstöðu leiklistargagn- rýnenda fyrri tíma, sem Ásgeir heitinn Hjartarson orðaði svo í hnotskurn árið 1960, í tilefni af tíu ára afmæli Þjóðleikhússins: „Það sem framar öllu hefur hamlað ör- um viðgangi og vexti leikhússins er skortur hæfilegra innlendra viðfangsefna, íslenzkra leikrita – það er löngu viðurkennt af öllum, og raunar óþarft að ræða. Þjóð- leikhús sem verður að sækja allt eða flest til annarra landa er „illa rætt og undarlega sett“ og hlýtur að kafna undir nafni, og fullum þroska ná listamenn sviðsins aldr- ei nema þeir fái að túlka sitt eigið þjóðlíf, lýsa því sem þeir þekkja og skilja betur öðrum.“ Stjórn Leikskáldafélags Íslands óskar Þjóðleikhúsinu til hamingju með vetrardagskrána og hvetur önnur leikhús til að fara að for- dæmi þess, og þá sem geta aukið veg innlendrar leikritunar til að styðja það myndarlega.“ Yfirlýsing um verk- efnaval Þjóðleikhússins TVÆR ungar listakonur, Margrét Hrafnsdóttir söngkona og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari, sem enn stunda framhaldsnám erlendis, héldu tónleika sl. fimmtudagskvöld í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Hér er á ferðinni efnisfólk, sem þó á enn ýmislegt ógert, enda var efnis- skráin eins og söngvarinn væri að leita fyrir sér hvar best væri að hasla sér völl og einnig eins og efnisskráin væri hugsuð til prófs, þar sem tekið var á þremur ólíkum þáttum; tónlist frá barokktímanum, rómantískum söngverkum og nútíma revíu- og dægurtónverkum. Tónleikarnir hófust á aríu Semele úr óratoríunni (ekki óperunni) Se- mele eftir Handel (ekki Händel). Se- mele var dóttir Kadmosar í Þebu og var hjákona Seifs og átti með honum Díonísus. Samskipti þeirra og örlög Semele eru tilgreind hjá Homer en hjá Handel er Semele túlkuð ástsjúk og haldin óþrotlegri löngun til karla. Þessi túlkun Handels vakti mikil við- brögð hjá yfirstéttinni í London á sínum tíma, er fannst sér misboðið. Í aríu Semeke eftir Handel, Le Violette eftir Alessandro Scarlatti og í She never told her love eftir Haydn var raddbeiting söngkonunnar allt önnur er síðar gat að heyra í Frauen- liebe und Leben eftir Schumann, þremur lögum eftir Grieg og tónlesi og aríu Maríu úr Seldu brúðinni eftir Smetana. Af eðlilegum ástæðum breytti svo söngkonan aftur um söngstíl í tveimur Überbrettl-söngv- um eftir Schönberg. Slík stílskipti útheimta mikla þjálfun í raddbeit- ingu en geta verið beggja blands, því mismunur á stíl er ekki síður mis- munur í túlkun en raddbeitingu. Að þessu leyti var söngur Mar- grétar Hrafnsdóttur nokkuð mislit- ur, eins og hún sé ekki enn fyllilega búin að samhæfa hljómgun raddar- innar. Þrátt fyrir þetta var söngur hennar oft fallega mótaður og t.d. í Frauenliebe, í Du Ring an meinem Finger, gat að heyra sérlega innilega túlkun, þótt lagaflokkurinn í heild og reyndar flest viðfangsefnin á tón- leikunum hafi á köflum verið allt of hægt flutt, er rændi flutninginn spennu og jafnaði út í eitt flest við- fangsefnin. Í Überbrettl-söngvunum eftir Schönberg, Galatheu við ljóð eftir Wedekind og Seit ich so viele Weiber sah við ljóð úr leikverki eftir Schik- aneder var söngur og leikur Mar- grétar mjög góður. Hrönn Þráinsdóttir lék á margan hátt mjög vel á píanóið, þótt meiri hraði hefði gefið henni betra tæki- færi til að sýna tækni sína enn frekar en hér gat að heyra. Í heild var flutn- ingurinn oft áferðarfallegur, en ein- um of hægferðugur, og verður því að bíða þess enn að þær stöllur ljúki námi og sýni þá hvað í þeim býr. Hægferðugur flutningur TÓNLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Margrét Hrafnsdóttir og Hrönn Þráins- dóttir fluttu söngverk allt frá barokktím- anum til nútímans. Fimmtudaginn 5. september. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.