Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isKvennalandsliðið með „herlúður“ í Birmingham/B1 Stjörnumenn og FH-ingar fögnuðu sigri/B2 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r21. s e p t e m b e r ˜ 2 0 0 2 HEIMILISLÆKNAR á heilsu- gæslustöðinni Sólvangi í Hafnarfirði hafa hafið undirbúning að opnun læknastofa sem ráðgert er að verði opnaðar 2. desember nk. Að sögn Emils L. Sigurðssonar, yfirlæknis á Sólvangi, er búið að finna hentugt húsnæði miðsvæðis í Hafnarfirði. Eftir er að ganga til samninga við eigendur húsnæðisins um hvort það verði leigt eða keypt. „Við höfum fengið tilboð í tæki en höfum ekkert farið að skoða það af alvöru hvernig það lítur út. Við vor- um að vona í lengstu lög að ráðu- neytið myndi verða við okkar ósk- um,“ segir Emil. Að óbreyttu munu heilsugæslu- læknar á heilsugæslustöðinni Sól- vangi leggja niður störf 30. nóvem- ber. Á nýja staðnum verða læknastofur fyrir níu lækna.. Ungbarnaeftirliti, mæðravernd, heimahjúkrun, öldrun- arþjónustu og skólaskoðunum verð- ur ekki sinnt á stofunum heldur ein- göngu þeirri þjónustu sem hægt er að veita fólki sem á þess kost að koma á stofurnar. Emil segir að sennilega verði þó boðið upp á vitj- anaþjónustu handa þeim sem eru mikið veikir. Að sögn Emils er önnur þjónusta í uppnámi. Hann bendir á að sam- kvæmt lögum eigi íbúar rétt á ákveð- inni læknisþjónustu. „Það er þá handhafi framkvæmda- valds, í þessu tilfelli heilbrigðisráð- herra, sem á að sjá um þá þjónustu. Hvernig hann ætlar að útfæra það, veit ég ekki,“ segir Emil. Einungis gerðir samningar við LR Heilsugæslulæknar á Sólvangi skrifuðu heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu bréf 6. júní sl. þar sem óskað var eftir að samningur yrði gerður við þá um að læknisþjón- usta yrði greidd niður fyrir þá sem þangað leita, eins og gildir um þjón- ustu annarra heilbrigðisstarfs- manna. Svar frá samninganefnd HTR barst í fyrradag þar sem er- indinu er hafnað. Í bréfinu segir m.a. að rétt sé að geta þess að samninga- nefnd HTR hafi einungis gert samn- inga við LR fyrir hönd tiltekinna sér- greinafélaga. Þó að sú venja bindi ekki hendur samninganefndar til að gera samninga við einstaka lækna sé ekki ástæða til að bregða frá þeirri venju í þessu tilviki. Að sögn Emils hefur svarbréf samninganefndar engin áhrif á áform heilsugæslulæknanna um að fara út í einkarekstur. Hann segir að læknarnir séu með lækningaleyfi og sé heimilt að opna læknastofur en að sjúklingar muni þó koma til með að greiða hærra gjald fyrir þá þjónustu sem þeir muni bjóða. Heimilislæknar á heilsugæslustöðinni Sólvangi Ráðgera að opna læknastofur 2. des. LYFTARAGEYMSLA viðfrystihús Tanga á Vopnafirði eyðilagðist í eldsvoða í gær. Í fyrstu var talið að kviknað hefði í út frá rafmagni en nú er ljóst að eldurinn kviknaði af fikti þriggja ungra pilta með eld. Þetta var tíunda útkall slökkviliðs Vopnafjarðar það sem af er þessu ári og mun það vera metfjöldi. Slökkviliðið var kallað út kl. 14.22 og var komið á vettvang um sex mínútum síðar. Jón Sigurðsson varaslökkviliðs- stjóri segir að slökkvistarf hafi gengið mjög vel. Örlítill reykur hafi borist inn í frystihúsið en Jón telur að ekki hafi hlotist skemmdir af. Tjónið sé þó tals- vert, auk lyftarageymslunnar hafi fiskikör í og við geymsluna brunnið. Geymslan hefur hýst tvo lyftara en hvorugur var í geymslunni þegar eldurinn braust út. Fikt ungra pilta olli eldsvoða NORSKI rækjutogarinn Volstad Viking sökk síðdegis í gær um 50 sjó- mílur undan strönd Austur-Græn- lands og hvílir nú á 1.400 metra dýpi. Varðskipi Landhelgisgæslunnar sem var lagt af stað áleiðis til togar- ans var því snúið við. Enginn var um borð í togaranum þegar hann sökk en 13 manna áhöfn skipsins og grænlenskum eftirlits- manni hafði verið bjargað um borð í norska togarann Sæviking. Á vefsíðu norska dagblaðsins Sunnmørsposten kemur fram að sjór hafi tekið að leka inn í lestarrúmið snemma á þriðju- dagsmorgun. Í fyrstu var talið að dælur skipsins myndu hafa undan en fljótlega varð ljóst að lekinn var of mikill og var skipið því yfirgefið. Sæ- viking var með skipið í togi áleiðis til Grænlands þegar það sökk um klukkan 17.30 í gær. Ekki tókst að draga norskan tog- ara til hafnar ÖKUFERÐ réttindalauss öku- manns á óskráðu ökutæki við höfn- ina í Borgarnesi um miðnætti í fyrri- nótt lauk með því að bíllinn valt og endaði á hliðinni úti í fjörunni. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi hafði ökumaður ekki aldur til að aka bíl. Tilkynnt var um atvikið til lögreglu í gegnum Neyðarlínuna kl. 00:20. Lögregla segir það hafa verið öku- manninum til happs að það var fjara en bíllinn hafnaði í aurdrullu í fjör- unni. Viðstaddir unglingar létu vita af slysinu en ökumaður var einn í bíln- um. Hann skorðaðist fastur í bílnum við veltuna og var því heppinn að ekki var flóð. Lögregla gat losað öku- manninn og slapp hann ómeiddur. Velti óskráð- um bíl við höfnina Borgarnes NORSKA umhverfisráðuneytið hef- ur úrskurðað að olían um borð í Guð- rúnu Gísladóttur KE 15, sem sökk við strendur Noregs í júní síðastliðnum, skuli fjarlægð eigi síðar en 15. októ- ber næstkomandi og að flakið skuli fjarlægt af hafsbotni fyrir 1. maí á næsta ári. Ráðuneytið birti úrskurð sinn í gær en í síðasta mánuði skaut eigandi skipsins, útgerðin Festi hf., ákvörðun Mengunarvarna norska ríksins, um að flakið skyldi fjarlægt fyrir 15. október, til ráðuneytisins. Trond Eilertsen, lögmaður Festar hf., segir að útgerðin standi nú frammi fyrir tveimur möguleikum. „Annars vegar að reyna að láta dóm- stóla skera úr um einhverja hámarks- upphæð sem Festi greiði og stjórn- völd geti notað til að fjarlægja flakið og olíuna um borð. Hins vegar munu eigendurnir íhuga þann möguleika að fara eftir þessum skilmálum ráðu- neytisins,“ segir Eilertsen. Hann seg- ir að útgerðin sé að skoða af mikilli al- vöru hvernig hún geti farið að fyrirmælum ráðuneytisins. Á vef norska umhverfisráðuneytis- ins er haft eftir Børge Brende um- hverfisráðherra, að það sé forgangs- verkefni að olían um borð verði fjarlægð. „Það myndi þýða stórvægi- legt umhverfisslys ef olía læki úr flak- inu fyrir sjófugl, fiskeldi, viðkvæm strandsvæði og útivist. Við höfum samband við útgerðina til að fullvissa okkur um að hún geri sér grein fyrir ábyrgð sinni og fari að skilyrðum okk- ar,“ segir Brende. Guðrún Gísladóttir sökk hinn 19. júní síðastliðinn og liggur nú á 40 metra dýpi. Um borð í skipinu voru um 300 tonn af olíu og tæplega 900 tonn af frystri síld. Norska umhverfisráðuneytið úrskurðar um Guðrúnu Gísladóttur KE 15 Olían skal fjarlægð fyrir 15. október og flakið fyrir 1. maí FLÓKIN ástamál leystust á sviði Ís- lensku óperunnar í gærkvöldi þeg- ar óperan Rakarinn frá Sevilla var frumsýnd. Ólafur Kjartan Sigurðarson barí- tónsöngvari fer með hlutverk rak- arans ráðsnjalla sem er margt til lista lagt annað en hárskurður. Hann sést hér lengst til hægri á myndinni en frá vinstri eru Signý Sæmundsdóttir, Davíð Ólafsson, Sesselja Kristjánsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson og Stanislav Shvets. Leikstjóri er Ingólfur Níels Árna- son en hljómsveitarstjóri er Helge Dorch. Morgunblaðið/Kristinn Flókin ástamál á sviði óperunnar RÁÐIST var á mann í Seljahverfi í Breiðholti um klukkan hálftvö í fyrrinótt og honum veittir áverkar í andliti. Hann var m.a. nefbrotinn og nokkrar tennur í honum brotnar. Árásarmenn voru tveir og var hinn slasaði fluttur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans. Lögreglan sagði að svo virtist sem fórnarlambið þekkti til árásarmannanna en væri tregt til að segja til þeirra. Lögreglan telur líklegt að árásin tengist fíkniefnaskuldum og maður- inn hafi orðið fórnarlamb handrukk- ara. Maðurinn sem ráðist var á er fæddur 1971. Hann vildi ekki leggja fram kæru vegna árásarinnar á þessu stigi. Ráðist harka- lega á mann í Breiðholti ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.