Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 34
LISTIR 34 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ á kom loks að því að Flugleiðir þurftu að súpa seyðið af mark- aðsherferðinni sinni sem fyrirtækið hefur keppst við að réttlæta. Heiti staðurinn Reykjavík og lauslát- ar íslenskar stelpur birtast í nýjasta Sopranos þættinum. Þetta er það sem kynning á Ís- landi hefur gengið út á og það er kaldhæðnislegt að íslenska flugfélagið sem reynt hefur að laða ferðamenn hingað til lands með tilboðum um „dirty week- end“ og „one night stand“ í Reykjavík verði fyrir barðinu á afleiðingunum, þegar flug- freyjur félagsins eru í hlutverki lauslátu kvennanna. Flugleiðir hafa fordæmt hvernig ís- lensku flug- freyjunum er lýst í Sopr- anos þætt- inum, þ.e. í vafasömum gleð- skap, og sent bandarískum fjölmiðlum tilkynningu þess efn- is. 13,5 milljónir áhorfenda fylgdust víst með þættinum en Sopranos er einn vinsælasti sjónvarpsþátturinn þessi miss- erin. Við verðum að bíða til næsta árs eftir að fá að sjá þátt- inn og þangað til láta okkur nægja frásagnir Ameríkubúa af honum. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Flugleiða, hefur sagt þetta fyrst og fremst held- ur leiðinlegt fyrir flugfreyjur fé- lagsins. Æ greyin, samstarfs- menn þeirra í markaðsdeildinni hafa heldur betur gert þeim grikk. Markaðssetning gengur út á að auka sölu á einhverri vöru, í þessu tilviki flugferðum til Íslands, og þar var miklu kostað til. Hvað sem það kostar, það skal takast að fjölga ferða- mönnum til Íslands, þótt það séu karlmenn með stjörnur í augunum og buxurnar á hæl- unum, hvað sem það kostar. Guðjón hefur líka sagt að ekki hafi verið tekin afstaða til tilboða bandarískra lögfræðinga sem bjóða fram aðstoð við að stefna HBO sjónvarpsstöðinni, en atriðið í Sopranos þættinum muni tæplega skaða hagsmuni félagsins. Það má líka ímynda sér að við hugsanleg málaferli myndi líklega koma í ljós að Flugleiðir hafa hjálpað til við að skapa það orðspor íslenskra kvenna og Reykjavíkur erlendis sem einmitt endurspeglast í þættinum. En ekki er ég að mælast til þess að íslensk fyr- irtæki grípi tækifærið og leiki hlutverk í réttardrama vest- anhafs. Maður getur ekki varist þeirri hugsun að þeir sem ábyrgir eru fyrir markaðs- herferðinni um „dirty weekend“ og „one night stand“ í Reykja- vík skammist sín a.m.k. örlítið núna. Það hlýtur að örla á eft- irsjá, þó ekki væri nema vegna afleiðinganna fyrir fyrirtækið þeirra. Við að laða ferðamenn til Íslands hafa þeir komið óorði á flugfélagið sjálft. Ætli flugfreyj- ustarfið verði samt ekki enn jafneftirsótt og áður. Við Ís- lendingar erum vanir að gleyma fljótt, hvort sem það er á sviði viðskipta eða stjórnmála, og höldum líklega áfram í þann sið. Flugleiðir hafa hingað til aug- lýst „dirty weekend“ fyrir Breta, „enjoy a one night stand“ fyrir Ameríkana og „get lucky in the Blue Lagoon“ fyrir Dani. Og kannski eitthvað fleira sem aldrei nær augum eða eyr- um landans. Það er löngu kom- inn tími til að Flugleiðir hætti þessum tvíræða tóni í auglýs- ingum og markaðssetningu og hætti að gefa í skyn að íslensk- ar konur séu hálfgerðar gleði- konur. Talsmenn fyrirtækisins hafa reynt að klóra í bakkann og segja orðasamböndin alls ekki svo tvíræð og þau merki allt annað á enskumælandi svæðum en gagnrýnendur haldi. Tölvu- leikurinn um Halldór brjósta- haldarasafnara í Bláa lóninu var líka afsakaður með því að annar eins leikur um kvenkyns sund- skýlusafnara hefði farið aðeins of seint í loftið. En nú á Hildur sem sagt líka kost á því að verða heppin í Bláa lóninu. Þetta er sem sagt allt hálf- óheppilegt fyrir Flugleiðir. Reykjavík hefur undanfarin ár verið mjög í tísku sem áfanga- staður ungs fólks hvaðanæva. Borgin hefur fengið það orð á sig að vera lifandi allan sólar- hringinn og ekkert nema gott um það að segja. Af einhverjum orsökum er ímyndin þó sú að næturlífið sé mjög villt og auð- velt að stofna til einnar nætur kynna. Ekki er óvarlegt að ætla að markaðssetning á borð við þá sem Flugleiðir hafa stundað, eigi nokkurn þátt í að skapa þessa ímynd af Reykjavík er- lendis. Svo gæti farið að „íslensku flugfreyjurnar í Sopranos þætt- inum auki verulega ferða- mannastraum hingað til lands, en það hljóta þá að verða fleiri með buxurnar á hælunum. Og kannski líka fjölmiðlafólk sem forvitni hefur verið vakin hjá. Er Ísland virkilega eyja hins villta næturlífs þar sem auðvelt er að „get lucky“? Oft er sagt frá því í íslenskum fjölmiðlum, já hamrað á því, ef Ísland er lofsungið í erlendum fjölmiðlum. Hér er svo fallegt, hreint og tært. En blaðamenn hafa líka tekið púlsinn á nætur- lífinu og sagt frá taumlausum unglingum á útihátíðum. Öllum varð mikið um þegar breskt blað birti fyrir mistök mynd af Bláa lóninu með grein um mengun. Íslendingar mót- mæltu og blaðið brást hratt og vel við athugasemdunum, sendi hingað blaðamann og birti af- sökunarbeiðni. En það verður að teljast harla ólíklegt að á sama hátt verði birt afsökunarbeiðni í Sopranos þætti, fyrir að birta mynd af íslenskum flugfreyjum í atriði um lauslæti og vafasam- an gleðskap. Seyðið sopið En það verður að teljast harla ólíklegt að á sama hátt verði birt afsökunar- beiðni í Sopranos þætti, fyrir að birta mynd af íslenskum flugfreyjum í atriði um lauslæti og vafasaman gleðskap. VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur- @mbl.is Í MENNINGARMIÐSTÖÐINNI Skaftfelli á Seyðisfirði hefur að undanförnu staðið yfir farandsýn- ingin Ferðafuða og er þetta þriðji viðkomustaður sýningarinnar á för sinni um landið. Sýningunni lýkur á sunnudag og verður næst opnuð um páskana í Vestmannaeyjum. Áður var sýningin í Ketilhúsi á Akureyri og í Slunkaríki á Ísafirði. Um er að ræða sýningu á smá- myndum, en Ferðafuða þýðir hringja eða sylgja eða það sem lok- ar hringnum. Á hverjum stað er listamönnum úr byggðarlaginu boðið að taka þátt í sýningunni þannig að um 80 lista- menn eiga nú þegar verk á sýning- unni. Hugmyndin er að mynda tengsl milli landshluta og skapa samræður og samskipti þeirra á milli. „Við höfum verið í samstarfi við menningarstofnanir úti á landi og fengið styrk frá menntamálaráðu- neytinu og Menningarborg, segja þær Harpa Björnsdóttir og Ólöf Nordal sýningarstjórar. „Áhugi kollega okkar fram að þessu, og á næstu sýningarstöðum, sýnir okkur að hugmyndir okkar um að mynda tengsl milli landshluta og milli lista- mannanna á þennan hátt falla í góð- an jarðveg. Við sem höfum farið á hvern sýningarstað teljum okkur hafa fengið ótrúlega góða innsýn í myndlistarlíf um landið, og við höf- um kynnst myndlistarfólki sem við hefðum annars trúlega aldrei hitt eða talað við. Enginn er eyland, þó allir séu eyland, og jákvæð sam- skipti við kollega, samræður og skoðun hvers á annarra verkum ætti að vera eftirsóknarvert fyrir hina annars frekar einangruðu myndlistarmenn. Þessi tilraun er jákvætt innlegg í þá veru og hefur orðið einhver ánægjulegasta upp- lifun sem maður hefði getað óskað sér,“ segja þær. Síðasti spretturinn verður tekinn í Reykjavík að ári. Þá verður gefin út sýningarskrá en þá má gera ráð fyrir að sýningarhópinn skipi allt að 160 listamenn. Sýningin í Skaftfelli er opin dag- lega frá kl. 14–18. Farandsýningin Ferða- fuða vindur uppá sig Gjörningur Önnu Richardsdóttur á Seyðisfirði. MARIELIS Seyler opnar ljós- myndasýninguna Stillness í Listasalnum Man, Skólavörðu- stíg 14, í dag, laugardag, kl. 15. Myndirnar tók Marielis er hún dvaldist hér á landi sumarið 2001. Gefin hefur verið út bók með myndunum og verður hún kynnt á sýningunni. Marielis Seyler er fædd 1. september 1942 í Wels Austur- ríki. Hún lauk námi í ljósmynd- un frá Academy for Grafhic Arts í Vín árið 1960. Hún hefur sýnt ljósmyndir víða um heim utan heimalands sín, svo sem í Tókíó, Munchen, Köln, Barse- lóna, París og New York. Héð- an mun hún fara með sýningu sína til New York í SOHO20 og þaðan í Gallery Apicella-B í Köln. Sýningin stendur til 14. októ- ber og er opin daglega á versl- unartíma, og kl. 14–18 á sunnu- dögum. Ljósmyndir í Man Listasafn Íslands Einar Falur Ingólfsson, mynd- stjóri Morgun- blaðsins, verður með 45 mínútna leiðsögn um sýn- inguna Þrá aug- ans á morgun, sunnudag, kl. 15 sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands, en safnið stendur fyrir fræðsludagskrá í tengslum við sýninguna sem snýst um sögu ljósmyndarinnar. Þá verður á þriðjudag kl. 12-12.51 sýnt myndbandið Annie Leibovitz: Ljósmyndari fræga fólksins (Annie Leibovitz: Celebrity Photographer). Hún var um skeið aðal ljósmyndari Rolling Stone og víðfræg fyrir kápu- mynd sína á Vanity Fair með Demi Moore nakinni og barnshafandi. Nýlistasafnið Gunnhildur Hauksdóttir, mynd- listarmaður, verður með leiðsögn um sýninguna Grasrót 2002 í dag, laug- ardag, kl. 15 og aftur 28. september en þá er síðasta sýningarhelgi. Aðgangur er ókeypis. Leiðsögn um sýningar Einar Falur Ingólfsson ÞÓRA Þórisdóttir opnar sýn- ingu í galleri@hlemmur.is í dag, laugardag, kl. 16. Sýn- ingin er innsetning og hefur titilinn Rauða tímabilið (The red period). Innsetningin sam- anstendur af myndum unn- um á lín og vatnslitapappír með tíðablóði, ásamt vín- gjörningi og áhorfendaleik. Þóra reynir í list sinni að tengja saman daglegt líf nú- tímans og annarsvegar harð- an feminisma og hinsvegar táknmyndir biblíunnar séðar með augum hins trúaða. Sýningin er á vissan hátt rökræður á milli feministans Þóru og bókstafstrúarkonunnar Þóru um eðli sannleikans. Verkin á sýningunni eru í beinu framhaldi af fyrri verkum hennar. Sterkar tengingar eru við verkið hennar Þvottur 95°C sem sýnt var á Klambratúni 1993, einnig við verkið Blóð lambsins sem sýnt var um páskana 1994 í Portinu í Hafn- arfirði, svo og myndbandið Í vín- garðinum þar sem listakonan bað- ar sig upp úr víni og sýnt var í Galleríi Hlemmi árið 2000. Gallerí Hlemmur er í Þverholti 5 og er opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14–18. Sýningin stendur til 13. október. Þóra Þórisdóttir rökræðir á Hlemmi Þóra Þórisdóttir við verk sitt. LEIKLISTARNÁMSKEIÐ Ingu Bjarnason leikstjóra og Margrétar Ákadóttur leikara hefst á mánudags- kvöld kl. 20 á Aflagranda 40. Námskeiðið er til undirbúnings verðandi leikurum og söngvurum, en hentar einnig þeim sem vilja bæta framsögn sína og framkomu og öðl- ast aukið sjálfsöryggi í því að koma fram. Þær Inga og Margrét hafa báðar áratugalanga reynslu á leiklistar- sviðinu, bæði sem leikarar, leikstjór- ar og leiklistarkennarar. Námskeiðið stendur í tíu vikur og lýkur með leiksýningu. Námskeið í leiklist HIÐ kunna brúðuleikhús Bernd Ogrodnik sýnir í Kringlubíói, sal 1, í dag, laugardag, kl. 12.30. Verkið sem sýnt verður heitir Brúður, tónlist og hið óvænta, og er ætlað fjölskyldum með börn. Á morgun kl. 20 verður leikhúsið í Salnum en þar verður sýning ætluð fullorðnum. Verkið sem þar verður sýnt heitir Næturljóð leikbrúðunnar „Puppet Serenade“. Bernd kemur með sýninguna í stórri kistu, en í henni leynast margskonar brúður skornar út í tré af honum sjálfum, og persónur sem lifna við með höndum hans, trjábútum og silkislæðum. Bernd leikur einnig á ýmis hljóðfæri. Sýningin er á vegum þýska sendiráðsins í tengslum við Þýska daga sem standa nú yfir vegna hálfrar aldar afmælis stjórnmála- sambands Íslands og Þýskalands. Úr sýningu Bernd Ogrodnik. Bernd Ogrodnik sýnir brúðuleik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.