Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ TENGIGRIND Hentugt í sumarbústaðinn! Fyrir 80m2 rými miðað við 75-35°c hitaveitu 70-30°c hringrásarkerfi og 30% frostlög. Breiddin er 65cm og hæðin 75cm Heildsala - Smásala VATNSVIRKINN ehf Ármúla 21 · Sími 533 2020 www.vatnsvirkinn.is „FISKVIÐSKIPTI við Þjóðverja hafa vaxið mjög á undanförnum aldarfjórð- ungi og í dag eru þau rekin á föstum grunni þótt segja megi að þau hafi dalað aðeins í seinni tíð,“ segir Krist- ján Hjaltason, framkvæmdastjóri SH þjónustu, en Kristján bjó ásamt fjöl- skyldu sinni í Þýskalandi í þrettán ár, frá 1986–1999. Hann bjó í Hamborg í ellefu ár þar sem hann vann fyrir Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og síðan starfaði hann sjálfstætt í tvö ár í Köln. „Mér fannst mjög gott að búa og starfa í Þýskalandi og almennt held ég að bæði veðrið og Þjóðverjar eigi vel við okkur. Þjóðverjar tóku mjög vel á móti okkur og eignuðumst við marga góða vini. Hamborg er að sama skapi skemmtileg og góð borg, sem hefur upp á allt að bjóða sem stórborg.“ Að mati Kristjáns hafa viðskipti Ís- lendinga við Þjóðverja verið farsæl enda sé margt líkt með þjóðunum. „Þeir taka Ís- lendingum vel. Þeir koma ekki síður hreint fram og eru traustsins verðir. Mér var fljótlega kennt að ekki þyrfti endilega skriflega samninga við við- skiptamenn í Hamborg því ef þeir staðfestu eitthvað munnlega eða með handsali, stæði það. Þetta reyndist rétt. Þeir eru pottþéttir og standa við orð sín. Landhelgin hafði áhrif Fiskútflutningur frá Íslandi til Þýskalands fór að vaxa til muna eftir að íslenska landhelgin var færð úr 50 sjómílum í 200 mílur árið 1975. Sú að- gerð varð til þess að Þjóðverjar misstu sín veiðiréttindi við Íslands- strendur, en fram að þeim tíma höfðu þýsk skip veitt 30–35 þúsund tonn af karfa árlega við landið eða svipað magn og íslensk skip veiddu.“ Eftir 200 mílna útfærsl- una, gáfu Þjóðverjar fljótt eftir enda gerðu þeir sér grein fyrir því að þeirra framtíð var ekki í fiskveiðunum sjálf- um, heldur miklu fremur í vinnslu og mat- væladreifingu. Þeir sneru sér að því að byggja upp gott samband við Ís- lendinga til að tryggja að þeir fengju áfram fiskinn frá okkur sem þeir og fengu. Við tókum við karfaveiðum Þjóðverjanna með þeim afleiðingum að karfaveiði Íslendinga tvöfaldaðist á tveimur til þremur árum. Þetta kom sér auðvitað mjög vel fyrir okkur, en Þjóðverjar héldu hinsvegar áfram að fá karfa af Íslandsmiðum, ýmist beint á uppboðsmarkað eða að einhverju leyti unninn. Stærstu fiskréttaverk- smiðjur Evrópu er að finna í Þýska- landi og eru Þjóðverjar nú stórir kaup- endur hráefnis, sem þeir vinna úr fullunna vöru til dreifingar bæði innan og utan Þýskalands.“ Markaðshlutdeild Íslands dalar Af Íslendingum kaupa Þjóðverjar aðallega karfa og ufsa, en að sögn Kristjáns hefur markaðshlutdeild Ís- lendinga dalað heldur að undanförnu með tilkomu Alaska-ufsa frá Rúss- landi og Kína. Hvað varðar framtíð- arþróunina, segist Kristján telja að Kristján Hjaltason, framkvæmdastjóri hjá SH Koma hreint fram og eru traustsins verðir „SAMSKIPTI Íslendinga og Þjóð- verja hafa verið afar farsæl í gegn- um tíðina og finnst mér bera hæst hversu fjölbreytt þau hafa verið. Samskipti þjóðanna, sem eru allt í senn á sviði stjórnmála, menning- ar, verslunar og viðskipta, standa á aldagömlum merg auk þess sem almennur áhugi á Íslandi virðist hafa ríkt í Þýskalandi lengi. Mér hefur í það minnsta fundist sem forystumenn í stjórnmála-, menn- ingar- og viðskiptalífi Þjóðverja þekki meira til Íslands en algengt er hjá forystumönnum margra annarra Evrópuþjóða,“ segir Ólaf- ur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, en hans fyrstu kynni af Þýskalandi voru árið 1957 þegar hann var sendur þangað í fjóra mánuði til sum- ardvalar til kunningjafólks for- eldra sinna. „Ég fann þá strax fyr- ir þessum mikla Íslandsáhuga og velvilja í garð Íslendinga. Þetta fann ég líka mjög vel á námsárum mínum í Heidelberg og Kiel á ár- unum 1962–1969. Það var gott að vera Íslendingur í Þýskalandi. Í seinni tíð hef ég svo farið nokkrum sinnum til Þýskalands til að tala um efnahags- og stjórnmál á mannamótum á vegum Íslendinga- félaga sem yfirleitt eru vel sótt af Þjóðverjum. Það er heldur enginn vafi á því að Þjóðverjar hafa oft verið okkur hliðhollir. Til að mynda tel ég að í EES-samning- unum hafi það komið fram oftar en einu sinni að Þjóðverjar voru betri en enginn þegar leysa þurfti erfið mál,“ segir Ólafur. Í ár er hálf öld liðin frá því að Ísland og Þýskaland tóku upp stjórnmálasamband. Af því tilefni ætlar Þýsk-íslenska verslunarráðið ásamt sendiráði Þýskalands í Reykjavík að minnast tímamót- anna með umfangsmikilli kynningu á vörum, þjónustu og menningu. Efnt verður til þýskra daga víðs- vegar á höfuðborgarsvæðinu dag- ana 19.–22. september þar sem ná- lega tuttugu þýsk fyrirtæki og íslenskir umboðsmenn þeirra ætla að kynna þýskar framleiðsluvörur og bregða ljósi á sögu þýskrar tækni undangengin 50 ár. Meðal annarra viðburða má nefna þýskt brúðuleikhús í Salnum í Kópavogi, hátíðarsýningu þýska ballett- flokksins Folkwangtanzstudio frá Essen í Borgarleikhúsinu og hljómlistarmenn. Þýskum dögum lýkur næsta sunnudag með kosn- ingavöku í Tjarnarsal Ráðhússins frá kl. 15.00–18.00, en þann dag kjósa Þjóðverjar til þings og verð- ur þar boðið upp á beina útsend- ingu frá þýska sjónvarpinu. Þýsk gæði í 50 ár Í tengslum við þessi tímamót verður í dag, sunnudag, afhjúp- aður minnisvarði um drukknaða þýska sjómenn og íslenska björg- unarmenn. Minnisvarðanum hefur verið fundinn staður í Vík í Mýr- dal. Áhugamenn um þýska og ís- lenska sjósóknarsögu hafa unnið að þessu verkefni í samvinnu við þýsk og íslensk söfn, en smíði minnisvarðans og uppsetning er fjármögnuð af fyrirtækjum og ein- staklingum. Um eitt þúsund þýskir sjómenn týndu lífi við Íslands- strendur á árunum 1898–1952. Óþarft er að rekja í löngu máli náin tengsl Þýskalands og Íslands í gegnum tíðina, hvort heldur er á sviði viðskipta, ferðaþjónustu eða menningarmála. Þýsk-íslenska verslunarráðið vonast til að þýskir dagar geti orðið til þess að treysta þessi tengsl enn frekar í sessi, að sögn Kristínar S. Hjálmtýsdóttur, framkvæmdastjóra Þýsk-íslenska verslunarráðsins, en meðal þeirra íslensku fyrirtækja, sem koma munu við sögu á þýskum dögum undir yfirskriftinni „þýsk gæði í 50 ár“, eru: Allianz Ísland-söluum- boðið, Ásbjörn Ólafsson, B&L, Bíl- heimar, Bræðurnir Ormsson, Edda miðlun, Eimskipafélag Íslands, Eirvík, Flugleiðir, Háess, Hekla, Pfaff, Borgarljós, Ræsir og Smith & Norland. Hálfrar aldar stjórnmálasam- bandi þjóðanna tveggja var fagnað í Þýskalandi í apríl síðastliðnum með hátíð í Berlín undir yfirskrift- inni „Islandhoch“. Gerhard Schrö- der, kanslari Þýskalands, og Davíð Oddsson forsætisráðherra opnuðu hátíðina á afmælisdegi Halldórs Laxness og stóð Þýsk-íslenska verslunarráðið þá fyrir lokuðum hádegisverðarfundi í Berlín þar sem Davíð Oddsson ávarpaði val- inn hóp forsvarsmanna úr þýsku stjórnmála- og viðskiptalífi. Mikilvægasta viðskiptalandið Ísland og Þýskaland geta rakið upphaf viðskipta sinna allt aftur á miðja 15. öld. Á Íslandi sóttust Þjóðverjar einkum eftir lýsi og skreið, en keyptu auk þess brenni- stein, vaðmál, gæru, æðardún og fálka. Til Íslands voru fluttar mat- vörur, tjara, timbur til smíða, járn- vörur, álnavara og bjór. Á 17. öld voru oft tíu til tuttugu skip sam- tímis á siglingu á milli Hamborgar og Íslands þannig að um umtals- verð viðskipti hefur verið að ræða ef tekið er tillit til mannfjölda og lífskjara á Íslandi á þeim tíma. Viðskipti landanna hafa aukist jafnt og þétt í gegnum tíðina og við upphaf seinni heimsstyrjald- arinnar árið 1939 nam innflutn- ingur frá Þýskalandi liðlega 16% af heildarinnflutningi Íslendinga. Á síðustu árum hefur hlutfall þetta verið í kringum 12%, en í verð- mætum talið fluttu Íslendingar inn vörur frá Þýskalandi fyrir 27 millj- arða króna. Útflutningur Íslend- inga til Þýskalands nam á hinn bóginn í fyrra 29,3 milljörðum króna sem er 14,9% af okkar heild- arútflutningi. Í dag er Þýskaland því mik- ilvægasta viðskiptaland Íslendinga ef lagður er saman heildar inn- og útflutningur. Óhætt er að fullyrða að þýskar vörur hafi unnið sér rík- an sess í huga Íslendinga og það er reyndar gagnkvæmt á nokkrum sviðum. Ísland er til að mynda fjórði stærsti innflytjandi fisks til Þýskalands. Rúmur helmingur hérlendrar álframleiðslu er fluttur út til Þýskalands og meira en helmingur alls útflutts íslensks vikurs fer til Þýskalands. Haukur í horni Gríðarlega löng hefð er fyrir samskiptum Íslendinga og Þjóð- verja enda má segja að þjóðirnar beri virðingu hvor fyrir annarri og að finna megi margt í fari hvorrar þjóðar fyrir sig sem hin vildi gjarnan hafa, að sögn Páls Kr. Pálssonar, formanns Þýsk-íslenska verslunarráðsins. „Þjóðverjum finnst Íslendingar mjög áhugaverð þjóð fyrir þær sakir hvernig okkur hefur tekist að lifa af og skapa háþróað samfélag og mannlíf hér á norðurhjara veraldar. Og þó svo að við gerum gjarnan grín að stundvísi Þjóðverja, finnst okkur mikið til koma um öguð og skipu- lögð vinnubrögð þeirra. Þá má ekki gleyma því að Þjóðverjar eru mjög vinnufúsir og bera gjarnan virðingu fyrir þeim, sem það eru líka.“ Saga þjóðanna er samofin að ýmsu leyti og hafa Þjóðverjar sýnt það í verki að þeir verja okkar hagsmuni í samfélagi evrópskra stórþjóða. „Þegar þýskir Hansa- kaupmenn komu hingað til lands og sóttu mjög fram í viðskiptum, ögruðu þeir dönsku einokunar- versluninni sem varð síðan tilefni deilna milli Dana og Þjóðverja. Þetta hafði þau áhrif að Danir urðu einfaldlega að bæta sína verslunarhætti til að standa sig betur í samkeppninni auk þess sem ýtt var undir betri sam- göngur. Að sama skapi má segja að Þjóðverjar hafi varið okkur í land- helgisdeilunni 1975 þegar ákveðið var að færa landhelgina úr 50 í 200 sjómílur. Þeir tóku að sér hlutverk sáttasemjara og áttu sinn þátt í Virðing og viðskipti á báða bóga Hálf öld er nú liðin frá því að Íslendingar og Þjóðverjar tóku upp stjórnmálasamband. Æ síðan hafa samskipti og viðskipti þjóðanna farið vaxandi. Í tilefni tímamótanna verður efnt til „þýskra daga“ á höfuðborgarsvæðinu nú í vikunni. Jóhanna Ingvarsdóttir kynnti sér dagskrána og ræddi við menn, sem hafa í gegnum tíðina haft náin tengsl við Þýskaland. Morgunblaðið/Ólafur K Magnússon F.v. Kristján Albertsson sendiráðunautur, Ólafur Thors forsætisráðherra og Konrad Adenauer kanslari. Reuters Davíð Oddsson forsætisráðherra heilsar Gerhard Schröder, kanslara Þýska- lands, á íslenskum menningardögum í Berlín í apríl í vor. Menningarhátíðin Isl- and Hoch var haldin í tilefni af 50 ára stjórnmálasambandi landanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.