Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 41
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 41
Staður Nafn Sími 1 Sími 2
Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542
Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600
Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672
Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054
Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243
Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024
Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965
Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474
Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662
Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381
Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039
Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161
Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350
Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123
Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315
Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370
Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885
Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989
Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131
Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608
Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148
Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758
Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522
Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952
Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343
Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140
Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823
Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683
Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591
Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525
Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711
Höfn Rannveig Á.Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416
Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281
Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 821 3463
Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024
Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818
Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112
Laugarás Jakop Þórðarson 486 8983
Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679
Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173
Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958
Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305
Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230
Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344
Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574
Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797
Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783
Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123
Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674
Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038
Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700
Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136
Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067
Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815
Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141
Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864
Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244
Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 4564936
Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676
Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649
Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131
Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521
Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750
Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135
Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475
Þingeyri Þór Líni Sævarsson 456 8353
Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627
Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249
Dreifing Morgunblaðsins
Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni
Það er erfitt að vera„öðruvísi“, hvort semer í æsku eða síðar. Þvíbörn geta á stundumverið miskunnarlaus,
rétt eins og hinir fullorðnu, sjá
gjarnan veikleikann og bregðast
við með háði og spotti og jafnvel
líkamlegu ofbeldi. Þetta eru ekki
bara englar; í sumum þeirra
leynist púki, sem getur breytt lífi
þess sem fyrir verður í martröð.
Eflaust samt, í mörgum tilvikum,
í algjöru hugsunarleysi, án þess
að fatta það, skilja hvað um er að
vera. En sársaukinn er þó jafn
mikill fyrir einstaklinginn, sem
fyrir barðinu verður.
Nýlegar rannsóknir hafa sýnt,
að um fimm þúsund grunnskóla-
nemendur hér á landi verða fyrir
einelti á hverju ári. Það er ugg-
vænleg tala, en hefur þó eflaust
verið svipuð, hlutfallslega, æði
lengi. Hér áður fyrr áttuðu menn
sig tæpast og ekki á þessu, eða
hinu, í gegnum hvaða táradal
börn og unglingar þurftu að
ganga hvern einasta dag á skóla-
árunum, berandi svo ör vegna
þess á hjarta og sál alla ævi. En
með opnara og upplýstara sam-
félagi nútímans hefur mátt segja
ýmislegt, draga fram í birtuna
margt, sem áður lá í þagnargildi.
Óþægilega hluti. Ljóta. Og nú
þykir sjálfsagt að ræða þetta op-
inskátt og er það vel. Því fátt er
ömurlegra upp á að horfa en börn
og unglinga sem níðast á öðrum á
svipuðu reki, vegna einhvers, sem
fellur ekki í kramið, einhvers sem
þykir á skjön við hið „eðlilega“.
Kannski eru þetta einhver
frumstæð varnarviðbrögð náttúr-
unnar, eða leifar af henni. Það er
t.d. sagt, að ef fýll er tekinn og
málaður rauður og að því loknu
sleppt, ráðist aðrir að honum og
drepi.
Hafi mannskepnan verið búin
úr garði með einhverju slíku eðli
er ljóst, að í kristnum heimi á það
ekki lengur við. Nú ráða aðrar
kenndir, önnur og mildari lög.
Á vefslóðinni http://www.skod-
un.is/einelti er fróðleikur um ein-
elti, þar sem notast er við upplýs-
ingar úr samnefndri bók eftir
Guðjón Ólafsson. Þar segir m.a.:
Einelti er endurtekið líkamlegt og/eða
andlegt ofbeldi þar sem einn eða fleiri
níðast á eða ráðast aftur og aftur á ein-
hvern einstakling. Einelti virðist
stundum fara eftir kyni gerandans.
Stelpur beita oftar andlegu ofbeldi. Til
dæmis stríða, hvísla, skilja útundan og
benda. Strákar beita hinsvegar oftar
líkamlegu ofbeldi. Til dæmis bíta,
sparka, klípa og berja.
Þar kemur líka fram, að ger-
endurnir eru ákveðnar „týpur“:
Það sem einkennir þá sem leggja í ein-
elti umfram önnur börn er árás-
arhneigð og jákvæð viðhorf til ofbeldis
og ofbeldisverka. Þessir nemendur eru
skapbráðir og vilja stjórna öðrum. Öf-
ugt við það sem oft hefur verið haldið
fram af sálfræðingum og barnageð-
læknum, að þessi nemendur séu í raun
hræddir og óöruggir undir yfirborðinu,
kemur í ljós við athuganir að þeir eru í
meðallagi og yfir meðallagi öruggir
með sig miðað við jafnaldra. Þessir
nemendur eru líklegri en aðrir til að
lenda í útistöðum við kerfið á fullorð-
insárum. Það virðist sem þessi börn
hafi ekki fengið eins ákveðin skilaboð
og önnur börn frá nánasta umhverfi
sínu um muninn á réttu og röngu. Það
virðist einnig að þessi börn hafi þolað
„harðari“ uppeldisaðferðir af hálfu for-
eldra en börn almennt. Er hér meðal
annars átti við beitingu líkamlegra
refsinga og reiði.
Við þetta má bæta, að sam-
kvæmt rannsókn, sem Dan Ol-
weus, sænskur vísindamaður í
sálar-og uppeldisfræðum, pró-
fessor við Háskólann í Bergen í
Noregi, framkvæmdi árið 1993
höfðu 60% geranda, sem náð
höfðu 24 ára aldri, hlotið einn
dóm eða fleiri, og 35-40% þeirra
höfðu fengið þrjá eða fleiri dóma
á þessum aldri.
Um þessar mundir er verið að
gera heimildarþátt í kvikmynda-
formi um þetta efni og ekki
seinna vænna. Hann nefnist
„Einelti - helvíti á jörð.“ Þar er
fjallað um málið af persónulegri
reynslu og næmni, því einn fram-
leiðendanna lenti í alvarlegu ein-
elti í grunnskóla. Um gerð þátt-
arins má lesa á áðurnefndri
vefslóð og sjá brot úr viðtölum, þ.
á m. við tvö fórnarlömb, Pál Ósk-
ar Hjálmtýsson tónlistarmann og
Stefán Karl Stefánsson leikara.
Þar má jafnframt líta aðrar slá-
andi frásagnir, í prentuðu máli.
Í þessu sambandi öllu er ljúft
og skylt og rétt að minna á, að
vetrarstarfið er nú hafið í kristn-
um söfnuðum landsins. Ef börn
og unglingar eiga einhvers staðar
að geta kynnst því, hvernig eðli-
legt líf og mannleg samskipti
ættu að ganga fyrir sig er það
nefnilega í kirkjunni, því allt starf
hennar byggist á kærleikshugs-
uninni einni, að hlúa að því veika
og brothætta, styðja, rétta hjálp-
arhönd, fara ekki í manngrein-
arálit.
Raunar á þetta allt, sem áður
er nefnt, við um fullorðna líka, því
einelti er einnig að finna í röðum
þeirra, m.a. á vinnustöðum, þótt
ótrúlegt megi virðast. Þroska-
leysinu ætti síður að vera um að
kenna þar. Samt er aldrei að vita.
Helvíti á jörð
Í upphafi skólaársins þykir orðið nauðsynlegt
að fjalla um einelti og er svo enn þetta haustið,
eins og lesa hefur mátt víða undanfarið og
heyra. Sigurður Ægisson tekur upp sama þráð,
en bendir í því sambandi á gildi kirkjunnar í
mótun einstaklingsins.
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
FRÉTTIR
AÐALFUNDUR Skákfélags Akur-
eyrar verður haldinn sunnudaginn
15. september nk. Fundurinn fer
fram í Íþróttahöllinni og hefst kl.
20.00. Á dagskrá eru venjuleg aðal-
fundarstörf en að fundi loknum verð-
ur sest að tafli.
Fyrir skömmu fór fram hjá Skák-
félagi Akureyrar hraðskákmót og
urðu þeir jafnir og efstir Halldór
Brynjar Halldórson og Stefán
Bergsson, en Halldór bar sigur úr
býtum eftir einvígi.
Aðalfundur
Skákfélags
Akureyrar
FORSVARSMENN Bílgreinasam-
bandsins hafa gagnrýnt tölur fjár-
málaráðuneytisins um endurnýjun-
arþörf íslenska bílaflotans og segja
þörfina vera tólf til fjórtán þúsund
bíla á ári en ekki 7 til 7.500 bíla eins
og ráðuneytið haldi fram.
Sigurður Guðmundsson hjá fjár-
málaráðuneytinu tekur fram að
endurnýjunarþörf bílaflotans sé af-
stætt hugtak enda komi til ýmsir
þættir aðrir en beint slit og úreld-
ing bílanna sjálfra. Efnahagsástand
hafi að sjálfsögðu mikið að segja;
þegar kreppi að dragi menn við sig
að endurnýja bíla. Þá megi ætla að
bílar sem framleiddir séu nú endist
betur en bílar sem voru framleiddir
fyrir tíu eða tuttugu árum.
Byggist á rauntölum
um ævilíkur bíla
Sigurður segir viðbrögð tals-
manna bílgreinasambandsins ekki
koma sér mjög á óvart. „Við skoð-
uðum hversu margir bílar eru af-
skrifaðir af hverri ágerð á hverju
ári, út frá þessu bjuggum við til
töflu yfir ævilíkur bíla og metum
það út frá aldurssamsetningu bíla-
flotans eins og hann er núna og þá
kemur á daginn að innflutnings-
þörfin er frá kannski rúmum sex
þúsund bílum upp í hátt í átta þús-
und bíla á ári, 7 til 7.500 bílar er
handhægt meðaltal af þessum töl-
um sem við erum að fá. Síðan þarf
að taka mið af því að ökumönnum
fjölgar, fjölgun bílaleigubíla
o.s.frv.“
Bílaeignin hér með
því mesta sem þekkist
Sigurður segir það kunna orka
tvímælis, a.m.k. til lengri tíma, að
framreikna endingu flotans út frá
því hvernig hann endist nú. „Engu
að síður gefur sú aðferð áhuga-
verða vísbendingu um hversu
marga bíla þarf að flytja inn til þess
að halda fjölda bíla stöðugum. Við
þær aðstæður sem ríkja hér á landi
er tæpast við því að búast að bílum
á hvern íbúa fjölgi nema af illri
nauðsyn enda eru þeir nú þegar
með því mesta sem til er.“ Þessu til
staðfestingar bendir Sigurður á að
þegar bílunum fjölgar um meira en
sjö til átta þúsund þá fjölgi jafn-
framt í flotanum. En tvö síðustu ár-
in hafi fjölgað mjög lítið í flotanum
og það sé nokkur staðfesting á því
að þessar tölur ráðuneytisins láti
nærri.
„Hugleiðingar um að við eigum
ekki að keyra á of gömlum bílum
eða annað slíkt kemur málinu hins
vegar ekki við,“ segir Sigurður.
„Tölur okkar um innflutningsþörf-
ina eru ekkert annað en niðurstaða
úr tölfræðilegri greiningu á því
hvernig bílaflotinn lifir. Málið er
ekki flóknara en það og 7 til 7.500
bílar er það sem kemur út, alger-
lega án afstöðu til þess hvort þetta
eigi að vera svona eða ekki.“
Munur á mati fjármálaráðuneytis og Bílgreina-
sambandsins á endurnýjunarþörf bílaflotans
Niðurstaða tölfræði-
legrar greiningar
KJÖRDÆMAFÉLAG Sam-
fylkingarinnar í Reykjavík
heldur kynningarfund um Evr-
ópumál í menningarmiðstöð-
inni Gerðubergi í Breiðholti,
Gerðubergi 3-5, kl. 20 þriðju-
dagskvöldið 17. september
næstkomandi. Tilgangur fund-
arins er að efla umræðu um
kosti og galla aðildar að Evr-
ópusambandinu í aðdraganda
kosningar um það innan Sam-
fylkingarinnar hvort flokkur-
inn skuli setja umsókn um að-
ild að sambandinu á oddinn, en
sú kosning fer fram í október.
Evrópukynning Samfylkingar-
innar verður í höndum Svan-
fríðar Jónasdóttur, alþingis-
manns, en á eftir verða
fyrirspurnir og umræður þar
sem hægt er að skiptast á
skoðunum um ýmsa þætti
málsins.
Stjórn Kjördæmafélags
Samfylkingarinnar í Reykja-
vík.
Evrópu-
kynning
Samfylk-
ingarinnar