Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRUNN Stefánsdóttir mezzosópr- an og Óskar Einarsson píanóleikari halda gospeltónleika í Bústaða- kirkju annað kvöld, mánudags- kvöld, kl. 20:30. Gestir tónleikanna verða Gosp- elkór Reykjavíkur. Á efnisskránni eru m.a. negra- sálmar frá 19. öld, ásamt gosp- eltónlist frá síðari hluta 20. aldar. Einnig verða frumflutt tvö lög eftir Hjalta Gunnlaugsson, sem hann samdi í tilefni tónleikanna. Lögin heita Bæn og Frelsarinn (Reynslu- saga). „Orðið gospel þýðir í raun góðu fréttirnar, guðspjöll Nýja testa- mentisins eða boðskapur Krists og lærisveina hans,“ segir Þórunn. „Við ætlum að flytja góðu fréttirnar frá ýmsum tímum gospelsögunnar tengdar mannlegum tilfinningum.“ Þórunn Stefánsdóttir og Óskar Einarsson. „Góðar fréttir“ í Bústaðakirkju SNEMMA á fimmta áratug síð- ustu aldar gerði þýsk-bandaríski listmálarinn Hans Hofmann fyrstur abstrakt málara tilraunirnar með að láta málningu leka líkt og óræða teikningu innan um form og lita- fleti. Bandaríski málarinn Jackson Pollock fór svo með lekandi mál- verkið (Drip painting) á leiðarenda nokkrum árum síðar þegar hann tók hráan strigann af trönunum, lagði hann á gólfið og sletti á hann beint úr málningardósinni og losaði þannig málverkið við form- og pens- ilskrift. Í Listsýningarsalnum Man sýnir Haukur Dór 29 óhlutbundin mál- verk unnin með akrýl og olíu á striga í anda „lekandi málverka“ abstrakt expressjónismans. Notar Haukur jafnt lekandi málningu og máluð form og er því frekar á slóð- um Hans Hofmann en Jackson Pol- locks, þótt áhrifa gæti frá báðum málurunum. Ekki vil ég gleyma frönsku málurum eftirstríðsáranna, þeim Pierre Soulage, Georges Mat- hieau og Henri Michaux, í þessu sambandi, en verk þeirra voru ekki líkt því eins æsileg og verk banda- rísku abstrakt expressjónistanna. Þannig upplifi ég einnig verk Hauks Dór. Hann er hógvær bæði í leka og litum, notar helst litleysur – svart og hvítt – með einstaka skellum af lit. Beitir hann lekanum í taktfasta teikningu og ýtir undir taktinn í nokkrum myndanna með því að mála hnit á myndflötinn. Haukur lætur svarta málningu leka á ljósan bakrunn sem hann svo vinnur aftur í með ýmist hvítum rauðum eða gul- um litum. Er það nokkuð sterkur leikur hjá listamanninum því að án ofanálagsins yrðu svartar og þykk- ar málningarsletturnar heldur flat- ar og plastkenndar. Þrír titlar eru á öllum verkunum á sýningunni. Það eru „Nafnlaus höfuð“, „Höfuð (nafnleynd)“ og „Landsvirkjun“. Síðasti titillinn er mér ráðgáta þar sem myndirnar eru óhlutbundnar. Hafa margir myndlistarmenn verið duglegir að mótmæla fyrirhuguðum virkjana- áformum stjórnvalda, einkum Kára- hnjúkavirkjun og Norðlingaöldu- veitu í Þjórsáverum. Hvort Haukur sé með titlinum að mótmæla áform- unum, lýsa yfir stuðningi sínum eða bara að leika sér með kaldhæðni er mér ekki ljóst við skoðun á mál- verkunum. Sýningin þykir mér í styttra lagi, aðeins í 10 daga. Engar upplýsingar eru um listamanninn, en þótt Hauk- ur Dór sé nokkuð kunnur listamál- ari á Íslandi mætti í það minnsta bjóða sýningargestum upp á fer- ilskrá. Leki og hnit MYNDLIST Listsýningarsalurinn Man Sýningin er opin á afgreiðslutíma versl- unarinnar Man. Henni lýkur 17. sept- ember. MÁLVERK HAUKUR DÓR „Nafnlaus höfuð“ eftir Hauk Dór. Jón B.K. Ransu TALAÐU ekki bara við hana, heldur skildu hana og elskaðu hana. Almodóvar hefur í fyrri myndum sínum sýnt okkur ást sína á konum, heimi þeirra og tilfinningum. Aðal- leikarinn Javier Cámara sagði við opnun kvikmyndahátíðar að hjarta Almodóvars væri í Hable con ella, það væri persónulegasta mynd hans til þessa. Ég skal trúa því. Ég skal líka trúa að í Benigno, sem Javier leikur, sé mikið af sjálfum Almodóvar. Hann er lítill og þybb- inn, með þetta furðulega óræða kynferði. Hann er hommalegur, en djúp virðing hans fyrir konum ruglar hann í ríminu. Hann er yf- irmáta næmur og elskar fegurð. Jafnvel lýsingar í ferðahandbók koma út á honum tárum. Þegar kemur að listum er hann skemmti- lega barnslegur, hámenning, lág- menning, hvaða máli skiptir það? Þetta er allt ástríða. Það er það eina sem skiptir máli. Sagan gerist mestmegnis á sjúkrahúsi þar sem Benigno vinn- ur. Þar hugsar hann um Aliciu, unga stúlku sem hefur verið í dái í fjögur ár eftir slys. Hann snyrtir hana, þrífur hana, nuddar hana, talar við hana um allt. Og hann elskar hana. Jafnvel aðeins of mik- ið. Þar kynnist hann líka Marco, blaðamanni sem á í sambandi við eina kvennautabanann á Spáni. Og þeir sem í upphafi virðast alger- lega ólíkir, verða bestu vinir í gegnum einhvern sameiginlegan djúpan skilning á konum. Þeir eru í raun einsog karldansararnir í verk- unum sem þeir fara að sjá. Þeir hugsa um konur, greiða götur þeirra, dansa við þær og bera þær á höndum sér. Þótt líf þessara tveggja karl- manna snúist reyndar algerlega um konur, eru það þeir sem halda myndinni uppi og eru aðalpersón- urnar, sem er ólíkt Almodóvar og jafnvel kærkomin tilbreyting. Og leikararnir eru allir sniðnir í hlut- verk sín. Javier er stórkostlegur sem Benigno, einlægur, saklaus og alveg yndislegur. Og Darío túlkar Marco af næmni, sérstakan karakt- er, þar sem manni finnst ekki að hið innra og ytra fari alveg saman. Þeir ná manni á sitt band strax á fyrstu augnablikunum, og maður stendur með þeim sama hvað þeir gera. Geraldine Chaplin kemur fram í hlutverki danskennara, og hennar fíngerði vöxtur gerir hana mjög sannfærandi í því. Það sama má segja um Rosario Flores sem leikur nautabanann, hún er grönn og sterkleg með karlmannlega drætti. Allt útlit myndarinnar er á lægri nótunum miðað við fyrri myndir leikstjórans, og það sama má segja um innihaldið. Almodóvar er ekki er jafn ýktur og oft áður. Persón- urnar eru raunverulegri og hann fer um þær mýkri og þroskaðri höndum en áður. (Kannski af því að hann er að fjalla um sjálfan sig?) Það leikur þó aldrei neinn vafi á að hér er um Almodóvar-mynd að ræða. Persónurnar þjást, en kímn- in er aldrei langt undan. Lágmenn- ing blandast hámenningu, eitt af aðalsmerkjum Almodóvars, ásamt auðvitað dónabröndurunum um typpi eða kynlíf sem helst snertir nunnur. Gleymum ekki innkomu líkamstarfseminnar þar sem per- sónur myndarinnar svitna fram úr hófi, hafa á klæðum, ræða hægðir í símann og fleira spennandi. Og svart/hvíta gamla myndin sem Be- nigno fer að sjá, er frábær! Og einsog Almodóvar á vanda til er allt við þessa mynd yndislegt melódrama. Sviptingar í örlögum persónanna eru eins miklar og mögulegt er. Best finnst mér þegar elskulegur Almodóvar lætur Be- nigno fara í fangelsi. Þar segist hann ekki geta lifað án Aliciu, en ég held að það sé frekar að sá sem einu sinni hefur lifað á valdi feg- urðar og ástríðna geti aldrei lifað án þeirra. Hann deyr í hjartanu sínu. Því það er satt sem Marco segir þegar hann vitnar í texta Jo- bim: „Love is the saddest thing when it goes away“. Hjarta hins næma KVIKMYNDIR Spænsk kvikmyndahátíð í Regn- boganum Leikstjórn og handrit: Pedro Almodóvar. Kvikmyndataka: Javier Aguirresarobe. Aðalhlutverk: Javier Cámara, Darío Grandinetti, Rosario Flores, Leonor Wat- ling, Geraldine Chaplin og Chus Lamp- reave. Spánn. 116 mín. El Deseo S.A. 2002. HABLE CON ELLA/RÆDDU MÁLIN Hildur Loftsdóttir SIGURGEIR Agnarsson sellóleikari og Hannelott Weigelt-Pross píanó- leikari halda tónleika í Stykkis- hólmskirkju í dag, sunnudag, kl. 17 og í sal Tónlistarskólans í Garðabæ þriðjudagskvöld kl. 20. Á efnis- skránni eru Suite Italienne eftir Igor Stravinsky, Solitaire eftir Hafliða Hallgrímsson, tilbrigði í Es dúr eftir L. v. Beethoven og sónata í d-moll eftir Frank Bridge. Sigurgeir er um þessar mundir búsettur í Köln í Þýskalandi þar sem hann starfar með Þýsku Kammer- akademíunni. Hann hefur áður hald- ið tónleika á Íslandi auk tónleika- halds víðsvegar um Evrópu og Bandaríkin. Hannelott Weigelt- Pross er dósent við Robert Schu- mann tónlistarháskólann í Düssel- dorf og hefur komið fram á fjölmörg- um alþjóðlegum tónlistarhátíðum víða um heim. Tónleikarnir eru haldnir til minn- ingar um Jón Dalbú Ágústsson skip- stjóra sem hefði orðið áttræður á morgun, 16. september. Leikið á selló ÞJÓÐIN, sjálfsmyndin og skáld- sagan er yfirskrift þriggja daga bókmenntaþings sem haldið verður í Háskólabíói dagana 19.-21. sept- ember, en það er öllum opið og að- gangur ókeypis. Það er breska sendiráðið sem býður til bók- menntaþingsins, í samstarfi við Lesbók Morgunblaðsins og bóka- forlagið Bjart Meðal þátttakenda eru bresku rithöfundarnir Ian McEwan, Mic- hele Roberts, Graham Swift og Bernadine Evaristo. Íslensku þátt- takendurnir eru Bragi Ólafsson, Steinunn Sigurðardóttir, Gerður Kristný og Sigurður Pálsson. Á þinginu verða upplestrar og viðtöl við bresku höfundana, en þinginu lýkur með pallborðsumræð- um þar sem íslenskum og breskum höfundum er stefnt saman til að ræða þátt skáldskaparins í mótun þjóðlegra og heimsborgaralegra sjálfsmynda. Bresk bók- menntahátíð í Háskólabíói Grensáskirkja Kirkjukór Grens- áskirkju heldur tónleika kl. 20. Flutt verða lög eftir erlend og innlend tón- skáld. Einsöngvarar eru Ingibjörg Ólafsdóttir og Matthildur Matthías- dóttir. Þá syngja Ingibjörg og Hellen Helgadóttir tvísöng. Stjórnandi og orgelleikari er Árni Arinbjarnarson. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af ferð kórsins til Færeyja um aðra helgi, en þar heldur kórinn tónleika í Þórshöfn og í Klakksvík og tekur auk þess þátt í messu í Vesturkirkj- unni í Þórshöfn. Bíósalur Mír, Vatnsstíg 10 Reglu- bundnar kvikmyndasýningar hefjast á ný eftir sumarhlé og verður kvik- myndin Maðurinn frá Kapúts- ínstræti sýnd kl. 15. Kvikmyndin er létt grínmynd frá árinu 1987. Efn- isþráðurinn er sóttur í villta vestrið. Laxness-sýningin er opin í dag en verður að meginhluta tekin niður eft- ir helgina. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is BORGARLEIKHÚSIÐ býður upp á dagskrá á Stóra sviðinu í dag kl. 15 og kynnir verkefni vetrarins. Meðal annars verður frumfluttur nýr dans sem sérstaklega er saminn fyrir leikara hússins og dansara Ís- lenska dansflokksins. Einnig verða söngatriði úr Ljóta andarunganum og Sól & Mána. Leikin atriði verða t.d. úr Sölumaður deyr, Puntilla og Matti, Jón og Hólmfríður, Rómeó og Júlía og gamanleiknum Öfugum megin uppí. Kynnir haust- dagskrá LISTUNNENDUM gefst kostur á að hlýða á endurreisnartónlist frá Spáni, íslenska nútímatónlist og spjall um myndlist í Hafnarborg í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20. Það er Contrasti hópurinn sem leikur tón- listina en Aðalsteinn Ingólfsson spjallar um verk á sýningu Eiríks Smiths sem opnuð var í Hafnarborg í gær. Contrasti hópinn skipa þau: Marta Guðrún Halldórsdóttir, söngur, Ca- milla Söderberg, blokkflautur, Hildi- gunnur Halldórsdóttir, fiðla, víóla da gamba, söngur, Ólöf Sesselía Óskars- dóttir, selló, víóla da gamba, Snorri Örn Snorrason, lúta, gítar, Steef van Oosterhout, slagverk. Spænska endurreisnartónlistin er aðallega úr frægu spænsku söngva- safni „Cancioero de Palacio“ sem inniheldur rómönsur og spænska madrígala, svokallaða Villancico. Mörg tónskáld eiga verk í þessu safni en þekktastur er Juan del Encina (1468-1530), eitt besta tónskáld Spán- verja á þessum tíma. Textar laganna eru á spænsku og frönsku. Contrasti flytur auk þess verk Jacobus de Milarte og óþekkta höf- unda. Íslensku verkin eru eftir Snorra Sigfús Birgisson, Karólínu Ei- ríksdóttur og Atla Heimi Sveinsson. Eftir Snorra Sigfús verða fluttir þrír þættir úr svítu em kallast Lysting er sæt að söng og er útsetning laga úr ís- lenskum handritum. In vultu solis heitir verk Karólínu fyrir einleiks- fiðlu og eftir Atla Heimi verða fluttar Fjórar svipmyndir sem hann samdi sérstaklega fyrir Contrastihópinn. Sígild tón- list og myndlist fléttast saman Tónlistarhópurinn Contrasti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.