Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 24
LISTIR 24 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ S TUTTMYNDADAGAR í Reykjavíkur fóru fram dagana 5. til 8. september. Á boðstólum voru ríflega hundrað myndir, bæði erlendar og innlendar. Meðal mynda var meðal annars Very very silent film sem fékk dómnefndarverðlaunin í Cannes í ár og myndin Helicopter sem fékk verðlaun á Sundance-hátíðinni sem og Óskarsverðlaun. Erlendir gestir voru mættir til landsins vegna hátíðarinnar og fór hún fram í tveim- ur kvikmyndahúsum, Tjarnarbíói og Bæj- arbíói, Hafnarfirði. Á laugardeginum var svo áætlað að halda málþing, boðið var upp á rútuferðir til Hafnarfjarðar og borg- arstjóri átti svo að afhenda verðlaun í Tjarnarbíói á sunnudagskvöld. Hér var blás- ið til „stærstu og glæsilegustu stutt- myndahátíðar sem haldin hefur verið hér á landi“, svo vitnað sé til fjögurra síðna blaðs há- tíðarinnar sem fylgdi með DV/Fókus hinn 6. september. Engu að síður var hátíðin algert „flopp“ frá fyrsta degi til hins síðasta. Mætingin var lygilega dræm, málþinginu var aflýst og verðlaunaafhendingin hvorki fugl né fiskur. Eitthvað fór því verulega úrskeiðis. En hvað? Þegar svona lagað gerist er líklega um tvo þætti að ræða. Annars vegar snýr þetta að utanaðkomandi áhrifum. Þ.e. hvort vænt- anlegur neytendahópur sé stemmdur til að mæta; hvort einhverjir aðrir viðlíka atburðir hafi slysast inn á sömu daga og hvort að vindar samfélagsins blási svona hátíðum í hag. Er efnahagurinn í samfélaginu góður og er almennur áhugi í garð stuttmynda fyr- ir hendi? Skipuleggjendur hafa afar tak- markaða getu til að hafa áhrif á þessa þætti og verða þeir því að láta sér nægja að vona það besta. Síðan er það innra skipulagið. Hvernig hafa aðstandendur hagað sínum málum? Er hátíðin vel kynnt o.s.frv. Það er því miður skemmst frá því að segja að allt sem sneri að skipulagningu Stuttmyndadaga virtist í algeru óefni. Þeir sem starfa í listgeirum sem standa utan við meginstraum menningarneyslunnar vita, eða eiga a.m.k. að vita, að það þarf að virkja fólk eigi það að mæta á viðburðina sem verið er að setja upp. Stuttmyndadagar í Reykjavík voru vægast sagt lítt sjáanlegir og fóru fram hjá flestum, jafnt lærðum sem leikum. Sá sem þetta ritar hafði tækifæri til að fylgjast með framvindu hátíðarinnar vegna starfa síns hér á blaðinu og gat því merkt það sem (ekki) var að gerast. Eins og áður hefur komið fram kom út aukablað með Fókus sem kynnti hátíðina. Blaðið kom út á föstudegi er einn dagur var liðinn af hátíð- inni. Þetta var nánast eini staðurinn þar sem hægt var að nálgast dagskrá hátíð- arinnar. Veggspjöld voru fáséð, heimasíða hátíðarinnar ruglingsleg og illa upplýsandi og bæklingar með dagskrárliðum voru ekki til staðar. Frásögn þeirra fáu sem mættu var ekki skemmtileg. Áhorfendur oft 3 til 5 á ein- stökum myndum og á sumar myndir var enginn mættur. Af þeim kvikmyndaáhugamönnum sem ég talaði við virtist enginn vita af hátíðinni. Sama gilti um þá sem hafa starfa af því að sækja og fjalla um svona hátíðir. Á mánudeginum féll það svo í minn hlut að greina frá þeim myndum sem voru verðlaunaðar. Eftir ítrekaðar tilraunir gat enginn staðfest hvaða mynd það var sem hafn- aði í þriðja sæti sem besta erlenda myndin. Sér er nú hver kvik- myndahátíðin! Forsvars- menn hátíðinnar skróp- uðu þá á verðlaunaafhendinguna, en sátu hins vegar að sumbli á Naustinu á með- an. Engin var borg- arstjórinn og engir voru verðlaunagripirnir. Orðið hneyksli er lík- legast rétta orðið hér. Það sem er nefnilega alvarlegt – graf- alvarlegt – við þetta mál er að skipuleggj- endur, sem fá m.a. opinbert fé í hendur, bera ábyrgð á því að það verkefni sem þeim er falið sé leyst eins vel og hægt er. Maður verður því hvumsa þegar styrktaraðilar eru stór fyrirtæki eins og t.a.m. Flugleiðir og DV og opinberir aðilar eins og Kvikmynda- sjóður Íslands, menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg – en þeir síðarnefndu hafa peninganna okkar til að spila úr. Fram- kvæmd eða öllu heldur framkvæmdaleysið sem einkenndi Stuttmyndadagana í ár skað- ar óhjákvæmilega ímynd hátíða sem haldnar eru á Íslandi út á við, þar sem erlendir leik- stjórar í boði hátíðarinnar létu sér leiðast í tómum sölum. Nú er t.d. í gangi spænsk kvikmyndahátíð sem er til muna sýnilegri en Stutt- myndadagar voru. Bæklingar eru í umferð, blaðaumfjallanir eru til staðar og hátíðin var opnuð með pomp og prakt síðastliðin fimmtudag. Fyrir fullum sal. Þá má nefna grasrótarhópinn Bíó Reykjavík sem hefur ekkert fjármagn á milli handa en hefur hins vegar staðið fyrir opnum bíókvöldum í Vest- urporti sem hafa verið vel sótt. Maður hlýtur því að spyrja sig hvað varð af peningunum sem fóru í Stuttmyndadag- ana? Nú vil ég á engan hátt draga úr því sem þessi hátíð hefur gert fyrir stuttmynda- flóru Íslands á undanförnum árum. Og það var sannarlega heftandi, eftir á að hyggja, að myndirnar voru ekki sýndar í markaðs- bíóunum því þá hefði væntanleg verið aug- lýst í dagblöðunum. Það gefur mönnum hins vegar ekkert leyfi til að dotta á vaktinni. Hér hefði verið vel athugandi að stýra fjárstreyminu í vænlegri áttir. Hefði t.d. ekki verið sniðugra að beina þeim í auglýs- inga- og kynningarstarfsemi í stað þess að verðleggja aðgöngupassa á 3.500 kr. og sóa svo tugum þúsunda í verðlaunafé? Tal um það að Stuttmyndadagar séu nú alþjóðleg hátíð og hafi verið vel kynnt á er- lendum kvikmyndahátíðum verður enn fremur hlálegt í þessu ljósi og ekki eiga er- lendu gestirnir eftir að bera henni vel sög- una. Það orðspor og sú vinna sem hefur undanfarin ár verið lögð í Stuttmyndadaga í Reykjavík á nú á hættu að fara algerlega forgörðum. Áhugamenn um kvikmyndagerð hafa komið að máli við mig og lýst yfir von- brigðum með að hafa misst af hátíðinni. Þarna var fjöldi athyglisverðra mynda sem beinlínis rann úr greipum íslenskra kvik- myndaunnenda. Að sjálfsögðu er ekki hægt að skella allri skuldinni á aðstandendur hvað það varðar. En sannarlega hefði verið hægt að halda mun betur á spöðunum, a.m.k. hefði verið hægt að vinna kynning- arstarfið og hugmyndavinnuna sem því fylgir af meiri fagmennsku þannig að menn hefðu getað unað sáttir við sitt framlag. Og þá vitað til þess að þeir hafi alltént gert það sem þeir gátu, burtséð frá áhuga almenn- ings. Því var greinilega ekki að heilsa í þessu tilviki og þar liggur alvarlegasta yf- irsjónin. Ég vona sannarlega að stuttmyndadag- arnir verði lengri næst – ef það verður þá eitthvað næst. Kvikmyndahátíðin sem hvarf ATRIÐI ÚR THE QUARRY eftir Greg Chwerchak. „Mögulega“ var hún valin þriðja besta erlenda myndin á Stuttmyndadögum í Reykjavík. AF LISTUM Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÉG þekki nokkrar ung-ar konur sem eru íatvinnuleit þessadagana. Þær eru miður sín yfir því hvað leitin er lýjandi og erfið og kvíða því sem í vændum er ef þetta er aðeins forsmekkurinn. ,,Maður leggur sjálfa sig al- gjörlega á borðið,“ segir ein þeirra sem er nýútskrifaður félagsfræðingur, ,,tínir til allt sem maður hefur gert, segir frá áhugamálum sínum og umfram allt biður um að mega allra náðarsamlegast vinna hjá þeim, og hvað fær maður? Umsóknina end- ursenda með stöðluðu bréfi um að því miður og bla bla bla …“ Þessi ungi félagsfræðingur hefur orðið var við það hjá þeim fjölda fyrrverandi til- vonandi atvinnuveitenda sem hún hefur eignast und- anfarið, að þeir átta sig alls ekki á því að menntun hennar feli það í sér að hún búi yfir ákveðinni hæfni. Hún var spurð að því í atvinnuviðtali um daginn, þar sem um var að ræða ritarastöðu, hvort hún myndi ef til vill treysta sér til að hafa umsjón með út- gáfu fréttabréfs fyrirtæk- isins. Í öðru viðtali, þar sem um var að ræða símavörslu hjá stóru fyrirtæki, var hún spurð að því hvort hún myndi treysta sér til að svara ít- arlega fyrirspurnum við- skiptavina með því að taka saman upplýsingar úr gagna- grunni fyrirtækisins. ,,Ég er búin að vera í háskóla í þrjú ár að læra að skrifa texta og safna saman upplýsingum,“ segir hún heldur óhress og veltir því í framhaldi fyrir sér hvort viðskiptafræðingur yrði nokkurn tímann spurður að því í atvinnuviðtali hvort hann treysti sér til að sjá um bókhald. Einhverntímann heyrði ég, í tengslum við einhvers konar starfs-fræði að sjálft um- ræðuefnið í atvinnuviðtölum skipti minnstu máli. Þar væri fyrst og fremst verið að kanna hvernig hinn mögulegi tilvonandi starfsmaður virk- aði í eigin persónu. Því væri alveg eins hægt að tala um ástarlíf Júlíu Róberts og ástand og horfur innan við- komandi atvinnugreinar eða hvar viðtalsefnið sæi sjálft sig eftir fimm ár. Ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það en mér finnst það hljóma skynsamlega. Ef ég væri for- stjóri myndi ég vilja ræða um veðrið við alla umsækjendur um störf hjá fyrirtækinu, til þess eins að kynnast viðkom- andi í afslöppuðu andrúms- lofti. Annars er ótrúlegt hvað umræðuefni virðast oft ein- hæf, sérstaklega þegar fólk hittist á förnum vegi. Þá er klassíkt að skiptast á upplýs- ingum um hvað maður er að gera þessa dagana. Fyrir fólk í millibilsástandi, eins og til dæmis áðurnefndar konur í atvinnuleit, er algjör hryll- ingur að fá spurninguna ,,hvað ertu að gera þessa dagana“ oft á dag, þegar sjálfstraustið er í hálfgerðum mínus vegna endalausra höfnunarbréfa atvinnurek- enda. Eins er erfitt fyrir fólk sem er ekki mjög íhaldssamt á námsgreinar að vera minnt á hringlandaháttinn í sér með spurningum eins og ,,Hvern- ig gengur í íslenskunni? Nú, sálfræðinni? Nei ég meina bókmenntafræðinni?“ Önnur áðurnefndra kvenna talar einmitt um það hvað henni finnist hún mikil hrúga þegar hún fer í atvinnuviðtöl. Hún hefur einmitt verið fremur reikul í náms- og starfsvali sínu og tekur út fyrir að þurfa að útlista eigin hæfni og greina frá áhuga- sviði sínu í þar til gerðum við- tölum. ,,Ég hef áhuga á öllu,“ segir hún, ,,og engu líka“ bætir hún við og bendir á að svona fullyrðingar komi ekk- ert sérstaklega vel út í at- vinnuviðtölum þar sem allt gengur út á að vera fókuser- aður. Auðvitað er vandi að þurfa að útlista eigin hæfni. Sér- staklega þegar maður áttar sig ekki alveg á því í hverju hún felst, eins og algengt er með ungt fólk nú til dags. Einkar ráðvillt kynslóð sem við erum, enda allt allt allt of margir möguleikar í boði. Með alla þessa möguleika enda margir á því að prófa svo margt að á endanum veit enginn hvað hann gerir best eða hvað honum líkar best. Þetta er samt ekkert sérstakt áhyggjuefni held ég, flestir hafa ákaflega gaman af þess- um þreifingum, og þó að það taki kannski svolítinn tíma fyrir fólk að finna sig þá er það sannarlega fjölhæfara og víðsýnna þegar upp er staðið. Ég veit að þeir sem eldri eru hafa gjarnan örlitlar áhyggjur af ungum fjöl- skyldumeðlimum sem eru að byrja í átjándu námsgrein- inni sinni í háskólanum, eða að taka sér ,,frí“ frá námi til að gera hitt og þetta sem ekki virðist fela í sér ýkja mikla stefnu. Ég get ekki beint útskýrt hvað það er sem er gott og blessað við slíkt stefnuleysi, en held því þó fram fullum fetum að það sé af hinu góða fyrir hvern og einn að leita svolítið duglega fyrir sér. Því meira sem er prófað, skoðað og spekúlerað, því minna er hver og einn að brenna inni með þegar hann svo loks velur sér langtíma- viðfangsefnið. Þannig held ég að stefnan stefnuleysi geti einmitt komið í veg fyrir að fólk eyði ævikvöldinu fullt af eftirsjá og biturleika. Svo vikið sé aftur að fé- lagsfræðivinkonu minni þá gengur henni illa að finna vinnu við sitt hæfi. En það er allt í lagi því hún skellir sér bara aftur í háskólann þar sem hún ætlar að hella sér út í mannfræðina, enda hefur hún alltaf haft mikinn áhuga á mönnum. Hana langar til skrifa BA-ritgerð þar sem ástarlíf Júlíu Róberts er skoðað í ljósi þróunarkenn- ingarinnar. Já, það er leikur að læra. Það er leik- ur að læra Birna Anna á sunnudegi Morgunblaðið/Jóra bab@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.