Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 35 3ja og 4ra herb. íbúðir á góðum stað við Hamravík. Vel skipulagðar með fallegu útsýni. Þessi íbúð er dæmi um 4ra herb. íbúð sem hentar vel fyrir fólk sem er að minnka við sig þar sem hægt er að hafa stofu allt að 45 fm. Byggingaraðili: Hrauntún ehf. Upplýsingar í símum 896 1606 og 557 7060 Iðnaðarhúsnæði við Auðbrekku Til sölu 215 fm iðnaðarhúsnæði, ágætlega staðsett. Upplýsingar í símum 896 1606 og 557 7060 ÞAÐ er alvarlegt áfall fyrir þjóðina að 17% barna séu misnot- uð fyrir 18 ára aldur samkvæmt rannsókn um umfang kynferðis- legrar misnotkunar á börnum. Þegar í stað þarf að bregðast við þessum óhugnaði, en í rannsókninni kemur fram að fjórðungur þolenda er sex ára börn eða yngri og í 67% tilvika sé misnotk- unin gróf eða mjög gróf. Leita þarf líka skýringa á því hvers vegna hér er um hærri tölur að ræða en komið hafa fram í rannsóknum á hinum Norðurlönd- unum. Framtíð þolenda í húfi Kynferðisbrot gegn börnum er einn alvarlegasti glæpur sem hægt er að fremja, enda er ljóst að slíkt getur eyðilagt líf þolenda um alla framtíð. Á Alþingi fyrir fimm árum komu líka fram hrikalegar tölur um kynferðislega misnotkun á börnum þegar félagsmálaráðherra svaraði fyrirspurn minni um þetta efni. Þar kom fram að á árunum 1992–1996 hefðu barnaverndarnefndir fengið til meðferðar 465 mál vegna meintr- ar kynferðislegrar áreitni eða of- beldis gegn börnum og áttu þar hlut að máli 560 börn yngri en 16 ára. Í einhverjum tilvikum voru þolendur fleiri en einn af völdum sama ofbeld- ismanns. Athyglisvert var að aðeins var birt ákæra í 45 málum af 465 eða í um 10% þeirra mála sem barna- vendarnefndir fengu til meðferðar. Ástæður þess verður að brjóta til mergjar og fara yfir allan kæruferil í réttar- og dómskerfinu allt frá því kæra berst og þar til úrskurður dómstóla liggur fyrir. Sömuleiðis verður að finna markvissar leiðir til að hvetja þá sem beittir eru kyn- ferðislegu ofbeldi til að kæra glæp- inn. Fram hefur komið að ákærum ríkissaksóknara vegna kynferðis- brota gegn börnum hefur fjölgað mikið á þessu og síðasta ári. Nýja rannsóknin sem sýnir hve óhugnanlega mikill fjöldi barna er beittur kynferðislegri misnotkun staðfestir að stjórnvöld verða að veita meira fjármagni til stuðnings- og með- ferðarúrræða fyrir þol- endur kynferðisbrota. Framtíð fjölda barna er þar í húfi. Í fyrrnefndu svari ráðherra kom fram að búast mætti við að ár- lega þyrftu ekki færri en 50 börn á sérhæfðri meðferð að halda vegna kynferðisofbeldis. Væru fjölskyldur þeirra teknar með mætti áætla að á annað hundrað manns þurfi á stuðningi og meðferð að halda á ári hverju. Engin hóp- meðferð stæði þessum börnum til boða og áfallahjálp og langtímameð- ferð væri sjaldnast skipulögð af barnaverndarnefndum enda væru lagaskyldur á því sviði óljósar. Bú- ast má við að sá hópur sem þarf á sérhæfðum meðferða- og stuðnings- úrræðum að halda hafi stækkað verulega frá því svör við þessari fyr- irspurn kom fram. Þessi fyrirspurn leiddi síðan til stofnunar Barnahúss, en starfsemi þess hefur vakið mikla athygli erlendis. Tillögur um bætta stöðu þolenda kynferðisbrota Á Alþingi hef ég ásamt nokkrum þingmönnum Samfylkingarinnar flutt tillögu um bætta stöðu þolenda kynferðisbrota. Hún felur í sér að gerð verði ítarleg úttekt á stöðu þol- enda kynferðisbrota og ferli kæru- mála í réttar- og dómskerfinu. Sér- staklega á að skoða lagaákvæði er varða starfshætti dómstóla og hvort þörf er á að herða refsiúrræði. Jafn- framt á að leggja fram tillögur um hvernig bæta megi þann stuðning og þau meðferðarúrræði sem fórnar- lömb kynferðisbrota eiga kost á. Hjá því verður heldur ekki komist að taka upp alvarlega umræðu um herta refsingu vegna kynferðislegr- ar misnotkunar á börnum. Aftur og aftur fyllist þjóðin réttlátri reiði þegar birtir eru dómar yfir kynferð- isbrotamönnum sem eru svo vægir að réttlætiskennd þjóðarinnar er al- gjörlega misboðið. Full ástæða er til að endurskoða lagaákvæði um kyn- ferðisbrot gagnvart börnum. Þar er engin lágmarksrefsing og hámarks- refsing er allt að 12 ára fangelsi allt eftir aldri barns og skyldleika ger- anda við barnið. Aftur á móti er lág- marksrefsingu beitt vegna nauðgun- ar og er hún 1 ár og hámarksrefsing 16 ár, en því ákvæði er beitt ef of- beldi eða hótun um það er beitt burtséð frá aldri þolanda. Erfitt er að sjá af hverju ekki er hér á landi sambærilegt lágmarksákvæði vegna kynferðislegrar misnotkunar gegn börnum. Í Noregi er lágmarksrefs- ing eitt ár og í Svíþjóð er fangels- isvist að lágmarki tvö ár vegna kyn- ferðislegrar misnotkunar á börnum. Það skýrir væntanlega að einhverju leyti að dómar hér á landi eru mun vægari, að hér er engin lágmarks- refsing vegna kynferðisbrota gegn börnum. Víðtæk sátt ætti að geta náðst um tillögur okkar þingmanna Samfylk- ingarinnar um bætta stöðu þolenda kynferðisbrota. Það hlýtur að vera krafa þjóðarinnar að stjórnvöld taki umsvifalaust á þessum málum og veiti til þess nauðsynlegt fjármagn. Þjóðin slegin óhug Jóhanna Sigurðardóttir Misnotkun Víðtæk sátt ætti að geta náðst, segir Jóhanna Sigurðardóttir, um tillögur Samfylking- arinnar um bætta stöðu þolenda kynferðisbrota. Höfundur er alþingismaður. Í LOK ágúst birtist í vefriti fjármálaráðu- neytisins upplýsingar um opinber framlög til heilbrigðismála á Íslandi. Þar er því haldið fram að þau séu hæst hér á landi árið 2000 meðal landa innan OECD. Enn- fremur er fullyrt að íslendingar séu í 4. sæti með samanlögð heilbrigðisútgjöld op- inberra aðila og einka- aðila. Þessi frétt vakti mikla athygli og hafði áhrif á opinbera um- ræðu sem í gangi var um íslenska heilbrigðiskerfið og fjármögnun þess. Fjárskortur Landsspítala - háskólasjúkrahúss kveikti um- ræðuna og hún snerist einmitt um það að fé skorti til spítalans svo hann gæti sinnt þeim verkefnum sem honum eru falin. Fullyrðingar fjármálaráðuneytisins sveigðu um- ræðuna inn á þá braut að ekki skorti fé heldur væri því illa varið og lausnin væri meiri einkavæðing. Sumir alþingismenn hlynntir einkavæðingu gripu tækifærið og tefldu fram rökum fjármálaráðu- neytisins sjónarmiði sínu til stuðn- ings og á síðum dagblaðanna mátti sjá sömu áhrif, en lengst gekk rit- stjóri DV sem beinlínis fullyrti að íslenska heilbrigðiskerfið væri í miklum ógöngum og einkenndist af skipulögðu ofbeldi gagnvart einka- rekstri með tilheyrandi sóun og af- leiðingin væri verri lífskjör á Ís- landi en ella. Það er alveg ljóst að útspil fjár- málaráðuneytisins var einkavæð- ingarsinnum í heilbrigðiskerfinu kærkomin hjálp í umræðunni um fjárskort Landsspítalans - háskóla- sjúkrahúss. Opinber framlög hæst á Íslandi? Ég held að það sé rétt að athuga fullyrðingar fjármálaráðuneytisins. Fyrst þá fullyrðingu að opinber framlög séu hæst á Íslandi af lönd- um innan OECD. Með því er átt við hlut ríkis og sveitarfélaga en ekki annarra aðila, svo sem at- vinnurekenda, trygginga eða sjúk- linga sjálfra. Norræna hagskýrslu- nefndin á sviði heilbrigðis- og tryggingarmála (NOSOSKO) tekur saman tölur um útgjöld á þessu sviði. Á fréttavef heilbrigðis- og tryggingarráðuneytisins er upplýst nýlega að árið 2000 hafi útgjöld ís- lenska ríkisins verið 7,6% af vergri þjóðarframleiðslu, mun lægri en útgjölda sænska ríkisins 8,4% og þess norska 8,5%. Þar með eru þegar tvö ríki með hærri opinber útgjöld en Ísland. Auk þess þarf að hafa í huga að í sumum löndum innan OECD greiða atvinnurek- endur hluta af kostnaðinum eða tryggingar sem menn taka og það lækkar hlut hins opinbera. Ef sömu reglur giltu á Íslandi yrði hlutur ríkisins mun minni. Þar sem flokkun á útgjöldum milli heil- brigðis- og félagsmála er ekki allt- af eins milli landa er öruggara að skoða þessi útgjöld saman. Þá kemur í ljós að á Norðurlöndunum þau eru langlægst á Íslandi 19,7% af VÞF, en 25,5% - 32,3% á hinum Norðurlöndunum árið 2000. Það væri fróðlegt að gera sama sam- anburð við önnur lönd innan OECD en Norðurlönd. Fullyrðing- in um hæstu opinberu framlögin er greinileg vafasöm svo ekki sé fast- ar að orði kveðið. Í 4. sæti í heildarkostnaði? Næst er að skoða heildarkostn- aðinn sem hlutfall af VÞF. Heil- brigðis- og tryggingarráðuneytið birtir upplýsingar um hann á fréttavef sín- um. Þar er Ísland í 6. sætið árið 2000 en ekki í 4. sæti eins og fjármálaráðuneytið heldur fram. Með hærri kostnað en Ís- lendingar eru Kanada- menn, Frakkar, Þjóð- verjar, Svisslendingar og Bandaríkjamenn. Ég hef aflað mér frek- ari upplýsingar um þetta og skv. þeim eru Íslendingar í 8. til 15. sæti árin 1990 til 1998 og að meðaltali þessi ár í 10. sæti af þjóðum innan OECD. Það er nokkuð lang- ur vegur frá þessum tölum til þeirra sem lesa má í vefriti fjár- málaráðuneytisins. Gríðarlegur vöxtur í útgjöldum? Í vefriti fjármálaráðuneytisins er því haldið fram að gríðarlegur vöxtur hafi verið í heilbrigðisút- gjöldum síðustu áratugi. Árið 1970 hafi útgjöldin verið 3,2% af vergri landsframleiðslu, 5,5% árið 1980 , 6,8% árið 1990 og loks áætlað vera yfir 7,5% árið 2000. Ég get ekki tekið undir þetta. Efnahagur þjóð- arinnar hefur tekið stakkaskiptum frá 1970 og landsframleiðsla liðlega þrefaldast. Þjóðin er miklu ríkari en hún var árið 1970 og þótt hlutur heilbrigðisþjónustu hafið vaxið á tímabilinu er aukningin tiltölulega lítill hlutur af verðmætisaukning- unni og ég tel ekki um gríðarlegan vöxt að ræða í ljósi þess að nú er veitt miklu meiri heilbrigðisþjón- usta en áður var, sjúkdómum hald- ið niðri eða læknaðir sem áður var ekki átt við. Að veita fleirum meiri þjónustu og lengur kostar peninga og þetta er gert vegna þess að al- mennur vilji er til þess. Til viðbótar þessu þá er fullyrð- ingin um gríðarlegan vöxt í út- gjöldum hæpin síðustu 20 árin svo ekki sé fastar að orði kveðið. Upp- lýsingar frá Þjóðhagsstofnun um útgjöld hins opinbera frá 1980-2000 leiða í ljós að árið 1983 voru út- gjöldin 6,3% af VLF en 7,6% árið 2000. Þessi aukning er ekki gríð- arlegur vöxtur á neinn mælikvarða. Árin 1990-1998 eru útgjöldin lægri á hverju ári mæld sem hlutfall af landsframleiðslu en 1988 þegar þau voru 7,37% og það er ekki fyrr en 1999 og 2000 sem útgjöld hins op- inbera verða hærri en árin 1988 og 1989. Þessi ár, þ.e. 1990 til 1998 eru útgjöldin 2,5 milljörðum kr. til 4,8 milljörðum kr. lægri hvert ár en árið 1988 og samtals þessi 9 ár um 35 milljörðum kr. lægri en það ár. Megin niðurstaðan er að á síð- asta áratug var ekki um neinn vöxt að ræða í útgjöldum til heilbrigð- ismála í hlutfalli af landsfram- leiðslu þegar áratugurinn er met- inn í heild og kannski er hluti vandans nú einmitt sú staðreynd. Ég held að það sé ráðlegt fyrir fjármálaráðuneytið að endurskoða tölur sínar sem birtust í vefritinu 29. ágúst og mér finnst að það megi líka endurskoða viðhorfið til heilbrigðismála sem þar kom fram. Miðað við fyrirliggjandi upplýsing- ar er ráðuneytið á villigötum. Kristinn H. Gunnarsson Höfundur er alþingismaður. Fjármál Að veita fleirum meiri þjónustu og lengur, seg- ir Kristinn H. Gunn- arsson, kostar peninga. Fjármála- ráðuneytið á villigötum Kauptu eina flík, hún endist á við þrjár Jón & Gunna - Ísafirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.