Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FORSÆTISRÁÐHERRAR Ís- lands og Víetnams undirrituðu í gær samning milli landanna um vernd fjárfestinga. Phan Van Kai, forsætisráðherra Víetnams, er nú í opinberri heimsókn hér á landi í boði Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra. Með heimsókninni nú er endurgoldin heimsókn Davíðs Oddssonar til Víetnams í apríl sl. Þar var m.a. undirritaður tvískött- unaramningur milli landanna. Davíð sagði að áhersla hafi verið lögð á skattamál í viðræðum í vor en nú væru fjárfestingar efst á baugi. „Samningurinn ætti að hjálpa fyrirtækjum beggja landa til að tengjast sterkum böndum í ýmsu tilliti. Hann ætti að auka möguleika íslenskskra og víetnam- skra fyrirtækja til að vinna sam- an,“ sagði Davíð Oddsson eftir undirritun samningsins í gær. For- sætisráðherra Víetnams sagði samninginn hafa mikla þýðingu fyrir bæði löndin. Sagði hann heimsóknina núna styrkja enn frekar tengslin milli landanna. „Löndin hafa bæði mikla mögu- leika á að styrkja samstarf sitt í sjávarútvegi. Við þurfum líka á að- stoð Íslendinga að halda við að- kynna og framleiða fjölbreyttar af- urðir fyrir evrópska og alþjóðamarkaði,“ sagði hann. Ísland styrkir þjálfunarverkefni Davíð sagði í gær að ráðherr- arnir hefðu m.a. rætt sín á milli um efnahagsástand beggja ríkja og tengsl þeirra við önnur lönd. Þá sagði Davíð að ríkisstjórn Íslands hefði ákveðið að styrkja verkefni sem miða að þjálfun í viðskiptum á vegum Sameinuðu þjóðanna í Víet- nam. Mun sá stuðningur nema um 3,5 milljónum króna. Þakkaði Phan Van Kai forsætisráðhera íslensku þjóðinni fyrir stuðninginn. Í för með víetnamska forsætis- ráðherranum eru þrír ráðherrar úr ríkisstjórn Víetnams, aðstoðar- ráðherrar, embættismenn og sér- stök viðskiptanefnd. Á dagskrá heimsóknarinnar eru fundir með forsætisráðherra, sjáv- arútvegsráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra svo og forseta Íslands. Þá mun víetnamski for- sætisráðherrann heimsækja Ráð- hús Reykjavíkur og fyrirtækið Marel. Í dag fara forsætisráðherrarnir auk fylgdarliðs í skoðunarferð um Suðurland, til Nesjavalla, Þing- valla og að Gullfossi og Geysi. Heimsókninni lýkur á morgun. Í gær var efnt til sérstaks há- degisverðarfundar sem að stóðu Útflutningsráð og sjávarútvegs- ráðuneytið. Þar kynnti Phan Van Kai land sitt sem samstarfsland í viðskiptum. Opinber heimsókn Phan Van Kai, forsætisráðherra Víetnams, stendur yfir Morgunblaðið/Árni Sæberg Phan Van Kai, forsætisráðherra Víetnams, og Davíð Oddson forsætisráðherra hittust á fundi í gær. Samið um vernd fjárfestinga Miklir mögu- leikar á að styrkja samstarf í sjávarútvegi UNNIÐ er að undirbúningi viðræðna Íslands við nokkur ríki, einkum í Asíu um gerð loftferðasamninga og eru viðræður þegar hafnar við Japan um gerð slíks samnings. Martin Eyjólfs- son, sendiráðunautur í utanríkisráðu- neytinu, segir að þær hafi þó gengið nokkuð treglega vegna ákveðinnar fyrirstöðu í japanska stjórnkerfinu en menn hafi þó ekki gefið upp alla von um að samningar geti náðst. ,,Sendiherra okkar í Japan hefur farið á fundi flugmálayfirvalda þar og óskað eftir samningaviðræðum. Þeir gefa hins vegar til kynna að það þurfi að vera beint flug á milli,“ segir hann, auk þess sem hann segir Japani vilja að um tiltekna lágmarks flugumferð sé að ræða til að samningar verði gerðir. ,,Þeir hafa ekki hafnað einu eða neinu en fyrstu viðbrögð bera merki ákveðinnar tregðu,“segir hann. Undirbúa viðræður við fleiri ríki Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í sumar hafa forsvarsmenn flugfélagsins Atlanta óskað eftir að gert verði átak í að koma á fleiri loft- ferðasamningum milli Íslands og ann- arra ríkja, m.a. Malasíu, Suður-Kór- eu, Hong Kong, Kína og Japans, vegna verkefna fyrir flugflotann en Asíuríki heimila oft og tíðum ekki að flugfélög bjóði þjónustu sína nema fyrir liggi loftferðasamningur milli ríkjanna. Martin segir að haldinn hafi verið fundur með flugfélögunum til að afla upplýsinga um hvaða ríki þau vildu að gerður yrði loftferðasamningur við. ,,Í framhaldinu höfum við kynnt þeim drög að samningslíkani sem við ger- um ráð fyrir að senda til kynningar um leið og óskað verður eftir viðræð- um. Þessari vinnu lýkur væntanlega fyrir lok mánaðarins og þá snúum við okkur að því að reyna að opna samn- ingaviðræður við ríkin,“ segir Martin. Viðræður við Japan ganga treglega Gerð loftferðasamn- inga við Asíuríki í undirbúningi FORSVARSMENN fegurðarsam- keppninnar Ungfrú Ísland.is munu ákveða á fimmtudag hvort Eyrún Steinsson, fulltrúi keppninnar, verði send til þátttöku í Miss World, sem halda á í Nígeríu 30. nóvember. For- svarsmennirnir eru í fríi á Spáni og koma til landsins á miðvikudag. Margar erlendar fegurðardrottn- ingar hafa hætt við þátttöku í keppn- inni til að mótmæla dauðadómi þar í landi yfir þrítugri konu, Aminu La- wal, sem sakfelld var fyrir að eiga barn utan hjónabands. Fegurðardrottning Noregs hefur hætt við þátttöku í keppninni og sömuleiðis fegurðardrottning Frakklands, Belgíu, Kenýa, Fíla- beinsstrandarinnar og Sviss. Sólveig Zophoníasdóttir er Ungfrú Ísland.is en hefur ekki keppnisrétt í Miss World vegna mynda sem hafa birst af henni í tímaritinu Playboy. Signý Kristins- dóttir sem varð í öðru sæti, hefur heldur ekki keppnisrétt, þar sem hún á barn. Var því Eyrún Steins- dóttir valin fulltrúi Íslands. Mótmæli vegna Miss World í Nígeríu Ungfrú Ísland.is ákveður sig í næstu viku SAMTÖK verslunarinnar telja að við útboð á tækjum og búnaði í mötuneyti Orkuveitu Reykjavíkur hafi bæði lög og almennt viðskipta- siðferði verið þverbrotin. Orku- veitunni er gefinn frestur til 27. september til að koma með skýr- ingar en að öðrum kosti verði öll hugsanleg lagaúrræði könnuð, þar á meðal sá möguleiki að skjóta málinu til Eftirlitsstofnunar EFTA. Áttu lægsta tilboðið Í mótmælum, sem samtökin hafa sent Orkuveitunni, kemur fram að 24. júlí sendu Íslenskir að- alverktakar útboðsgögn til A. Karlssonar og tveggja annarra fyrirtækja. A. Karlsson gerði þeg- ar alvarlegar athugasemdir við út- boðslýsingu á tilteknum tækjum þar sem ljóst væri að útboðslýs- ingin væri að stórum hluta unnin orðrétt upp úr vörulista eins fyr- irtækis sem tók þátt í útboðinu. Í öðrum tilvikum virtust útboðslýs- ingar nákvæmlega sniðnar að ákveðnum vörutegundum þannig að svo virtist sem þegar hafi verið ákveðið við hvern ætti að semja. Þegar tilboðin voru opnuð kom í ljós að aðaltilboð A. Karlssonar var lægst. Þar sem ekki tókst að uppfylla öll tæknileg atriði hafi verið gert frávikstilboð upp á sömu fjárhæð, sem hafi verið samþykkt af umsjónaraðilum útboðsins. Nið- urstaðan hafi samt sem áður orðið sú að Orkuveitan hafi gengið að hæsta tilboðinu án þess að gera nokkra tilraun til að leita eftir upp- lýsingum um tilboð A. Karlssonar en fullyrða megi að fyrirtækið hefði getað gefið viðhlítandi skýr- ingar á einstökum atriðum þess. Þá hafi engin rök verið lögð fram sem skýra hvers vegna ekki var gengið til viðræðna við lægstbjóð- anda. Ennfremur hafi verið sendar nýjar upplýsingar um tæknileg at- riði sem hafi borist fjórum dögum fyrir opnunardag tilboða. Sam- kvæmt útboðslýsingu hafi nýjar upplýsingar átt að berast í síðasta lagi fimm dögum fyrir opnun. „Vegna þessa stutta frests var ekki hægt að senda nýjar upplýs- ingar sem hefðu getað varpað ljósi á ýmis atriði sem virðast hafa leitt til þess að tilboði A. Karlssonar var hafnað,“ segir í mótmælabréf- inu. Í bréfinu kemur ennfremur fram að svo virðist sem útboðið hafi færst yfir til Almennu verk- fræðistofunnar í miðjum klíðum, án þess að það hafi verið tilkynnt. Samtök verslunarinnar telja að lög og reglugerðir um útboð og inn- kaup opinberra stofnana hafi verið brotin og einnig sé ástæða til að gera sérstaka könnun á því hvort ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið hafi verið brotin. Algjörlega ósammála gagnrýninni Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur, sagðist algjörlega ósammála gagn- rýninni á útboðið. Ekki hafi verið hægt að ganga að tilboði þeirra þar sem á því hefðu verið form- gallar en þar sem málið væri kom- ið í kæruferli taldi hann þó óeðli- legt að tjá sig um einstök atriði þess. Hann tók sérstaklega fram að Orkuveitan hefði haft góða reynslu af viðskiptum við A. Karls- son. Samtök verslunarinnar mótmæla útboði fyrir OR Segja lög og viðskipta- siðferði þverbrotin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.