Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 35 Til sölu FASTEIGNASALA GUNNARS ÓLAFSSONAR, Hafnargötu 79, Reykjanesbæ. S. 421 8111, fasteign@simnet.com eitt glæsilegasta einbýlishúsið á Suðurnesjum. Mjög vel stað- sett í botnlangagötu, stutt frá skóla. Á allan máta hin vand- aðasta eign. Gott útsýni frá koníaksstofu í risi. Skráð 203,7 m² og bílskúr 30,3 m². Nánari lýsing á heimasíðunni: fasteign.com. Ásett verð 28.000.000. Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050 runolfur@hofdi.is Í dag býðst þér og þínum að skoða þessa snyrtilegu 2ja herbergja íbúð á jarðhæð, með sérgarði, á þessum eftir- sótta stað. Íbúðin er samtals 52,1 fm með geymslu. Íbúðin skiptist í forstofu- gang, svefnherbergi, eldhús, stofu, bað- herbergi og hol fyrir framan eldhús. Ljóst parket er á gólfum í eldhúsi, á gangi og í stofu. Eldhús með snyrtilegri ljósri innréttingu. Baðherbergi með baðkari og sturtuaðstöðu. Í kjallara er geymslan ásamt sameiginlegu þvottahúsi og þurrkherbergi ásamt hjóla- og vagnageymslu. Ekkert áhvílandi. Verð 9,5 millj. Guðríður tekur vel á móti ykkur. Kelduland 19 - Fossvogil l - i HÓLMATÚN 12 - ÁLFTANESI Opið hús í dag frá kl. 14-17 Glæsil. ca 200 fm parh. m. innb. 42 fm bíl- skúr. Glæsil. hönnun, allt fyrsta flokks. Hús klætt að utan. Stór svefnherb. Áhv. hagst. lán. Verð 21,9 millj. Ómar og Val- gerður taka vel á móti áhugasöm- um væntanlegum kaupendum í dag milli kl. 14 og 17 Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  ÁSBÚÐARTRÖÐ 13 - HF. - M. BÍLSKÚR Opið hús í dag frá kl. 14-17 Vorum að fá í sölu mjög góða ca 120 fm efri sérh. í tvíb. ásamt 25 fm bílskúr, sam- tals um 145 fm. 3-4 góð herb. Sérinng. Þórður og Ingibjörg taka vel á móti áhugasömum væntanlegum kaup- endum í dag milli kl. 14 og 17. LÆKJASMÁRI - KÓP. - M. BÍLSKÝLI Nýkomin í einkas. sérl. falleg 95 fm íb. á efri hæð í góðu fjórb. auk sérstæðis í bíl- skýli. Sérinng. Rúmgóð herb. Parket og flísar. Fráb. staðs. á rólegum stað. Áhv. húsbr. 7 millj. Verð 14,9 millj. 90434 SELJAHVERFI - RVÍK - EINB. Nýkomið í einkas. glæsil. einb. með bíl- skúr, samtals 330 fm. Arinn. Fráb. staðs. og útsýni. Eign í sérflokki. Verð 29,7 millj. 92797 SUÐURVANGUR - HF. - EINB. Nýkomin í einkas. þessi myndarlega hús- eign, tvílyft einb. m. bílskúr, samtals ca 250 fm. Húsið skiptist m.a. í tvær stofur, 6 rúmgóð svefnherb., sjónv.skála, arinn o.fl. Verönd m. heitum potti. Góð eign og stað- setning. Laust strax. Hagst. lán. og hagst. verð 24,9 millj. 42289. OPIN HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-17 Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Í dag milli kl. 14 og 17 verður opið hús í Furugrund 32. Um er að ræða mjög góða 3ja herbergja 66 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli. Stór og björt stofa, útgengt á stórar suður- svalir, gott eldhús með góðri borð- aðstöðu og tvö góð svefnherbergi. Mjög góð staðsetning. V. 10,5 m. 3589. Gróa og Þorkell taka vel á móti ykkur. Opið hús Furugrund 32 - Kópavogi - 3ja Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Falleg þriggja herbergja endaíbúð á þriðju hæð í litlu fjölbýli. Mikið útsýni - suðursvalir. Hús og sameign í góðu ásigkomulagi. Áhvílandi húsbréf. Íbúðin getur losnað fljótt. Verð kr. 11,3 millj. Opið hús hjá Ingibjörgu og Erik milli kl 14 og 16 í dag. FURUGRUND 76 - KÓPAVOGI Fullgerð 4ra herbergja íbúð 120 fm á annarri hæð auk þess innbyggður bílskúr í vel staðsettu litlu fjölbýli. Íbúðin er mjög fallega innréttuð og rúmgóð. Frábært útsýni til vesturs. Stutt í skóla og þjónustu. Verð kr. 18,5 millj. Áhvílandi eru Húsbréf. Opið hús hjá Hannibal og Björgu milli kl. 14 og 16 í dag. GALTALIND 12 - KÓPAVOGI Mjög vel staðsett einbýlishús á tveimur hæðum. Húsið er 220 fm og afhendist eins og það er nú sem er sem næst tilbúið til innréttinga. Frábært útsýni - gott verð. Húsið er til afhendingar við kaupsamning. Verð kr. 19,9 millj. Opið hús milli kl. 14 og 16 í dag. ÞRASTARÁS 1 - HAFNARFIRÐI OPIÐ HÚS SUNNUDAG MILLI KL. 14 OG 16 Miðstræti 12, 101 Reykjavík, sími 533 3444. Mjög gott 14 hesta hús með rúmgóðum stíum og haughúsi. Kaffistofa og hnakka- geymsla. Húsið er með fullfrágengnu sér- gerði. MJÖG GOTT HÚS Í GÓÐU STANDI OG EINSTAKLEGA ÞÆGILEGT AÐ ÞRÍFA. HESTHÚS VIÐ HEIMSENDA Nánari upplýsingar veita sölumenn Þingholts. Harðindin í lífi þínu hafa vissulega mótað þig, en þau gerðu þig að mjög sterkri manneskju og gáfu þér eig- inleika sem þú hefur reynt að skila til seinni kynslóða. Þegar þú varst tæpra tveggja ára dó faðir þinn og þú fórst í fóstur, þar sem móðir þín gat ekki ein hugsað um allan barnahópinn. Þótt þú færir til móðurbróður þíns og konu hans var erfitt fyrir þig að sætta þig við að vera langt í burtu frá móður þinni og systkinum. Ekki er ólíklegt að rótleysið sem þér fannst seinna einkenna þig hafi átt sitt upphaf hér. Þú fórst ung að vinna, fyrst á heim- ilinu, því fósturmóðir þín var ljósmóð- ir og þurfti að vera langdvölum í burtu frá heimilinu. Ég man þú sagðir mér þegar ég var barn að þú hefðir verið átta ára þegar þú fórst að sjá um heimilið. Þetta þótti mér erfitt að skilja. Þegar þú svo fórst að heiman fórstu fyrst á Blönduós að vinna og svo í húsmæðraskóla. Þú fórst á Siglufjörð og svo til Keflavíkur er þér bauðst þar vinna við framreiðslustörf á, að þinni sögn, tvöföldu kaupi. Það var þó ekki í þínu eðli að eyða þessum auknu tekjum í vitleysu, því þú lagðir stóran hluta af þeim fyrir til magrari tíma. Þú stoppaðir tvö ár við í Kefla- vík og fórst svo til Reykjavíkur þar sem þú kynntist afa. Þú sást strax að hann var, eins og þú orðaðir það sjálf, góður drengur. Ævintýraþráin var þó ástinni yfirsterkari til að byrja með og fljótlega eftir lok seinni heims- styrjaldarinnar fórst þú til Danmerk- ur og Svíþjóðar að vinna. Ástin togaði þig þó fljótt aftur til Íslands og fljót- lega eftir komuna heim giftist þú afa og mamma mín fæddist. Þar með voru erfiðleikarnir ekki búnir, því húsnæðisskortur herjaði í höfuðborg- inni og þið fóruð ekki varhluta af því. Húsnæðishrakningunum lauk þegar þið byggðuð ykkur hús í Smálöndun- um sem þá voru fyrir utan Reykjavík. Þarna bættust Gummi frændi og Matthildur frænka í hópinn. Þér var það mikið kappsmál að halda gott heimili fyrir fjölskylduna, en svo kom að því að þú þurftir að fara að vinna til að endar næðu saman. Þú vannst víða; í Sigtúni, Hótel Esju, Heyrn- leysingjaskólanum og Hólabrekku- skóla, ýmist við framreiðslu, sem þerna eða í mötuneytinu. Það voru ófáir sem fengu matarást á þér á þessum tíma. Dugnaður þinn og harka var mér mikil fyrirmynd og í mínum augum ert þú ein af þeim fjöl- mörgu kvenskörungum sem áttu sinn þátt í að lyfta þjóðinni efnahagslega á síðustu öld. Það er því vel við hæfi að kvenréttindadagurinn skuli falla á af- mælisdaginn þinn. Þú áttir ekki verk- smiðju eða togara en með dugnaði þínum og hörku náðir þú hærra plani en margir þeir sem fæðast með silf- urskeið í munni eða giftast til fjár. Þótt þú hafir alla tíð farið vel með peninga sýndir þú mér að peningar eru ekki allt. Skólaganga þín var stutt en samt ítrekaðir þú fyrir mér að menntun væri máttur og að hún væri nauðsynleg til að ná langt, þó ekki væri nema til að þurfa ekki að berjast eins mikið í gegnum lífið eins og þú þurftir. Þessi skilaboð tók ég til mín og gekk menntaveginn og, amma mín, þú átt stóran hlut í prófgráðunni sem ég hlaut síðastliðið sumar. Einn- ig átt þú stóran hlut í lífssýn og lífs- gildum mínum. Heimili þitt stóð alltaf opið fyrir þeim sem það þurftu og ég var mikið hjá þér og afa sem barn og unglingur, oftast þó bara í heimsókn. Eftirminni- legar eru stundirnar þegar við Jói bróðir og Einar og Börkur vorum í heimsókn. Þá dekraðir þú við okkur út í eitt, dróst fram ástarpunga úr frystikistunni eða bakaðir pönnukök- ur. Það er erfitt að tína til einstakar minningar sem skara fram úr varð- andi þig, því minningarnar eru svo fjölmargar. Ég mun þó muna þig, amma mín, fyrir einstaka góð- mennsku og hlýju, dugnað og síðast en ekki síst fyrir að hafa stutt mig þegar á bjátaði hjá mér. Í söknuðin- um sem nú hvílir yfir mér verð ég að hugga mig við allar góðu stundirnar með þér og allt það sem þú hefur skil- ið eftir þig. Amma mín, þú mátt vera stolt af því sem þú afrekaðir á ævi þinni. Ég er stolt af því að vera barna- barn þitt og bera nafn þitt. Þín Unnur ,,litla“. Skráðu þig í Broste klúbbinn - bergis.is Nýr lífsstíll Skráðu þig í Broste klúbbinn - bergis.is Nýr lífsstíll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.