Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ haldandi efnahagsþróun aðildar- landanna, og nægir að benda á landfræðilega legu Slóvakíu til að sjá hve möguleikar samningsins á að gegna þessu hlutverki myndu minnka við að skilja landið eftir ut- an við ESB. Slóvakar búnir að ná „fyrstu-lotu-hópnum“ Jan Figel, aðstoðarutanríkisráð- herra Slóvakíu og aðalsamninga- maður í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið sem Morgun- blaðið hitti að máli í höfuðborginni Bratislava, segir inngönguna í ESB vera það mál sem mest samstaða sé um í slóvakískum stjórnmálum – yfir 70% landsmanna styddu hana samkvæmt nýjustu skoðanakönn- unum. Figel bendir á, að þótt Sló- vakía hefði hafið aðildarviðræðurn- ar seinna en „fyrstu-lotu-hópurinn“ hefðu þær gengið hratt og vel og nú væri svo komið að ekki væri tal- að um landið sem neinn eftirbát í þessu tilliti. Hvað varðar fjölda samningskafla sem búið væri að loka til bráðabirgða fór Slóvakía í vetur sem leið framúr Póllandi og komst á sama ról og Tékkland. Að- eins Ungverjaland var í vor komið lítið eitt lengra. „En þessi árangur hefur líka kostað fórnir,“ segir Fi- gel. „Aðildarundirbúningurinn – að- lögun efnahagslífsins og löggjafar landsins að reglum ESB – hefur lagt þungar byrðar á þjóðfélagið og stjórnkerfið. Mest áberandi vanda- málin eru núna aukið atvinnuleysi og óhagstæður viðskiptajöfnuður.“ Í landbúnaðinum eru að hans sögn vandamálin ekki svo stór, að minnsta kosti ekki í samanburði við Pólland. Sjá enga lausn nema með aðild En sem dæmi um byrðarnar sem aðildarundirbúningurinn hefur í för með sér nefnir Figel kostnaðarsam- ar umbætur í umhverfisverndar- málum. „Við verðum að leggja miklar fjárfestingar í þennan mála- flokk – þær nema samtals um 15% af núverandi landsframleiðslu á ein- um áratug!“ Landið bindi miklar vonir við þá aðstoð við uppbygg- ingu innviða sinna, við byggða- og atvinnuþróun, sem því muni standa til boða eftir inngönguna í ESB. „Við sjáum enga lausn á mörgum vandamálum nema með aðildinni,“ segir hann. Gríðarmikilvægt sé að Slóvakía fái aðild á sama tíma og grannríkin í kring – Pólland, Tékk- land og Ungverjaland. Hann bendir á að austurlandamæri Slóvakíu, við Úkraínu, eru 87 km löng. Landa- mærin í suður, vestur og norður eru hins vegar samtals um 1.600 km, sem yrðu ytri landamæri ESB ef Slóvakía fengi ekki aðild á sama tíma og hin Visegrad-löndin. „Brat- islava og Vínarborg eru þær tvær höfuðborgir Evrópu, sem næst liggja hvor annarri [vegalengdin er innan við 60 km – á þeim dögum sem báðar borgir tilheyrðu Aust- urríki-Ungverjalandi gengu spor- vagnar á milli]. Það út af fyrir sig sýnir hve miklir möguleikar skap- ast við stækkun ESB til austurs – sem ég kýs frekar að kalla ‘endur- sameiningu Evrópu’,“ segir Figel. Slóvakíumegin landamæranna að Austurríki – eina ESB-landsins sem Slóvakía á landamæri að – sé búið að leggja nýja hraðbrautar- tengingu. Því miður virtist áhuginn á að auðvelda tengslin yfir landa- mærin ekki eins mikill vestan meg- in þeirra – þar létu samgöngubætur í austur á sér standa. En það standi vonandi til bóta. Ungverjaland vel statt „Ég vona svo sannarlega að sem flest lönd í okkar hluta álfunnar fái aðild að Evrópusambandinu sam- tímis, en engu að síður væri það óréttlátt að láta þau lönd sem standa sig betur í aðildarundirbún- ingnum þurfa að bíða eftir öðrum sem standa sig síður.“ Þetta segir Peter Györkös, deildarstjóri ESB- aðlögunarmálaskrifstofu ungverska utanríkisráðuneytisins og ritari samninganefndar Ungverjalands í ESB-aðildarviðræðunum, en Morg- unblaðið hitti hann að máli á skrif- stofu hans í Búdapest. Þetta viðhorf segir Balazs Pócs, blaðamaður á Népszabadság, stærsta dagblaði Ungverjalands, þýða í raun: „Ungverjaland vill ekki þurfa að bíða eftir Póllandi,“ þar sem álitið sé að Pólland eigi erf- iðara með að uppfylla aðildarskil- yrðin að ESB jafnfljótt, ekki sízt vegna hins gríðarmikla verkefnis sem bíður Pólverja við að nútíma- væða landbúnaðinn í landinu. Þótt landbúnaður hafi einnig í Ung- verjalandi tiltölulega mikið vægi í efnahagslífi landsins er aðlögun hans að markaðssamkeppni og stöðlum ESB mun lengra á veg komin en í Póllandi. Landbúnaður- inn skilar um sex prósentustigum af landsframleiðslu Ungverja, iðn- aður um 33% og þjónustugreinar um 61%. Þessi hlutföll endurspegla jafnframt um það bil uppskiptingu vinnumarkaðarins eftir atvinnu- greinum. Á síðasta ári var atvinnu- leysishlutfallið í Ungverjalandi hið lægsta í öllum umsóknarríkjunum í Mið- og Austur-Evrópu, 5,8%. Verðbólga var á árinu 2001 um 9,2% og hagvöxtur 3,8%. Efnahags- lífið í Ungverjalandi hefur þróazt tiltölulega hratt. Markaðs- og einkavæðing atvinnulífsins hófst að að vissu marki strax á tímum „gúll- as-kommúnismans“ á áttunda ára- tugnum og þannig má segja að Ungverjar hafi haft visst forskot á önnur fyrrverandi Austantjaldslönd er járntjaldið féll. Ungverjar hafa nú lokið 26 aðildarsamningsköflum af alls 31. Visegrad-löndin snúa bökum saman Reyndar virðist nú á lokaspretti aðildarviðræðnanna hafa dregið úr þessum samkeppnisanda milli um- sóknarríkjanna í Mið-Evrópu. For- sætisráðherrar Visegrad-landanna fjögurra, Ungverjalands, Póllands, Tékklands og Slóvakíu, komu sam- an í ungversku borginni Esztergom um mánaðamótin júní-júlí og sam- þykktu að „tala með einni röddu“ í nokkrum lykilmálum í viðræðunum sem standa nú yfir. Brugðu ráð- herrarnir á þetta ráð eftir að er- indrekar landanna fjögurra höfðu allir rekið sig á það, að samninga- menn ESB nýttu sér gjarnan þann þrýsting sem á fulltrúum umsókn- arlandanna hvíldi, ekki sízt vegna samkeppninnar þeirra í millum, til að gera þeim afarkosti. Samhæfing samningsmarkmiða landanna fjög- urra hefði það að markmiði að styrkja samningsstöðu þeirra. Um þær tillögur sem liggja fyrir af hálfu ESB um landbúnaðarþátt aðildarviðræðnanna, þ.e. hvernig fara megi að því að laga landbúnað í tilvonandi nýju aðildarríkjunum að sameiginlegu landbúnaðarstefn- unni og styrkjakerfi hennar, segir Györkös að grundvallarsjónarmiðið sem að mati Ungverja ætti þar að ráða ferðinni sé að forðast mismun- un. Ungverskir bændur eigi að fá að njóta sömu réttinda og kollegar þeirra vestar í álfunni. „Við segjum ekki að við krefjumst undir öllum kringumstæðum að fá alla þá styrki sem fyrir hendi eru í kerfi sameig- inlegu landbúnaðarstefnunnar eins og hún er núna. Við setjum okkur ekki upp á móti umbótum á stefn- unni. Við krefjumst aðeins þess, að við fáum að njóta sömu réttinda og aðrir fullgildir aðilar að ESB. Okk- ur hugnast það ekki ef stefnan er sú að borgarar sambandsins skipt- ist upp í fyrsta og annan flokk, eftir því hvort þeir búa í nýjum eða eldri aðildarríkjum,“ segir Györkös. Það sem flækir málið er að á sama tíma og aðildarviðræðurnar standa yfir er grundvallarendurskoðun á sam- eiginlegu landbúnaðarstefnunni í gangi. Það er þó eðlileg krafa af hálfu samningamanna umsóknar- ríkjanna að aðildarsamningarnir verði að miðast við reglurnar eins og þær eru núna, ekki eins og menn vilja að þær verði í framtíð- inni. Eins og Györkös nefnir hér að framan setja a.m.k. Ungverjar sig þó ekki upp á móti breytingum á landbúnaðarstefnunni. Og blaða- maðurinn Pócs leggur áherzlu á að það hvort ungverskir bændur fái beingreiðslur eða ekki sé ekki það sem skipti mestu máli; mikilvægari séu þeir möguleikar sem aðgangur að stuðningsáætlunum ESB veitir til byggða- og atvinnuþróunar og uppbyggingar á innviðum eins og samgöngum og á fleiri sviðum. Í tillögum að samningsafstöðu ESB um þessi mál sem fram- kvæmdastjórn sambandsins lagði fram í byrjun ársins er gert ráð fyrir að á fyrsta árinu eftir inn- göngu (2004) fái bændur í nýju að- ildarríkjunum rétt til að fá greidd 25% af þeim beingreiðslustyrkjum sem kollegar þeirra í eldri aðild- arríkjunum hafa rétt á nú og þetta hlutfall verði síðan fært upp í 100% í áföngum til ársins 2013. Er þessar hugmyndir voru fyrst kynntar voru viðbrögðin í umsóknarríkjunum al- mennt neikvæð; einkum andmæltu Ungverjar og Pólverjar þeirri mis- munun sem þeir álíta að felist í til- lögunum. „Mikið ber í milli,“ segir Györ- kös, en segist þó bjartsýnn á að lending náist. Mikilvægt sé að stað- ið verði við þá tímaáætlun sem ESB hefur sett sér til að ljúka að- ildarviðræðunum og það gangi eftir að hægt verði að ljúka aðildarvið- ræðunum í desember nk. Að hans mati sé eðlilegt að um fjárútlátahlið aðildarsamninganna – þ.e. þátttöku nýju aðildarríkjanna í styrkjakerfi ESB í landbúnaði, byggðaþróun o.s.frv. – verði til að byrja með að- eins samið um tímabilið til 2006, þegar núgildandi fjárlagarammi ESB (svokölluð Dagskrá 2000) rennur út. Þá verði það verkefni allra þeirra ríkja sem á þeim tíma verða komin í sambandið að semja um fjármögnun styrkjakerfisins næstu árin þar á eftir. Aðspurður hvort ungverskum stjórnvöldum sé ljóst, að ætlazt sé til þess að Ungverjaland gerist aðili að Samningnum um evrópska efna- hagssvæðið um leið og það gengur í ESB svarar Györkös að vissulega sé þeim það ljóst og reikni ekki með því að nokkuð ætti að verða því til fyrirstöðu. Þeir Zahradnicek í Prag og Figel í Bratislava gáfu sambærileg svör við þessari spurn- ingu, fyrir hönd sinna landa. Slóvenía: smá en kná Slóvenía er eini hluti gamla júgó- slavneska sambandsríkisins sem hefur auðnazt að komast í aðstöðu til að fá inngöngu í Evrópusam- bandið í fyrstu stækkunarlotu þess til austurs. Landinu tókst á árinu 1991 að kúpla sig út úr Júgóslavíu án þess að til teljandi átaka kæmi (í samanburði við þau ósköp sem dundu síðan yfir önnur lýðveldi Júgóslavíu). Slóvenía var efnahags- lega þróaðasti hluti gömlu Júgó- slavíu, sem hjálpaði til við að koma landinu á þá hröðu þróunarbraut sem það hefur verið á síðan það sneri baki við sósíalískum áætl- anabúskap og setti stefnuna á að komast í „velmegunarklúbb“ Vest- ur-Evrópuríkjanna. Nú er svo kom- ið að þjóðartekjur á mann eru í Slóveníu þær hæstu í mið- og aust- ur-evrópsku ríkjunum sem bíða að- ildar að ESB; þær eru komnar upp fyrir meðaltalið í Grikklandi og voru á árinu 2000 71,6% af með- altalinu í ESB-aðildarlöndunum 15, mælt skv. kaupmáttarstuðli. Tveir þriðju hlutar utanríkisviðskipta Slóveníu eru við ESB. Á tímabili fyrst eftir að Slóvenía hlaut sjálfstæði velti stjórnin í Lju- bljana fyrir sér þeim möguleika að semja um inngöngu í EFTA og fá þannig aðgang að innri markaði Evrópu með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu. Þær hugmyndir urðu að engu eftir Kaupmanna- hafnarfund leiðtoga ESB um mitt ár 1993; í kjölfar hans tóku öll hin nýfrjálsu Mið- og Austur-Evrópu- ríkin stefnuna beint inn í Evrópu- sambandið – leiðtogar þessara ríkja mátu það svo, að aðild að EES yrði ekki til annars fallin en að verka sem biðstofa fyrir fulla aðild að ESB. Og þar sem EES-aðild veitir ekki rétt til styrkveitinga úr sam- eiginlegum sjóðum ESB óttuðust menn að „biðstofan“ yrði beinlínis notuð til að halda hinum fátæku fyrrverandi kommúnistaríkjum austurhluta álfunnar utan við Evr- ópusambandið. Slóvenía lagði inn aðildarumsókn að ESB í júní 1996. Slóvenía var valin í „fyrstu-lotu- hóp“ aðildarviðræðnanna og hafði í ágúst lokið 28 af 31 efniskafla við- ræðnanna. Stuðningur almennings hefur dalað Þótt inngangan í ESB (og NATO) hafi upp frá þessu verið efst á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar hefur stuðningur almennings við ESB-aðildina þó verið æði sveiflu- kenndur. Í síðustu könnun ESB- hagstofunnar Eurostat lýsti aðeins 41% Slóvena sig fylgjandi aðildinni. Janez Potocnik, aðalsamninga- maður Slóveníu í aðildarviðræðun- um við ESB, bendir á, að Slóvenía sé eina landið sem er á leiðinni inn í sambandið þar sem hærra hlutfall íbúanna segist í skoðanakönnunum vera vel eða tiltölulega vel upplýst um hvað í vændum sé með aðild- inni. Á undanförnum árum hafi að- ildin notið stuðnings yfirgnæfandi meirihluta íbúanna, en eftir því sem lengra hefur liðið á aðildarsamn- ingana og samningamenn Slóveníu hafa orðið að gefa eftir í einstökum málaflokkum, sem skapað hefur neikvætt umtal (svo sem afnám tollfrjálsrar verzlunar, breyttar reglur um sölu á landi o. fl.) hefur dregið úr stuðningnum. Slíkur sam- dráttur í stuðningi við aðildina átti sér síðast stað er tillögur fram- kvæmdastjórnar ESB um landbún- aðarþátt og styrkjakerfi aðildarvið- ræðnanna voru kynntar snemma á árinu. Þróun vinsælda ESB-aðild- arinnar í flestum umsóknarríkjanna hefur sýnt sig að fylgja ákveðnu mynstri; í upphafi, er ESB-aðildin virðist fjarlægur draumur, er hún vinsælust, en eftir því sem nær Öll eiga þessi fjögur lönd sameiginlegt að hafa fram til loka fyrri heimsstyrjaldar árið 1918 verið hluti Austurrísk- ungverska keisaradæmisins og að hafa verið kommúnistaríki megnið af síðari helmingi 20. aldar.                   " #$ %# ' ()* "$" $+ ,) *& - " #  )# # &   $+++  . . . / / 0/ / 1/ 2/ / 01/ 22/ ./ 11/ 0/  0 1 2 3 4 #& )* "$ $++              (      ) *  +,   +   ++           +++!"#$%%& '    &( ++++ ' % #%% %&  '  )*#  * # 56& # $++++ / 1/ 11/ / Landamæri Landamærastöð milli Tékklands og Slóvakíu. Vonazt er til að þessi nýbyggðu mannvirki verði brátt úrelt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.