Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 49 Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Mikið af fallegum peysum frá kr. 1.990 Skipulagt til framtíðar? Kynningar- og umræðufundur um niðurstöður leiðtoga- fundar Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg nýverið verður haldinn í hátíðarsal Háskóla Íslands, mánudaginn 23. september kl 17. Kynning á helstu niðurstöðum leiðtogafundarins Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra. Niðurstöður leiðtogafundarins frá sjónarhorni þingmanns Katrín Fjeldsted. Er sjálfbær þróun í sjónmáli? Hjörleifur Guttormsson. Niðurstöður leiðtogafundarins frá sjónarhóli umhverfissamtaka Ólöf Guðný Valdimarsdóttir. Sjálfbær þróun: Tískuhugtak á tyllidögum eða fyrirheit um bjarta framtíð Kolbrún Halldórsdóttir. Hvað hefur miðað? Hverjar voru væntingar? Hvar þarf að gera betur? Hugleiðingar háskólamanns Júlíus Sólnes. Í lok fundarins verður fundargestum gefinn kostur á að leggja spurningar fyrir frummælendur. Fundarstjóri: Ágúst Einarsson, forseti Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands. Umhverfismennt alla ævi Ráðstefna Umhverfisfræðsluráðs í samvinnu við Skóla á grænni grein Sólheimum í Grímsnesi föstudag 27. september 2002 DAGSKRÁ 09.00 Rútuferð úr Reykjavík. 10.00 Setning: Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra. 10.15 Margrét Júlía Rafnsdóttir: Umhverfismennt - leiðin frá Dagskrá 21 til grunnskólans. 10.45 Hafdís Ragnarsdóttir: Umhverfisstefna í grunnskóla. 11.15 Kaffi. 11.30 Kristín Norðdahl: Hugmyndir leikskólabarna um náttúruna. 12.00 Sigrún Helgadóttir: Skólar á grænni grein. 12.15 Hádegisverður. 13.15 Fræðsla um Sesseljuhús og umhverfisstarf á Sólheimum. 14.00 Anna Borg Harðardóttir: Norðurberg - umhverfisvænn leikskóli. 14.15 Auður Þórhallsdóttir: Fossvogsskóli - Grænn skóli. 14.30 Sigurður St. Helgason: Náttúrufræðikennsla á Laugarvatni. 14.45 Jóhann Guðjónsson: GLOBE verkefnið. 15.00 Kaffi. 15.30 Árni Sverrir Erlingsson: Umhverfisstarf í Fjölbrautarskóla Suðurlands. 15.45 Baldur Gunnlaugsson og Sveinn Aðalsteinsson: Nám á umhverfisbraut Garðyrkjuskólans á Reykjum. 16.00 Dr. Björn Gunnarsson: Umhverfisfræðinám í Háskóla Íslands. 16.15 Guðmundur Andri Thorsson: Umhverfismennt alla ævi. 16.45 Ráðstefnuslit. 17.00 Rútuferð til Reykjavíkur. Ráðstefnustjóri: Gunnhildur Óskarsdóttir. Skráning fer fram í umhverfisráðuneytinu, s. 545 8600 eða á postur@umh.stjr.is. Vinsamlega skráið ykkur í síðasta lagi miðvikudaginn 25. sept. Þátttaka er ókeypis. Vinsamlega tilgreinið netfang og takið fram hvort þið hyggist þiggja ókeypis ferðir með rútu frá Reykjavík (Umferðarmiðstöðinni) til og frá Sólheimum og hvort þið viljið þiggja hádegisverð á Sólheimum á kr. 1.250. Konur og kynferði Helgarnámskeið 27.-29. sept. Átt þú slæmar minningar tengdar kynlífi? Ert þú tilbúin að vinna úr þeim, hleypa gleði inn í skuggana og skapa þína eigin framtíð? Tilfinningalosun og heilun: Líföndun, fyrirlestrar, raddheilun, yoga, hugleiðsla o.fl. Guðrún Arnalds, hómópatía, nudd og líföndun, s. 896 2396/561 0151 Gitte Lassen, ráðgjafi, heilari og miðill s. 861 3174 Íris Sigurðardóttir, blómadropar - heilun, s. 866 2420 isblom@simnet.is Kynningarfyrirlestur þriðjud. 24. sept. kl. 21.00 í Heilsuhvoli TÉKKNESKI stórmeistarinn Tomas Oral sigraði Stefán Krist- jánsson með 4 vinningum gegn 2 í Hreyfilseinvíginu sem háð var í Þjóðarbókhlöðunni. Oral hóf einvíg- ið á þremur vinningsskákum. Í fjórðu skákinni varð síðan jafntefli og þar með hafði Oral tryggt sér sigur í einvíginu. Fimmtu skákinni lauk einnig með jafntefli. Sjötta skákin varð hins vegar afar fjörug og átti gífurlegt tímahrak sinn þátt í því. Stefán stýrði hvítu mönnunum og Oral beitti Sikileyjarvörn. Eftir 22 leiki hafði hvorugum tekist að skapa sér umtalsverð færi, en í 23. leik lék Stefán slökum leik sem gaf Oral gott tafl. Eftir það var tíma- hrakið í algleymingi og strax í næsta leik lék Stefán öðrum slökum leik sem virtist leiða til tapaðrar stöðu. Oral hélt yfirburðunum í tímahrakinu, en í 28. leik var komið að honum að leika af sér og taflið jafnaðist. Tímamörkin voru við 30. leik og ósjaldan hafa síðustu leik- irnir fyrir tímamörk ráðið úrslitum. Heilladísirinar snérust á sveif með Stefáni og 29. leikur Oral reyndist alvarlegur afleikur sem gaf Stefáni kost á þvinguðu máti, þannig að Oral gaf taflið þegar hann sá hvað við blasti. Þetta ágæta framtak Taflfélags- ins Hróksins og Hreyfils á örugg- lega eftir að reynast Stefáni gott veganesti í framtíðinni. Það er einn- ig athyglisvert, að þjálfun Zigurd Lanka, sem Stefán stundaði sam- hliða einvíginu, skilaði sér strax. Þannig mun lokastaðan í fjórðu skákinni, þar sem Stefán náði fyrsta jafnteflinu, hafa komið upp við skákrannsóknir á námskeiðinu hjá Lanka. Taflfélagið Hellir teflir í Evrópukeppni taflfélaga Taflfélagið Hellir tekur þátt í Evrópukeppni taflfélaga sem fram fer í Halkidiki í Grikklandi dagana 22.–28. september nk. Hér er um að ræða einn stærsta skákviðburð hvers árs, en meðal keppenda eru flestir sterkustu skákmenn heims. Má þar nefna sjálfan Braingames- heimsmeistarann Vladimir Kram- nik. Einnig tekur sterkasta skák- kona allra tíma, Judit Polgar, þátt í mótinu og einn yngsti stórmeistari allra tíma, Radjabov, sem er aðeins 14 ára. Hann vakti mikla athygli í keppni heimsins og Rússlands með frábærri frammistöðu. Hellir er eina íslenska félagið sem tekur þátt í keppninni nú, en alls taka þátt í keppninni um 44 af sterkustu skákfélögum Evrópu. Helli hefur oft gengið vel í keppn- inni. Árið 1997 komst félagið í 8 liða úrslit og í fyrra hafnaði félagið í 10. sæti og var félagið þá efst sveita frá Vestur-Evrópu! Í fyrra fengu tveir liðsmenn borð- averðlaun fyrir góðan árangur. Ingvar Ásmundsson á sjötta borði, en hann var elstur keppanda og Hannes Hlífar Stefánsson fékk borðaverðlaunum á fyrsta borði ásamt Ivanchuk og Dreev. Frammi- staða Hannesar vakti mikla athygli, en hann vann m.a. núverandi FIDE-heimsmeistara Ruslan Pon- omariov í frægri skák. Lið Hellis skipa: 1. SM Hannes Hlífar Stefánsson 2. SM Helgi Ólafsson 3. FM Ágúst Sindri Karlsson 4. FM Ingvar Ásmundsson 5. FM Snorri Guðjón Bergsson 6. FM Andri Áss Grétarsson Liðsstjóri og varamaður: Gunnar Björnsson Sigurður Daði með forystu á Haustmóti TR Sex umferðum er lokið á Haust- móti Taflfélags Reykjavíkur. Sig- urður Daði Sigfússon hefur tekið forystuna í A-riðli með 5 vinninga. Staða efstu manna í riðlinum er þessi: 1. Sigurður Daði Sigfússon 5 v. 2. Davíð Kjartansson 4½ v. 3. Kristján Eðvarðsson 4 v. Í B-flokki er staða efstu manna þessi: 1. Stefán Bergsson 5½ v. 2.–3. Guðni Stefán Pétursson, Stefán Freyr Guðmundsson 5 v. Í C-flokki er Sturla Þórðarson efstur með 5½ vinning. Sjöunda Halló! skákmótið á sunnudag Sjöunda mótið í Bikarsyrpu Halló! fer fram sunnudagskvöldið 22. september, en það síðasta verð- ur haldið 24. nóvember og verður það jafnframt Íslandsmótið í net- skák. Þeir sem hafa teflt í einhverju af sex fyrstu mótinu þurfa ekki að skrá sig heldur er nægilegt að tengjast ICC skákklúbbnum fyrir klukkan 20. Aðrir þurfa að skrá sig á Hellir.is Tefldar verða níu umferðir. Um- hugsunartími er fjórar mínútur á skák auk þess sem tvær sekúndur bætast við eftir hvern leik. Bikarsyrpa Halló! á ICC er keppni um hver fær flesta vinninga samtals í 8 af 10 mótum. Vinningar í landsliðsflokki Íslandsmótsins telja tvöfalt. Keppt verður í fimm flokkum og eru sigurvegararnir í hverjum flokki jafnframt bikarmeistarar Halló! í viðkomandi flokki. Flokkarnir eru opinn flokkur, undir 2.100, undir 1.800 og stigalausir. Stigaflokkar miðast við íslensk stig 1. apríl 2002. Röð efstu manna í bikarsyrpunni: 1. Snorri Guðjón Bergsson 31,5 v. 2. Björn Þorfinnsson 29,5 v. 3. Rúnar Sigurpálsson 28,5 v. Nánari upplýsingar er að finna á www.hellir.is Stefán sigraði í lokaskákinni SKÁK Þjóðarbókhlaðan HREYFILSEINVÍGIÐ 2002 14.–19. ágúst 2002 Stefán Kristjánsson Daði Örn Jónsson Guðrún Arnalds, símar 896 2396 og 551 8439 Líföndun Guðrún Arnalds verður með helgarnámskeið í líföndun helgina 5. og 6. óktóber Djúp öndun hreinsar líkama og sál, eykur bjartsýni og lífsorku og blæs burtu kvíða og kvillum. Jóga mánudaga og miðvikudaga kl. 17.30 v/Háaleitisbraut 11 „Tíminn er líf og lífið býr í hjartanu“ EINKATÍMAR: HÓMÓPATÍA - NUDD - LÍFÖNDUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.