Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 45 DAGBÓK                         Námskeið á haustönn hefjast 23. og 25. september BRIDSSKÓLINN Hefur stundum verið hnippt í þig til að vera „fjórði maður í brids“? Hinir þrír eru þá alvöru spilarar, en þú ert því miður bara til uppfyllingar, fjórði maður. Við tökum vel á móti fjórða manninum í Bridsskólanum og setjum markið hátt — eftir tíu kvölda námskeið verður þú kominn í hóp þeirra sem leitar að fjórða manninum. Byrjendur: Hefst 25. september og stendur yfir í 10 miðvikudagskvöld, þrjár klukkustundir í senn, frá kl. 20—23. Þú þarft ekkert að kunna, en ef þú þekkir ás frá kóng, þá er það bara betra. Þú mátt koma ein eða einn, með öðrum eða í hóp, og það er sama hvort þú ert 18 ára eða 90 eða einhvers staðar þar á milli. Framhald: Hefst 23. september og stendur yfir í 10 mánudagskvöld, þrjár klukkustundir í senn, frá kl. 20—23. Tími endurmenntunar er runninn upp. Þú þarft að læra kerfið almennilega, ná sambandi við makker í vörninni og hætta að spila niður þremur gröndum. Sem sagt - taka hlutina föstum tökum. Kennari á báðum námskeiðum er Guðmundur Páll Arnarson. Brids er gefandi leikur í skemmtilegum félagsskap. Komdu í klúbbinn. Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 virka daga. ATH. Mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði. Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöldið 20. sept. og laugardaginn 21. sept. í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Meðvirkni Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi Umboðsaðili Valentine ehf. Kremið fyrir konur sem stundum er líkt við viagra Fullnægingar á færibandi www.viacrem.is • sími 862 6602 Viacreme NÝTT NÁMSKEIÐ Í NLP (Nevro Lingvistisk Programmering) Praktitioner menntun á Íslandi hefst í október 2002 og lýkur vorið 2003 (120 tímar) NLP er hagnýt notkun sálfræðinnar þar sem meðal annars er stuðst við áhrifarík verkfæri til að skilja betur vitund okkar, hugsanir og samskipti. Það skiptir ekki máli HVAÐ þú hugsar – það skiptir máli HVERNIG þú hugsar um það. NLP er fyrir þá sem vinna með hvers konar samskipti t.d. stjórnun, kennslu, með- höndlun og alla þá sem vilja sjá enn fleiri möguleika og nýta styrk sinn enn frekar. Kennari er Hrefna Birgitta Bjarnadóttir Sækkesæter, certificert NLP Trener/Terapeut. Skráning: Guðrún Bryndís Harðardóttir, sími 863 0800. „Viltu gott spil?“ ávarpaði Pólverjinn Cezary Balicki ritstjóra mótsblaðsins í Montreal, Mark Horton. „Er páfinn pólskur?“ svar- aði Horton, og Balicki skrif- aði upp eftirfarandi: Austur gefur; AV á hættu. Norður ♠ 10 ♥ 109652 ♦ K106 ♣D976 Vestur Austur ♠ K2 ♠ ÁG9764 ♥ ÁG43 ♥ 8 ♦ D95 ♦ 87432 ♣G1085 ♣4 Suður ♠ D853 ♥ KD7 ♦ ÁG ♣ÁK32 Vestur Norður Austur Suður Justin Zmudz. Jason Balicki – – 2 spaðar Dobl Pass 3 hjörtu Pass 3 grönd Pass Pass Pass Spilið kom upp í riðla- keppni Rosenblum og mót- herjar þeirra Balickis og Zmudzinskis eru ensku tví- burarnir Jason og Justin Hackett. Jason opnar á veikum tveimur í spaða og Balicki doblar til úttektar. Svar Zmudzinskis á þremur hjörtum er áskorun í geim (!), en hann myndi afmelda með tveimur gröndum með (enn) veikari spil (Leben- sohl). Justin kom út með spaða- kóng og spilaði spaða áfram á ás bróður síns, en Balicki henti hjarta úr blindum. Jason sá enga framtíð í spaðasókn og skipti yfir í hjarta. Justin tók kóng Ba- lickis með ás, en gat nú hvergi komið sér út án þess að gefa slag. Hann kaus lítið hjarta og tían í borði átti slaginn. Balicki prófaði lauf- ið, tók ÁK, en austur henti tígli. Á þessum tímapunkti spilaði Balicki spaðadrottn- ingu og lagði upp: Norður ♠ – ♥ 96 ♦ K106 ♣D9 Vestur Austur ♠ – ♠ G97 ♥ G4 ♥ – ♦ D95 ♦ 8743 ♣G10 ♣– Suður ♠ D8 ♥ D ♦ ÁG ♣32 Hann sneri sér fyrst að Justin í vestur: „Þú verður að valda bæði lauf og hjarta, og neyðist því til að henda tígli. Ég hendi hjarta úr borði.“ Síðan var röðin kom- in að Jason: „Ég spila næst laufdrottningu og laufi. Þú getur hent tveimur tíglum, en þegar vestur spilar hjarta ertu tilneyddur til að fara niður á tvo tígla ef þú vilt valda spaðann.“ Og Ba- licki lauk máli sínu þannig: „Ég tek ÁK í tígli og drottn- ingin kemur í slaginn, hvar sem hún er.“ Skemmtilegur náungi, Cezary Balicki. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Hlutavelta LJÓÐABROT SYNDAJÁTNING Ég veit, að þið kallið mig syndasvín, en syndina að forðast er vandinn, því holdið er gráðugt í víf og vín, en veikur og breyskur er andinn. Við annarra konur ekki má í orði né verki spauga. Og þó má ég ekki sumar sjá, þá sendi eg þeim girndarauga. Við útbreiddum faðmi, framréttri hönd ég fæ ekki baki snúið, því andinn er hnepptur í holdsins bönd og holdið er reiðubúið. – – – Örn Arnarson 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 dxe4 5. Rxe4 Be7 6. Bxf6 gxf6 7. Rf3 f5 8. Rc3 Bf6 9. Dd2 c5 10. d5 exd5 11. Rxd5 Bxb2 12. Hd1 Be6 13. Bc4 Bg7 14. O-O O-O 15. Df4 Rd7 16. Hfe1 Hc8 17. Rg5 Hc6 18. Rxe6 fxe6 Staðan kom upp á franska meistaramótinu sem lauk fyrir skömmu í Val d’Isère. Jean-Marc De- graeve (2586) hafði hvítt gegn Christian Bauer (2550). 19. Hxe6! Kh8 19... Hxe6 var einnig slæmt sökum 20. Rc7 Be5 21. Rxe6 Bxf4 22. Rxd8+og hvít- ur vinnur mann. Í fram- haldinu fær hvítur yfir- burðartafl. 20. Hxc6 bxc6 21. Rc7 Be5 22. Dh6 Hf6 22...Dxc7 gekk ekki upp vegna 23. Hxd7 Dxd7 24. Dxf8#. 23. Dg5 Bxh2+ 24. Kxh2 Dxc7+ 25. Kg1 Dd8 26. Hxd7 og svartur gafst upp enda fátt til varnar. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu kr. 1.620 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Brynja Dís, María, Karen og Karen Helga. Morgunblaðið/Kristinn Þessir duglegu krakkar héldu nýlega hlutaveltu á Akureyri til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðust 1.436 krónur. Þau heita Baldur Geirsson, Gunnar Örvar Stefánsson, Sig- urður Aron Sigurðsson, Atli Björn Jóhannesson, Matthildur Alice Stefánsdóttir og Anton Bjarki Jóhannesson. Morgunblaðið/Kristján          STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú hefur auðugt ímyndunar- afl og tekst á við lífið á krafti og óttaleysi. Komandi ár verður þitt besta í áratug. Gerðu ráð fyrir kraftaverki. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú getur komið miklu í verk í dag. Þú ert óvenju ein- beittur og átt því auðvelt með að hafa hugann við verkið. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert ekki í skapi til að eyða peningum í dag. Þú hefur áhyggjur af fjárhagn- um, sama hversu auðugur þú ert. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert að takast á við óvenju miklar skapsveiflur. Annan daginn ertu hamingjusamur en þann næsta veltirðu fyrir þér tilgangi lífs þíns Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Láttu ekki svartsýni og nei- kvæðni ná tökum á þér í dag. Þunginn, sem er yfir þér, er ekki annað en lítið ský sem verður horfið á morgun. Vertu hughraust- ur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú átt erfitt með að taka gagnrýni í dag. Það veldur þér vonbrigðum að einhver skuli gagnrýna aðferðir þín- ar í stað þess að samgleðjast þér yfir velgengni þinni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú átt það til að hafa of miklar áhyggjur. Hafðu í huga að áhyggjur taka bæði tíma og orku en skila engum árangri. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Röð og regla skipta þig máli í dag. Þú vilt þrífa heimili þitt og henda gömlu drasli sem hefur lengi verið fyrir þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert órólegur því fjár- stuðningur, sem þú hefur gert ráð fyrir, virðist ekki ætla að skila sér. Hafði ekki áhyggjur. Þetta er tíma- bundinn vandi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Fólk er óvenju gagnrýnið og jafnvel nískt í dag. Þar sem þú ert afslappaður og örlát- ur í eðli þínu á þetta illa við þig. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert skilvirkur og afkasta- mikill í dag. Forðastu að dæma aðra þótt þeir séu ekki jafn ákafir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þér finnst ekki rétt að eyða jafn miklu í ferðalög og skemmtanir og þú hafðir hugsað þér. Leiddu þetta hjá þér. Á morgun verður það liðið hjá. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þér finnst fjölskylda þín óþægilega gagnrýnin og letjandi í dag. Sýndu henni sama umburðarlyndi og hún sýnir þér þegar þú ert illa upplagður. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.