Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÝNINGIN ber heitið Hætt-a-telja! og vísar þar í „Royi Roggers“, upp- hafslag hinnar vinsælu plötu Fyrr má nú aldeilis fyrrvera frá 1977. Það lag er svo aftur á móti titillinn á 23 laga safndiski, sem tekur yfir þær fjórar plötur sem þeir bræður gáfu út á árunum ’75 til ’80. Það er því margt og mikið á seyði hjá bræðr- unum grínaktugu um þessar mundir. „Það er nokkuð langt síðan við höfum komið fram,“ segir Halli, Haraldur Sigurðsson, þar sem við sitjum þrír inni í forláta reykher- bergi í Loftkastalanum. Engar eru retturnar þó. „Við höfum samt kom- ið fram í sýningum með öðrum und- anfarin ár.“ Laddi, Þórhallur Sigurðsson, seg- ir þá hafa byrjað að starfa saman 1972, er þeir unnu saman í sjónvarp- inu, eins og frægt er orðið. „Kannski ekki alveg Halli og Laddi í byrjun,“ viðurkennir Laddi. „Við byrjuðum á því að ljá Glámi og Skrámi raddirnar okkar en seinna fórum við svo að skemmta.“ Á þessum tíma þóttu þeir bræður æði djarfir í gríninu, stunduðu eitt- hvað sem sumum þótti varla tækt. „Já…það má segja að fólk hafi ekki almennilega áttað sig á þessu,“ segir Laddi. „Við vorum með svona atriði þar sem við hreyfðum varirnar í takt við grínistann Spike Jones. Eldra fólkið var t.d. ekki alveg með á nótunum og einu sinni stóð roskinn maður upp og sagði „Hvurs lags fíflalæti eru þetta eiginlega!?“ Við tókum bara dótið okkar saman, fór- um út og hringdum í Ómar Ragn- arsson og báðum hann um að redda þessu!“ „Sýning er þetta!“ Bræðurnir eru spurðir hvort þeir séu sammála því að þeir hafi aldrei náð þeim vafasama árangri að verða hallærislegir. Það er greinilegt á svörum þeirra að þeir eru ekki réttu mennirnir til að svara því. „Ja…“ segir Halli. „Kannski höf- um við alltaf verið það, ég veit það ekki (hlær).“ Blaðamaður, sem ólst upp við Halla og Ladda-plötur, ákveður því bara með sjálfum sér að þeir séu sígild snilld. Sýningin verður byggð upp eins og téður diskur; s.s. brot af því besta. „Þetta verður söngur og gleði,“ segir Laddi. „Og við miðum þetta út frá því að koma sem flestum persónum fyrir.“ Á árunum ’75 til ’80 réðu Halli og Laddi lögum og lofum í skemmti- bransa Íslands. Þá komu og út plöt- urnar Látum sem ekkert C (’76 með Gísla Rúnari Jónssyni), Fyrr má nú aldeilis fyrrvera (’77), Hlúnkur er þetta (’78) og Umhverfis jörðina á 45 mín. (’80). „Það má eiginlega segja það já,“ segir Laddi þegar hann er inntur eft- ir meintu alræði þeirra bræðra á þessum tíma. „Eftirspurnin var gríðarleg,“ sam- sinnir Halli. „Þetta fór upp í þetta 13–14 skemmtanir á viku stundum. Ég man að einn laugardaginn vorum við með átta sýningar.“ Það er því greinilega ekkert gam- anmál að vera gamanleikari. Annað- hvort virka hlutirnir…eða ekki. Halli jánkar þessu og segir þá hafa rennt blint í sjóinn með þetta. „Við vissum hvað við vorum að fara að gera en hins vegar vissum við ekkert hvað myndi gerast.“ Laddi segir að Saxi læknir, sem var fyrsta persónan þeirra, hafi t.d. ekki virkað. „Hann sat á bak við borð og til hans kom sjúklingur. Fólk horfði bara forviða á. Það var ekki nógu mikið fjör í gangi þannig að við fór- um að sprella meira, vera með hopp og hí. Keyrðum atriðin hraðar og höfðum skrýtlurnar styttri. Þá man ég að einn akureyrskur áhorfandi sagði (talar með norðlenskum hreim) „Þetta er ekki brandari. Þetta er alltof stutt!“ Sýning bræðranna verður frum- sýnd næsta föstudag og verður keyrð áfram eins lengi og þörf þykir. Það auðsjáanlegt að Halla og Ladda líst prýðilega á þetta og þeir útiloka ekki neitt um áframhaldandi sam- starf. „Við höfum aldrei sagt aldrei,“ segir Laddi að lokum og glottir. 30 ára afmælissýning Halla og Ladda í Loftkastalanum „Flikk flakk heljarstökk, hnakka- og hliðarstökk!“ Morgunblaðið/Kristinn Konungar kómedíunnar Halli og Laddi eru efalaust vinsælasta grín- par sem fram hefur komið hér á landi. Arnar Eggert Thoroddsen spjallaði við bræðurna vegna yfirvofandi afmælissýningar, sem frumsýnd verður um næstu helgi. arnart@mbl.is Halli og Laddi: Meira grín, meira gaman! ARI Í ÖGRI Liz Gammon. BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi Hljómsveitin Traffic. CAFÉ AMSTERDAM Vítamín. CAFÉ CATALÍNA Sváfnir Sigurð- arson trúbadúr. CAFÉ ROMANCE Ray Ramon og Mete Gudmundsen spila. CATALÍNA Stórsveit Péturs Krist- jánssonar. CELTIC CROSS Bjarni Tryggva. CHAMPIONS CAFÉ Léttir sprettir. EGILSBÚÐ Tón- leikar með Bubba Mort- hens og Heru. FESTI GRINDA- VÍK BSG. FYLKISHÖLLIN Bítlavinafélagið. GAUKUR Á STÖNG 6 ára afmæli Undirtóna. Mínus, Vínyll, Daysleeper og Jet Black Joe. GRANDROKK Trabant. GULLÖLDIN Svensen og Hall- funkel. HAFNARBARINN SkuggaBaldurs. HÓTEL BORG Nökkvi S. INGHÓLL Buff & Bjórbandið. KAFFI REYKJAVÍK Sniglabandið. KAFFI-LÆKUR Njalli í Holti. KAFFI-STRÆTÓ Dansi-dúóið Siggi Már og Íris. KAFFISETRIÐ Taílenskt kvöld. KRINGLUKRÁIN Úlfarnir. NIKKABAR Mæðusöngvasveit Reykjavíkur. O’BRIENS Sigurður Þórólfsson pí- anóleikari. ODD-VITINN Stuðsveitin Bahoja. PAKKHÚSIÐ Heiðursmenn og Kol- brún. PLAYERS-SPORT BAR Manna- korn. RABB-BARINN Tríóið MÁT spilar á opnunarhátíð. RÁIN Hafrót. SJALLINN, Ak Á móti sól. STAPINN Papar. VIÐ POLLINN Hljómsveitin PKK. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Páll Rós. úr Jet Black Joe. Sýnd kl. 8 og 10.15 B.i. 14. Sýnd kl. 2 og 4.  HK DV „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“ Yfir 14.000 MANNS Sýnd kl. 6 og 8. FRUMSÝNING Sýnd kl. 10. B.i. 12 ára.  HJ Mbl  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 2, 4 og 6. með ísl. tali. Allir áttu þeir eitt sameiginlegt.........ekki neitt Sýnd kl. 3.30 og 5.30. miðaverð aðeins 350 kr! STUTTMYND  HL Mbl Miðasala opnar kl. 13.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 2.30, 5.15, 8, 9 og 10.40. B.i. 14. Sýnd kl. 2, 4 og 6. með ísl. tali.  HL Mbl Yfir 14.000 MANNS kl. 2, 4.45, 7.30 og 10.10.  Kvikmyndir .com  DV Sýnd kl. 8. The Sweetest Thing Sexý og Single miðaverð aðeins 350 kr! STUTTMYND HJ Mbl  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 2, 2.45, 3.30 og 4.15. Sýnd með íslensku tali. Ný Tegund Töffara  HK DV „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“ Sýnd kl. 5, 8 og 10. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 2, 4 og 6. með ísl. tali. FRUMSÝNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.