Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ 15. sept. 1945: „Eins og kunnugt er, komst Búlgaría eins og önnur lönd í Suð- austur Evrópu undir sterk áhrif Rússa, er þýsku nasist- arnir höfðu verið reknir á braut, og rauðar leppstjórnir voru settar á laggirnar í þess- um löndum. En eins og áður hefir verið minst á hjer í blaðinu virðist alt benda til þess, að hið volduga „lýðræð- isríki“ í austri leggi nokkuð annan skilning í orðið lýðræði og þau hugtök, er því eru skyldust, en vestrænar þjóðir eru vanar að gera. Menn hafa lengi haft grun um, að í Ráð- stjórnarríkjunum væri ríkjandi einskonar gæsa- lappalýðræði og þetta fyr- irkomulag virðist þetta stór- veldi gera sjer far um að innleiða í þeim ríkjum, er það hefir tekið undir sinn vernd- arvæng.“ . . . . . . . . . . 15. sept. 1965: „Fólskuleg árás Tímans á Ingólf Jóns- son, landbúnaðarráðherra, í gær, er eins ómakleg og hugsast getur. Ingólfur Jóns- son hefur allt frá því hann kom á þing ungur maður fyr- ir rúmum tuttugu árum, bar- izt af miklum drengskap og festu fyrir málstað bænda- stéttarinnar. Sem ráðherra í tveimur ríkisstjórnum hefur hann einnig haft góða að- stöðu til þess að vinna mál- efnum bænda mikið og var- anlegt gagn.“ . . . . . . . . . . 15. sept. 1985: „Íslendingar eru illa undir það búnir að verjast njósnum annarra ríkja. Ekkert bendir til þess að starfsemi sovéskra sendi- ráðsmanna hér á landi sé í neinu frábrugðin því sem gerist í öðrum löndum. Fjölmennasta sendiráð á Ís- landi er sendiráð Sovétríkj- anna. Sú spurning hlýtur að koma upp í hugann hvað allur sá fjöldi hefur fyrir stafni. Sinna þeir sömu eða svip- uðum verkefnum og starfs- bræður þeirra og félagar í sendiráðum Ráðstjórnarríkj- anna í öðrum ríkjum Vest- urlanda? Sé svo standa Ís- lendingar berskjaldaðir.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. U MRÆÐUR um kosti þess og galla fyrir Ísland að eiga aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) hafa verið heldur minna áberandi undan- farna mánuði en var um tíma á síðasta ári, þótt evran sé nú orðin áþreifanlegur veruleiki í Evr- ópusambandsríkjunum tólf, sem samþykkt hafa að taka hana upp. Ástæða þessa er a.m.k. þrí- þætt. Í fyrsta lagi hafa menn almennt áttað sig á því að full aðild að EMU og upptaka evrunnar sem gjaldmiðils á Íslandi myndi útheimta aðild að Evrópusambandinu með kostum hennar og göllum. Þetta virtist á tímabili ekki fyllilega skýrt í umræðum um kosti og galla EMU-að- ildar, en liggur nú ljóst fyrir. Í öðru lagi virðist sem menn hafi lagt á hilluna hugmyndir um ein- hvers konar einhliða upptöku evrunnar, enda hafa verið færð að því gild rök að slíkt fyrirkomu- lag yrði ótrúverðugt og lítt haldbært. Tvíhliða samningur við ESB án ESB-aðildar er sömuleið- is lítt sennilegur kostur og sambandið ekki áhugasamt um slíkt fyrirkomulag. Í þriðja lagi heldur enginn því fram lengur að EMU-aðild sé einhvers konar skyndilausn á vandamálum ís- lenzks efnahagslífs, en slíkt var látið í veðri vaka á tímabili, á meðan sveiflurnar á gengi krón- unnar voru sem mestar. Aðild að EMU – og þar með að Evrópusambandinu – er þvert á móti í bezta falli langtímamarkmið, komist menn á ann- að borð að þeirri niðurstöðu að hún gæti orðið Ís- landi hagfelld. Og fólki hefur orðið ljóst að í raun þarf að framfylgja sömu stefnu til þess að geta staðið utan sameiginlegs gjaldmiðilssvæðis og til þess að eiga kost á aðild að því; í báðum tilfellum þarf að viðhalda stöðugu gengi, lágum vöxtum, lítilli verðbólgu, heilbrigðum ríkisfjármálum og sveigjanlegum vinnumarkaði. EMU-aðild léttir þannig engum byrðum af þeim, sem móta efna- hagsstefnuna til skemmri tíma litið, þótt hún gæti orðið hagfelld til lengri tíma, sem er reynd- ar umdeilt. Fyrir rúmum fjórum árum fór fram vönduð út- tekt á vegum ríkisstjórnarinnar á áhrifum Efna- hags- og myntbandalagsins á íslenzka hagsmuni. Nefndin, sem fengin var til þess verkefnis, komst m.a. að þeirri niðurstöðu að svo lengi sem þrjú mikilvægustu viðskiptalönd Íslands innan Evr- ópusambandsins, Bretland, Danmörk og Sví- þjóð, stæðu utan evrusvæðisins, væri lítil ástæða til þess fyrir Íslendinga að hafa áhyggjur af myntbandalaginu. Ef hins vegar þessi ríki gerð- ust fullir aðilar að myntbandalaginu og tækju upp evruna, væri ástæða til að endurskoða af- stöðu Íslands. Þegar skýrsla nefndarinnar var kynnt 2. júlí 1998 sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra á blaðamannafundi: „Ef þessi ríki kæmu til með að vera í myntbandalaginu snemma á næstu öld þá má segja að þunginn í okkar utanríkisviðskiptum sem eiga sér stað innan myntbandalagsins sé orðinn helmingi meiri en við núverandi aðstæð- ur. Það er ljóst að ef löndin ganga í myntbanda- lagið, þá hefur stofnun myntbandalagsins gengið vel og þar með er ástæða fyrir okkur að endur- skoða okkar afstöðu, það væri heimskulegt að gera það ekki.“ Viðskiptin við ríkin þrjú, sem um ræðir, eru um 30% af utanríkisviðskiptum Íslands. Við- skiptin við ríkin tólf á evrusvæðinu eru aðeins lít- ið eitt hærra hlutfall, en samtals vegur Evrópu- sambandið um 60% í íslenzkum utanríkis- viðskiptum. Það liggur þess vegna í augum uppi hvers vegna afstaða þessara þriggja ríkja er af- gerandi. Það myndi augljóslega skipta máli ef hægt væri að útrýma gengisáhættu í 60% af ut- anríkisviðskiptum Íslendinga. Segja má að öll ríkin þrjú séu nú nær því að taka upp evruna en fyrir fjórum árum, sé horft til þess hvernig pólitískar umræður þar hafa þróazt, þótt ekkert þeirra hafi tekið formlega ákvörðun um að bera EMU-aðild undir þjóðina. Það er afar mikilvægt fyrir Íslendinga að fylgj- ast vel með umræðum um málið í þessum þremur nágrannalöndum, enda geta ákvarðanir þeirra útheimt að við endurmetum eigin afstöðu. Svíþjóð: At- kvæðagreiðsla næsta haust? EMU-málið hefur ekki verið mjög ofar- lega á baugi í barátt- unni fyrir þingkosn- ingarnar í Svíþjóð, sem fram fara á morg- un, sunnudag. Ástæðan er annars vegar að önn- ur mál hafa vegið þyngra í kosningabaráttunni, s.s. hefðbundnar deilur um velferðarkerfið og umræður um innflytjendamál, og hins vegar að margir flokkar hafa forðazt umræðuefnið vegna þess að þeir eru klofnir í málinu. Það á ekki sízt við um Jafnaðarmannaflokk Görans Persson for- sætisráðherra, sem talið er sennilegt að haldi völdum, sé tekið mið af niðurstöðum skoðana- kannana nú síðustu dagana fyrir kosningarnar. Naumur meirihluti kjósenda jafnaðarmanna er þó hlynntur upptöku evrunnar og Persson virðist hafa gert upp hug sinn fyrr á árinu um að það beri að stefna bráðlega að þjóðaratkvæða- greiðslu um evruna. Í fyrstu gaf forsætisráð- herrann í skyn að atkvæðagreiðslan gæti orðið í marz á næsta ári, með það að markmiði að inn- leiða mætti evrumynt og -seðla í Svíþjóð í árs- byrjun 2006. Í síðasta mánuði sagði hann hins vegar að rétt væri að sænska þjóðin fengi tæki- færi til að handfjatla evruna í sumarfríinu öðru sinni, áður en gengið yrði til atkvæða og gaf þar með í skyn að kosningin yrði ekki fyrr en næsta haust. Bjartsýnismenn telja að engu að síður geti Svíar haft evruna handa á milli 1. janúar 2006. Sænskir stjórnmálaskýrendur eru sammála um að haldi stjórn Perssons velli, verði ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslu tekin fljótlega í haust og kosningin mjög sennilega haldin að ári. Öllu meiri óvissa ríkir um hvað muni gerast, sigri borgaraflokkarnir í kosningunum. Annars vegar er einn flokkanna fjögurra, Miðflokkurinn, sem er gamall bændaflokkur, á móti evrunni. Hins vegar óttast menn að kjósendur jafnaðarmanna verði tregir til að greiða atkvæði með tillögu, sem borgaraleg ríkisstjórn leggi fyrir þjóðina, en öðru máli gegni um sams konar tillögu frá þeirra eigin flokki. Það vakti talsverða athygli fyrr í vik- unni er sérfræðingar tveggja fjármálafyrirtækja í Svíþjóð létu í ljós áhyggjur af því að sigruðu borgaraflokkarnir, gæti það haft neikvæð áhrif á möguleika Svíþjóðar að ganga í EMU. Yfirleitt hefur fjármálamarkaðurinn verið heldur hlynnt- ur borgaralegum ríkisstjórnum. Talið er að sigri jafnaðarmenn í kosningunum muni Persson takast að fá stuðning forystu sænska alþýðusambandsins (LO) við evruaðild, að því gefnu að atkvæðagreiðsla verði ekki hald- in fyrr en haustið 2003 og tími gefist til að koma til móts við kröfur sambandsins um að settir verði á fót sveiflujöfnunarsjóðir til að draga úr hættunni á því að EMU-aðild hafi í för með sér aukið atvinnuleysi. Sigri borgaraflokkarnir í kosningunum munu þeir tæplega treysta sér til að ganga til kosninga um evruna án stuðnings jafnaðarmanna. Flest bendir því til að tímasetn- ing þjóðaratkvæðagreiðslunnar verði eftir höfði jafnaðarmanna, hvernig sem kosningarnar fara. Síðustu skoðanakannanir benda til að evruað- ild yrði samþykkt ef gengið yrði til slíkrar at- kvæðagreiðslu nú. Í könnun Temo-fyrirtækisins fyrir Dagens Nyheter um miðjan ágúst sögðust 49% aðspurðra styðja fulla aðild Svíþjóðar að EMU, en 40% sögðust andvígir. Í apríl sögðust 48% meðmæltir evrunni en 37% andvígir í sams konar könnun. Meirihlutinn er því nokkuð stöð- ugur sem stendur, en fátt bendir hins vegar til þess að reynsla Svía af því að hafa evrur handa á milli í sumarfríinu sínu sunnar í álfunni hafi haft veruleg áhrif á afstöðu þjóðarinnar, eins og ýms- ir höfðu spáð. Og að sjálfsögðu getur margt breytzt þegar hin raunverulega kosningabarátta fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna kemst á skrið. Bretland: Nei- kvætt almenn- ingsálit Í Bretlandi er staðan talsvert önnur. Al- menningsálitið er nei- kvætt í garð þess að taka upp evruna – eða fórna sterlingspund- inu, eins og evruandstæðingar vilja fremur orða það. Samkvæmt könnun, sem markaðsrann- sóknafyrirtækið NOP gerði fyrir Barclays- banka seint í ágúst, eru 49% Breta andvíg upp- töku evrunnar en 36% hlynnt. Þetta eru svipaðar tölur og komu út úr könnunum sl. vor, sem bend- ir til þess að Bretar hafi ekki frekar en Svíar orð- ið fyrir miklum áhrifum af því að hafa evrur í vös- um sínum og veskjum í sumarfríinu. Hins vegar virðist nokkuð ljóst að ríkisstjórn Tonys Blair sé að fikra sig í átt til ákvörðunar um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um evruna á þessu kjörtímabili. Fari svo, er sennilegast að hún verði haldin á næsta ári. Hvort það verður áður en eða eftir að Svíar halda atkvæðagreiðslu á eftir að koma í ljós. Í Svíþjóð benda ýmsir á að Bretum sé líkast til alveg sama hvað Svíar kjósi, en í Svíþjóð myndi það hins vegar hafa jákvæð áhrif ef Bretar væru búnir að segja já við evr- unni. Tony Blair forsætisráðherra hefur ekki gefið neinar ótvíræðar yfirlýsingar um tímasetningu þjóðaratkvæðagreiðslu. Í byrjun þessa mánaðar hafði George Foulkes, fyrrverandi ráðherra í Skotlandsmálaráðuneytinu, eftir Blair að at- kvæðagreiðslan yrði haldin næsta haust, líklega í október. Skrifstofa forsætisráðherrans neitaði REGLUR UM YFIRTÖKUTILBOÐ Fyrir rúmlega áratug fjallaðiMorgunblaðið í forystu-greinum töluvert um nauð- syn þess, að setja sérstakar regl- ur þess efnis, að ætti einstakl- ingur eða félag einstaklinga þriðjungshlut í fyrirtæki á al- mennum hlutabréfamarkaði væri þeim hinum sama skylt að bjóða öðrum hluthöfum að kaupa hluta- bréf þeirra. Rökin fyrir þessu voru þau, að í hlutafélögum með töluvert dreifðri eignaraðild, sem ekki er óalgengt í félögum, sem skráð eru á hlutabréfamarkaði, þýddi þriðjungseignarhlutur í raun yfirráð yfir viðkomandi fé- lagi og ósanngjarnt að eigendur nær 70% hlutar, sem væri í dreifðri eign, væru í raun áhrifa- lausir eða því sem næst. Þessum hugmyndum var ekki vel tekið í fyrstu. Þó lágu á þeim tíma fyrir drög að tilskipun innan Evrópusambandsins um þetta efni og fjölmargir viðskiptaaðilar töldu nauðsynlegt að hér á Íslandi giltu svipaðar eða sömu reglur í viðskiptalífinu og í Evrópu til þess að íslenzk fyrirtæki sætu við sama borð og samkeppnisaðilar í helztu viðskiptalöndum okkar. Tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins á þeim tíma, þeir Matt- hías Bjarnason og Eyjólfur Konráð Jónsson, fluttu þings- ályktunartillögu um þetta efni á Alþingi. Á árinu 1997 lagði ríkisstjórnin fram á Alþingi frumvarp til laga um starfsemi kauphalla og skipu- legra tilboðsmarkaða. Í 19. grein þess frumvarps var gert ráð fyrir að þetta ákvæði yrði tekið upp. Við meðferð málsins á Alþingi var þessu ákvæði frumvarpsins breytt og í stað þess að miðað væri við 33% eignarhlut varð niðurstaða Alþingis sú, að miða bæri við 50% eignarhlut. Þau lagaákvæði eru nú í gildi og á þeim byggðist m.a. tilboð Eimskipafélagsins til ann- arra hluthafa í ÚA fyrir nokkru. Hlutabréfamarkaðurinn á Ís- landi hefur þróazt ört. Hér eru orðin til stór og öflug fyrirtæki og í sumum tilvikum eru miklar sviptingar um áhrif og völd innan þeirra. Fyrir dyrum stendur sala tveggja ríkisbanka og sýnist þar gert ráð fyrir að selja einum aðila eða samstæðum hópi stóran hlut í hvorum ríkisbankanna fyrir sig, jafnvel allt að 45%. Morgunblaðið hefur lýst þeirri skoðun, að það sé óhyggilegt en hvað sem þeirri skoðun blaðsins líður er ljóst að nú er enn ríkari ástæða en áður til þess að breyta núgildandi lögum og færa þetta hlutfall niður í 33% eins og er víða um lönd og jafnvel niður fyrir þá tölu. Í nefndaráliti efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis, þegar hlutfallstalan var hækkuð í 50%, sagði m.a.: „Í nýjum drögum að tilskipun um slík tilboð á vett- vangi Evrópusambandsins er að- ildarríkjum falið að skilgreina sjálf þá hlutfallstölu, sem þau telja eðlilegt að miða við þegar skilgreina á í landslögum þá aðila, sem á hverjum tíma og samkvæmt hefð í einstökum ríkjum eru taldir hafa náð fullkominni stjórn á fé- laginu.“ Það er margt í íslenzku við- skiptalífi, sem mælir með því að þessi hlutfallstala sé jafnvel lægri en víða hefur tíðkazt í nálægum löndum. Reynsla síðustu ára hef- ur leitt í ljós, að það er ekki ein- ungis hægt að ná úrslitaáhrifum í einu félagi með því að eignast jafnvel innan við þriðjungshlut í því heldur er einnig hægt að nota slíka minnihlutaeign til þess að ná úrslitaáhrifum í öðru félagi með minnihlutaeign og svo koll af kolli. Þannig er hægt að ná ótrúlega miklum áhrifum í viðskiptalífinu með miklu minna fjármagni en ætla mætti við fyrstu sýn og getur það varla talizt æskileg þróun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.