Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 49 Á NÍUNDA áratugnum voru áber- andi gamanmyndir með ívafi róman- tíkur og glæpaspennu. Mætti segja að tónninn hafi verið gefið á áratugn- um á undan eða jafnvel enn fyrr, fyrst í félagagríni á borð við Butch Cassidy & the Sundance Kid en svo í léttleik- andi rómönum Redfords og Streis- ands. Tónninn að þessum grín- spennumyndum níunda áratugarins var þó kannski fyrst fyrir alvöru gef- inn með óvæntum vinsældum Foul Play með Saturday Night Live-stjörnunni Chevy Chase og ljóskunni Goldie Hawn en sú mynd fyllti stóra salinn í Háskólabíói sýningu eftir sýningu svo kvöldum skipti undir lok áratugarins átt- unda. Fleiri slíkar myndir fylgdu því að sjálfsögðu og þóttu enda einkar fýsileg- ur kostur á þessu tímaskeiði yfir- borðsmennsku og prjáls. Disney- samsteypan framleiddi hverja slíka af annarri undir Touchstone-merki sínu, með misjafnlega hæfileikaríkum skemmtikröftum í aðalhlutverkum á borð við Bette Midler, Goldie Hawn, Shelley Long, Ted Danson, Jim Be- lushi og svo að sjálfsögðu hersingunni allri úr Saturday Night Live-þáttun- um. Þótt sjaldnast mætti greina sjarmann töldu menn sig vera að gera myndir í anda hinna gömlu róman- tísku gamanmynda 4., 5. og 6. áratug- arins. Harvard-menntaði Hudlin Það er ekki að ástæðulausu sem þessar misjafnlega vel liðnu myndir eru rifjaðar upp því þær komu mjög ljóslifandi upp í huga undirritaðs er hann sá Serving Sara, nýjustu mynd leikstjórans þeldökka Reginalds Hudlins og svipar reyndar hvað mest til Foul Play einmitt þar sem aðal- karlhetjan er myndalegur en lánlaus bragðarefur og kvenhetjan kyn- bomba sem notað hefur útlitið sér til framdráttar en lent fyrir vikið í klandri. Í Serving Sara er Matthew Perry (Chandler úr Vinum) bragða- refurinn og Elizabeth Hurley (breska fyrirsætan og fyrrum unnusta Hughs Grants) kynbomban. Myndin markar um margt þáttaskil á ferli hins Har- vard-menntaða Hudlins, ekki fyrir það að vera gamanmynd, því það hef- ur verið hans sérdeild frá því hann steig fram á sjónarsviðið 1990 með unglingamyndina House Party. Nei, myndin er frávik frá eldri myndum Hudlins að því leyti að hún er sú fyrsta er skartar hvítum leikurum í aðalhlutverkum. House Party er af mörgum talin tíma- mótaverk, ekki í þeim skilningi að hún sé í hópi bestu mynda, heldur þyk- ir velgengni hennar hafa opnað dyrnar á Hollywood upp á gátt fyrir myndum er eingöngu skört- uðu svörtum leikur- um í helstu hlutverk- um. Hinn ungi svarti Hudlin varð heitasta heitt og því vitanlega falið að leikstýra þáverandi skærustu svörtu stjörnunni, Eddie Murphy, í Boomer- ang, sem einnig malaði gull en féll ekki í kramið hjá gagnrýnendum. Sama gilti um næstu mynd, The Great White Hype, hnefaleikamynd skrifuð af sportídjótinu Ron Shelton og skartaði Samuel L. Jackson og Jeff Goldblum. Tók ágæta summu í kassann en þótti mislukkuð engu að síður. The Ladies Man var sum- partinn afturhvarf til rótanna. Þessi gamanmynd, byggð á persónu úr Sat- urday Night Live, var ódýr í fram- leiðslu og skilaði enda dágóðum hagn- aði. Serving Sara fjallar um Joe Tyler (Perry) sem trúlega gegnir einu öm- urlegasta starfi sem til er. Hann er ómerkilegur stefnuvottur og ekki nóg með það, fórnarlömbin eru harðsvír- aðir mafíósar og ríkisbubbar í skiln- aðardeilum. Þegar starfið hangir á bláþræði fær hann það verk að af- henda eiginkonu (Hurley) moldríks búgarðseiganda skilnaðarskjöl. Auð- vitað gengur það ekki áfallalaust fyrir sig og eftir að hafa kynnst ákveða Ty- ler og eiginkonan að snúa bökum saman og reyna að hafa féð af eig- inmanninum. „Ég rambaði á það fyrir tilviljun,“ skýrir Hudlin aðspurður hvað kom til að hann var fenginn til að leikstýra myndinni. „Það var á fundi með fram- leiðendum myndarinnar vegna ann- arrar myndar þegar þeir fóru að segja mér frá þessu handriti um lán- lausan stefnuvott. Mér þótti það skondin hugmynd að rómantískri gamanmynd og fór að skipta mér af handritinu áður en ég hafði svo mikið sem lesið það. Þeim leist svo vel á hugmyndir mínar að þeir heimtuðu að ég gerði bara myndina.“ – Það kemur eiginlega á óvart að ekki hafi verið gerð grínmynd fyrr um stefnuvotta. Þetta er ansi fárán- legt starf. „Algjörlega það sem ég hugsaði þegar ég heyrði hugmyndina fyrst. Ég er bara feginn að enginn hafði fattað það áður. Þetta starf býður sannarlega upp á skondnar aðstæður, farsakenndar senur, að þessir gaurar séu að stefna lífi sínu í hættu fyrir svona ómerkilegt starf, alltaf með eitthvert leynimakk, að læðupokast og þykjast vera einhverjir aðrir en þeir eru.“ Hnuplarinn Hudlin – Myndin hefur yfir sér svolítinn brag sakleysislegra gamanspennu- mynda níunda áratugarins. Var það meðvitað markmið? „Sumpartinn. Myndirnar sem ég sótti í eru frá ólíkum tímaskeiðum, þ. á m. níunda áratugnum en ein af þeim sem ég sá sem fyrirmynd var hin frá- bæra Midnight Run (e. Martin Brest með Robert de Niro og Charles Grodin). Ég stal líka frá myndum á borð við His Girl Friday (e. Howard Hawk með Cary Grant) sem er frá 1940. Það eru til svo margar góðar vegamyndir sem ég sótti í, önnur er It Happened One Night. Ég reyni þannig að stela frá öllum tímaskeið- um, ekki bara einu.“ – Stela? „Já, jafnt frá öllum,“ segir Hudlin hlæjandi. „Ég viðurkenni fyrstur manna að ég stel hugmyndum ann- arra í gríð og erg og skammast mín ekkert fyrir það.“ – Hafðirðu þá þegar Perry og Hur- ley í huga í aðalhlutverkin? „Einmitt á þessum fundi barst handritið í tal þegar við skiptust á skoðunum um hverjir væri góðir og hverjir lélegir gamanleikarar. Nöfn þeirra komu ekki upp þá en það gerð- ist fljótlega,“ segir Hudlin. „Þegar hugsað er út í það komu fáir til greina sem henta betur í hlutverkin. Það eru ekki margir leikarar sem eru nægi- lega myndarlegir til að geta kysst El- isabeth Hurley og eru svona fyndnir og tilbúnir að troða hendinni upp í afturendann á bola til að kalla fram hlátur. Hurley er ein af örfáum feg- urðardísum sem þorir að sleppa fram af sér beislinu og gera grín að sjálfri sér.“ – Var það frammistaða Perrys í Friends sem sannfærði þig? „Nei, eiginlega frekar The Whole Nine Yards, þar sem mér þótti hann stela senunni.“ Gerð myndarinnar tafðist töluvert vegna persónulegra vandamála sem Perry átti við að glíma, en þá gekkst hann undir meðferð vegna óhóflegrar áfengis- og pilluneyslu. Perry hefur þakkað Hudlin opinberlega fyrir að sýna sér mikinn skilning og ómælda þolinmæði meðan hann var að ná tök- um á lífi sínu. En hvernig horfði þetta við Hudlin? „Við vorum að gera bíómynd og það er bara grín, stórir strákar að leika sér. Perry átti hins vegar við grafalvarlegan vanda að etja sem miklu mikilvægara var að vinna bug á en að klára einhverja bíómynd á rétt- um tíma. Það verður stundum að setja þennan bransa í rétt samhengi. Þetta er skemmtanabransi og lífið er miklu mikilvægara en hann.“ Hreimur Hudlins – og Hurley – Það er mikið gert úr því að Hur- ley sé bresk. Hreimur hennar er t.d. einn af aðalbröndurum myndarinnar. Var það í handriti eða kom það á tökustað? „Það rann upp fyrir okkur á töku- staðnum hversu fyndið það er að sjá rammenska konu með kúrekahatt. Alveg frábær fiskur-á-þurru-landi brandari sem við nutum að vinna með.“ – Var hún ekkert viðkvæm fyrir því? „Nei, alls ekki því einn hennar helsti kostur er að hún getur hlegið að sjálfri sér.“ – Hlóguð þið að hreimnum hennar bak við tjöldin? „Já, þangað til hún fór að herma eftir mínum hreimi (mjög amerískur) – þá snarhætti ég að gera grín að hennar hreimi.“ – Þegar þú gerir kvikmynd hef- urðu þá hugfast að hún höfði ekki síð- ur til Íslendinga en Bandaríkja- manna – að hún hafi alþjóðlega skírskotun? „Að vissu marki og auðvitað vonar maður að svo sé en á endanum gerir maður mynd sem gleður mann sjálf- an. Svo vonar maður bara að slík mynd gleðji fleiri.“ – Er ekki erfitt fyrir grínmynda- leikstjóra að átta sig á hvort hann sé með fyndna mynd í höndunum? Er ekki alltaf erfitt að koma sjálfum sér til að hlæja? „Ég er alltaf að hlæja að bullinu í sjálfum mér,“ segir Hudlin og hlær við. „Sem betur fer virðast fjölmargir geta hlegið að því sama og ég.“ Hudlin hlær að sjálfs sín fyndni Hann er tilbúinn að troða hendinni upp í afturenda bola og hún er ensk kona með kúrekahatt – alveg einstakt leikarapar! Serving Sara heitir nýjasta gamanmyndin með Matthew Perry úr Friends og að þessu sinni leikur Elizabeth Hurley hin breska á móti honum. Myndin er frumsýnd hérlendis um helgina og af því tilefni ræddi Skarphéðinn Guðmundsson við leikstjórann Reginald Hudlin um sjálfs hans fyndni, pilluát Perrys og hreim Hurleys. Reginald Hudlin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.