Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 43
rís turn ljóssins
þar sem tíminn sefur.
Inn í frið hans og draum
er förinni heitið.
(Snorri Hjartarson.)
Við þökkum Leifu samfylgdina og
biðjum Guð að geyma hana.
Elsku Sigga og fjölskylda. Megi
Guð og englarnir gefa ykkur styrk í
sorginni.
Kveðja,
Jóhanna, Berglind og
Anna Jórunn.
Ég var á leiðinni í skólann þegar
Diljá systir hringdi í mig og sagði
mér að amma væri dáin og hún væri
á leiðinni að sækja mig. Á meðan ég
beið á götuhorninu frusu hugsanir
mínar og þiðnuðu á víxl og úr varð
einn hrærigrautur af minningum. Ég
hafði aldrei misst svo náinn ástvin og
ég vissi ekki hvernig mér átti að líða,
ég var ringluð. Kvöldið áður höfðum
við systkinin verið hjá ömmu og
kvatt hana þar sem mamma taldi að
hún ætti ekki langt eftir.
Amma Leifa hafði verið sjúkling-
ur frá því að ég man eftir mér en
baráttumanneskja mikil sem trúði
því að einn daginn myndi henni
batna og ég trúði því líka. Hún
sætti sig aldrei við að verða gömul
og veik og í hvert sinn er nýir kvill-
ar sóttu á sárþjáðan líkama hennar
barðist hún gegn þeim með mikilli
þrautseigju. Amma elskaði lífið og
sætti sig illa við að geta ekki tekið
meiri þátt í því. Hún leit aldrei á sig
sem gamla konu og tók því ekki
þátt í starfi eldri borgara, það starf
var bara fyrir gamalt fólk.
Elsku amma mín nú er þjáningum
þínum lokið og þú komin til afa sem
þú saknaðir svo mikið. Ég er sátt við
tilfinningar mínar þótt sárar séu
vegna þess að ég veit að nú líður þér
vel er þú horfir yfir hópinn þinn. Ég
mun aldrei gleyma stundunum okkar
í eldhúsinu þínu, hugrekki þínu og
lífsorku. Þú kenndir mér að gefast
ekki upp þótt móti blési og ég mun
reyna í framtíðinni að fara eftir því
og haga seglum mínum eftir vindi.
Kysstu afa frá mér.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson.)
Þín
Kristbjörg.
stöku konu lengi fékk hún strax
stórt rúm í hjarta mínu og huga. Ég
verð ævinlega þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast Charlottu. Kynni
mín af henni auðguðu líf mitt og
gáfu mér aukið víðsýni sem ég mun
búa að í framtíðinni. Í dag finn ég
fyrir fátækt og söknuði yfir að hafa
ekki fengið tækifæri til að kynnast
Charlottu betur en gleðst þó yfir að
hafa fengið að eiga hlutdeild í lífi
hennar þennan stutta tíma. Ég kveð
merkilega konu og mannvin með
þakklæti og djúpri virðingu og
sendi ástvinum hennar innilegar
samúðarkveðjur. Blessuð sé minn-
ing Charlottu Maríu Hjaltadóttur.
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.
Við kynntumst í París. Hún vann
í sendiráðinu. Og var svo orginal.
Eitt kvöldið bauð hún okkur Halla
Jóns og Hrafni Jökuls út að borða á
La Coupole.
„Já, eruð þið með Miss Mac-
Lean?“ spurði þjónninn þegar okk-
ur bar að garði og vísaði okkur síð-
an að borðinu þar sem Charlotta sat
og var búin að panta fyrir okkur 7
kg af sjávarfangi. Þetta var eitt af
kvöldum lífsins.
Charlotta var uppáhaldskonan
mín. Hún var stærri en lífið. Slíkt
fólk deyr ekki þótt það deyi. Ég var
búinn að lofa að hringja þegar ég
kæmi heim eftir sumar á Ítalíu. En
svona er það. Öll líf eru of stutt og
ekkert símtal er nógu langt. Þegar
ég horfi á númerið heyri ég hlæj-
andi rödd hennar. Sæl vertu, Charl-
otta.
Hallgrímur Helgason.
✝ Jón Hannessonfæddist á Undir-
felli í Vatnsdal í A-
Hún. 2. júní 1927.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnuninni á
Blönduósi 10. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Hólmfríður
Steinunn Jónsdóttir
og Hannes Pálsson.
Systkini Jóns eru
Ásta, Páll og Guð-
rún, sem eru látin,
og Bjarni og Guð-
mundur, sem lifa systkini sín.
Hinn 8. október 1954 kvæntist
Jón eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Ástu
S. Magnúsdóttur.
Börn þeirra eru:
Steinar, f. 1954,
Rúnar, f. 1957,
Hannes, f. 1961, og
Jónína Guðbjörg, f.
1963. Fyrir átti Jón
dóttur, Jósefínu
Stellu, sem er látin.
Afkomendur Jóns
og Ástu eru í dag
22.
Útför Jóns verð-
ur gerð frá Blöndu-
óskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Ég vil fyrir hönd okkar systk-
inanna minnast hans afa okkar í
nokkrum orðum. Ég man fyrst eftir
afa þegar pabbi og mamma fóru
með okkur pjakkana til Blönduóss
að heimsækja afa og ömmu á
Húnabrautinni. Alltaf leið mér vel
þegar ég kom til þeirra, amma
ávallt með eitthvað gott að borða
og afi mjög svo til í að spjalla við
okkur um heima og geima. Svo
voru nú Guðbjörg og Hannes alltaf
til í að gantast eitthvað við okkur.
Rúnar og Steinar voru flognir úr
hreiðrinu svo að ég sá þá ekki svo
oft á Húnabrautinni, en þeir komu
bara í heimsókn á Breiðabólstað í
staðinn, það þótti okkur bræðrun-
um mjög gaman. Ég veit ekki hvað
hefði orðið úr mér ef ég hefði ekki
haft afa til að kenna mér svo margt
gott. Hann var alltaf að vinna en
virtist samt alltaf hafa tíma í hin
ýmsu áhugamál sem voru helst
skákin og að spila á spil. Já spilin,
það er ekki hægt að sleppa því að
minnast á þá algengu sjón að sjá
afa sitja við eldhúsborðið og leggja
kapal, drekka kaffi og reykja Cam-
el sígarettur. Þessu fannst mér
gaman að fylgjast með, hvernig afi
bar sig að við spilin og skipti þá
ekki máli þó að ég væri ekki hrifinn
af sígarettureyknum, maður lét sig
hiklaust hafa það. Ekki man ég
hversu mörg sumur ég vann hjá afa
í steypustöðinni, en hitt veit ég að
ég hef aldrei séð eftir einni einustu
mínútu sem ég var þar. Þá var ég
oftast í fæði og húsnæði hjá afa og
ömmu og ekki var maður svikinn af
þeirri þjónustu sem hún amma
veitti. Alveg ótrúlegt hvað hún
nennti alltaf að elda ofan í okkur
alla og að vera útivinnandi líka, ég
er ekki viss um að það myndu
margar konur gera þetta í dag.
Það eru svo mörg atvik sem
koma upp í hugann þegar ég minn-
ist afa. Til dæmis þegar hann og
Renó duttu út um framrúðuna á
steypubílnum en ekki fór þó verr
en svo, að þeir fengu báðir smá
skrámu á trýnið og kannski varð
stoltið fyrir smá skrámu líka. Ekki
mátti afi vera að því að stoppa bíl-
inn til að skipta um rúðu og keyrði
hann í heila viku með hann fram-
rúðulausan. Hann var oft orðinn
ansi skítugur eftir daginn en ekki
kvartaði hann, nema þá helst yfir
því að Renó neitaði alfarið að fara
með honum í bíltúr í allmarga daga
á eftir. Vinnusemi, dugnaður, hjálp-
semi og gleði eru þau orð sem
koma upp í hugann þegar ég hugsa
um afa og svoleiðis mun ég ávallt
minnast hans.
Kæra amma, Steinar, Rúnar,
Hannes, Guðbjörg og fjölskyldur.
Ég vil votta ykkur mína dýpstu
samúð við fráfall góðs eiginmanns,
föður, afa og síðast en ekki síst
góðs vinar.
Fyrir hönd barnanna hennar
Stellu,
Jón Hannes Kristjánsson.
Í dag verður til moldar borinn
móðurbróður minn, Jón Hannesson
frá Blönduósi. Jón ólst upp á Und-
irfelli í Vatnsdal og bjó lengst af
ásamt fjölskyldu sinni á Húnbraut
22 á Blönduósi. Jón hafði sterkar
taugar til æskustöðvanna enda
kominn af kraftmiklum Húnvetn-
ingum langt fram í ættir. Leið hans
lá oft í Vatnsdalinn enda stundaði
hann þar nokkurn búrekstur og
hélt skepnur lengi vel á Nautabúi á
jörð sem hann sjálfur átti og var
hluti af æskuheimilinu Undirfelli.
Jón, eða Búbbi eins og hann var
gjarnan kallaður af fjölskyldunni,
starfaði lengst af við verklegar
framkvæmdir og rak um árabil
Steypustöð Blönduóss og tók að sér
ýmis verk í verktöku meðal annars
við gatnagerð og byggingar. Vinnu-
semi var honum í blóð borin og
vinnutíminn því oft langur. Fyrir
hann skipti máli að halda uppi at-
vinnu á svæðinu og byggja upp bæi
og sveitir í Húnavatnssýslum.
Hann átti það sammerkt með
systkinum sínum að huga ekki mik-
ið um eigin hag en þeim mun meira
að velferð þeirra sem í samfélaginu
bjuggu.
Búbbi var orðinn nokkuð fullorð-
inn þegar ég, yngst systkina minna,
kynntist honum en ljóst mátti þó
öllum vera, að þar var á ferðinni
tápmikill maður og gamansamur
enda átti hann það til að glettast
við mann í tíma og ótíma þau skipti
sem hann átti leið til höfuðborg-
innar og dvaldi hjá móður minni og
systur, Ástu. Hann bar með sér
góðan þokka enda drengur góður
og þeir voru margir sem lögðu leið
sína á Húnabrautina til að heilsa
upp á hann og spjalla um málefni
líðandi stundar. Móður minni var
þessi bróðir afar kær og mátti
merkja hlýjuna sem hún bar til
hans er henni varð hugsað til æsku-
áranna í ærslafullum leikjum þeirra
systkina. Þar komu aflraunir oft við
sögu enda Búbbi kraftakarl sem
hafði gaman af því að keppa við
aðra um afl og þor enda mun hann
hafa æft frjálsar íþróttir af kappi á
sínum yngri árum. Til er mynd-
bandsbrot af þátttöku Búbba í
íþróttakeppni frá unglingsárum
hans.
Ástu nafnið hefur verið Búbba
kært því Jón gekk að eiga konu að
nafni Ásta Magnúsdóttir sem ættuð
er undan Eyjafjöllum og átti með
henni fjögur börn, Steinar, Rúnar,
Hannes og Guðbjörgu, sem öll eru
upp komin, en fyrir átti hann dótt-
urina Jósefínu sem lést fyrir aldur
fram fyrir fáeinum árum.
Þó að fjölskyldurnar hafi búið í
sitt hvorum landshlutanum hafa
samgöngur og tengsl á milli þeirra
alla tíð verið mikil og ávallt var
komið við þegar leiðin lá suður eða
norður. Fyrir rétt rúmum mánuði
átti ég leið norður og kom þá við
hjá Búbba og Ástu með fjölskyldu
mína. Þá hafði frændi minn verið
að mála útihurðina enda var þess
ávallt gætt að hafast eitthvað að
þótt langt væri liðið á starfsævina.
Nældu dætur mínar sér í ofurlitla
málningarbletti á fötin sín svona til
minningar um ferðina. Í þessari
heimsókn var ýmislegt skrafað yfir
rjúkandi kaffi og nýbakaðri skúffu-
köku Ástu sem Búbbi sagðist ekki
komast af án. Mikið var spjallað
um horfur í atvinnumálum og
skeggrætt um hugsanleg úrslit í
næstu uppstillingum, prófkjörum
og kosningum því stjórnmál og
hagur landsins var honum ofarlega
í huga. Þó að Búbbi hafi átt við
nokkra vanheilsu að stríða var
hann furðu hress að sjá og sagðist
líða vel og óraði mann ekki fyrir að
svo stutt væri þangað til kallið
kæmi.
Þau voru samhent eldri systkinin
úr Vatnsdalnum, þau komu hvert
árið á eftir öðru í heiminn á fyrsta
áratug fullveldis landsins og hverfa
hvert árið á eftir öðru úr þessari
jarðvist við árþúsundamót. Ég færi
eiginkonu Jóns, Ástu og börnum
þeirra og bræðrum samúðarkveðj-
ur. Minningin um góðan dreng lifir
áfram.
Guðrún Stella Gissurardóttir.
Mætur maður er fallinn í valinn.
Maður sem ég leit upp til og kenndi
mér margt um lífið og tilveruna.
Góður var hann heim að sækja og
var þá farið um víðan völl í um-
ræðum um stjórnmál, verklegar
framkvæmdir og alls kyns hug-
myndir. Ekki er ég frá því að
stundum hafi móðurbróðir minn
brosað innra með sér að mér,
óreyndum manninum í lífsins ólgu-
sjó. Í mínum huga var Jón Hann-
esson afar heilsteyptur maður. Þar
var hugsunin manngildi ofar auð-
gildi. Hann elti ekki ólar við tísku-
strauma í þjóðmálum, var alla tíð
róttækur vinstri maður. Sagði oft
að hann og Jón Múli væru einu al-
vöru kommarnir á Íslandi. Ég er
ekki frá því að það hafi verið rétt.
Jón Hannesson var sprottinn
upp úr hinni gömlu bændamenn-
ingu. Hann ólst upp á Undirfelli í
Vatnsdal, stundaði nám við Héraðs-
kólann á Laugarvatni og síðan við
Bændaskólann á Hvanneyri en það-
an útskrifaðist hann sem búfræð-
ingur. Örlögin höguðu því þannig
til að ekki varð hann bóndi en þó
var Jón alla tíð með einhvern bú-
skap á jörð sinni Nautabúi í Vatns-
dal, aðallega hross, meðfram sinni
hefðbundnu vinnu. Góður hesta-
maður var hann á yngri árum og
átti þá gæðinga. Á þeim árum var
Jón afreksmaður í íþróttum og
seinna var skák- og bridgelistin
honum uppspretta andlegra átaka
og líka reyndar slökunar frá erli
hversdagsins.
Jón var athafnamaður. Hann
hafði áhuga á og kom að margskon-
ar atvinnusköpun á Blönudósi í
gegn um árin. Árið 1981 keypti
hann Steypustöð Blönduóss og rak
það fyrirtæki með myndarbrag,
þótt heldur hafi dregið úr starfsem-
inni hin síðari ár er heilsu hans fór
að hraka.
Það hryggir mig að sjá þau fara
hvert af öðru systkinin frá Und-
irfelli, að mínu viti allt of fljótt. Ég
sakna staðfestunnar, raunsæisins,
viskunnar, reynslunnar og samvist-
anna. Þau voru klettar. Jón Hann-
esson var klettur.
Kristinn Dagur Gissurarson.
Í dag kveð ég vin minn og félaga
Jón Hannesson. Það voru mín for-
réttindi að hafa eignast hann sem
vin og góðan félaga. Jón reyndist
mér alltaf vel, ráðagóður með af-
brigðum og góður heim að sækja.
Jón hafði fastmótaðar skoðanir og
stóð einatt á sínu, hann var vel inni
í öllum málum enda spáði hann og
spekúleraði mikið. Það brást ekki
þegar ég leit við í eldhúskróknum á
Húnabrautinni, þáði þar kaffi og
meðlæti, þaðan fór ég alltaf ríkari,
ríkari af fróðleik. Aldrei vorum við
uppiskroppa með umræðuefni og
víða var komið við. Ég hafði sér-
staka unun af því þegar Jón sagði
mér sögur af afa mínum Indriða frá
Gilá. Það verður tómlegt hornið
hans Jóns, næst þegar ég dett inn í
kaffi á Húnabrautinni, en þá á ég
Ástu mína að.
Mig langar að rifja upp stórkost-
legt ferðalag okkar Jóns sumarið
1999.
Það barst í tal í einni spjallstund
okkar á Húnabrautinni ásamt
kleinum og skúffuköku að Jón lang-
aði að ferðast um Strandir og Vest-
firðina. Málið var að hann treysti
sér ekki til að keyra og Ásta hans
gat ekki lagt það á sig að sitja svo
lengi í bíl.
Ég sagði strax „ekki vandamálið,
ég skal skutlast með þig!“ og við
það sat. Ásta nestaði okkur út á
þjóðlegu nótunum, hangikjöt, sviða-
sultu, harðfiskur og fl. Nestinu
voru gerð góð skil á þúfnabörðum
og rekaviðardrumbum. Ferðahand-
bókin sem ég tók með var lítið not-
uð þar sem Jón var talandi ferða-
handbók, víðlesinn og fróður um
landið okkar. Við ókum til Hólma-
víkur og Strandirnar í einni beitu.
Þá var farið fyrir Drangsnesið. Þar
sem við vorum að virða fyrir okkur
gömul sundlaugarbrot í Hveravík-
inni kom að okkur bíll á miklu kasti
og út úr honum stökk maður vel
vopnaður, okkur leist nú ekki vel á
blikuna í fyrstu en fljótlega kom í
ljós að þarna var á ferð hinn besti
karl en minkur var þar í grjóturð
og beðið eftir minkabana. Þarna
dvöldum við um stund og fylgd-
umst með sigri mannanna á minkn-
um. Vestfirðina tókum við á þrem
dögum, komum við á öllum helstu
stöðum og mikið var spáð. Einn af
okkar gististöðum var Patreks-
fjörður, Rúnar sonur Jóns var þar
staddur vegna vinnu sinnar og
benti hann okkur á að panta gist-
ingu á þeim stað sem hann hélt til
á. Ég hringdi og það var sjálfsagt.
Dálítill púki kom upp í mér og tjáði
ég konunni að okkur skötuhjúunum
hefði sinnast, hvort við gætum ekki
fengið sitt hvort herbergið. Konu-
angann setti hljóða en stundi loks
upp að það væri í lagi, á meðan á
samtalinu stóð hristist Jón allur af
hlátri, þessu hafði hann gaman af.
Konunni létti þegar við mættum á
staðinn og hún fékk að vita það
rétta. Oft erum við búin að hlæja
að þessu síðan. Síðasta daginn
komum við að Reykhólum þar sem
Jón hafði byggt upp Þörungaverk-
smiðjuna á sínum tíma, hana feng-
um við að skoða í krók og kima.
Lokapunkturinn var eldhúskrókur-
inn hjá Ástu en þar beið okkar
drekkhlaðið borð eins og alltaf.
Þessi ferð er ein sú skemmtilegasta
og fróðlegasta sem ég hef farið, svo
var Jóni fyrir að þakka.
Nú er Jón Hannesson allur,
löngu lífsstarfi er lokið. Ég minnist
hans með söknuði, þökk og virð-
ingu.
Ásta mín og fjölskyldan öll, megi
góður Guð styrkja ykkur á erfiðum
stundum.
Kristín I. Marteinsdóttir,
frá Gilá.
JÓN
HANNESSON
"
) )
-9< 89<== 5 *, 5#"
- "
-
./
) +% .% 2& .
)
$ -! +) "
<0#1 -! +) "
$! - "
-! "
#) +) "
-#1 -! "
-! " +! $#) +) "
#1 -! +) " () 5 "
- + -! " - (, +) "
5# " $> ,$ +)
101