Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is HÖNNUN LIST Í TÆP 30 ár hefur Reynir Jónasson séð um að fylla Neskirkju af vold- ugum orgeltónum og annarri tón- list og þannig átt sinn þátt í að snerta við tilfinningum kirkjugesta á stórum og smáum stundum. Á morgun mun Reynir töfra fram slíka tóna í síðasta sinn í kirkjunni, að minnsta kosti sem fastur starfs- maður hennar, því þá heldur hann kveðjutónleika sína. Reynir verður sjötugur næst- komandi fimmtudag og því er það fyrir aldurs sakir sem hann lætur nú af störfum. Hann segir blendnar tilfinningar fylgja því að kveðja kirkjuna sína. „Ég hlakka að sumu leyti til en þó togast það á. Ég fékk æðislega fínt orgel fyrir þremur ár- um sem ég var búinn að bíða eftir í 17 ár og manni finnst maður aldrei vera búinn að spila nóg á þannig hljóðfæri. Þess vegna er dálítið vont að þurfa að hætta því.“ Hann segir þó að sjálfsagt fái hann að laumast í kirkjuna til að taka í org- elið en það sé öðruvísi en að hafa það undir höndum og æfa sig að staðaldri. Tvö orgel vígð sama daginn Þegar Reynir er spurður hvort eitthvað standi upp úr í minning- unni frá hinum 29 ára langa starfs- ferli hans við kirkjuna hikar hann ekki við að svara. „Það var þegar nýja orgelið var vígt. Það var topp- urinn á tilverunni því ég var búinn að hlakka svo mikið til. Ég fór til Ameríku að velja þetta orgel eftir að hafa barist lengi fyrir þessu. Þetta þótti svolítið dýrt en það stóð þannig á að krónan stóð vel gagn- vart dollaranum á þeim tíma sem þetta var ákveðið. Þá gerði org- elsmiðurinn okkur tilboð í íslensk- um krónum sem var dálítið sér- stakt.“ Hann segir þetta hafa verið í fyrsta sinn sem orgelsmiðurinn smíðaði hljóðfæri sem fór til Evr- ópu þrátt fyrir að hann væri Evr- ópumaður sjálfur, Þjóðverji, sem var búinn að vera í Ameríku í 40 ár. Og orgelin sem fóru til Íslands í þetta sinn voru tvö því það orgelið í Langholtskirkju kom frá sömu verksmiðju. „Við tókum á móti þeim sama daginn úti í verksmiðj- unni, ég og Jón Stefánsson, org- anisti í Langholtskirkju, og síðan voru þau vígð hér heima sama dag- inn, 19. september 1999.“ Nikkan tekin við Með starfslokunum í Neskirkju verður orgelleikurinn lagður að mestu á hilluna. Að sögn Reynis verður þó gaman að snúa sér að öðru og í vetur mun hann kenna „svolítið á harmoniku“ eins og hann orðar það en hann er landsmönnum að góðu kunnur fyrir harmoniku- leik sinn. „Ég hef haft mikið að gera í harmonikunni og spila að jafnaði tvisvar sinnum í viku í veislum og á skemmtunum. Þar hef ég verið að láta fólk syngja og þenja raddböndin – það er mjög vinsælt. Svo hef ég verið ráðinn for- fallakennari í harmonikuleik í Tón- listarskóla Garðabæjar.“ Hann seg- ir áhuga á að læra á harmoniku hafa farið vaxandi hjá börnum að undanförnu um allt land. Reynir segist því búast við að harmonikuleikurinn verði ráðandi hjá sér í framtíðinni og á hann margar harmonikur að velja úr þegar spilaþörfin kemur yfir hann. „Þetta er mjög göfugt hljóðfæri. Ég spila til dæmis oft á harmoniku við jarðarfarir. Fólki þykir vænt um þetta hljóðfæri og það getur verið mjög vel viðeigandi að spila ljúf lög á harmoniku við slíkar athafnir.“ Á morgun er það hins vegar Nes- kirkja og orgelið góða sem hann kveður að sinni og hefjast loka- tónleikar hans klukkan 17. „Mig langar til að fylla kirkjuna. Svo mætti geta þess að á fimmtudeg- inum 26. september, þegar afmælið mitt er, þá ætla ég að vera með opið hús í Rúgbrauðsgerðinni klukkan 17.30 og ég hlakka til að sjá sem flesta þar.“ Reynir Jónasson hættir í Neskirkju eftir áratuga starf „Aldrei búinn að spila nóg“ Vesturbær Morgunblaðið/Þorkell Reynir við orgelið góða sem hann beið eftir í 17 ár. Hann og Jón Stef- ánsson, organisti í Langholtskirkju, tóku á móti orgeli sama daginn. BORGARRÁÐ hefur samþykkt að breyta skilgreiningu á neðsta hluta Hverfisgötu þannig að ekki verði lengur gert ráð fyrir verslun í allt að helmingi framhliða húsa við götuna í aðalskipulagi borgarinnar. Sam- kvæmt upplýsingum frá Skipulags- og byggingasviði Reykjavíkur er ekki talið raunhæft að gera ráð fyrir svo mikilli verslun við götuna. Nikulás Úlfar Másson, arkitekt hjá skipulags- og byggingasviði Reykjavíkurborgar, segir breyt- inguna varða þróunaráætlun Reykja- víkurborgar sem samþykkt var um mitt ár 2000. Í henni séu skilgreind verslunarsvæði í miðborg Reykjavík- ur sem skiptast í svokölluð aðalversl- unarsvæði og hliðarverslunarsvæði. Þróunaráætlunin hafi gert ráð fyrir að Hverfisgatan milli Lækjargötu og Frakkastígs sé skilgreind sem hlið- arverslunarsvæði sem þýði að þar sé gert ráð fyrir að allt að helmingur framhliða húsa yrðu fyrir verslanir. Tillaga skipulags- og bygginga- nefndar, sem afgreidd var í borgar- ráði sl. þriðjudag, gerði ráð fyrir að fallið yrði frá þessari skilgreiningu fyrir Hverfisgötu milli Lækjargötu og Klapparstígs en hún yrði látin halda sér milli Klapparstígs og Frakkastígs. Segir Nikulás að með þessu sé opnað fyrir að þarna verði minna af verslunum en áður var gert ráð fyrir. „Menn endurskoðuðu þessa áætlun og töldu að þarna væri ekki raunhæft að gera ráð fyrir svona mikilli verslun.“ Aldrei verið verslunargata Nikulás bendir á að þegar hafi ver- ið komið fyrir annars konar starf- semi í mörgum umræddra húsa. „Til dæmis setti Alþjóðahúsið þarna upp kaffihús og einnig er Hverfisbarinn á þessu svæði. Þetta endurspeglar ein- faldlega þá þróun sem þarna er og það má kannski segja að Hverfisgat- an sem slík hafi aldrei verið versl- unargata eins og við leggjum skiln- ing í það orð.“ Á fundi borgarráðs var tillaga skipulags- og bygginganefndar sam- þykkt með þeirri breytingu þó að fallist verði frá skilgreiningu um helmingur verslunarhúsnæðis milli Lækjargötu og Smiðjustígs í stað Klapparstígs. Segir í bókun borgar- ráðs að í deiliskipulagi af reitnum frá Smiðjustíg að Klapparstig sé gert ráð fyrir uppbyggingu sem „eðlilegt er að taki mið af því að þar geti komið tiltekið hlutfall verslunar.“ Verður þannig haldið í umrædda skilgreiningu á Hverfisgötu milli Smiðjustígs og Frakkastígs. Fallið frá að skilgreina neðsta hluta Hverfisgötu sem hliðarverslunargötu Ekki er raunhæft að gera ráð fyrir svo mikilli verslun Miðborg Morgunblaðið/Sverrir Þjóðleikhúsið og Þjóðmenningarhúsið eru meðal þeirra bygginga sem eru við neðsta hluta Hverfisgötunnar. BORGARRÁÐ hefur falið Skipu- lags- og byggingasviði Reykjavíkur að finna lausn á aðstöðuvanda Tals fyrir farsímastöð sem þjóna mun hlutum Norðurmýrar-, Holta- og Hlíðahverfa. Fóru forsvarsmenn Tals fram á það við borgaryfirvöld að fá aðstöðu fyrir stöðina á Mikla- túni. Í sumar sendi forstjóri Tals erindi til borgarráðs þar sem greint var frá þörf fyrirtækisins á aðstöðu fyrir stöðina. Segir í bréfinu að notendum hafi fjölgað, notkun þeirra aukist og kröfur um gæði og styrk þjónust- unnar hafi einnig vaxið. Er farið fram á að fyrirtækinu verði heimilað að setja niður tækjaskýli og „léttan stálstaur fyrir búnað“ við húsbygg- ingar hverfisstöðvar Gatnamála- stjóra við Flókagötu, nánar tiltekið á Miklatúni austan við Kjarvalsstaði, og segir að mannvirki til þess að þjóna fjarskiptaþörfum borgarbúa yrðu lítt áberandi á þessum stað. Kemur fram að staurinn yrði „um 16 metra hár og lítið sverari en ljósa- staur. Hann myndi standa nokkra metra upp úr trjágróðrinum og yfir þök húsanna í nágrenninu.“ Umsóknum fari fjölgandi á næstu misserum Borgarráð óskaði eftir umsögn Skipulags- og byggingasviðs vegna umsóknarinnar og taldi nefndin ekki unnt að taka afstöðu til erindisins á grundvelli þeirra upplýsinga sem fyrir lágu í málinu. Lagði nefndin til að Skipulags- og byggingarsviði yrði falið að vinna að lausn málsins í sam- ráði við umsækjanda og var það nið- urstaða borgarráðs. Þá bókaði nefndin að ljóst væri að umsóknum um slík mannvirki myndi fjölga á næstu árum „og áhrif þeirra á borgarmyndina geta orðið veru- leg.“ Fól borgarráð borgarverk- fræðingi og sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs að móta tillögu að heildstæðri stefnu og vinnureglum varðandi staðsetningu, samnýtingu og gerð sendistöðva fjarskiptafyrir- tækja og sambærilegra mannvirkja. Morgunblaðið/Sverrir Tal óskaði eftir því að fá að setja upp búnað sinn við hverfisstöð Gatna- málastjóra á Miklatúni en mikill gróður umlykur hana. Tal óskar eftir að- stöðu fyrir farsíma- stöð á Miklatúni Austurbær ENDURNÝJAÐUR hefur verið samningur um samstarf Land- verndar og Hafnarfjarðarbæjar um Vistvernd í verki til tveggja ára. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri og for- maður Landverndar, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, vígðu um leið nýj- an kynningarbás Landverndar fyr- ir verkefnið Vistvernd í verki í versluninni Fjarðarkaupum. Fjarð- arkaup eru einn af styrktaraðilum verkefnisins. Hafnarfjörður hefur verið með frá upphafi og niðurgreitt jarð- gerðartunnur til þeirra fjölskyldna sem þátt taka. Verkefnið hefur gengið hvað best í Hafnarfirði, nú hafa 63 fjölskyldur hafa tekið þátt, eða u.þ.b. 250 manns á tveggja ára tímabili. Morgunblaðið/Þorkell Starfa áfram að vistvernd í verki Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.