Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 36
FRÉTTIR 36 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ OPIÐ HÚS AUSTURBERG 28 Í einkasölu rúmgóð 2ja herb. 74 fm íbúð á 3. hæð með sér- inngangi af svölum. Nýlegt parket á öllum gólfum, eldhús með góðri innréttingu, s-svalir úr stofu, baðherbergi allt end- urnýjað. Hús og sameign í mjög góðu standi. Stutt í alla þjónustu. Eign sem vert er að skoða. V. 8,9 m. Sylvía tekur vel á móti ykkur í dag milli kl. 14 og 16. SELJENDUR FASTEIGNA ATHUGIÐ Okkur vantar allar tegundir eigna á skrá - mikil sala framundan. Fyrir ákveðna aðila vantar okkur t.d.:  3ja herbergja íbúð í lyftublokk.  Nýlegt einbýli í Kópavogi.  Sérhæð í grónu hverfi (104-108).  2ja herbergja íbúðir í öllum hverfum borgarinnar.  Raðhús í Garðabæ, Kópavogur kemur til greina.  Einbýlishús á Seltjarnarnesi.  3ja herbergja íbúð með bílskúr.  4ra herbergja íbúð í vesturbænum á 1. hæð.  Íbúð fyrir aldraða í Kópavogi, Breiðholti eða Árbæ.  Lítið einbýli í miðbænum.  Raðhús í Mosfellsbæ.  Einbýlishús í Grafarvogi.  Sérbýli vestan Kringlumýrarbrautar. BORGARTÚN 33 - TIL LEIGU Suðurlandsbraut 54, við Faxafen, 108 Reykjavík. Sími 568 2444, fax 568 2446. 1. Um 600 fm gott skrifstofuhúsnæði á 2. hæð. Húsnæðið er tvær einingar, hvor um 300 fm, sem leigjast saman eða sitt í hvoru lagi. Laust 1. okt. nk. 2. Um 300 fm lagerhúsnæði í kjallara með góðri lofthæð. Stórar inn- keyrsludyr. Lyfta upp á hæðir. Leigist í einu lagi. Laust 1. nóv nk. Ingileifur Einarsson löggiltur fasteignasali EINBÝLI  Furugrund - einbýli á einni hæð Mjög vandað um 164 fm einbýlis- hús á mjög góðum stað með innb. 32 fm bílskúr. Húsið skiptist í stórar stofur með góðri lofthæð, um 17 fm sólstofu, tvö rúmgóð herb. (3 skv. teikn)., eldhús og bað, snyrtingu, þvottahús og búr. Stór og falleg lóð til suðurs. Ákv. sala. V. 23,5 m. 2693 Stigahlíð - einbýlishús Vorum að fá í einkasölu eitt af þessum virðulegu og eftirsóttu einbýlishúsum við Stigahlíð. Húsið, sem er á tveimur hæðum, er sam- tals um 310 fm. Innb. bílskúr. Gróinn garður. Nánari lýsing: Á 1. hæð eru m.a. þrjár saml. stofur, eldhús, snyrting, hol o.fl. Einnig þvottahús, geymsla, hitaklefi, búr o.fl. Einnig er forstofuherb. með snyrtingu á 1. hæð. Á efri hæð eru nú þrjú herb. (4 skv. teikn.), fataherb. og tvö baðherb. V. 31,5 m. 1877 Fagraberg Mjög fallegt u.þ.b. 150 fm einbýlishús á frábærum stað við Fagra- berg. Eignin skiptist m.a. í fjögur her- bergi, stofu, borðstofu, snyrtingu og baðherbergi. Sólskáli. Stór hellulögð ver- önd. Verðlaunalóð. V. 17,9 m. 2682 4RA-6 HERB.  Kleppsvegur Björt og snyrtileg 96,5 fm 4ra herbergja íbúð á 3. hæð við Kleppsveg. Eignin skiptist m.a. í eldhús, stofu, þrjú herbergi og baðherbergi. Fataherbergi innaf hjónaherbergi. V. 10,9 m. 2671 Starengi Sérlega glæsileg 4ra her- bergja Mótás-íbúð á 2. hæð (efstu) með sérinngangi í Starengi. Íbúðin skiptist m.a. í þrjú herbergi, stofu, eldhús, bað- herbergi og sérþvottahús í íbúð. Vand- aðar innréttingar. V. 13,9 m. 2685 Frostafold Stórglæsileg fimm her- bergja 120 fm íbúð í fallegu litlu fjórbýlis- húsi við Frostafold. Eignin skiptist m.a. í forstofu, hol, eldhús, borðstofu, stofu, þrjú herbergi og baðherbergi. Sérþvotta- hús í íbúð. Parket og flísar á gólfum. Vandaðar innréttingar. Toppeign. V. 16,7 m. 2654 Álfatún - frábær staðsetning - glæsilegt útsýni Mjög glæsileg sex herbergja 132 fm íbúð á 2. hæð auk 22 fm bílskúrs í litlu fjölbýli (fjórar íbúðir) með frábæru útsýni neðst í Fossvogin- um. Íbúðin skiptist m.a. í eldhús, baðher- bergi, tvær samliggjandi stofur, sjón- varpshol og fjögur herbergi. Nýtt eldhús og nýstandsett bað. Parket á flestum gólfum. Kamína í stofu. Glæsileg eign. V. 17,9 m. 2576 Stigahlíð Falleg 4ra herbergja 106 fm íbúð á 3. hæð á þessum vinsæla stað með fallegu útsýni. Íbúðin skiptist m.a. í tvær samliggjandi rúmgóðar stofur og tvö herbergi, eldhús og nýstandsett bað- herbergi. Laus fljótlega. Kíktu á þessa. V. 11,9 m. 2559 3JA HERB.  Grenimelur 11 Rúmgóð 84,9 fm 3ja herbergja íbúð við Grenimel í tvíbýlis- húsi. Eignin skiptist m.a. í tvö herbergi, stofu, eldhús og baðherbergi. Nýjar skólplagnir. Sérþvottahús. Laus strax. V. 10,5 m. 2690 Flyðrugrandi - m. suðursvöl- um Erum með í einkasölu fallega og bjarta u.þ.b. 71 fm íbúð á 3. hæð (2. hæð frá götu) í vinsælu fjölbýli. Íbúðin er með parketi og góðum innréttingum. Stórar suðursvalir. Húsið er nýlega við- gert og er sameign í góðu ástandi, m.a. gufubað. V. 11,2 m. 2687 Grensásvegur Góð 3ja herb. 77 fm íbúð á 3. hæð í góðu húsi. Íbúðin skiptist í stofu, 2 herb., eldhús og baðherb. Glæsilegt útsýni til austurs. Í kjallara er sérgeymsla og sameignarþvottahús. V. 10,7 m. 2561 2JA HERB.  Mánagata - laus strax Björt og vel skipulögð 2ja-3ja herb. um 60 fm íbúð á 2. hæð í steinsteyptu þríbýlishúsi í Norðurmýrinni. Eignin skiptist í hol, her- bergi, tvær samliggjandi stofur, eldhús og baðherbergi. Gegnheilt parket og svalir. Góð íbúð á góðum stað. V. 9,2 m. 2683 Gyðufell - hús í toppstandi Erum með í einkasölu fallega og bjarta u.þ.b. 67 fm íbúð á 2. hæð í mjög góðu fjölbýli. Góðar suðursvalir. Íbúðin er öll mjög snyrtileg og vel umgengin. Getur losnað fljótlega. V. 7,95 m. 2691 ATVINNUHÚSNÆÐI  Smiðjuvegur - 400 fm iðnað- arhúsnæði Vorum að fá til leigu vandað 400 fm iðnaðarhúsnæði með góðri lofthæð, innkeyrsludyrum og fínni lofthæð. Húsnæðið er laust nú þegar. Gott útipláss. 2688 Til leigu - Tryggvagata - götuhæð - Hafnarhvoli Höfum verið beðnir um að sjá um útleigu á þessari fallegu götuhæð í Hafnarhvoli við Tryggvagötu. Um er að ræða vandaða u.þ.b. 387 fm hæð sem í dag hýsir Kauphöll Íslands. Húsið er í góðu ástandi og hefur allt verið endurnýjað að utan. Á hæðinni er loftræsting, loftkælt tölvuherbergi með lagnagólfi fyrir tölvu- lagnir og eldtraust geymsla með stórum peningaskáp. Húsnæðið hentar vel hvers kyns starfsemi og gefur staðsetn- ing mikla möguleika vegna framtíðar skipulagningar hafnarsvæðisins. 2599 Sérlega vönduð neðri sérhæð auk 2ja herb. ósamþykktrar íbúðar í kjallara í virðulegu steinhúsi við Háteigsveg. Eignin, sem er um 250 fm, skiptist m.a. í anddyri, þrjú herbergi, baðherbergi, snyrtingu, stofu, borðstofu, eldhús, búr og tvennar svalir á hæðinni. Í kjallara fylgir 2ja herb. íbúð auk geymslna, snyrtingar og þvottahúss. Mjög glæsi- leg hæð. Búið er að endurnýja allt rafmagn. Runólfur sýnir íbúðina í dag, sunnudag, milli kl. 15 og 17. V. 25 m. 2491 Háteigsvegur 14 - OPIÐ HÚS ÚRVALS BEITARLAND Til sölu 110 ha úrvals beitarland nálægt Reykjavík. Landið er sérlega gott beit- arland fyrir hesta og er það allt grasi gróið og steinalaust. Nánari upplýsingar veitir Óskar í síma 898 2590. V. 6,5 m. 1964 HELGA Þorsteinsdóttir gleymir ekki laugardeginum 7. september í bráð, en þá gerði hún sér lítið fyrir og veiddi sinn fyrsta lax. Hann var ekki af verri endanum, 13 punda hængur, sem var byrjaður að þynnast og dökkna. Hann hefur ugglaust verið ein 15-16 pund nýr í sumarbyrjun. Helga var að veiðum með eigin- manni sínum, Benedikt Ragnarssyni, umsjónarmanni Miðfjarðarár, og þrautreyndum veiðimanni til fjölda ára. Benedikt sagði að laxinn hefði tekið svarta Snældu túpuflugu, tommulanga, í Grjóthyl. „Þetta var mjög neðarlega í hylnum, á milli 4. og 5. staurs, og þetta var 700. lax sum- arsins úr Miðfjarðará og þverám hennar, sem er mikil bót frá fyrra sumri. Það er mikill lax í ánni og það eru komnir um 715 til 720 laxar á land,“ sagði Benedikt er rætt var við hann í gærdag. Veiði í ánni lýkur í dag, sunnudag. Ýmsir molar ... Enn hefur verið mok í Hofsá og í vikulokin var áin komin með yfir 1.800 laxa og tvö síðustu þriggja daga hollin voru með um 80 laxa hvort um sig, sem er fádæma veiði svo seint á vertíð. Áin nær þó ekki meti í ár, því hún hefur losað 2.000 laxa áður og ekki vinnst tími þetta árið þótt nóg sé af fiski til þess arna. Selá er komin í met, hafði einu sinni rétt lekið yfir 1.500 en var í vikulokin komin í rúmlega 1.580 laxa. Veiðin í Rangánum hefur hins veg- ar bara versnað ef eitthvað er, Eystri Rangá komin með eitthvað nálægt 900 löxum og Ytri Rangá talsvert minna eða tæpa 700. Það hefur bara verið reytingur síðustu daga og lítið af nýjum fiski. Morgunblaðið/Gísli E.Hrafnsson Helga Þorsteinsdóttir með maríulaxinn, 13 punda. 13 punda maríulax ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is LANDSSÍMI Íslands og Háskóli Ís- lands hlutu nýverið styrk frá Evr- ópusambandinu vegna þátttöku sinnar í fjölþjóðlegu verkefni, sem kallað er ELENA. Samkvæmt fréttatilkynningu Símans nemur styrkurinn tæpum 17 milljónum króna. „ELENA hefur það að markmiði að setja upp þróað umhverfi til náms, byggt á nýjustu upplýsinga- og fjarskiptatækni og sýna fram á að með slíku umhverfi er hægt að ná umtalsverðri hagræðingu við nám,“ segir í fréttatilkynningu Símans. Umrætt verkefni er unnið í sam- vinnu við ellefu aðila sem starfa hjá hátækni- og rannsóknarfyrirtækjum sem og háskólum í Austurríki, Þýskalandi, Grikklandi, Slóveníu sem og á Spáni. Verkefnið hófst hinn 1. september sl. og mun Sigrún Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Símanum, hafa yfirumsjón með þætti Íslendinga í verkefninu. Síminn og HÍ fá styrk frá ESB ÍSLANDSPÓSTUR ákvað nýlega að færa Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra (SLF) peningagjöf að upp- hæð 600.000 í tilefni af 50 ára afmæli félagsins. Gjöfin er framlag í ný- stofnaðan sjóð sem er ætlað að fjár- magna margvísleg verkefni í þágu fatlaðra barna og ungmenna. Sjóðurinn mun efla þá starfsemi sem fyrir er á vegum SLF. Félagið rekur nú endurhæfingarstöð á Háa- leitisbraut í Reykjavík og dvalar- heimili fyrir fötluð börn í Mosfells- dal. Starfsemi félagsins byggist að nokkru leyti á opinberum framlög- um en sjálfsaflafé stendur undir verulegum hluta hennar. Íslandspóstur styrkir fötluð börn ÁHUGAHÓPUR um heilkenni Sjö- grens hefur gefið út bækling um Heilkenni Sjögrens í samstarfi við Gigtarfélag Íslands og dr. Björn Guðbjörnsson dósent í gigtarrann- sóknum. Bæklingnum verður dreift á allar heilsugæslustöðvar, sjúkra- hús, apótek og víðar. Þetta er fyrsti bæklingurinn sem er gefinn út og er vinnsla hafin á öðr- um ýtarlegri sem Gigtarfélag Ís- lands mun gefa út. Samkvæmt ný- legum rannsóknum við Rannsóknar- stofuna í gigtarsjúkdómum við Landspítala – háskólasjúkrahús er algengi heilkennis Sjögrens u.þ.b. 0,3% meðal miðaldra Íslendinga. Heilkenni Sjögrens er því annar al- gengasti bólgusjúkdómurinn á eftir iktsýki, en um 1% landsmanna hafa iktsýki, segir í fréttatilkynningu. Rit um heilkenni Sjögrens komið út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.