Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 33 Elsku kæra vina. Mig langar að kveðja þig með nokkrum lín- um því alltaf verður auður sá tími sem ég dvaldi er ég kom til Reykjavíkur frá árinu 1996 og til ársins 2001. Fimmtudagskvöldið 8. ágúst hringir móðir mín í mig og spyr mig hvort ég viti að hún Ásgerður hafi verið jarðsett í dag. Mig setti hljóða og sagði nei. Ég hef ekki farið til Reykjavíkur á þessu ári fyrr en núna 13. ágúst, og það var auðvitað búið að ákveða að koma til þín eins og venjulega í suðurferð- um. Ég kynntist þér, elsku Ásgerður mín, þegar við vorum sem lengst samtíða á Reykjalundi 1996, þar ÁSGERÐUR JÓNA ANNELSDÓTTIR ✝ Ásgerður JónaAnnelsdóttir fæddist í Einarslóni á Snæfellsnesi 8. október 1928. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni föstudaginn 26. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 8. ágúst. áttum við yndislegar stundir saman, þó sér- staklega um helgar því hvorug okkar fór til síns heima. Margt var spjallað bæði í gamni og alvöru. Við vorum í símasambandi í fimm og hálft ár, því vinum eins og þér er ekki hægt að gleyma. Einu af okkar uppá- haldslögum sem við sungum oft saman, langar mig að enda þetta með. Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur, og fagrar vonir tengir líf mitt við. Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég hjá. Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á? Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. (Valdimar Hólm Hallstað.) Ég trúi að við eigum eftir að hittast síðar og eiga þar góðar stundir saman. Hvíl þú í friði. Þín vinkona Sigurlaug (Silla.) MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR ✝ Margrét Péturs-dóttir frá Varmadal í Vest- mannaeyjum fædd- ist í Vallanesi á Héraði 3. maí 1911. Hún lést í Heil- brigðisstofnun Vest- mannaeyja 24. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Landa- kirkju í Vestmanna- eyjum 30. ágúst. Elsku langamma. Það er sárt að hugsa til þess að nú kveðjum við þig í síðasta sinn. Þegar við heimsótt- um þig á spítalann viss- um við að komið var að kveðjustund. Þú varst alltaf svo dugleg og góð langamma sem tókst á móti okkur með brosi þegar við heimsóttum þig en það verður víst ekki oftar. Við munum alltaf geyma minn- inguna um þig og okkar stundir í hugum okkar. Með þessum fáu orðum kveðjum við þig þótt sárt sé. Hvíldu í friði, elsku langamma okkar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Björg, Óskar Pétur og Stefán Örn. Elsku amma mín, mín hinsta kveðja til þín. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þín nafna Margrét Pétursdóttir. UNNUR SÍMONAR séð. Hún tók mig inn í sitt líf, opnum örmum, og þá strax vissi ég að þessi kona ætti eftir að vera í lífi mínu ævi- langt. Þar sem ég hef búið erlendis mikinn hluta ævinnar hef ég saknað þess að vera ekki nær henni, öll þessi ár. Símtöl okkar brúuðu bilið og alltaf var sem við stæðum hlið við hlið, því hún gaf sér alltaf tíma til að hlusta og hughreysta aðra. Oft áttum við saman góðar og minnisstæðar stundir. Eitt sinn, þegar Unnur heimsótti mig í New York, fórum við saman inn á Man- hattan. Við borðuðum á fínum veit- ingahúsum og gengum og nutum borgarinnar. Hvar sem við fórum átti Unnur heima. Hún naut sín innan um fína hluti og fínt umhverfi og var heimsmanneskja frá náttúr- unnar hendi. Unnur elskaði fjölskyldu sína. Hún var sérlega ástrík móðir og stolt af börnum sínum og barna- börnum. Þau hafa endurgoldið henni í blíðu og stríðu og þá ekki síst hennar elskulegu tengdadætur. Við systkinin frá Hraungerði urðum fyrir því happi að lífsljós hennar veitti birtu í okkar líf. Sár- um söknuði fylgir minning um glæsilega og göfuga konu, sem var mér stoð og stytta frá fyrstu kynn- um. Unnur er mér ekki horfin. Ég mun alltaf sjá hana í sólskini drauma minna. Ingibjörg Sigurðardóttir frá Hraungerði. Unnur Símonar hef- ur verið í fjölskyldu minni frá því að ég man eftir mér. Ég var ung að ár- um, þegar ég hitti hana fyrst. Mér fannst geisla af henni í birtu í allar áttir og hún líktist engum, sem ég hafði áður ✝ Unnur Símonarfæddist í Reykja- vík 5. júlí 1926. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 27. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 4. september. Þegar ég leit þig fyrst augum sast þú í stól þínum á Bjarnastöðum með prjóna í höndum, bók liggjandi við hlið þér og hárið fléttað í tvær langar fléttur. Þú tókst í hönd mína og spurðir: Kannt þú að prjóna? Ég mun aldrei gleyma svipnum á Márusi, fylgjast með þér prjóna, það skein í augum hans aðdáun, ást og umhyggja. Þarna sátum við þrjú í þögn og ég fann fyrir litlu barni vaxa í móð- urkviði. Mér leið vel að sitja í þögn og finna friðinn sem fylgdi þér. Ég man að ég hugsaði hversu blessuð HJÖRTÍNA TÓMASDÓTTIR ✝ Hjörtína Tómas-dóttir fæddist að Bjarnastöðum í Blönduhlíð 25. ágúst 1906. Hún andaðist á Dvalar- heimili aldraðra við Sjúkrahúsið á Sauð- árkróki 26. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Flugumýrar- kirkju í Blönduhlíð 7. september. þú værir að fá að lifa svona lengi og fylgj- ast með börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum vaxa og þroskast. En ég skildi einmanaleika þinn, maður þinn hafði verið tekinn frá þér fyrir mörgum ár- um og það eitt að geta hitt hann að nýju kall- aði til þín. Þú hafðir lifað lífi þínu til fullnustu og beiðst eftir að þú yrð- ir sótt. Þú áttir lang- an og góðan tíma og að lokum komu guðshendur og leyfðu þér að nýju að hitta mann þinn, sem beið þín. En minning þín lifir áfram í hjörtum allra sem þú snarst. Hver getur gleymt hlýju þinni og ást. Ég mun bera með mér mynd af þér í hjarta mér, þangað til minn tími rennur út. Sitjandi í stól þín- um með prjóna, bók og fallega hárið þitt fléttað. Þú varst fögur að sjá og við munum sakna þín. Með ást og söknuði. Særún Gestsdóttir. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóriBlómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Minningarkort Styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l Þ ó rh 1 2 7 0 6 2 „Leiðir skilja, héðan burt skal halda, þús- undfaldar þakkir vil ég gjalda“ – Þannig var gjarna skrifað í Skugg- sjána okkar, veturinn 1965–1966, síðasta vet- urinn okkar saman í Versló. Við vorum bekkjarsystur í Laug- arnesskólanum í tvö ár. Við fórum síðan báðar í Verslunarskólann og sátum saman þrjú síðustu árin mín þar. Þetta voru góð ár og margar skemmtilegar minningar, sem ylja manni þegar árin færast yfir. Maja MARÍA ÁSMUNDSDÓTTIR ✝ María Ásmunds-dóttir fæddist í Reykjavík 19. apríl 1947. Hún lést á heimili sínu 27. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Seljakirkju 5. september. var samviskusöm og var sannur vinur vina sinna. Síðasta veturinn okkar í Versló var hún komin á hvítu Cortin- una sína, ég var aftur á móti búin að eiga mitt fyrsta barn. Þá var gott að búa í sama hverfi og Maja. Hún taldi ekki eftir sér að koma við hjá mér á hverjum morgni á leið í skólann, og aka mér aftur heim að dyrum að loknum skóladegi. Þegar „leiðir skildu“ að lokinni skólagöngu og ég flutti til Vestmannaeyja lofuðum við hvor annarri því að halda sambandinu, hringja eftir fréttum og heimsækja hvor aðra. Þetta stóðum við við fyrstu árin, hittumst af og til og heyrðum hvor í annarri. Þegar heim- ilisbíllinn bilaði var komið við á bíla- verkstæðinu hjá Dadda, manninum hennar. En með árunum minnkaði sambandið, og var aðeins orðið frétt- ir í jólakortum. Sl. haust flutti ég aft- ur til Reykjavíkur. Þá var komið tækifæri að rifja upp kynni við gamla vini. Ég fékk fréttir af veikindum Maju og hafði samband við hana. Það var gaman að hittast og tala saman og segja hvor annarri frá hvað á daga okkar hafði drifið. Við töluðum nokkuð reglulega saman í síma, en það var ljóst að hverju stefndi. En fram á síðasta dag stund- aði Maja vinnu sína af samviskusemi og gaf það henni mikið að geta haldið áfram, þó að margt léti undan, og ekki gat hún sinnt áhugamáli sínu, golfinu, eins og hugurinn stóð til. En það er gott til þess að vita að hún gat kvatt þetta líf á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar, eins og hún hafði þráð að það yrði. Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir liðnu árin. Eftir sitja minningar, sem ylja mér um ókomna tíð. Dadda, Jónu Dís og Óskari Erni, ásamt öðr- um ástvinum, sendum við Sigurður Ingi okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Jóna Andrésdóttir. EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.