Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er slorlykt í bílnum,“segir Ólafur Haukur Sím-onarson afsakandi áðuren hann vippar sér létti-lega inn í jeppann við Litla svið Þjóðleikhússins á Lindar- götunni. Leikhúsið hefur verið hans annað heimili frá því að æfingar á nýjasta leikriti hans, Viktoríu og Georg, hófust fyrir nokkrum vikum. Nú er ferðinni heitið heim á Spít- alastíg. „Barn í óreiðu,“ eins og Ólaf- ur Haukur kemst sjálfur að orði. Á leiðinni er gengið að honum með slorið. „Ég hef aðgang að báti vestur á Snæfellsnesi,“ útskýrir hann hæg- látlega. „Bíddu. Áttu þá kvóta?“ Ólafur Haukur kímir. „Já, reyndar. Netakvóta. Ég er einn af þessum kvótakörlum sjáðu til!“ Stuttu síðar kemur upp úr dúrnum að Ólafur Haukur á ekki langt að sækja áhug- ann á sjósókn. „Pabbi var með dá- litla útgerð á sínum tíma.“ Ólafur Haukur hikar. „Hann var nýbúinn að selja þegar kvótakerfinu var komið á laggirnar.“ Svipurinn mild- ast þegar hann rifjar upp að strák- urinn Ólafur Haukur hafi ætlað að verða skipstjóri – rétt eins og flestir frændur hans. „Með tímanum urðu áherslurnar aðrar. Ég lærði innan- hússarkitektúr í Kaupmannahöfn og velti því fyrir mér á tímabili að fara í arkitektúr. Seinna ætlaði ég að verða listmálari en lenti í þessu á endanum.“ Að komast út úr vaxmyndasafni Skemmst er frá því að segja að frá því Ólafur Haukur lenti í „þessu“ hefur hann verið eitt afkastamesta skáld þjóðarinnar. Eftir hann liggja tugir sönglaga fyrir börn, barna- bækur, tvö kvikmyndahandrit og hátt í tuttugu leikrit af öllum stærð- um og gerðum. Ekki er að undra þótt nýjasta verkið um ástarsam- band sænsku skáldkonunnar Victo- riu Benedictsson og danska bók- menntajöfursins Georges Brandes sé Ólafi Hauki ofarlega í huga rétt fyrir frumsýningu á verkinu í gær. Eftir að komið er inn á Spítalastígn- um rifjar hann upp að aðdragandinn að leikritinu nái jafnvel aftur fyrir upphafið að rithöfundarferlinum – sem spannar orðið þrjá ártatugi. „Ég held meira að segja að ég hafi kynnst sögunni um Viktoríu og Georg áður en ég fór til Kaupmanna- hafnar árið 1962. Upp frá því hef ég fylgst með því hvernig unnið hefur verið með söguna í ýmiss konar hug- myndafræðilegum tilgangi í gegnum tíðina, t.d. í tengslum við stöðu kvenna almennt og innan bókmennt- anna. Minn vandi fólst í því að kom- ast út úr vaxmyndasafninu og sýna tvær manneskjur af holdi og blóði,“ segir hann og bætir því við að einn liður í því hafi verið að varpa fyrir róða þeirri hugmynd að annað hljóti að hafa verið sekt og hitt saklaust. „Skörunin verður einfaldlega miklu meiri í mannlegum samskiptum. Ég held reyndar að þessar tvær mann- eskjur hafi átt mun manneskjulegra samband sín á milli en oft er gefið til kynna.“ Tvö kynhlutverk Ólafur Haukur veltir því upp að hægt sé að koma að verkinu með ýmsum hætti, t.d. í tengslum við sjálfsmorð Viktoríu eða þrá hennar til þess að marka sér spor í heimi bókmenntanna. „Viktoría reynir að gegna tveimur kynhlutverkum í einu – rétt eins og konur þurftu að gera til að koma sér á framfæri í heimi bókmenntanna seint á 19. öldinni. Rithöfundum hefur aldrei reynst auðvelt að skapa sér sess innan bók- menntanna og baráttan hefur lengst af reynst konum erfiðari en körlum. Verkið fjallar líka um hvernig er að ætla sér að verða listamaður – sér- staklega á tímum Viktoríu og Georgs – þótt ýmislegt eigi jafn vel við í nútímanum. Og hvernig per- sóna sem ætlar að þjóna listagyðj- unni verður að ganga á ákveðna þætti í sínum eigin persónuleika.“ Á hvaða heimildum byggir þú leikrit- ið? „Viktoría lét eftir sig feikimikið safn dagbóka þegar hún lést og stór hluti af því fjallar einmitt um sam- band þeirra Brandesar. Eins og flest verkanna um samband listamann- anna tveggja er leikritið aðallega byggt á dagbókunum. Lýsingarnar eru því í megindráttum hennar þó að hún lýsi Brandes og skoðunum hans ágætlega. Gagnrýni hans hefur ef til vill að einhverju leyti átt við rök að styðjast. Á einum stað segir hann að vandi hennar felist í því að hún sé of sjálfhverf. Hún verði að varpa frá sér sínum eigin sársauka til að geta skrifað verk með almenna skírskot- un. Skáldsögurnar hennar tvær urðu heldur aldrei sérlega vinsælar. Ég hef heyrt að gerð hafi verið frá- bær sjónvarpsþáttasería eftir skáld- sögunni Marianna. Þó held ég að flestir séu sammála um að merkasta framlag hennar felist í sjálfum dag- bókunum og ekki síst lýsingunni á sambandinu við Brandes.“ Engin kúvending Leikritið um Viktoríu og Georg hefur legið fullbúið í Þjóðleikhúsinu í rúm þrjú ár. Ólafur Haukur segir að á því séu eðlilegar skýringar. „Stundum verða svona stíflur í pípu- lögnunum,“ segir hann og ypptir öxl- um. Varfærnislega er ýjað að því að Viktoría og Georg sé að ýmsu leyti ólíkt fyrir verkum höfundarins. Per- sónurnar séu mun færri en í fyrri leikritum Ólafs Hauks. Sögusviðið fjarlægara í tíma og rúmi. „Þetta er engin kúvending. Ég hef gert sitt af hverju tagi og ætla að halda því áfram. Mér finnst heldur engu máli skipta að sambandið milli þessara tveggja manneskja átti sér stað fyrir hundrað árum. Það sem skiptir máli er hið tímalausa; barátta listanna við sjálfseyðingarhvötina, togstreitan milli tveggja einstaklinga – tveggja hugsjóna,“ segir hann og viðurkenn- ir að umgjörð leiksýningarinnar feli einmitt í sér tilraun til að leysa upp tímann og undirstrika tímaleysið. „Við erum í rauninni að tala um ákaflega sérstaka ástarsögu,“ held- ur hann áfram. „Leyndardómurinn er fólginn í djúpum og flóknum til- finningum. Fyrir honum var hún ein af mörgum konum í lífi hans þótt hún hljóti líka að hafa haft sérstaka þýðingu fyrir hann. Annars hefði hann ekki leitað hana uppi hvað eftir annað. Hennar tilfinningar eru mun sterkari. Meðan á sambandinu stendur fyllir hann út í sjóndeildar- hring hennar. Hann er maðurinn sem hún elskar. Hann er lærifaðir hennar – sá sem hún samtímis elsk- ar, óttast og hatar. Að vissu leyti lík- ist samband hennar við Brandes sambandi hennar við föður hennar. Hún bæði elskar hann og hatar.“ Sveigjanlegur vinnutími Ólafur Haukur er spurður að því hvort hann vinni á ákveðnum tímum dagsins. „Við hjónin rekum stórt heimili. Börnin eru þrjú og eitt þeirra langveikt. Þess vegna hef ég þurft að tileinka mér sveigjanlegan vinnutíma. Ég vinn talsvert á vinnu- stofunni minni hérna heima. Síðan er ég með aðra vinnustofu úti í bæ. Þangað getur verið ágætt að fara til að fá frið. Mitt eina ankeri í dagsins önn er að fara alltaf í sund í laugina úti á Nesi klukkan átta á hverjum morgni. Á meðan ég syndi gefst mér gott ráðrúm til að velta ýmsu fyrir mér. Á eftir get ég verið viss um að hitta fyrir skemmtilegt fólk í pott- unum.“ Ólafur Haukur segist hafa tileinkað sér ákveðin vinnubrögð við leikritunina. „Ég byrja á því að skrifa að því er ég tel fullbúið leikrit. Engu að síður hefur mér lærst að með því að hlusta á fagfólkið inni í leikhúsunum er alltaf hægt að gera gott betra. Góður leikari er gæddur afar sérstakri gáfu – eins konar til- finningaviti. Þegar orðin lifna við á vörum hans áttar hann sig ósjálfrátt á því hvað er of og hvað er van. Hvaða möguleikar í handritinu séu vannýttir. Þá er nauðsynlegt að vera sveigjanlegur og með hraðar hend- ur. Ég breyti og bæti allt æfinga- tímabilið og lít í rauninni svo á að leikritið sé ekki fullklárað fyrr en á frumsýningunni.“ Reynslan ekki í nægum metum „Ástæðan er ekki sú að ég geti ekki unnið með öðrum leikstjórum,“ segir Ólafur Haukur þegar rifjað er upp að hann hafi aðallega unnið með Þórhalli Sigurðssyni þegar leikrit hans hafi verið sýnd í Þjóðleikhús- inu. „Ég er bara þeirrar skoðunar að það geti verið gott ef höfundur og leikstjóri ná að læra hvor inn á ann- an og mynda með sér bandalag. En svo bregða menn sér á aðra bæi eins og gengur. Stutt er síðan ég vann með Viðari Eggertssyni í Borgar- leikhúsinu og Hilmari Jónssyni í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Mér fannst gaman að koma aftur inn í leikhóp þar sem allir gera allt eins og í Alþýðuleikhúsinu á sínum tíma. Við verðum líka að stuðla að því að á Íslandi þrífist leikhús af ólíku tagi og ekki öll með sömu skyldur á herðum sínum og Þjóðleikhúsið þótt þar sé gott að vinna. Rétt eins og ég er að reyna núna í samskiptum mínum við Hlín Agnarsdóttur, leikstjóra Vikt- oríu og Georgs. Almennt hefur mér reyndar fundist reynsla stundum ekki nægilega vel metin á Íslandi,“ heldur Ólafur Haukur áfram hugsi. „Grænjöxlum hefur verið haldið á lofti undir því yfirskini að með þeim komi ferskir vindar. Engin hætta er á því að hæfileikaríkt ungt fólk komi sér ekki á framfæri. Við verðum að vara okkur á því að kasta ekki fyrir róða dýrmætri reynslu og þekkingu í hópi höfunda, leikara og leikstjóra. Hið sama mætti reyndar segja um bókmenntirnar. Íslenskir höfundar eiga afar litla tryggð meðal lesenda. Skoðanamótunin er eins og kvika- silfur. Einn höfundur er „in“ (inni) einn daginn og „out“ (úti) þann næsta. Hér vantar tilfinnanlega ein- hvers konar verðmætamatsgrunn.“ Brandes skýtur aftur upp kollin- um. „Brandes er í rauninni alveg hreint ótrúlegur maður. Hann kem- ur úr samfélagi gyðinga í Kaup- mannahöfn. Gyðingar höfðu umtals- verð áhrif bæði í fjármála- og menningarheiminum í borginni á þessum tíma. Eins og alls staðar í heiminum brýndu foreldrar af gyð- ingaættum fyrir börnum sínum að mennta sig og gæta reglusemi. Vissulega hefur hjálpað til að hann var talsvert agaðri og reglusamari en flestir í hans hópi. Hann var eins konar poppstjarna þeirra tíma. Fyr- irlestrum hans mætti líkja við popp- konserta í dag. Hann var líka tals- vert spámannlega vaxinn. Hélt á lofti höfundum eins og Nietzsche, Björnstjerne Björnson, Ibsen og Strindberg. Hann skrifaði merka bók um Byron og stóð í bréfaskrift- um við höfunda vítt og breitt um heiminn.“ Hafði hann eitthvert beint samband við Ísland. „Ekki svo ég viti. Aftur á móti var bróðir hans, Edvard Brandes, fjármálaráðherra í Danmörku í fimmtán ár og eftir hon- um var einu sinni haft að hann væri orðinn þreyttur á þessu eilífa röfli í Íslendingum.“ Ef að líkum lætur á ástarsaga Viktoríu og Georgs Bran- des eftir að koma fyrir augu fleiri áhorfenda en íslenskra leikhúsgesta. „Ég er búinn að skrifa undir samn- ing við danska, íslenska og eistneska aðila í tengslum við gerð kvik- myndar,“ upplýsir Ólafur Haukur og tekur fram að drög að handriti liggi fyrir. „Ég skrifaði þau í samvinnu við eistneskan leikstjóra. Kvik- myndin verður talsvert ólík leikrit- inu. Lagt var upp með að sagan hefði almenna skírskotun og persónurnar væru gerðar að samtímamönnum okkar. Ef allar áætlanir standast er gert ráð fyrir því að tökur hefjist í Kaupmannahöfn og Eistlandi næsta vor.“ Eigum að segja alvöru bíósögur Þú skrifaðir ásamt Baltasar Kor- máki kvikmyndahandritið að Hafinu upp úr samnefndu leikriti þínu. Hvernig gekk samvinna ykkar tvegga? „Fyrir mína parta var sam- vinnan ákaflega ánægjuleg. Baltasar svaraði held ég eitthvað í svipuðum dúr þegar hann var spurður að því sama einhvers staðar. Ég kom til þessarar samvinnu með ákaflega opnum huga. Við byrjuðum á því að kasta hugmyndum okkar í sameig- inlegan pott. Að því loknu skrifaði ég uppistöðuna á meðan hann vomaði yfir mér og var sífellt að skjóta að mér góðum hugmyndum. Eftir ákveðna grunnvinnu kom svo óhjá- kvæmilega að því að hin listræna ábyrgð færðist alfarið yfir á herðar Skoðana- mótunin eins og kvikasilfur Óhætt er að segja að liðin vika hafi verið uppskerutíð hjá einu afkastamesta skáldi þjóð- arinnar – Ólafi Hauki Símonarsyni. Anna G. Ólafs- dóttir fékk far með Ólafi Hauki og tækifæri til að spyrja hann út úr um leikritið Viktoríu og Georg, Hafið og flest annað. Morgunblaðið/Kristinn Ólafur Haukur Símonarson er með mörg járn í eldinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.