Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 30
SKOÐUN 30 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ RAGNHEIÐUR Davíðsdóttir, for- varnafulltrúi Vátrygg- ingafélags Íslands, rit- ar grein í Morgunblaðið þriðju- daginn 3. september. Í grein sinni víkur Ragnheiður að hinum mikla fjölda umferðar- slysa sem orðið hafa á síðustu árum og er vissulega ástæða til umræðu um þau mál og möguleg úrræði til að fækka slysunum. Hins vegar er ástæða til að leiðrétta rang- færslur sem fram koma hjá Ragnheiði m.a. um bíla- kerfi lögreglunnar sem hún telur að valdi því að akstur lögreglubíla hafi minnkað og þar af leiðandi hafi umferðareftirlit dregist sam- an. Reyndar hefur Ragnheiður ætíð haldið þessum röngu fullyrð- ingum á lofti og lögreglumenn löngu hættir að nenna að leiðrétta hana. Staðreyndin er einfaldlega sú að akstur lögreglubifreiða hefur aukist og kærum vegna umferð- arlagabrota hefur fjölgað á und- anförnum árum. Þetta á við um landið allt og sést af súluriti um aukningu á akstri lögreglubifreiða frá árinu 1996 til 2000. Sjá kort um akstur Súluritið sýnir aukningu á akstri lögreglubifreiða frá árinu 1996 til 2000. Ríkislögreglustjóri tók upp nýtt fyrirkomulag á rekstri og innkaup- um lögreglubifreiða hinn 1. janúar 2000. Fyrir þann tíma var það með þeim hætti að dómsmálaráðuneytið keypti bifreiðarnar og afhenti lög- regluembættum sem kostuðu standsetningu og allan rekstur ökutækjanna. Lögreglan í Reykja- vík annaðist innkaup bifreiða fyrir sig. Fyrirkomulagið var meingallað og meðalaldur lögreglubifreiða allt of hár, viðgerðar- kostnaður mikill og ástandi ökutækja ábótavant. Í raun má segja að ökutækja- rekstur lögreglu hafi verið kominn í þrot og nauðsynlegt að grípa til róttækra breytinga. Ríkislögreglustjóri skipaði sérstaka bíla- nefnd sem í sátu fulltrúar frá dóms- málaráðuneyti, ríkis- lögreglustjóranum, lögregluembættum og Landssambandi lög- reglumanna til þess að yfirfara þessi mál og gera tillögur um nýtt fyrirkomu- lag. Hið nýja fyrirkomulag sem tekið var upp frá 1. janúar 2000, eins og fyrr greinir, er í raun sameiginlegt innkaupa- og rekstrarkerfi allra lögregluembætta landsins í stað þess að hvert embætti fyrir sig standi eitt að rekstrinum með þeirri áhættu sem því fylgir. Kerfið byggist á því að innheimt er ann- ars vegar gjald vegna rekstrar sem samsvarar kostnaði við ökutækja- reksturinn og er þá allt innifalið og hins vegar fast gjald til þess að standa undir endurnýjun ökutækj- anna. Í fjárlögum ársins 2000 voru því hækkaðar fjárveitingar til lög- regluembættanna til þess að mæta fasta gjaldinu. Fyrir voru embætt- in með fjárveitingar vegna rekstr- arkostnaðarins. Ekki er hægt að líkja þessu kerfi við hefðbundna bílaleigu því þetta er í raun innan- hússkerfi lögreglunnar sem miðast að því að ná fram hagkvæmni stærðarinnar, skapa samtryggingu með því að deila áföllum og tryggja að lögreglubifreiðar séu endurnýj- aðar með reglulegum hætti frekar en að leggja í óheyrilegan viðhalds- kostnað og sitja uppi með eldgaml- ar bíldruslur, eins og reyndin hafði verið fyrir 1. janúar 2000. Hefur þegar náðst að lækka meðalaldur lögreglubifreiðanna stórlega vegna þessa nýja fyrirkomulags. Þá virk- ar kerfið þannig að sé ökutækjum ekið meira en sem nemur meðaltali á landsvísu lækkar gjald á hvern km í ársuppgjöri enda hlutfalls- legur kostnaður lægri. Fyrirkomu- lagið hvetur því í reynd til aukins aksturs enda markmiðið að nýta ökutækin sem best. Sé hins vegar litið til verðhækk- ana á eldsneyti kemur í ljós eins og allir vita að þær hafa verið mjög miklar frá árinu 1999. Þann kostn- að hafa lögregluembættin borið og hefðu þurft að bera hvort sem nýtt fyrirkomulag var tekið upp varð- andi rekstur lögreglubifreiðanna eður ei. Sjá kort um hækkun eldsneytis Línuritið sýnir hækkanir sem urðu á eldsneyti frá janúar 1999 til maí 2000. Ragnheiður fullyrðir einnig að of fáir lögreglumenn séu að störfum við umferðarlöggæslu. Þetta er rangfærsla og gömul lumma frá henni. Síðustu 10 til 15 árin hefur orðið sú jákvæða þróun innan lög- reglunnar að hinn almenni lög- reglumaður sinnir mun meira um- ferðarlöggæslu samhliða öðrum verkefnum. Þá hefur hraðamæl- ingaratsjám fjölgað verulega og eru orðnar staðalbúnaður í hefð- bundnum eftirlitsbifreiðum. Eftir tilkomu embættis ríkislögreglu- stjóra var tekið upp samræmt sektarkerfi lögreglu á landsvísu sem hefur stórbætt fullnustu sekta vegna umferðarlagabrota og jafn- framt hefur kærum vegna umferð- arlagabrota fjölgað enda er það svo að umferðarlöggæsla er eitt af for- gangsverkefnum lögreglunnar í landinu, eins og sést af töflu um fjölda sektarboða. Súluritið sýnir aukningu sektar- boða frá árinu 1998. Hlutverk lögreglu almennt sam- kvæmt lögreglulögunum er m.a. að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu. Stemma stigu við afbrotum og vinna að uppljóstr- un brota og greiða götu borgar- anna eftir því sem við á. Fjöldi lög- reglumanna og fjárveitingar til hennar eru ekki ótakmarkaðar. Umfang lögboðinna verkefna lög- reglu kallar því á að lögreglan for- gangsraði verkefnum út frá þeim mannafla og fjármunum sem hún hefur yfir að ráða og þeim verk- efnum sem eru fyrirliggjandi hverju sinni. Með því er þó alls ekki verið að segja að ekki þurfi að efla lögregluna en hafa verður í huga að fjárveitingar til löggæslu eru ákveðnar af Alþingi sem sjálft verður að hafa í huga að forgangs- raða þurfi verkefnum þjóðfélagsins því ekki er óendanlegt fjámagn til skiptanna við gerð fjárlaga. Ragnheiður minnist einnig á komur erlendra þjóðhöfðingja og gagnrýnir að þá sé tiltækur nægj- anlegur fjöldi lögreglumanna. Hér verður að hafa í huga að Ísland hefur sem sjálfstætt ríki þjóðrétt- arlegar skuldbindingar sem lög- reglunni ber að virða í störfum sín- um. Enda er það svo að þegar um stærstu heimsóknir er að ræða fást sérstakar fjárveitingar í fjárlögum til þess að mæta slíkum einstökum verkefnum, en þau eru alls óskyld viðvarandi löggæsluverkefnum eins og umferðaröryggismálum. Víða um heiminn hafa menn gripið til aðgerða til þess að fækka umferðarslysum. Hefur verið leitað eftir orsökum þeirra og hvaða að- ferðir geti verið skilvirkastar til þess að fækka þeim. Niðurstaðan er alls staðar áþekk. Þó að öku- hraðinn sem slíkur sé ekki alltaf frumorsök þá veldur mikill hraði því að slysin verða alvarlegri. Því hefur verið lögð höfuðáhersla á að minnka umferðarhraðann og sýnt hefur verið fram á að með því fækkar alvarlegri slysunum. Hér- lendis hafa yfirvöld lögreglumála, dómsmálaráðherra og ríkislög- reglustjóri, látið sig umferðarör- yggismálin varða og hafa stjórn- völd sett sérstakar umferðar- öryggisáætlanir og komið hefur verið á rannsóknarnefnd umferð- arslysa. Við athugun á umferðarslysum á Íslandi síðustu árin má sjá að stærsti hluti alvarlegri slysa verð- ur á þjóðvegum landsins. Því er full þörf á öflugri umferðarlög- gæslu á þjóðvegunum en einnig verður að líta til vegakerfisins sem víða er alls ekki fullnægjandi fyrir 90 km hámarkshraða. Því er ástæða til að spyrja hvort ekki sé kominn tími til að minnka hraða á vegaköflum sem eftir á að laga og eru með mikið af blindhæðum, blindbeygjum og einbreiðum brúm. Að sjálfsögðu þarf svo að fylgja slíkum breytingum eftir með öfl- ugu umferðareftirliti. Reyndar er umferðarlöggæsla mjög arðbær þjóðhagslega vegna þess mikla kostnaðar sem þjóðfélaginu stafar af umferðarslysum til viðbótar þeim mikla harmleik sem slysin valda. Sérstöku umferðareftirliti á þjóðvegum landsins, sem gert var út af lögreglunni í Reykjavík til viðbótar því umferðareftirliti sem staðbundin lögreglulið sinntu, af- lagðist endanlega árið 1995. Eftir tilkomu embættis ríkislögreglu- stjóra sem var stofnað árið 1997 hefur verið komið á fót sérstakri umferðardeild með 7 lögreglu- mönnum til þess að sinna umferð- areftirliti á þjóðvegum landsins í samvinnu við lögregluembættin sem sinna umferðareftirliti hvert á sínu svæði og í samvinnu milli um- dæma. Markmið ríkislögreglustjór- ans er og hefur verið að efla um- ferðarlöggæslu á þjóðvegunum. Nú er það svo að alltaf má gera betur. Til þess að ná sem bestum árangri í fækkun umferðarslysa er mik- ilvægt að saman fari öflugt eftirlit og samhliða áróður. Þá er mik- ilvægt að fullnusta kærumála sé skilvirk og taki sem stystan tíma til þess að viðurlögin hafi sem sterkust áhrif á þann sem brýtur af sér. Ríkislögreglustjórinn og lögreglan í landinu hefur aukið samstarf við fjölmarga aðila á sviði umferðarmála á undanförnum ár- um. Sérstaklega má nefna Vega- gerðina og Umferðarráð og eru all- ir samþykkir því að brýnt sé að leita allra leiða til þess að fækka umferðarslysum. Umræða um vandann og möguleg úrræði verður hins vegar að byggjast á faglegum grunni og staðreyndum en ekki sleggjudómum kveðnum upp af vanþekkingu. FORVARNARFULL- TRÚA VÍS SVARAÐ Jón F. Bjartmarz Umræða um vandann og möguleg úrræði verður að byggjast á faglegum grunni og staðreyndum, segir Jón F. Bjartmarz, en ekki sleggjudómum kveðn- um upp af vanþekkingu. Höfundur er yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjórans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.