Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
fordmondeo
Keyrðu og finndu að í Ford Mondeo færðu meira af öllu.
Þú upplifir að nýr Mondeo gefur þér miklu meira en þú áttir von á.
Komdu og keyrðu. Vertu undir það búinn að vilja ekki láta hann frá þér.
Takmarkað magn.
Pantaðu núna.
Nýr Ford Mondeo kostar frá 1.995.000 kr.
Br imborg Reyk jav ík - Br imborg Akureyr i - br imborg. is
Keyrðu ...
og upplifðu
Á BÆNUM Dalbæ í Hreppum gera börnin kálfana
spaka og leiðitama. Hjálpa nágrannabörnin þá gjarnan
til og hafa þessir ungu dýravinir gaman af. Hér eru þau
Sólveig Arna, Ásta, Björgvin Viðar og Kristín Eva með
kálfana Busa, Depil og Lukku. Hundurinn heitir Kappi
og er í sérstöku uppáhaldi hjá börnunum.
Ljósmynd/Sigurður Sigmundsson
Kálfarnir í Dalbæ eru spakir
Hrunamannahreppi. Morgunblaðið.
Starf fyrir aldraða í Seljakirkju
Fræðsla og
skemmtun
SÓKNARSTARFIÐ íSeljakirkju í Breið-holti er nú að kom-
ast aftur á fullan skrið eftir
sumarið. Seljakirkja ætlar
nú að brydda upp á þeirri
nýjung að stofna til sér-
stakra samkomna fyrir
eldri borgara í sókninni.
Samkomurnar verða milli
kl. 18 og 20 á fjórða þriðju-
degi hvers mánaðar og
hefur Dóra Ingvarsdóttir,
fjármálastjóri kirkjunnar,
borið hitann og þungann af
skipulagningu þeirra. Auk
hennar munu prestarnir
tveir, sr. Valgeir Ástráðs-
son og sr. Bolli Pétur
Bollason, sjá um samkom-
urnar, ásamt Olgu Jóns-
dóttur, öldrunarfulltrúa
kirkjunnar.
„Seljahverfið var í eina
tíð hverfi barnafjölskyldna. Innan
Seljasóknar eru rúmlega 8.500
manns og nú eru um 600 manns 67
ára og eldri í sókninni,“ segir Dóra
Ingvarsdóttir. „Við ákváðum því
að efna til samkomna í kirkjunni,
sem við ætlum að hafa á menning-
arlegum, félagslegum og trúarleg-
um nótum. Fyrsta samkoman
verður næstkomandi þriðjudag,
24. september, klukkan 18. Við
höfum sent öllum sóknarbörnum,
67 ára og eldri, bréf þar sem við
hvetjum þau til að koma.“
– Hvað verður gert á þessari
fyrstu samkomu Seljakirkju fyrir
eldri borgara?
„Við ætlum að taka á móti gest-
um með dynjandi harmonikkuleik
Þórðar Marteinssonar. Svo verð-
ur stutt kyrrðarstund í kirkjunni,
en að því loknu höldum við
fræðslufund um fjármál aldraðra.
Hingað koma Edda Svavarsdóttir,
markaðsstjóri Búnaðarbanka Ís-
lands, og Ásgeir Jóhannesson,
sem er þjónustufulltrúi aldraðra í
bankanum, en Búnaðarbankinn
hefur lagt sig sérstaklega fram
um að veita öldruðum ráðgjöf í
fjármálum. Að fræðslunni lokinni
hlustum við á tónlist Þorvaldar
Halldórssonar og kvartetts hans.
Loks er svo boðið upp á veitingar í
boði Búnaðarbankans.“
Dóra Ingvarsdóttir er á heima-
velli þegar rætt er um fjármál,
enda var hún útibússtjóri Búnað-
arbankans í Mjódd í 16 ár. Hún
hefur sjálf haldið námskeið um
fjármál eldri borgara og segir að
reynslan hafi kennt sér að efla
þurfi slíka fræðslu og námstefnur
um þetta efni hafi verið mjög vel
sóttar. „Fólk þarf að huga vel að
fjármálunum á meðan það hefur
enn tækifæri til. Oft gerir það sér
ekki grein fyrir að með því að end-
urskipuleggja fjárhaginn getur
það bætt afkomu sína verulega.
Búnaðarbankinn hefur unnið gott
fræðsluefni, þar sem þetta er
skýrt vel, bæði í texta og með
skýringarmyndum. Bæði Edda
Svavarsdóttir og Ásgeir Jóhann-
esson eru vön að fræða fólk um þá
kosti, sem standa til boða. Fólk
situr stundum í dýru
húsnæði, en hefur mjög
lítið fé milli handanna.
Ásgeir hefur til dæmis
nefnt dæmi af konu,
sem bjó í 12–13 millj-
óna króna íbúð, en hafði ekki efni
á að kaupa áskrift að dagblaði.
Slíkt er óþarft; nú er hægt að fara
aðrar leiðir og njóta ávaxta eigna
sinna og vinnu. Búnaðarbankinn
fékk sérstaka viðurkenningu
framkvæmdanefndar árs aldraðra
og heilbrigðis- og tryggingarráðu-
neytisins vegna átaks síns í þjón-
ustu við aldraða viðskiptavini
bankans.“
– Er dagskrá næstu samkomna
þegar mótuð?
„Þriðjudaginn 22. október ætlar
Jón Böðvarsson að koma í heim-
sókn og fræða okkur um fyrstu
íbúa og umhverfi Breiðholtsins.
Þá verður líka tónlistarflutningur.
Þriðjudaginn 26. nóvember verð-
ur kominn jólabragur á samkom-
una og við heyrum meðal annars
upplestur úr nýjum bókum. Við
ætlum að hafa samkomurnar fjöl-
breyttar og sameina alltaf
fræðslu, skemmtun og samveru.
Við viljum reyna að ná til sem
flestra og bjóðum fólki til dæmis
að sækja það á bíl, ef það treystir
sér ekki til að komast sjálft í kirkj-
una.
Messurnar eru auðvitað há-
punktur sóknarstarfsins, en hér,
eins og í öðrum söfnuðum lands-
ins, er fjölbreytt starf. Í Selja-
kirkju eru bænastundir einu sinni
í viku, unglinga- og fræðslustarf
og mömmumorgnar, svo dæmi
séu tekin. Þessi starfsemi er öll
mjög lífleg og skemmtileg. Í sum-
ar voru sérstök námskeið fyrir
börn, en það var í fyrsta skipti
sem slíkt var gert. Námskeiðin
voru fyrir 6–10 ára börn og voru
haldin á morgnana. Sunnudaga-
skóli þjóðkirkjunnar hófst svo 8.
september sl. og þá
sóttu 275 börn og for-
eldrar barnaguðsþjón-
ustu í Seljakirkju. Fólk
í sókninni er áhuga-
samt um verkefnið sem
sunnudagaskólar kirkjunnar taka
að sér í vetur, en það gengur út á
að safna fyrir og styðja Hjálpar-
starf kirkjunnar og þau verkefni
sem eru unnin á vegum þess í Afr-
íku og á Indlandi.
Með samkomum fyrir eldri
borgara erum við að auka enn við
starfsemina, enda er markmiðið
að ná sem best til allra sóknar-
barnanna.“
Dóra Ingvarsdóttir
Dóra Ingvarsdóttir er fædd í
Reykjavík 30. október 1936. Hún
lauk landsprófi frá Skógaskóla
og nam síðar við Kennaraskól-
ann. Stúdentsprófi lauk hún frá
Menntaskólanum í Hamrahlíð ár-
ið 1978 og las viðskiptafræði og
hagfræði við Endurmenntunar-
stofnun HÍ, þaðan sem hún lauk
prófi 1993. Haustið 1991 sat hún
námskeið hjá Barclays-banka í
London. Hún vann hjá Búnaðar-
banka frá 1977 og var útibús-
stjóri í Mjódd í 16 ár. Hún var
formaður Starfsmannafélags
Búnaðarbankans í 3 ár og for-
maður Rangæingafélagsins í
Reykjavík í 5 ár. Eiginmaður
hennar er Ólafur Oddgeirsson.
Þau eiga eina dóttur og tvö
barnabörn.
600 eldri
borgarar í
Seljasókn