Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður Guð-mundsson fædd- ist í Vestmannaeyj- um 14. janúar 1925. Hann lést á deild 14-G á Landspítalan- um við Hringbraut 12. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin á Eiðum í Vestmanna- eyjum, þau Árný Magnea Steinunn Árnadóttir, frá Byggðarholti í Vest- mannaeyjum, f. 18.9. 1901, og Guðmundur Eyjólfsson, sjómaður og síðar starfsmaður Lifrarsamlags Vest- mannaeyja, f. á Iðu í Biskupstung- um 24.11. 1900, þau eru bæði lát- in. Sigurður var annað barn foreldra sinna og elstur sona þeirra. Hin systkinin eru Ólöf Stella, húsmóðir í Kópavogi, f. 29.7. 1923, Árni, vélstjóri í Vest- mannaeyjum, síðar húsvörður í Kópavogi, f. 25.6. 1926, d. 12.11. 2000, Ólafur, smíðakennari á Húsavík, f. 26.10. 1927, Anton, vélsmiður í Reykjavík, f. 29.7. 1929, og Páll Valdimar Karl, f. 13.10. 1930, d. 15.4. 1931. Sigurð- ur kvæntist 18. desember 1959 Kristínu Önnu Karlsdóttur, hús- móður og verkakona frá Reykja- vík, f. 4.7. 1937. Foreldrar hennar voru Hermanía Sigríður Anna Markúsdóttir, saumakona í Reykjavík, og Karl Moritz Guð- mundsson, slökkviliðsmaður í Reykjavík. Börn Sig- urðar og Kristínar eru: 1) Sigríður, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 30.8. 1960, sambýlismað- ur Sigurður Bald- ursson, vélstjóri, f. 2.4. 1958, dóttir þeirra er Bára Guð- laug, f. 16.1. 2001. 2) Árný verkakona í Þorlákshöfn, f. 19.8. 1965. Dóttir hennar er Kristín Henný Moritz Grétarsdótt- ir, f. 1.5. 1987. Börn Árnýjar og Sigurvins Snorrason- ar, f. 25.1. 1960, eru Svala Marý, f. 5.11. 1998, og Sigurður Freyr, f. 10.4. 2000. 3) Anna Kristín, verka- kona í Vestmannaeyjum, f. 19.8. 1965. Börn hennar og Gerhards Guðmundssonar, f. 19.11. 1973, eru: Aron Freyr, f. 29.4. 2000, og Árni Fannar Bæron, f. 21.11. 2001. Sigurður lauk venjulegu barna- skólanámi í Vestmannaeyjum og hóf ungur almenna verkamanna- vinnu og vinnu við veiðarfæri. Vann hjá netagerð Ingólfs, en lengst af hjá Einari Sigurðssyni, útgerðarmanni í Vestmannaeyj- um. Eftir eldgos á Heimaey 1973 flutti Sigurður með fjölskyldu sína í Þorlákshöfn og vann þar hjá ýmsum við netagerð. Útför Sigurðar verður gerð frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi, himinninn grét dag- inn sem þú kvaddir. Ég græt og þegar ég held að ég geti ekki grátið meira þá byrja ég alltaf aftur. Þú sagðist ætla að verða hundrað ára, en árin urðu bara sjötíu og sjö, ég erfi það ekki við þig, þú varst orðinn svo veikur. Þú varst mér góður faðir, sá allra besti, og börnum mínum varstu frá- bær afi. Með þínum sterka per- sónuleika mótaðir þú líf mitt. Með kímnigáfu þinni og skondnum til- svörum gerðir þú tilveruna léttari og gerðir mig vonandi að betri manneskju, því þakka ég þér fyrir að þú varst eins og þú varst. Ég sakna þess að sjá þig ekki í stólnum þínum, að heyra ekki þrammið í klossunum þínum og að finna ekki lengur fyrir nærveru þinni. Hvíldu í friði elsku pabbi minn, Guð blessi þig. Þín Árný. Elsku afi minn, ég mun ávallt muna þær stundir er ég var lítil og við sungum saman lagið um álfkon- una úti í Ystakletti. Ég mun líka muna alla kvöldverðina þar sem þú hélst uppi stemmningu með því að slá hnífapörunum í diska og glös og syngja með léttan takt. Oft fékkst þú mig og systkini mín með þér er þú lamdir glösin, þá vorum við vön að gera allt vitlaust í eldhúsinu. Við vorum góð saman, ég og þú. Þú lánaðir mér alltaf hitapoka þegar ég var lasin og þú varst mér sem faðir. Já, þú varst mér sem fað- ir. Ég mun aldrei gleyma þér og ég mun sjá til þess að Sigurður Freyr og Svala Marý gleymi þér ekki heldur með því að segja þeim sög- urnar sem þú sagðir mér. Takk fyrir að hafa tekið þátt í lífi mínu. Þín Henný. Sigurður Guðmundsson frá Eið- um, Vestmannaeyjum. Eins og svo oft tíðkaðist hér áður fyrr voru menn sem byggðu sér bæ eða reistu sér hús, kenndir við bæina eða hús- in sín, og eðlilega hlutu þá börn þeirra einnig að fylgja þeirri hefð. Sigurður Guðmundsson frá Eiðum í Vestmannaeyjum var engin undan- tekning frá þeirri reglu. Hann var sonur Guðmundar Eyjólfssonar og Árnýjar Árnadóttur á Eiðum. Það eru 58 ár síðan leiðir okkar Sigga á Eiðum lágu saman. Ég var þá í tilhugalífinu með Stellu á Eið- um, systur Sigga, sem er nú eig- inkona mín. Ég var þá í kynning- arferð til foreldra þeirra og til að kynnast heimahögum Stellu, en við kynntumst í Reykjavík. Það eru 57 ár síðan við Stella gengum í heilagt hjónaband sem hefur reynst mjög farsælt. Í þessari Vestmannaeyja- ferð kynntist ég Sigurði bróður hennar, þá 19 ára gömlum. Alla tíð síðan hafa þau kynni verið með miklum ágætum enda kom það strax í ljós að þar var góður og dug- legur drengur á ferð, sómi og hjálp- arhella lasburða foreldra sinna. En um síðir gekk Siggi á Eiðum að eiga Kristínu Karlsdóttur, ágætis- og dugnaðarkonu; þau stofnuðu eig- ið heimili og reistu sér hús við Grænuhlíð í Vestmannaeyjum, og lifðu þar góðu lífi ásamt börnum sínum. En árið 1973 gerðust þau ósköp að Heimaey tók að gjósa, með þeim afleiðingum að hið nýja, fallega heimili þessarar ungu, lífs- glöðu fjölskyldu hvarf undir hraun – eins og raunar æskuheimili Sig- urðar, Stellu og bræðranna, Eiðar, einnig. Þeim, eins og mörgum fleiri Vestmannaeyingum varð þetta gíf- urlegt tjón og mikið tilfinningalegt áfall. Meðan gosið stóð sem hæst reyndu allir íbúar, kunningjar og vinir sem einn maður að bjarga því af eignum og verðmætum sem bjargað varð, en að stórum hluta varð engri björgun við komið. Á því svæði eyjarinnar sem gatan þeirra, Grænahlíð var, stendur húna heilt eldfjall. Til allrar hamingju urðu engin dauðsföll í þessum hremm- ingum, en meginpartur íbúa var fluttur upp á land og dvaldi þar a.m.k. um tíma. Sigurður og hans fjölskylda settust að í Þorlákshöfn fljótlega eftir þetta og hafa búið þar síðan. Eins og ég hef áður vikið að urðu vinabönd okkar Sigga á Eiðum traust og góð allt frá fyrstu kynn- um. Að Stellu systur hans og mér ásamt börnum okkar er mikill harmur kveðinn af andláti hans. Við vottum Kristínu konu Sigurðar, börnum þeirra og öðrum aðstand- endum okkar innilegustu samúð. Róbert Arnfinnsson og fjölskylda. SIGURÐUR GUÐMUNDSSON Fyrstu kynni mín af Jafet Sigurðssyni voru haustið 1950, er við sett- umst í 3. bekk Mennta- skólans í Reykjavík. Næsta vor skildu leiðir. Hafði ég ekki samband við hann næstu áratugi, en spurnir bárust af honum fyrir afrek í frjálsum íþrótt- um, en hann var þegar á unga aldri hlutgengur í spretthlaupum. Það var sumarið 1980, að Jafet hafði samband við mig og falaðist eftir kennslu við Valhúsaskóla á Seltjarn- arnesi, sem ég hafði þá forstöðu fyrir. Sagði hann mér að hann hefði látið af JAFET SIGURÐSSON ✝ Jafet Sigurðssonfæddist í Reykja- vík 1. maí 1934. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 6. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey að ósk hins látna. kaupmennsku í Ólafs- vík, sem hann hefði stundað um árabil, og væri í BA-námi við Há- skóla Íslands og legði þar stund á sagnfræði og kennslufræði, sem hann lauk síðar, svo og að hann hefði verið leið- beinandi í grunnskólum m.a. á Álftanesi. Mér leist strax vel á hug- myndir hans um kennslu og gaf honum kost á stundakennslu fyrsta árið, sem hann þáði. Skólaárið 1981/82 var hann í 2/3 hluta kennarastarfs, frá og með haustinu 1982 var hann í fullu starfi. Haustið 1985 tók Jafet að sér starf yfirkennara (aðstoðarskóla- stjóra) á móti Gísla Ellerup, en þeir voru auk þess í hálfu starfi kennara, og var aðstoðarskólastjóri ásamt Gísla þar til ég lét af störfum um ára- mótin 1998/99 og eitthvað fram yfir það. Hófst þá náið samstarf okkar þriggja sem einkenndist af góðri sam- vinnu og samhug, þar sem við af ein- lægni gátum ráðið ráðum okkar við flókin störf við mótun á stefnu skól- ans, stjórnun hans og úrlausnir knýj- andi verkefna, sem skjóta sífellt upp kolli í margbrotnu skólastarfi. Jafnframt yfirkennarastarfinu hafði Jafet löngum stærðfræði- kennslu á hendi með góðum árangri. Jafet reyndist afburðakennari, afar vinsæll meðal nemenda, enda marg- oft kjörinn vinsælasti kennari skól- ans; hann náði strax til nemenda sinna með hógværð og æðruleysi, sem full alvara var þó að baki, var ekki með neitt fjas út af smámunum. þá leysti hann oft úr persónulegum vandamálum nemenda, sem þeir höfðu kannski ekki getað fengið svör við annars staðar. Hann geymdi þau samskipti með sjálfum sér. Jafet hafði heilsteypta skoðun á skólamálum, sem hann hélt fast við og var ekki allt- af sammála um leiðir og lét það heyr- ast, en hann var alltaf tilbúinn til sam- starfs um þau mál sem urðu ofan á á kennarafundum. það var gott að leita til Jafets með erfið úrlausnarefni, þegar nemendur voru annars vegar. Oftar en ekki sendi ég „erfiða“ nem- endur til Jafets til skrafs og ráða- gerða – oftast komu þeir af fundi hans með bros á vör og reyndu að sitja á strák sínum a.m.k. um sinn. Hann var fljótur að átta sig á, hvernig best væri að nálgast viðkomandi nemenda. Það voru og eru margvísleg mál sem kunna að rísa í skóla, þá var einnig gott að leita liðsinnis hjá Jafet, enda var hann ráðagóður, raunsær, með báða fætur á jörðinni, ef svo má að orði komast, tillögur hans til úrlausn- ar slíkra mála voru margoft það góð- ar, að eftir þeim var farið, og farsælar lausnir fengust því í flestöllum mál- um, sem hann fjallaði um. Utan skóla átti golfíþróttin hug hans allan, sem hann stundaði reglu- lega. Á golfvellinum hitti Jafet oftlega nemendur úr Valhúsaskóla, sem voru að feta sín fyrstu spor í golfíþróttinni og var þeim oft á tíðum góður leið- beinandi. Fljótlega eftir að Jafet kom til starfa kom í ljós, að hann var prýð- is skákmaður, sem gaman var að tefla við í hléum frá önnum dagsins, en mér var þó fljótlega ljóst, að ég átti ekki upp á pallborðið eða skákborðið hjá honum og hætti fljótlega að etja kappi við hann. Gísli og Jafet háðu marga hildi á skákborðinu – ég kallaði þá í gamni gjarnan Gasparov og Garpov, en vissi ekki við hvorn ég átti. Skák- hæfileikar þeirra félaga nýttust vel við gerð stundaskrár í skólanum og aðrar áætlanagerðir, svo tíma þeirra var vel varið. þá komu nemendur oft og tóku eina eða tvær skákir við þá fé- laga, sem aftur styrkti samband kennara við nemendur sína, eins og vera ber. Það var augljóst, að Jafet gekk ekki heill til skógar síðustu árin sem ég var í Valhúsaskóla; hann var oft frá vegna veikinda, sem honum þótti hið versta mál, er hann réð ekki daglát- um. Hann hafði löngum átt við höf- uðmein að stríða, án þess að vita ná- kvæmlega hvað það var, en hafði illu heilli truflað störf hans, en hann kvartaði aldrei undan krankleika sín- um. Fyrir nokkrum vikum töluðumst við saman í síma. Hann sagði mér þá, að hann væri að jafna sig eftir heila- skurð, sem hann hafði gengist undir sl. vor, og hann taldi batahorfur góð- ar, en svo varð ekki. Ég sakna vinar í stað. Ég veit að Valhýsingar, sem kynntust honum í starfi – nemendur jafnt sem kennarar – hugsa með söknuði til Jafets með þakklæti í huga. Hvíli hann í friði og megi hann ganga um víðlendar golflendur hand- an hins mikla hafs. Ólafur H. Óskarsson, fyrrv. skólastjóri. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.                         =  99.. ( -9 ==  "   * $ 33" 5!# ! ./         "      )     ##3  ##4 * &   '% +    " 0   ? " ! ! @*  " 5 $ ? " 0 ()*  +)  A B" .   -) ()*  " .#   $+   $ $ ++ 5    "         <9< 4    + C" -" 5 0)+ 95  D )$*  ./       )     )  *  4 '   40 $#) +) " $+   " 9   <) +) " ,   +) " 0 E  +) " ++  -$  6 "   + =*   =9 6 -F ' !+" /    6 "    #0% & '  *1+ 0 + '  +   *   7  )     )      9G9 ==< 6* H" 5!# !" /     * &  8)&    #9% & '   -    " 5$ =  +) " I + #1     0  01
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.