Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Unnur SigrúnStefánsdóttir fæddist á Smyrla- bergi í Austur-Húna- vatnssýslu 19. júní 1922. Hún lést á heimili sínu, Ugluhól- um 12, 4. september síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Stef- án Jónsson, f. 20. september 1863, d. 29. apríl 1924, og Guðrún Kristmunds- dóttir Meldal, f. 5. desember 1883, d. 28. desember 1947. Systkini Unnar eru: Jón Bergmann, f. 20. júlí 1908, d. 18. september 1982, Helga Ingibjörg, f. 23. maí 1910, Kristmundur, f. 3. október 1911, d. 3. ágúst 1987, Páll, f. 6. september 1912, d. 16. nóvember 1982, Hjálmar, f. 20. ágúst 1913, d. 14. apríl 1989, Steinunn, f. 8. októ- ber 1914, Jónína Sigurlaug, f. 25. mæðraskólann, og svo til Siglu- fjarðar, Keflavíkur og síðar Reykjavíkur. Þar giftist hún Jó- hanni Rósinkrans Björnssyni hinn 6. mars 1948. Jóhann er fæddur á Ísafirði 20. júní 1924. Foreldrar hans voru Björn Jóhannsson og Guðbjörg Sigurðardóttir. Unnur og Jóhann eignuðust þrjú börn: 1) Rósa Guðrún, f. 23. maí 1948, áður gift Jökli Ólafssyni og eiga þau Jó- hann Ólaf, f. 20. júlí 1967, en hann á tvö börn, og Guðnýju Unni, f. 13. maí 1969, en hún á tvo syni. 2) Guð- mundur Ægir, f. 23. mars 1951. Af fyrra hjónabandi með Tove Beck á hann Ólaf Börk, f. 27. júní 1969, en hann á eina dóttur, og Einar Björn, f. 30. desember 1970, en hann á tvær dætur. Guðmundur er nú kvæntur Áslaugu Gísladóttur, f. 10. janúar 1956, og með henni hefur hann alið upp tvo fóstursyni, Mar- geir og Gísla Steinar Ingólfssyni. Margeir á einn son. 3) Matthildur, f. 9. ágúst 1960. Sambýlismaður Matthildar er Réne Schultz, f. 14. júlí 1972. Útför Unnar verður gerð frá Ás- kirkju á morgun, mánudaginn 16. september, og hefst athöfnin klukkan 13.30. september 1915, d. 15. desember 2000, Sigríð- ur Guðrún, f. 15. ágúst 1916, d. 26. mars 1997, og Gísli Þorsteinn, f. 18. febrúar 1920, d. 19. mars 1958. Við fráfall föður síns var Unnur send tveggja ára göm- ul í fóstur til móður- bróður síns, Guðmund- ar Kristmundssonar Meldal, og konu hans, Róselíu Sigurðardótt- ur, en þau bjuggu þá á Höllustöðum í Blöndu- dal. Síðar flutti Unnur með þeim að Þröm, sem var efsti bær í Blöndudal, og 15 ára að Litla- Dal í Svínavatnshreppi. Fóstur- systkini Unnar eru Ester Guð- mundsdóttir, Guðmunda Ágústs- dóttir og Einar H. Pétursson. Þegar Unnur fluttist að heiman fór hún fyrst á Blönduós, þar sem hún stundaði m.a. nám við Hús- Ó, mamma mín, nú leiðir skilja að sinni, og sorgartárin falla mér á kinn, en hlýjan mild af heitri ástúð þinni, hún mýkir harm og sefar söknuðinn. Í mínum huga mynd þín skærast ljómar, og minningin í sálu fegurst ómar. Þú móðir kær þér aldrei skal ég gleyma, þinn andi fylgir mér á lífsins strönd. Ég vil í hjarta heilræðin þín geyma og halda fast í drottins styrku hönd. Með huga klökkum kveð ég góða móður. Ó, móðir mín, þú lífs míns stærsti sjóður. (Árni Gunnlaugsson) Þessi orð segja allt það sem mér er efst í huga, nú þegar ég kveð þig, mamma mín, þig sem varst ekki að- eins móðir mín heldur einnig mín besta vinkona. Við höfum alla tíð verið mjög nánar enda líkar um margt. Sú mikla væntumþykja sem þið pabbi báruð hvort til annars og okkar afkomendanna er veganestið sem við fengum út í lífið. Það á eftir að verða erfitt fyrir pabba að vera án þín, en við munum reyna að vera honum við hlið og styðja hann. Þú varst yndisleg kona sem máttir ekkert aumt sjá, enda alin upp við að allir væru jafnir, jafnt þeir sem minna máttu sín í þjóðfélaginu sem og aðrir. Þú hafðir ekki mörg orð um það sem þú gerðir fyrir lítilmagnann, en gast þó látið heyra í þér til að rétta hlut þeirra. Ó, elsku mamma mín, það er sárt að fá ekki að hafa þig lengur hjá mér, en ég fékk þó að hafa þig í þessi ár og er ég þakklát fyrir það. Þegar ég var sjö ára hélt ég að ég yrði móðurlaus er þú lást mjög veik á sjúkrahúsi heilt sumar, en sem betur fer fékk ég að hafa þig hjá mér í þennan tíma. Heilsan var farin að gefa sig nú upp á síðkastið, en þökk sé pabba fyrir að þú gast verið heima til hinstu stundar. Elsku mamma mín, það verður erf- itt að ímynda sér framtíðina án þín, en minningarnar eru það sem við sem eftir erum munum ylja okkur við. Þökk fyrir allt, Þín dóttir Rósa. Mamma er farin, en við höfðum hana í 80 ár. En ó hvað ég vildi hafa haft hana lengur. Ég þakka fyrir þann tíma sem við höfðum. Ég þakka fyrir hversu hepp- in ég var að eiga hana fyrir móður. Hún studdi okkur systkinin þegar við þurftum og hvatti okkur áfram. Hún studdi þann minni máttar og óskaði ekki eftir launum fyrir. Hún er mín fyrirmynd og fleiri kynslóða. Mínar fyrstu minningar um móður mína eru úr eldhúsinu við ósköp hversdagslega hluti. Hún hafði tíma til að spjalla við mig tveggja ára og út- skýra heiminn. Næsta minning er ljóslifandi, ég horfi á rólu, við erum í sumarbústað og ég veit ekki hvað á að gera, ég er þriggja ára og móðir mín sest í hana og sýnir mér hvernig á að gera. Hún sveiflar sér og hárið sveifl- ast til dökkbrúnt og fallega liðað, hún er grönn og pen kona í síðbuxum. Sól- in glampar á hárið og okkur. Ég á bara fallegar minningar um mömmu. Síðasta minningin er af hljóðlátri veru sem situr með skjannahvítt hár og hefur áhyggjur af því að minnið sé að fara. Við nokkur hughreystandi orð er hún aftur farin að brosa. Ytra útlit gætti ekki verið ólíkara en per- sónan er sú sama. Hvar á að tæpa á þegar sagt er frá heilli ævi? Ég gæti skrifað bækur um þá tíma sem móðir mín upplifði. Hún lýsti því sjálf þannig: „Ég fæddist á steinöld, upplifði endurreisnina og lifi á tölvuöld.“ Hún lifði mestu breyting- ar Íslandssögunnar og var þátttak- andi. Sá flugvélar skotnar niður í stríði, börn fæðast og fjölskyldu og þjóð mótast. Við mæðgurnar áttum mjög marg- ar samræður um hvernig hún upplifði hlutina, lífið og það löngu liðna sam- félag sem hún fæddist í. En það sem mótar eina persónu eru fyrstu árin. Um það leyti sem móðir mín fæðist veikist faðir hennar, amma þarf að sinna ungbarni, veikum manni og átta öðrum börnum. Eitt var þegar farið í fóstur. Systkinin voru dugleg að bjarga sér og hvert öðru, en það elsta var ekki nema fjórtán ára. Á tveggja ára afmælisdaginn er afi dáinn. Móðurbróðir mömmu hafði óskað eftir að taka hana í fóstur, sem úr verður á afmælisdaginn hennar. Hún mundi sárt þann dag þegar hún var sett upp á hest grátandi og kvaddi systkinin og móður sína. Hún fékk góða fósturforeldra, Guðmund og Róselíu Meldal, en til voru aðrir sem minntu hana á að þau væru ekki for- eldrar hennar. En lífið er hart í torfbæ uppundir heiði. Göngin í bæn- um verða klakabúnt á veturna og hendurnar verða frostbólgnar af kulda við að skola þvott í klakabrynj- uðum lækjum. Að elta búfé upp um heiðar getur tekið sólarhringa. Stundum var litla stúlkan það þreytt að hún gat ekki borðað þegar heim kom. Hún eignaðist fóstursystur, fyrst þegar önnur stúlka kemur og svo þegar faðir hennar eignast barn utan hjónabands, sem Róselía tók af sínu stóra hjarta. Síðan varð breyting, flutt er niður í byggð þegar hún er 15 ára og í stein- hús, með góðum gluggum, koparhöld- um á dyrum og nálægt öðru ungu fólki. Hún fær að heimsækja móður sína og fara í reisu með henni til Reykjavíkur. Gista hjá elstu systur og skoða heiminn. Kynnast aftur sinni blóðmóður. Það er kreppa og peningar sjást ekki. Svo er farið í kvennaskóla og stríð- ið skellur á, stelpurnar mega ekki fara út úr húsi án fylgdar enda Blönduós fullur af Bretum. Næsta vetur fer mamma til stóra bróður sem rekur hótel á Siglufirði og hans góðu konu. Hún talar mikið um ánægjuna að kynnast aftur systkinunum en líka um heppni sína í fósturforeldrum og fóstursystkinum. Alltaf er farið heim á sumrin og hjálpað til og svo fékk hún fóstur- bróður. En nú er hún farin suður á vetrum, fyrst til Keflavíkur og svo til Reykjavíkur. Ævintýri líkast. Vel- borguð vinna og peningar eftir löng ár kreppunnar. Að geta keypt tísku- föt og farið í bíó. Nú þarf ekki lengur að ganga í skóm búnum til úr bíl- dekkjum sem skekkja allar tær. Nú skal haldið út í heim eftir stríð. Hún kynnist föður mínum þegar hann kemur í land af sjónum, en til Kaup- mannahafnar er haldið og hún fær vinnu á Hótel Palaz. En það eru ennþá of miklar róstur eftir stríðið og eftir að hafa naumlega sloppið undan kúlnahríð í hjarta bæjarins ákveður hún að fara til Stokkhólms. Eftir átta mánuði fer hún svo heim til að stofna fjölskyldu með pabba. Mömmu lang- aði í stóra fjölskyldu en við urðum bara þrjú. Fráfall fósturforeldra skapaði mikinn söknuð, en hún hélt áfram að lifa eins og við verðum líka að gera í dag. Með árunum vænkaðist hagur og hægt var að fara aftur í ferðir og nú suður á bóginn í sólina og þegar vinnudegi lauk höfðu foreldrar mínir keypt hús á Spáni, þar sem þau áttu ellefu yndisleg ár. Aldrei komstu til Ástralíu eins og þig dreymdi um sem barn, en í staðinn komstu margt ann- að sem þú hafðir ekki látið þig dreyma um. Fyrir mig voru það forréttindi að geta lært í sama landi, á Spáni, geta skroppið í heimsókn um helgar og deilt lífi mínu með þeim. Það eru með þremur bestu árum lífs míns, ég gat loksins farið að endurgjalda dekrið. Fyrir tveimur árum dreymdi þig þá í fjölskylduni sem farnir eru á und- an. Þú komst að Litladal og verið var að heyja, allir voru glaðir og Stebbi faðmaði þig að sér og bað þig að vera, en þú færðist undan og sagðir að við pabbi biðum á Spáni og þú gætir ekki stoppað núna. Ég sé þig með þeim nú. Glaða úti á túni að snúa. Elsku mamma, við elskum þig og pabbi saknar þín svo mikið. Eitt af mörgu sem þú kenndir okkur var að gefast aldrei upp og við munum upp- skera. Með söknuði. Matthildur. Elsku amma mín. Mikið er ég eig- ingjörn. Þótt þú hefðir verið orðin las- in og upp á aðra komin undir það síð- asta, sem var nokkuð sem þú varst ekki vön að vera, þá vildi ég fá að hafa þig aðeins lengur hjá mér. Mér finnst óréttlátt að þú sért farin, en samt veit ég að það er óréttlátt gagnvart þér að fara fram á það að þú yrðir lengur meðal okkar. Ég er þó ánægð með hve vel ég kvaddi þig í sumar þegar heimsókn minni til Íslands var að ljúka, því mig grunaði að þetta væri í síðasta sinn sem við gætum rætt sam- an. Við ræddum um æsku þína og uppvaxtarár, hvernig hlutirnir voru í gamla daga, hvernig þú kynntist afa, hvernig var að byrja að búa og þess háttar. Í lokin urðum við sammála að við værum líkar að mörgu leyti, sem ég er mjög stolt af, því ekki er leiðum að líkjast. UNNUR SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR                                         ! "   # $%& '(      !     )(   ! *+,     - (    $&                                                      !" # $"# %  &# !" # ' (   &# !" #  # )** &#  *  # + # !" # ,*-#(   &# !" #  * # ## "  &# .  &#  ' ( %/##  -#    ! % -# !" # 0 * 1 # #% 2& !   # 3  -#   %-#-4#5                             !" #$$   !" #$#  %&  '()*+ ,- # . !                                              ! "!  " # $ %  !      & ' "       "   (!   # )   " #  ! !   *(  "    + ( # *%   "   , ( '+ #  & '# '  &                                                ! "  #$%&&!  '%( $( ! )* !$&+, '%$%&&!  ( ! -. '%$$( /% $ 0" '%$%&&! 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.