Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ EFNI þingsályktunartillögunn-ar er á þann veg, að skil-greina þurfi vatnið sem auð-lind sem ganga eigi vel um, og sömuleiðis þurfi að koma skipulagi á rannsóknir, söfnun upplýsinga og neyslu vatns hér á landi. Loks er lagt til að möguleikar á útflutningi vatns til annarra landa verði kannaðir gaumgæfilega. „Málið er mjög spennandi og að sama skapi mikilvægt fyrir Íslend- inga,“ segir Katrín. Hún bendir á að jafnt umhverfislega og efnahagslega geti vatn skipt Íslendinga miklu máli. „Vatn hér á landi er víða afar gott og þar að auki erum við vatnsríkasta þjóð í heimi,“ segir hún. Vatn er auðlind Freysteinn Sigurðsson, jarðfræð- ingur á auðlindadeild Orkustofnunar, hefur unnið við rannsóknir á köldu vatni hérlendis undanfarinn aldar- fjórðung. Aðallega hefur hann fengist við rannsóknir á neysluvatni og grunnvatni á landinu. Hann telur fulla ástæðu til þess að skilgreina neyslu- vatn sem auðlind í lögum. „Allt vatn sem nothæft er til neyslu ætti að skil- greina sem auðlind. Við notum aðeins lítið brot af því vatni hér á landi. Við gætum sannarlega flutt mikið af vatni til annarra landa,“ segir Freysteinn. „Ég tel nauðsynlegt að við lítum á vatnið sem auðlind, og að almenning- ur og stjórnvöld átti sig á hvað við er- um rík af þessari auðlind,“ útskýrir Katrín. „Hundruð milljóna manna í heiminum líða vatnsskort, en þó er ekki sjálfgefið að við hér á landi eig- um að bruðla með vatnið þrátt fyrir að við eigum nóg af því. Reykvíkingar nota um 150–160 lítra á mann á sólar- hring af köldu vatni og um 50 lítra af heitu vatni að auki, en Danir mun minna, eða um 105–110 lítra á mann af köldu og upphituðu vatni á dag.“ Þrátt fyrir að Íslendingar noti greinilega mjög mikið af vatni hefur ýmislegt verið gert til þess að sporna við óhóflegri og óþarfa eyðslu. Guð- mundur Þóroddsson, forstjóri Orku- veitu Reykjavíkur, segir fyrirtækið hafa unnið að því markvisst undan- farna áratugi að koma í veg fyrir leka í dreifikerfi og óþarfa sóun vatns á höfuðborgarsvæðinu. „Þar þurfti að breyta uppbyggingu dreifikerfisins til þess að koma í veg fyrir leka og gera okkur kleift að notast við leitartækni í dreifikerfinu. Vatnsnotkun hefur minnkað stöðugt frá árinu 1986 þegar við fengum fullkomið tæki til ná- kvæmrar staðsetningar lekans.“ „Nú til dags borga flest fyrirtæki kalda vatnið eftir mæli, og með þeim hætti hefur tekist að koma böndum á óþarfa vatnseyðslu stórra fyrirtækja. Hins vegar er ekki talið borga sig að setja mæla í heimahús, þrátt fyrir að vatnsnotkun heimila þyki mikil hér á landi. Þrátt fyrir að við kæmum ef til vill í veg fyrir einhverja notkun efast ég um að íbúar myndu fara að spara vatnið sérstaklega.“ Margt hefur þó verið reynt á veg- um Orkuveitunnar til þess að koma í veg fyrir sóun vatns í heimahúsum. „Nýlega fórum við í herferð gegn sí- rennsli í heimahúsum, sem telst dæmigerð sóun á köldu vatni. Þar eru íbúar hvattir til að leita aðstoðar og láta laga sírennsli í salernum.“ Ókjör af vatni til hér á landi Í bæklingi frá Worldwatch Institut Norden frá árinu 1998 kemur fram að Ísland er ferskvatnsauðugasta land veraldar, með alls 666.667 rúmmetra af vatni á mann á ári. Kongó er í öðru sæti með helming þess magns, en þurrasta land heims er Djíbútí með aðeins 23 rúmmetra af vatni á mann á ári. Af þessu má ráða að vatnsmagnið hér á landi er öllum nægilegt, en um leið nota Íslendingar ókjör af vatni. Freysteinn Sigurðsson segir ýmsar ástæður liggja að baki vatnsauði landsins. „Landfræðileg staðsetning okkar og jarðfræðileg samsetning landsins vegur þar þungt. Þetta er eldfjallaeyja, yngri jarðlög því mjög lek og taka við miklu grunnvatni. Þess vegna er óvanalega mikið hlut- fall grunnvatns í hringrás vatnsins á landinu. Fimmtungur vatnsins sem rennur í landinu er grunnvatn, sem er óvenju hátt. Þar að auki koma lægðir með rigningu oft yfir landið og við- halda vatnsmagninu. Afrennsli vatns er langmest hér á landi af öllum lönd- um í heiminum.“ Vatn er ekki mælt til neyslu til hvers og eins notanda hér á landi eins og heitt vatn eða rafmagn og hefur OECD gert athugasemdir við þá að- ferð. Þess í stað er reiknaður ákveð- inn vatnsskattur miðað við rúmmál þess húss sem vatninu er veitt í. Þannig er ekkert aðhald á vatns- eyðslu. „Mér finnst það sannarlega til umhugsunar hve mikið vatn Íslend- ingar nota. Ekki hefur talið borga sig að mæla vatnið ofan í landsmenn, en það mætti breyta hugsanaganginum hjá okkur og spara vatnið, þrátt fyrir að það sé okkur ekki dýrt. Sjálfsagt er að líta á vatn sem dýrmætt þrátt fyrir að mikið sé til af því,“ segir Katrín. Vatnsskortur víða um heim „Stór hluti heimsins líður vatns- skort, og er kominn niður fyrir það sem nauðsynlegt er talið til að geta dregið fram lífið. Á meðan sitjum við Íslendingar að vannýttri auðlind, sem getur verið vænleg til útflutnings, ýmist til sölu eða þróunaraðstoðar. Víða um heim hefur vatn þorrið, og er nú talið að um 505 milljónir manna búi í löndum þar sem vatnsskorts gætir,“ segir Katrín. „Vatnsskortur er yfirvofandi í ákaf- lega mörgum löndum,“ tekur Frey- steinn undir. „Í iðnaðarlöndum hefur vatn mengast og í svonefndum þróun- arlöndum hefur fólk ekki sömu tök til vatnsöflunar. Við landbúnað, til dæm- is kornrækt, er notast við áveituvatn. Með því er gengið á vatnsbirgðir landsins, og innan fárra áratuga mætti búast við vatnskreppu sem myndi verða mun alvarlegri en nokk- ur olíukreppa sem við höfum kynnst,“ útskýrir hann. Íslendingar nýta aðeins um 1% grunnvatns sem kemur upp á lág- lendi, og segir Freysteinn það um- hugsunarefni hvort við eigum að hafa nýtinguna þannig áfram eða hugsa til þess að deila þessum gæðum með öðrum. „Að sjálfsögðu má hugsa til ís- lenska vatnsins sem söluvöru. Verð- mæti vatnsins hefur stóraukist á und- anförnum árum og nauðsynlegt er að hugsa fram á veginn varðandi vatns- auðinn. Sérstaklega verðum við að hugsa til þess að varðveita þessa auð- lind með fyrirhyggju svo að við glöt- um ekki sérstöðu okkar á þessu sviði. Sömuleiðis má huga að því hvernig vatnsvernd fellur að annarri landnýt- ingu hér á landi.“ „Að sjálfsögðu er vatnið á Íslandi ekki ótæmandi,“ útskýrir Katrín. „Það 1% sem við notum af grunnvatni Getur ferskvatnið átt eftir að reynast Íslendingum áð- ur vannýtt auðlind? Sett hefur verið fram þingsálykt- unartillaga um að skilgreina beri vatn sem auðlind. Bjarni Benedikt Björnsson fjallar um málið. Guðmundur Þóroddsson Katrín Fjeldsted Freysteinn Sigurðsson Katrín „Reykvíkingar nota um 150–160 lítra á mann á sólarhring af köldu vatni og um 50 lítra af heitu vatni að auki, en Danir mun minna, eða um 105–110 lítra á mann af köldu og upphit- uðu vatni á dag.“ Freysteinn „Allt vatn sem nothæft er til neyslu ætti að skilgreina sem auðlind. Við notum aðeins lítið brot af því vatni hér á landi. Við gætum sannarlega flutt mikið af vatni til annarra landa.“ Guðmundur „Nýlega fórum við í herferð gegn sírennsli í heimahúsum, sem telst dæmigerð sóun á köldu vatni. Þar eru íbúar hvattir til að leita aðstoðar og láta laga sírennsli í salernum.“ Við sitjum að vannýttri auðlind ÁSTAND vatnsbúskapar jarðarinnar er slæmt. Á síðustu 70 árum hefur íbúafjöldi jarðarinnar þrefaldast og vatnsþörfin sexfaldast. Með sífelldri fjölgun jarðarbúa og aukinni þörf fyrir vatn sjá æ fleiri þjóðir fram á tilfinn- anlegan vatnsskort og alvarleg vandamál vegna þurrka. Sumir kenna gróð- urhúsaáhrifum um og benda á að nú þurfi þurr svæði að þola lengri þurrka en áður, og á meðan verða regnsvæðin fyrir flóðum vegna úrhellis. Mitt í öllu þessu verma Íslendingar sæti vatnsauðugstu þjóðar heims. Spurn- ingar vakna í því sambandi hvert sé siðferðilegt og efnahagslegt hlutverk Íslands í vatnsútflutningi og vatnssölu á komandi árum og áratugum. Alvarlegt ástand víða um heim Samtök um vatnsveitu og hreinlæti, WSSCC, kynntu þátttakendum ráðstefnunnar um sjálfbæra þró- un, sem haldin var í Jóhannesarborg dagana 26. ágúst til 4. september, helstu atriði varðandi vatnsbúskap jarðarinnar. Í kynningarefni þeirra mátti sjá ógnvekjandi tölur. Þau fullyrða að yfir milljarður manna lifi við skort á hreinu og hættulausu vatni. Að sama skapi eiga um tveir og hálfur milljarður ekki kost á að ganga örna sinna á hreinlegu salerni. Hafa sam- tökin hafið átakið WASH, Vatn-heilbrigði-hreinlæti, til þess að sporna við því ófremdarástandi sem vatnsskortur skapar íbúum jarðarinnar. Víða þar sem vatnsskorts gætir hefur komið til átaka vegna eign- arréttar yfir vatnsbólum, byggingar stíflna og notkunar vatns til raf- orkuframleiðslu og áveitu. Mengun grunnvatns er einnig viðvarandi vanda- mál, sem einnig hefur skotið upp kollinum hér á landi. Að mati sérfræðinga á þessu sviði er vatnsskorturinn ekki grunnvandinn, heldur sú óstjórn og ómarkvissa notkun vatnsins sem víða sést. Eitt þeirra landa, sem horfast í augu við mikinn vatnsskort, er Kína. Þar er norðurhluti landsins að þorna upp á meðan suðurhlutinn berst við flóð í ám eins og Yangtze, sem ryður sér leið til sjávar. Stórhuga áætlanir eru nú á teikniborðinu um áveitur frá suðri til norðurs í landinu, en fyrirséð er að framkvæmdin mun valda ýmsum umhverfisspjöllum og verða afskaplega dýr og flókin. Þar að auki mun fjöldi fólks þurfa að yfirgefa heimili sín og flytjast búferlum annað. Þar er ekki í mörg hús að venda, nágrennið er of- mannað þegar. Margir hafa þegar þurft að flytja tvisvar eða þrisvar á síð- ustu öld og eru óttaslegnir vegna framtíðarinnar. Víða erlendis hafa einkafyrirtæki tekið yfir rekstur vatnsveitna. Á ýmsu hefur gengið, til dæmis í Argentínu. Íbúar víða um landið hafa séð vatns- reikningana hækka viðstöðulaust, og aðrir fá verri þjónustu nú en áður. Margir hafa mótmælt einkavæðingunni og segja vatnið vera guðsgjöf sem enginn eigi að fá að ráða yfir með þessum hætti. Fyrirtækin sem tekið hafa að sér vatnssöluna, Vivendi Environnement og Suez, eru frönsk að upp- runa og hafa tekið að sér vatnsveitur mun víðar en í Argentínu. Gagnrýnin hefur helst beinst gegn hækkuðum vatnskostnaði, en yfirmenn fyrirtækj- anna benda á að vatn eigi að verðleggja í samræmi við verðmæti þess, og samkvæmt lögmálum markaðarins hækkar verðið þegar minna er til af því. Hver nær vatninu fyrst?Mikið af vatni er tekið úr ám og fljót- um. Þegar fljótin renna í gegnum fleiri en eitt ríki er spurningin hvernig rík- in eigi að koma sér saman um skynsamlega notkun vatnsins. Fjölmörg dæmi eru um að þeir sem eru nær uppsprettu árinnar taki til sín mikið af vatni, og skilji of lítið eftir handa hinum. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt Baráttan um vatnið Ísland er fersk- vatnsauðugasta land veraldar, með alls 666.667 rúmmetra af vatni á mann á ári, en þurrasta land heims er Djíbútí með aðeins 23 rúmmetra af vatni á mann á ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.