Morgunblaðið - 15.09.2002, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 15.09.2002, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ haldandi efnahagsþróun aðildar- landanna, og nægir að benda á landfræðilega legu Slóvakíu til að sjá hve möguleikar samningsins á að gegna þessu hlutverki myndu minnka við að skilja landið eftir ut- an við ESB. Slóvakar búnir að ná „fyrstu-lotu-hópnum“ Jan Figel, aðstoðarutanríkisráð- herra Slóvakíu og aðalsamninga- maður í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið sem Morgun- blaðið hitti að máli í höfuðborginni Bratislava, segir inngönguna í ESB vera það mál sem mest samstaða sé um í slóvakískum stjórnmálum – yfir 70% landsmanna styddu hana samkvæmt nýjustu skoðanakönn- unum. Figel bendir á, að þótt Sló- vakía hefði hafið aðildarviðræðurn- ar seinna en „fyrstu-lotu-hópurinn“ hefðu þær gengið hratt og vel og nú væri svo komið að ekki væri tal- að um landið sem neinn eftirbát í þessu tilliti. Hvað varðar fjölda samningskafla sem búið væri að loka til bráðabirgða fór Slóvakía í vetur sem leið framúr Póllandi og komst á sama ról og Tékkland. Að- eins Ungverjaland var í vor komið lítið eitt lengra. „En þessi árangur hefur líka kostað fórnir,“ segir Fi- gel. „Aðildarundirbúningurinn – að- lögun efnahagslífsins og löggjafar landsins að reglum ESB – hefur lagt þungar byrðar á þjóðfélagið og stjórnkerfið. Mest áberandi vanda- málin eru núna aukið atvinnuleysi og óhagstæður viðskiptajöfnuður.“ Í landbúnaðinum eru að hans sögn vandamálin ekki svo stór, að minnsta kosti ekki í samanburði við Pólland. Sjá enga lausn nema með aðild En sem dæmi um byrðarnar sem aðildarundirbúningurinn hefur í för með sér nefnir Figel kostnaðarsam- ar umbætur í umhverfisverndar- málum. „Við verðum að leggja miklar fjárfestingar í þennan mála- flokk – þær nema samtals um 15% af núverandi landsframleiðslu á ein- um áratug!“ Landið bindi miklar vonir við þá aðstoð við uppbygg- ingu innviða sinna, við byggða- og atvinnuþróun, sem því muni standa til boða eftir inngönguna í ESB. „Við sjáum enga lausn á mörgum vandamálum nema með aðildinni,“ segir hann. Gríðarmikilvægt sé að Slóvakía fái aðild á sama tíma og grannríkin í kring – Pólland, Tékk- land og Ungverjaland. Hann bendir á að austurlandamæri Slóvakíu, við Úkraínu, eru 87 km löng. Landa- mærin í suður, vestur og norður eru hins vegar samtals um 1.600 km, sem yrðu ytri landamæri ESB ef Slóvakía fengi ekki aðild á sama tíma og hin Visegrad-löndin. „Brat- islava og Vínarborg eru þær tvær höfuðborgir Evrópu, sem næst liggja hvor annarri [vegalengdin er innan við 60 km – á þeim dögum sem báðar borgir tilheyrðu Aust- urríki-Ungverjalandi gengu spor- vagnar á milli]. Það út af fyrir sig sýnir hve miklir möguleikar skap- ast við stækkun ESB til austurs – sem ég kýs frekar að kalla ‘endur- sameiningu Evrópu’,“ segir Figel. Slóvakíumegin landamæranna að Austurríki – eina ESB-landsins sem Slóvakía á landamæri að – sé búið að leggja nýja hraðbrautar- tengingu. Því miður virtist áhuginn á að auðvelda tengslin yfir landa- mærin ekki eins mikill vestan meg- in þeirra – þar létu samgöngubætur í austur á sér standa. En það standi vonandi til bóta. Ungverjaland vel statt „Ég vona svo sannarlega að sem flest lönd í okkar hluta álfunnar fái aðild að Evrópusambandinu sam- tímis, en engu að síður væri það óréttlátt að láta þau lönd sem standa sig betur í aðildarundirbún- ingnum þurfa að bíða eftir öðrum sem standa sig síður.“ Þetta segir Peter Györkös, deildarstjóri ESB- aðlögunarmálaskrifstofu ungverska utanríkisráðuneytisins og ritari samninganefndar Ungverjalands í ESB-aðildarviðræðunum, en Morg- unblaðið hitti hann að máli á skrif- stofu hans í Búdapest. Þetta viðhorf segir Balazs Pócs, blaðamaður á Népszabadság, stærsta dagblaði Ungverjalands, þýða í raun: „Ungverjaland vill ekki þurfa að bíða eftir Póllandi,“ þar sem álitið sé að Pólland eigi erf- iðara með að uppfylla aðildarskil- yrðin að ESB jafnfljótt, ekki sízt vegna hins gríðarmikla verkefnis sem bíður Pólverja við að nútíma- væða landbúnaðinn í landinu. Þótt landbúnaður hafi einnig í Ung- verjalandi tiltölulega mikið vægi í efnahagslífi landsins er aðlögun hans að markaðssamkeppni og stöðlum ESB mun lengra á veg komin en í Póllandi. Landbúnaður- inn skilar um sex prósentustigum af landsframleiðslu Ungverja, iðn- aður um 33% og þjónustugreinar um 61%. Þessi hlutföll endurspegla jafnframt um það bil uppskiptingu vinnumarkaðarins eftir atvinnu- greinum. Á síðasta ári var atvinnu- leysishlutfallið í Ungverjalandi hið lægsta í öllum umsóknarríkjunum í Mið- og Austur-Evrópu, 5,8%. Verðbólga var á árinu 2001 um 9,2% og hagvöxtur 3,8%. Efnahags- lífið í Ungverjalandi hefur þróazt tiltölulega hratt. Markaðs- og einkavæðing atvinnulífsins hófst að að vissu marki strax á tímum „gúll- as-kommúnismans“ á áttunda ára- tugnum og þannig má segja að Ungverjar hafi haft visst forskot á önnur fyrrverandi Austantjaldslönd er járntjaldið féll. Ungverjar hafa nú lokið 26 aðildarsamningsköflum af alls 31. Visegrad-löndin snúa bökum saman Reyndar virðist nú á lokaspretti aðildarviðræðnanna hafa dregið úr þessum samkeppnisanda milli um- sóknarríkjanna í Mið-Evrópu. For- sætisráðherrar Visegrad-landanna fjögurra, Ungverjalands, Póllands, Tékklands og Slóvakíu, komu sam- an í ungversku borginni Esztergom um mánaðamótin júní-júlí og sam- þykktu að „tala með einni röddu“ í nokkrum lykilmálum í viðræðunum sem standa nú yfir. Brugðu ráð- herrarnir á þetta ráð eftir að er- indrekar landanna fjögurra höfðu allir rekið sig á það, að samninga- menn ESB nýttu sér gjarnan þann þrýsting sem á fulltrúum umsókn- arlandanna hvíldi, ekki sízt vegna samkeppninnar þeirra í millum, til að gera þeim afarkosti. Samhæfing samningsmarkmiða landanna fjög- urra hefði það að markmiði að styrkja samningsstöðu þeirra. Um þær tillögur sem liggja fyrir af hálfu ESB um landbúnaðarþátt aðildarviðræðnanna, þ.e. hvernig fara megi að því að laga landbúnað í tilvonandi nýju aðildarríkjunum að sameiginlegu landbúnaðarstefn- unni og styrkjakerfi hennar, segir Györkös að grundvallarsjónarmiðið sem að mati Ungverja ætti þar að ráða ferðinni sé að forðast mismun- un. Ungverskir bændur eigi að fá að njóta sömu réttinda og kollegar þeirra vestar í álfunni. „Við segjum ekki að við krefjumst undir öllum kringumstæðum að fá alla þá styrki sem fyrir hendi eru í kerfi sameig- inlegu landbúnaðarstefnunnar eins og hún er núna. Við setjum okkur ekki upp á móti umbótum á stefn- unni. Við krefjumst aðeins þess, að við fáum að njóta sömu réttinda og aðrir fullgildir aðilar að ESB. Okk- ur hugnast það ekki ef stefnan er sú að borgarar sambandsins skipt- ist upp í fyrsta og annan flokk, eftir því hvort þeir búa í nýjum eða eldri aðildarríkjum,“ segir Györkös. Það sem flækir málið er að á sama tíma og aðildarviðræðurnar standa yfir er grundvallarendurskoðun á sam- eiginlegu landbúnaðarstefnunni í gangi. Það er þó eðlileg krafa af hálfu samningamanna umsóknar- ríkjanna að aðildarsamningarnir verði að miðast við reglurnar eins og þær eru núna, ekki eins og menn vilja að þær verði í framtíð- inni. Eins og Györkös nefnir hér að framan setja a.m.k. Ungverjar sig þó ekki upp á móti breytingum á landbúnaðarstefnunni. Og blaða- maðurinn Pócs leggur áherzlu á að það hvort ungverskir bændur fái beingreiðslur eða ekki sé ekki það sem skipti mestu máli; mikilvægari séu þeir möguleikar sem aðgangur að stuðningsáætlunum ESB veitir til byggða- og atvinnuþróunar og uppbyggingar á innviðum eins og samgöngum og á fleiri sviðum. Í tillögum að samningsafstöðu ESB um þessi mál sem fram- kvæmdastjórn sambandsins lagði fram í byrjun ársins er gert ráð fyrir að á fyrsta árinu eftir inn- göngu (2004) fái bændur í nýju að- ildarríkjunum rétt til að fá greidd 25% af þeim beingreiðslustyrkjum sem kollegar þeirra í eldri aðild- arríkjunum hafa rétt á nú og þetta hlutfall verði síðan fært upp í 100% í áföngum til ársins 2013. Er þessar hugmyndir voru fyrst kynntar voru viðbrögðin í umsóknarríkjunum al- mennt neikvæð; einkum andmæltu Ungverjar og Pólverjar þeirri mis- munun sem þeir álíta að felist í til- lögunum. „Mikið ber í milli,“ segir Györ- kös, en segist þó bjartsýnn á að lending náist. Mikilvægt sé að stað- ið verði við þá tímaáætlun sem ESB hefur sett sér til að ljúka að- ildarviðræðunum og það gangi eftir að hægt verði að ljúka aðildarvið- ræðunum í desember nk. Að hans mati sé eðlilegt að um fjárútlátahlið aðildarsamninganna – þ.e. þátttöku nýju aðildarríkjanna í styrkjakerfi ESB í landbúnaði, byggðaþróun o.s.frv. – verði til að byrja með að- eins samið um tímabilið til 2006, þegar núgildandi fjárlagarammi ESB (svokölluð Dagskrá 2000) rennur út. Þá verði það verkefni allra þeirra ríkja sem á þeim tíma verða komin í sambandið að semja um fjármögnun styrkjakerfisins næstu árin þar á eftir. Aðspurður hvort ungverskum stjórnvöldum sé ljóst, að ætlazt sé til þess að Ungverjaland gerist aðili að Samningnum um evrópska efna- hagssvæðið um leið og það gengur í ESB svarar Györkös að vissulega sé þeim það ljóst og reikni ekki með því að nokkuð ætti að verða því til fyrirstöðu. Þeir Zahradnicek í Prag og Figel í Bratislava gáfu sambærileg svör við þessari spurn- ingu, fyrir hönd sinna landa. Slóvenía: smá en kná Slóvenía er eini hluti gamla júgó- slavneska sambandsríkisins sem hefur auðnazt að komast í aðstöðu til að fá inngöngu í Evrópusam- bandið í fyrstu stækkunarlotu þess til austurs. Landinu tókst á árinu 1991 að kúpla sig út úr Júgóslavíu án þess að til teljandi átaka kæmi (í samanburði við þau ósköp sem dundu síðan yfir önnur lýðveldi Júgóslavíu). Slóvenía var efnahags- lega þróaðasti hluti gömlu Júgó- slavíu, sem hjálpaði til við að koma landinu á þá hröðu þróunarbraut sem það hefur verið á síðan það sneri baki við sósíalískum áætl- anabúskap og setti stefnuna á að komast í „velmegunarklúbb“ Vest- ur-Evrópuríkjanna. Nú er svo kom- ið að þjóðartekjur á mann eru í Slóveníu þær hæstu í mið- og aust- ur-evrópsku ríkjunum sem bíða að- ildar að ESB; þær eru komnar upp fyrir meðaltalið í Grikklandi og voru á árinu 2000 71,6% af með- altalinu í ESB-aðildarlöndunum 15, mælt skv. kaupmáttarstuðli. Tveir þriðju hlutar utanríkisviðskipta Slóveníu eru við ESB. Á tímabili fyrst eftir að Slóvenía hlaut sjálfstæði velti stjórnin í Lju- bljana fyrir sér þeim möguleika að semja um inngöngu í EFTA og fá þannig aðgang að innri markaði Evrópu með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu. Þær hugmyndir urðu að engu eftir Kaupmanna- hafnarfund leiðtoga ESB um mitt ár 1993; í kjölfar hans tóku öll hin nýfrjálsu Mið- og Austur-Evrópu- ríkin stefnuna beint inn í Evrópu- sambandið – leiðtogar þessara ríkja mátu það svo, að aðild að EES yrði ekki til annars fallin en að verka sem biðstofa fyrir fulla aðild að ESB. Og þar sem EES-aðild veitir ekki rétt til styrkveitinga úr sam- eiginlegum sjóðum ESB óttuðust menn að „biðstofan“ yrði beinlínis notuð til að halda hinum fátæku fyrrverandi kommúnistaríkjum austurhluta álfunnar utan við Evr- ópusambandið. Slóvenía lagði inn aðildarumsókn að ESB í júní 1996. Slóvenía var valin í „fyrstu-lotu- hóp“ aðildarviðræðnanna og hafði í ágúst lokið 28 af 31 efniskafla við- ræðnanna. Stuðningur almennings hefur dalað Þótt inngangan í ESB (og NATO) hafi upp frá þessu verið efst á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar hefur stuðningur almennings við ESB-aðildina þó verið æði sveiflu- kenndur. Í síðustu könnun ESB- hagstofunnar Eurostat lýsti aðeins 41% Slóvena sig fylgjandi aðildinni. Janez Potocnik, aðalsamninga- maður Slóveníu í aðildarviðræðun- um við ESB, bendir á, að Slóvenía sé eina landið sem er á leiðinni inn í sambandið þar sem hærra hlutfall íbúanna segist í skoðanakönnunum vera vel eða tiltölulega vel upplýst um hvað í vændum sé með aðild- inni. Á undanförnum árum hafi að- ildin notið stuðnings yfirgnæfandi meirihluta íbúanna, en eftir því sem lengra hefur liðið á aðildarsamn- ingana og samningamenn Slóveníu hafa orðið að gefa eftir í einstökum málaflokkum, sem skapað hefur neikvætt umtal (svo sem afnám tollfrjálsrar verzlunar, breyttar reglur um sölu á landi o. fl.) hefur dregið úr stuðningnum. Slíkur sam- dráttur í stuðningi við aðildina átti sér síðast stað er tillögur fram- kvæmdastjórnar ESB um landbún- aðarþátt og styrkjakerfi aðildarvið- ræðnanna voru kynntar snemma á árinu. Þróun vinsælda ESB-aðild- arinnar í flestum umsóknarríkjanna hefur sýnt sig að fylgja ákveðnu mynstri; í upphafi, er ESB-aðildin virðist fjarlægur draumur, er hún vinsælust, en eftir því sem nær Öll eiga þessi fjögur lönd sameiginlegt að hafa fram til loka fyrri heimsstyrjaldar árið 1918 verið hluti Austurrísk- ungverska keisaradæmisins og að hafa verið kommúnistaríki megnið af síðari helmingi 20. aldar.                   " #$ %# ' ()* "$" $+ ,) *& - " #  )# # &   $+++  . . . / / 0/ / 1/ 2/ / 01/ 22/ ./ 11/ 0/  0 1 2 3 4 #& )* "$ $++              (      ) *  +,   +   ++           +++!"#$%%& '    &( ++++ ' % #%% %&  '  )*#  * # 56& # $++++ / 1/ 11/ / Landamæri Landamærastöð milli Tékklands og Slóvakíu. Vonazt er til að þessi nýbyggðu mannvirki verði brátt úrelt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.