Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 15 Toyota Landcruser 100, bensín, nýsk. 7/2000, ekinn 42 þ., v-rauður, „tems“, lúga, leður, ssk., steríó-kerfi, einn m. öllu. Verð 5.590.000, bílalán. Ath. skipti. Dodge Caravan se nýja lagið, árg 2001, ekinn 33 þ., v-rauður, ssk., 7 manna. Verð 2.950.000, bílalán. Ath skipti. Til sýnis og sölu hjá Nýju Bílahöllinni eða hjá Sölumönnum Ingimar 893 2165 Páll 861 4521 leikstjórans. Þetta er ég búinn að læra í leikhúsinu. Ég treysti líka Baltasar fullkomlega til að taka við verkefninu og færa söguna yfir á hvíta tjaldið.“ Hittir þú fyrir þann Baltasar sem þú hélst að þú myndir hitta? „Nei, satt að segja kom hann mér talsvert á óvart. Stundum hefur verið látið eins og hann sé einhver gosi. Þvert á móti var ég fljótur að átta mig á því hversu alvarlega þenkjandi hann var fyrir hönd hinn- ar dramatísku listar. Bíómynd virk- ar aðeins ef hún lýsir alvöru fólki og tilfinningu. Ég vona bara að Baltas- ar láti ekki gerviheiminn vestanhafs gleypa sig. Ef einhverjum gengur vel er svo oft troðið á hann fullt af peningum og hann fenginn til að gera eitthvert helvítis rusl. Við eig- um auðvitað að segja alvöru bíósög- ur. Hver er tilgangurinn með því að gera bíómyndir fyrir 280.000 hræður ef við höfum ekkert að segja?“ Nú ertu búinn að sjá Hafið. Ertu ánægður með útkomuna? „Myndin er full af ástríðu og krafti og leik- stjórn miklu betri en ég hef áður séð í íslenskri kvikmynd,“ svarar Ólafur Haukur og forvitnast er um viðtök- urnar fyrir austan á fimmtudaginn. „Norðfirðingar tóku Hafinu af- skaplega vel. Nú eiga þeir frændur mínir og vinir í Neskaupstað að drífa í því að fá fleiri kvikmyndir inn í plássið. Það er gott fyrir lítil sam- félög að fá svona aðkomufugla – hafa gaman af þeim og skamma þá dálítið – og eiga svo part í listaverki.“ Græna landinu skilað inn Ólafur Haukur hefur ekki aðeins verið duglegur að skrifa leikrit fyrir fullorðna. Hann hefur skrifað leikrit, bækur og samið lög fyrir börn og unglinga. En hvernig kemst hann svona auðveldlega inn í hugarheim barnsins. „Tja, ég veit ekki. Ég hlera náttúrulega mín eigin börn og síðan vann ég dálítið á barnaheimili á með- an ég bjó í Kaupmannahöfn. Kannski er ég bara svona barnaleg- ur sjálfur. Fyrstu barnalögin mín samdi ég í tengslum við barnasýn- ingar. Smám saman fór ég að hafa gaman af því að semja einstök barnalög. Barnalögin koma svona meðfram öðru, t.d. þegar ég er að synda eða drekka kaffið mitt á morgnana. Ég kann vel við þennan naiv-isma þótt oft geti verið erfitt að gera mjög einfalda hluti. Eins og lög sem maður heyrir og finnst eins og maður hafi heyrt áður. Þannig eru til dæmis sumar melódíur Mozarts og bestu lög Bítlanna.“ Nú vilja börnin örugglega vita hvort von er á nýjum diski fyrir jólin. „Ég er búinn að safna saman efni á eins konar fjöl- skyldudisk. Enn er ekki ljóst hvort hægt verður að gefa hann út fyrir næstu jól eða hvort hann verður að bíða eitthvað,“ segir Ólafur Haukur og er spurður að því hvort fleiri verka hans komi fyrir almennings- sjónir á næstunni. „Ég veit ekki hvað skal segja. Ég er búinn að skrifa kvikmyndahandrit upp úr Gauragangi og fer væntanlega að þreifa fyrir mér í tengslum við fram- haldið á næstunni. Ekki er heldur langt um liðið frá því að ég skilaði inn nýju leikriti í Þjóðleikhúsinu. Leikritið heitir Græna landið og er sérstaklega skrifað fyrir tvo leikara Þjóðleikhússins, Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörgu Kjeld.“ Ólafur Haukur segir erfitt að meta stöðu íslenskrar leikritunar í stærra samhengi. „Leikritun er oft- ast mjög staðbundin. Einhver saga getur verið nauðsynleg á einum stað þótt hún eigi ekki endilega erindi lengra. Sumar sögur eiga þó erindi út fyrir landsteinana og vekja spurn- inguna um hvað sé gert til að mark- aðssetja íslensk leikrit í útlöndum. Svarið er einfalt – ekkert. Enginn vinnur við markaðssetningu ís- lenskra leikrita í útlöndum. Höfund- arnir ráða ekki við vinnuna við að þýða og markaðssetja verkin og af- leiðingin er sú að bestu leikritin fara ekkert endilega á flot erlendis. Þó að við séum kannski ekki að tala um nema tvö leikrit á ári væri full ástæða til að setja einhvern í að markaðssetja verkin. Mér finnst erfitt að meta stöðuna inn á við. Fá leikrit verða fullburða hér á landi á hverju ári. Eitt af hlut- verkum leikhúsanna er náttúrulega að kalla eftir leikritaskáldum og sjá til þess að haldið verði áfram að skapa íslensk leikrit. Íslensk leikrit- un hlýtur að vera eldsneyti íslensku leikhúsanna og auðvitað þýðir ekki að keyra lengi á tómum tankinum. Ef íslensk leikritun líður undir lok er kannski spurning hvort ástæða sé til að veita svona mikið fé til leikhús- anna. Annars sýnist mér að bæði Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið séu með átak í gangi í því skyni að fá fleiri íslensk leikrit til sýningar. Staðreyndin er að íslensku verkin hafa gengið alveg þokkalega í leik- húsunum. Íslendingar hafa meiri áhuga á innlendri leikritun en fólk víðast hvar annars staðar í heimin- um. En það er bara dálítið erfitt að skrifa gott leikrit. Ef litið er yfir sög- una standa kannski ekki svo mörg leikrit upp úr,“ segir Ólafur Haukur og er nú farinn að ókyrrast í sætinu. Ein af síðustu æfingunum á Viktoríu og Georg er að hefjast og tími til kominn að stökkva aftur upp í jepp- ann og halda niður á Lindargötu. Íslensk leikritun hlýtur að vera eldsneyti íslensku leikhúsanna og auðvitað þýðir ekki að keyra lengi á tómum tankinum. ago@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.