Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                         BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÓHÆTT er að segja að notendur bíla hafi numið land hér með áþreif- anlegum og sýnilegum hætti. Land- námið hefur haft með sér lærð nú- tímaþægindi en einnig haft neikvæðar afleiðingar. Stöðugt meira landsvæði fer undir bílvegi, bílastæði og tengd mannvirki. Meng- un vegna notkun- ar bílsins er stað- reynd sem öll þéttbýlissvæði hafa þurft að glíma við. Sóun kristallast í „einka“bílnum þar sem saman fer léleg nýting á samgöngumáta, mikil notkun á hráefni og marg- vísleg mengun sem er samfara flóknu framleiðslu- ferli. Bílar eru fjárhagsleg sóun, hvort sem mið er tekið af þjóðhags- legri hagkvæmni eða þyngd pyngju þegnanna. Eins og önnur nútíma- þægindi á borð við sjónvarpið getur óhófleg notkun bitnað á heilsu- og holdafari. Sú staðreynd að bíllinn er hættulegasti samgöngumáti sem völ er á, hefur slegið stór skörð í okkar samfélag og verið hvati að gagnrýn- inni umræðu um hvernig við getum haft samgöngur okkar sem örugg- astar. Neikvæðir fylgifiskar mikillar bíl- notkunar hafa enda gert það að verkum að víða hefur verið mörkuð sú stefna að vinna markvisst gegn neikvæðum áhrifum hennar. Hluti þeirrar stefnumörkunar er sú við- leitni sem yfirvöld víða í Evrópu sýna með tilurð bíllausu vikunnar sem fram fer 16.–22. september. Er lögð sérstök áhersla á að fólk taki frá næsta sunnudag, og bregði undir sig betri fætinum en þá nær vikan há- marki. Umhverfisráðherra hér á landi hefur staðfest þátttöku okkar Íslendinga í nánustu framtíð og telj- umst við nú þátttakendur í þessu. Þema vikunnar í ár snýst um al- menningssamgöngur, hjólreiðar og lífvænlegar götur fyrir mannvist. Með þessu er verið að benda á þá já- kvæðu valkosti sem okkur bjóðast til samgangna. Í Reykjavík þýðir þetta að við erum hvött til að taka strætó, hjóla og ganga. Þannig verða breyt- ingarnar. Fólkið sjálft tekur ákvörð- un um hvernig samgöngur það vill sjá í sínu samfélagi og styður þannig í verki þá jákvæðu valkosti sem bjóð- ast. Því fleiri sem hjóla því betur verður búið að hjólreiðum. Því fleiri sem velja strætisvagninn því betra verður almenningsvagnakerfið. Þetta ber stórbætt stígakerfi og heildrænni hugsun í almennings- samgöngum vott um. Í ljósi stefnu- mörkunar umhverfisráðherra er tækifæri til að verða samferða í þeirri viðleitni að stuðla að hreinna andrúmslofti, auka umferðaröryggi og eyða meiru í uppeldismál og minna í malbik. Fyrir 6 árum var haldinn hvíldardagur bílsins í Reykjavík. Hann gaf tóninn og er ástæða til að endurvekja hann og enn ríkari ástæða til að taka frá heila viku. Best væri ef við hvíldum bílinn sem oftast, allan ársins hring! ÓSKAR DÝRMUNDUR ÓLAFSSON, nefndarmaður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Bíla má hvíla Frá Óskari Dýrmundi Ólafssyni: Óskar Dýrmundur Ólafsson Morgunblaðið/Ómar Óhófleg notkun einkabílsins getur bitnað á heilsu- og holdafari. Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.