Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 29 því að nokkur dagsetning hefði verið ákveðin en ýmsir stjórnmálaskýrendur telja að ummæli Fo- ulkes hafi verið þrautskipulögð og ætluð til að kanna viðbrögðin. Nokkrum dögum áður sagði Jack Straw utanríkisráðherra í viðtali við Fin- ancial Times að herferð gegn Írak – sem margir gera ráð fyrir á næsta ári – myndi ekki koma í veg fyrir að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um evruna. Út úr þeim ummælum lesa menn jafnframt að stjórnin sé að velta fyrir sér að halda atkvæðagreiðsluna á næsta ári. Það verður þó varla fyrr en á síðari hluta árs- ins, þar sem í júní eiga að liggja fyrir niðurstöður starfshópa, sem Gordon Brown fjármálaráð- herra hefur sett á fót til að meta hvort evruaðild standist hina fimm „efnahagslegu prófsteina“, sem hann hefur lýst yfir að hún verði að gera til þess að hægt sé að mæla með því að Bretland gangi í myntbandalagið. Í fyrsta lagi á að kanna hvort samleitni brezka hagkerfisins með hag- kerfi evrusvæðisins sé nægileg. Í öðru lagi á að meta hvort sveigjanleiki brezka hagkerfisins, t.a.m. á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum, sé nægilegur til að vega upp þann missi sjálfstæðra hagstjórnartækja, sem evruaðild hefði í för með sér. Í þriðja lagi á að kanna áhrif á fjárfestingar, í fjórða lagi áhrif á fjármálaþjónustu og í fimmta lagi áhrif á atvinnustig. Gordon Brown hefur ekkert látið uppi um sína afstöðu til málsins, en segir að bíða verði hins efnahagslega mats. Sum brezku blöðin hafa eftir heimildarmönnum, sem eiga að vera fjármála- ráðherranum handgengnir, að hann sé sann- færður um að útkoman úr matinu verði jákvæð. Opinberlega dregur Brown hins vegar fremur fram óvissuþættina og vankantana á evrunni, enn sem komið er. Margir telja að hann vilji bíða rétta tækifærisins til að lýsa því yfir að hann hafi sannfærzt um að aðild verði Bretlandi hagfelld og telja að slík yfirlýsing gæti snúið almennings- álitinu. Brown nýtur trausts og þykir varfærinn stjórnmálamaður. Skoðanakannanir, sem gerðar hafa verið fyrir Verkamannaflokkinn og „lekið“ í fjölmiðla, sýna að stuðningur við aðild myndi aukast verulega ef Brown lýsti opinberlega yfir eindregnum stuðningi við hana. Rétt eins og fyrir Göran Persson er mikilvægt fyrir Blair að hafa stuðning verkalýðshreyfing- arinnar við stefnu sína í málinu. Í síðustu viku hvatti John Monks, framkvæmdastjóri brezka alþýðusambandsins (TUC) Blair til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um evruna á næsta ári og hætta að tefja málið. Síðastliðinn miðvikudag unnu stuðningsmenn evrunnar innan verkalýðs- hreyfingarinnar svo mikinn sigur þegar því var hafnað á ársþingi TUC að leggjast gegn evruað- ild, en í staðinn samþykkt með 3,5 milljónum at- kvæða gegn 2,3 milljónum að bíða og sjá hvað kæmi út úr hinu efnahagslega mati í júní á næsta ári. Þrátt fyrir það eru miklar efasemdir, einkum á vinstri væng verkalýðshreyfingarinnar, um að evruaðild verði Bretlandi til framdráttar. Horfa menn þá ekki sízt til hinna ströngu reglna um fjárlagahalla, sem settar voru með hinum svo- kallaða stöðugleikasáttmála evruríkjanna og ótt- ast að þær muni hefta nauðsynlegar umbætur á brezka skóla- og heilbrigðiskerfinu. Vinstriöflin hvetja Blair til að koma skóla- og heilbrigðismál- um fyrst í betra horf, en bíða með atkvæða- greiðslu um evruna þar til eftir næstu kosningar. Frá atvinnulífinu er hins vegar verulegur þrýst- ingur á að halda atkvæðagreiðsluna strax á næsta ári og enn sem komið er telja flestir sem fjalla um brezk stjórnmál sennilegast að svo verði. Danmörk: Breytt viðhorf eftir reynslu af evrunni Í Danmörku eru að- eins tæp tvö ár liðin frá þjóðaratkvæða- greiðslu, þar sem því var naumlega hafnað að Danir féllu frá und- anþágum sínum frá ákvæðum Maastricht-sáttmála ESB, en sam- kvæmt þeim eru þeir undanþegnir myntsam- starfinu, samstarfi í lögreglu- og réttarfarsmál- um og varnarmálum. Engu að síður er mikill þrýstingur, ekki sízt frá atvinnulífinu, um að reyna enn að koma Danmörku inn í EMU, en mikill meirihluti forsvarsmanna danskra fyrir- tækja telur þau hafa tapað á því að standa utan EMU, þrátt fyrir gott efnahagsástand í Dan- mörku, bæði vegna þess að fyrirtæki hafi misst af kostum evrunnar, s.s. lækkuðum viðskipta- kostnaði og sökum þess að Danmörk neyðist til að framfylgja enn strangari efnahagsstefnu en evrulöndin vegna stöðu sinnar utan EMU. Þá hefur almenningsálitið snúizt á undanförnu ári. Könnun, sem kannanafyrirtækið Megafon gerði í síðustu viku, sýnir að 61% Dana er fylgj- andi upptöku evrunnar en 34% andvíg. Ólíkt Sví- um og Bretum virðast Danir hafa orðið fyrir tals- verðum áhrifum í sumarfríinu. Þannig segjast 76% þeirra, sem notað hafa evruna á ferðalögum, hlynntir upptöku hennar í Danmörku, en 50% þeirra, sem ekki hafa notað hana. Hægristjórn Anders Fogh Rasmussen er hlynnt upptöku evrunnar og að Danir falli frá undanþágunum, en hefur ekki enn sem komið er viljað leggja til nýja þjóðaratkvæðagreiðslu, svo skömmu eftir að kjósendur sögðu síðast nei (það gerðu þeir líka í atkvæðagreiðslu um Maastricht í júní 1992). Í byrjun ársins vakti athygli að Fogh Rasmussen nefndi evruna ekki einu orði í nýárs- ræðu sinni og var hún þó haldin daginn sem evr- an varð lögeyrir í tólf ríkjum Evrópusambands- ins. Nokkrum dögum síðar setti Per Stig Møller, utanríkisráðherra úr röðum íhaldsmanna, danskt stjórnmálalíf á annan endann með því að segja að það gæti komið til þess að ný þjóð- aratkvæðagreiðsla um undanþágurnar yrði hald- in á næsta ári. Fyrstu viðbrögð samstarfsflokks- ins Venstre komu frá talsmanni hans í Evrópumálum, sem sagðist sammála Møller, en svo kom Fogh Rasmussen sjálfur til skjalanna og sagði alltof snemmt að ræða tímasetningar; fyrst þyrfti að ræða málið efnislega með þjóðinni. Jafnaðarmenn hafa tekið í sama streng og þeirra stefna er sú að bíða þangað til Bretar og Svíar hafa ákveðið sig – þá megi ákveða dagsetningu fyrir atkvæðagreiðslu í Danmörku. Margt bendir til að stjórn Foghs ætli að fylgja sömu stefnu, sem hefði m.a. þann kost í för með sér að þá kem- ur annað sumarfrí, þar sem Danir fá tækifæri til að nota evruna, áður en atkvæði verða greidd. Ljóst er að mikil gerjun er í þessum málum í ríkjunum þremur, sem þriðjungur utanríkisvið- skipta Íslands fer fram við. Við Íslendingar get- um staðið frammi fyrir því í lok næsta árs að þurfa að endurmeta rækilega kosti þess og galla að taka upp evruna. Niðurstaða slíks endurmats getur þó ein og sér ekki gefið svar um hvort sækjast beri eftir EMU-aðild og þar með aðild að Evrópusambandinu eður ei. Kosti og galla evr- unnar þarf að vega á móti öðrum veigamiklum kostum og göllum aðildar að Evrópusamband- inu, þar á meðal áhrifum sjávarútvegsstefnunn- ar, sem að óbreyttu er íslenzkum hagsmunum af- ar óhagfelld. Morgunblaðið /RAX „Segja má að öll rík- in þrjú séu nú nær því að taka upp evr- una en fyrir fjórum árum, sé horft til þess hvernig póli- tískar umræður þar hafa þróazt, þótt ekkert þeirra hafi tekið formlega ákvörðun um að bera EMU-aðild undir þjóðina. Það er afar mikilvægt fyrir Íslendinga að fylgjast vel með um- ræðum um málið í þessum þremur ná- grannalöndum, enda geta ákvarð- anir þeirra útheimt að við endurmetum eigin afstöðu.“ Laugardagur 14. september Í Skaftholtsrétt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.