Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 23
markaður fyrir íslenskan fisk í Þýska- landi komi til með að breytast mjög mikið. „Við erum að keppa við lönd, sem skaffa ódýrari tegundir og það eru líka til aðrir markaðir, sem borga hærra verð fyrir okkar heilfrysta sjó- frysta fisk en Þjóðverjar, t.d. Asíu- markaður. Þá má ekki gleyma því að bæði karfa- og ufsaveiði hefur dalað á síðustu árum sem hefur þau áhrif að minna er til ráðstöfunar en ella. Engu að síður eru mikil og góð fiskviðskipti við Þjóðverja og t.d. eru hér unnin lausfryst karfaflök í poka sem fara beint inn í smásölukeðjur í Þýskalandi og flök og flakaskammtar sem fara beint inn í stór þýsk mötuneyti. Þró- unin undanfarin aldarfjórðung hefur því orðið sú að í stað þess að vera hrá- efnisskaffandi, seljum núorðið Þjóð- verjum fullunna vöru.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 23 „MÉR líkaði mjög vel að búa í Vestur- Berlín. Mikið var um námsmenn í borginni á þessum árum og var mikið að gerast í stúdentalífinu. Óneit- anlega hafði borgin þó allnokkra sér- stöðu þar sem hún var umkringd virk- isvegg og var því eins og þorp í sjálfu sér. Ég neita því ekki að tilfinningin, sem fylgdi nálægð múrsins, hafi verið svolítið skrýtin í upphafi. Maður þurfti að ferðast ansi langa vegalengd til þess að komast yfir í frjálst um- hverfi og svo sótti endr- um og sinnum að manni þörfin til að sjá sjóinn og þá þurfti maður að endasendast til Ham- borgar eða Bremen,“ segir Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri og formaður stjórnar Þýsk-íslenska versl- unarráðsins, sem var við nám í hag- verkfræði í Vestur-Berlín frá hausti 1973 til vors 1980. „Fljótlega eftir að vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar tók við völdum á Íslandi 1971, höfðu Íslendingarnir nokkuð frjálsan aðgang yfir til Aust- ur-Berlínar og máttu vera þar í sólar- hring í einu á meðan aðrir þurftu að skila sér á mun skemmri tíma. Þetta gerði okkur fátækum námsmönn- unum kleift að fara á aðaljárnbraut- arstöðina í V-Berlín þar sem við stunduðum svört viðskipti með því að skipta vestur-þýskum mörkum fyrir austur-þýsk á genginu einn á móti tíu, fórum svo yfir landamærin og lifðum í vellystingum á fínustu veitingahús- unum þar til aurarnir voru búnir.“ Páll minnist jafnframt 1. maí hátíða- haldanna, sem hafi verið hvor með sínu sniðinu. „Í Vestur-Berlín fóru stúdentar í miklar mótmæla- og kröfugöngur með slagsmálum og djöfulgangi, sem endaði með vatns- sprautun og táragasi lögreglunnar. Í Austur-Berlín marseraði hinsvegar alþýðan í takt á eftir drápstólunum og fram hjá yfirvaldinu þar sem aginn og kúgunin var í algleymingi. Hafi eitt- hvað sósíalískt verið í blóðinu eftir veru mína í MH, fauk draumurinn um sósíalismann snar- lega úr mér eftir að ég byrjaði að þvælast um þarna austur frá og sá hvílíkt skelfingarsam- félag þetta var. Að minnsta kosti leið ekki á löngu þar til ég áttaði mig á því að þetta ríki væri ekki Vesturlöndum til eftirbreytni.“ Á námsárum sínum í Berlín byrjaði Páll snemma á því að vinna með námi og segir að eitt skemmtilegasta starf- ið, sem hann hafi tekið að sér, hafi verið barþjónsstarf á „Feitu þjón- ustustúlkunni“. „Þarna stóð ég kvöld eftir kvöld með félaga mínum Elíasi Gunnarssyni verkfræðingi og af- greiddi bjór. Þetta starf okkar Elíasar var í raun kveikjan að innleiðingu bjórmenningar á Íslandi því eftir að við fluttum heim á ný, stofnuðum við ásamt þremur skólafélögum úr MH Gauk á Stöng þar sem boðið var upp á sérblandað bjórlíki. Það má því segja að við höfum ekki aðeins flutt með okkur heim smáþekkingu í verk- fræði heldur líka hluta af þýskri bjór- menningu.“ Páll Kr. Pálsson, formaður Þýsk-íslenska verslunarráðsins Flutti heim með þýska bjórmenningu „SAMSKIPTI Íslendinga og Þjóðverja á sviði ferðaþjónustu eru mjög mik- ilvæg. Þýskaland hefur í raun og veru verið okkar langmikilvægasti ferða- þjónustumarkaður í gegnum áratug- ina þótt á allra síðustu árum hafi Bandaríkin og Bretland siglt fram úr,“ segir Steinn Logi Björnsson, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Frá sjónarhóli ís- lenskrar ferðaþjónustu er þýski markaðurinn sérstaklega mikilvægur á sumrin vegna þess að hann dreifist mjög mikið um allt land enda eru margir ferðaþjón- ustuaðilar úti á landi sem treysta mjög mikið á Þjóðverjana. Fram að þessu hefur þýski mark- aðurinn verið heldur minna þýðingarmikill fyrir Reykjavík. Hins- vegar ber á það að líta að Flugleiðir eru nú að einbeita sér að því að auka straum Þjóðverja til Reykjavíkur yfir vetrartímann. Sér- stakt átak hefur verið í gangi í þessa veru undanfarin tvö ár sem tengist aftur heilsársflugi til og frá Þýska- landi allt árið. Á markaðsmáli lýtur þetta að því að endurmarkaðssetja Ísland á þýska markaðnum, ekki að- eins með tilliti til sumarferða, rútu- ferða og hálendisferða, heldur líka með tilliti til einstaklingsferða og borgarferða yfir vetrartímann. Þetta átak hefur leitt af sér mjög mikinn vöxt í komu þýskra ferðamanna til Ís- lands utan háannatímans og ég spái því að þar muni vöxturinn verða á komandi árum,“ segir Steinn Logi og bætir við að samfara þessu markaðs- átaki hafi meðalaldur þýskra gesta til Íslands lækkað um sjö ár. Að sögn Steins Loga er Þýskaland sá markaður, sem hefur gengið í gegnum ákveðna stöðnun um nokk- urra ára skeið. „Hér hefur fyrst og fremst verið um sumarmarkað að ræða eða allt þar til Flugleiðir hófu að bjóða upp á heilsársflug. Við erum nú farin að sjá vöxt á ný, en á öðrum tímum árs og í annars konar ferð- um en hingað til.“ Ástæður fyrr- nefndrar stöðnunar á sumrin segir Steinn Logi, að rekja megi til aukinnar samkeppni. „Eftir því sem sæta- framboð hefur aukist með tilkomu leiguflug- félaga hefur markaðs- hlutdeild Flugleiða minnkað til muna. Þar sem Flugleiðir eru nú með innan við 50% markaðshlutdeild á þýska markaðnum á sumrin var ákveðið að skera verulega niður fjár- festingar við markaðssetningu Ís- lands í Þýskalandi. Þessa stöðnun má því rekja til eigingjarnra ástæðna enda fjárfestir enginn í erlendum mörkuðum ef Flugleiðir gera það ekki. Það er bara staðreynd. Við höfum á hinn bóginn verið að einbeita okkur að því að kynna Ísland utan háanna- tímans og þar er vöxturinn að koma.“ Flugleiðir fljúga til Frankfurt árið um kring og eru síðan með tengiflug með SAS til München, Hamborgar, Stuttgart og Düsseldorf. Á sumrin bætast svo við LTU, sem flýgur til Düssledorf og München, og Aerollo- yd, sem flýgur til Berlínar, Frankfurt og München. Steinn Logi Björnsson, formaður SAF Þýðingarmikill ferðamarkaður því að samningar náðust milli Ís- lendinga og Breta. Þýskir fjöl- miðlar voru ötulir við að fjalla um þessa milliríkjadeilu og mátti greina undirliggjandi samúð með málstað Íslendinga. Þjóðverjum er mjög annt um að tekið sé tillit til okkar viðhorfa og sérhagsmuna sem smáþjóðar og fiskveiðiþjóðar og þeim er mjög umhugað um að láta okkur vita að við eigum hauk í horni, komi til þess að Íslendingar óski aðildar að Evrópusambandinu. Þeir undrast að nokkru leyti veru okkar utan sambandsins, en skilja engu að síður sjónarmið okkar í sjávarút- vegsmálum og telja að hægt sé að tryggja sérhagsmuni með samn- ingum,“ segir Páll. Stuðningur skiptir sköpum Þýsk-íslenska verslunarráðið var stofnað árið 1995 til að efla viðskiptaleg tengsl þjóðanna og verja viðskiptalaga hagsmuni þjóð- anna í umhverfi, þar sem miklar hræringar eiga sér stað. Páll, sem verið hefur formaður ráðsins frá upphafi, telur að viðskiptasambönd þjóðanna geti enn vaxið og dafnað. Mikill áhugi virðist vera á við- skiptum við Þjóðverja ef marka má þær fjölmörgu fyrirspurnir, sem berast inn á borð ráðsins. „Ég er þess fullviss að miklir mögu- leikar felast í því að efla viðskipta- leg tengsl inn á Norður-Þýskaland og allt Eystrasaltssvæðið. Þar er stór markaður og gríðarleg sókn- arfæri inn á Rússland. Sjálfir eru Þjóðverjar mjög sterkir á þessu svæði og eru hinar Norðurlanda- þjóðirnar að reyna að ná þar fót- festu. Ég tel að við gætum átt sóknarmöguleika með Þjóðverjum inn á þennan markað. Á meðan þeir búa yfir tækni, þekkingu og fjármagni til að sækja fram, höfum við líka tækni, þekkingu og um- fram allt reynslu við að vinna á litlum, erfiðum og landfræðilega víðfeðmum markaði. Síðast en ekki síst er þátttaka ráðsins í umræðunni um tengsl Ís- lands við Evrópu nauðsynleg þar sem þau eru mjög ofarlega í huga Þjóðverja og kemur alltaf upp öðru hvoru í okkar starfi. Eins og málum er nú háttað, hefur staða Íslands utan ESB ekki hamlandi áhrif á jákvæð viðskiptatengsl Ís- lendinga og Þjóðverja enda trygg- ir EES-samningurinn okkar stöðu afar vel. Hinsvegar hefur við- skiptalífið margbent á að miklir veikleikar fylgi íslenska gjaldmiðl- inum í þeim skelfilegu efnahags- sveiflum, sem hann lendir í öðru hverju án nokkurrar haldbærrar efnahagslegrar réttlætingar. Hing- að til hafa ráðamenn þjóðarinnar talið að gallarnir við ESB-aðild séu kostunum yfirsterkari, en þeg- ar kostirnir fara að sækja á, skipt- ir það auðvitað sköpum fyrir okkur að eiga stuðning Þjóðverja, valda- mestu þjóðarinnar innan ESB, við að styðja okkur og okkar hags- muni.“ join@mbl.is Eldriborgaraveisla með Sigurði Guðmundssyni til Costa del Sol 2. október frá kr. 69.950 Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin í hina vinsælu eldriborgaraferð í október til Costa del Sol. Á þessum árstíma nýtur einstakrar veðurblíðu á þessum fagra áfangastað, og þú getur lengt sumarið við bestu aðstæður í sólinni. Sértilboð á okkar vinsælasta gististað, Timor Sol í 3 vikur. Á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra Heimsferða, og leikfimi- og skemmtidagskrár með Sigurði Guðmundssyni. Síðustu 16 sætin Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 69.950 2. október – 3 vikur Flug, gisting, skattar, ferðir til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn. Alm. verð, kr. 73.450 VÍKINGSLÆKJARÆTT 7. bindi Víkingslækjarættar (niðjar Guðmundar Brynjólfssonar á Keldum á Rangárvöllum og fyrstu konu hans, Ingiríðar Árnadóttur) er væntanlegt í haust. Þeir sem gerast áskrifendur fyrir 20. september nk. fá bókina með 30% afslætti. Grensásvegi 14 • 108 Reykjavík • Sími 588-2400 • Fax: 588 8994 BÓKAÚTGÁFA Guðmundur Brynjólfsson Áskriftarsími: 588 2400 Fax: 588 8994 Tölvupóstfang: skjaldborg@skjaldborg.is TILBOÐ ÓSKAST í Ford Windstar árgerð 1998 7 manna, vél V-6 (ekinn 43 þús. mílur) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 17. september kl. 12-15. Ennfremur óskast tilboð í Ford Van F-150 15 farþega árgerð 1990. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.