Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 41
Á einum fallegasta
degi haustsins fengum
við fréttir af því að
Sverrir föðurbróðir
okkar hefði verið lagður
inn á gjörgæsludeild Landsspítalans.
Það kom í sjálfu sér ekki mjög á óvart
því hann hefur átt við vanheilsu að
stríða um langt árabil en fréttir af
andláti hans sem komu aðeins nokkr-
um klukkustundum síðar komu okk-
ur hins vegar í opna skjöldu. Þó að
dauðinn sé það eina sem maður geng-
ur að vísu í þessu lífi er maður aldrei
undir hann búinn. Sverrir Bjarnason
föðurbróðir okkar var yngstur af
fjórum sonum ömmu og afa. Fjöl-
skyldan bjó á Nýlendugötunni og
leikvöllur bræðranna var gamli vest-
urbærinn, höfnin og nálæg svæði.
Þar sem einungins voru sex ár á milli
þess elsta og yngsta af bræðrunum
hefur án efa oft verið glatt á hjalla.
Það hafa verið ákaflega skemmtileg-
ar stundir að heyra bræðurna rifja
upp gamla daga, prakkarastrikin og
sögur af búferlaflutningum fjölskyld-
unnar á hverju vori alla leið af Ný-
lendugötunni og upp að Sjómanna-
skóla, þar sem afi var verkstjóri á
stakkstæði Kveldúlfs og amma dvaldi
þar í sumarbústað þeirra með synina
eru sveipaðar ævintýraljóma.
Sverrir gekk í Miðbæjarskólann,
síðan Ingimarsskólann, þá í Mennta-
skólann í Reykjavík. Að loknu stúd-
entsprófi valdi hann sér ævistarf.
Læknadeild Háskóla Íslands varð
fyrir valinu. Að loknu embættisprófi
vann hann um tíma á barnadeild
Landsspítalans og síðan lá leiðin til
Árósa í Danmörku þar sem Sverrir
sérhæfði sig á sviði barnageðlækn-
inga. Um árabil starfaði hann á
barna- og unglingageðdeild Lands-
spítalans við Dalbraut. Sverrir
kynntist eiginkonu sinni, Þuríði Egg-
ertsdóttur, á námsárunum og eiga
þau þrjú börn.
Að sinna andlega vanheilum börn-
um og unglingum hlýtur oft og tíðum
að hafa tekið á, en ávallt var Sverrir
tilbúinn að slá á létta strengi og segja
skemmtilegar sögur af sjálfum sér,
nú eða öðrum fjölskyldu meðlimum.
Á kveðjustund koma minningarnar
hver á fætur annarri. Sterkastar eru
minningarnar um góðan frænda sem
hringt var í þegar eitthvað amaði að
heilsu okkar systkinanna. Hversu
smávægilegir sem kvillarnir voru var
hringt í Sverri sem annaðhvort gaf
góð ráð til bata í símann eða hann
renndi vestur á Nes til að kanna hvað
amaði að okkur. Fyrstu minningarn-
ar okkar beggja eru af Sverri á rúm-
stokknum okkar þar sem hann beindi
allri athygli okkar að kollvikunum á
sér sem hann gat hreyft í allar áttir
þannig að hárið virtist ganga í bylgj-
um um höfuðið á honum. Allar lækn-
isrannsóknir urðu skemmtilegar þar
sem Sverrir var annars vegar. Oft
reyndum við að leika þessa galdra
hans eftir með litlum árangri. Minn-
ingar úr jólaboðum fjölskyldunnar og
árlegum heimsóknum í sumarbústað
þeirra Sverris og Þuríðar, Nýlendu,
eru kærar. Á þessum stundum lék
frændi á als oddi, frásagnargleðin og
glettnin skein úr hverjum drætti.
Hann sýndi viðmælendum sínum á
öllum aldri einlægan áhuga og átti
ávallt góð ráð eða hnyttin tilsvör í
pokahorninu. Sverrir varð að láta af
störfum langt um aldur fram af
heilsufarsástæðum en þrátt fyrir að
hann hætti að starfa á stofnun hætti
hann aldrei að vera læknir. Fram á
síðasta dag stóðu dyr hans opnar öll-
um sem til hans leituðu og hann leysti
úr vandræðum stórum sem smáum.
Þó að dauðinn sé einungis flutningur
sálarinnar á milli tilverustiga og við
SVERRIR
BJARNASON
✝ Sverrir Bjarna-son, læknir,
fæddist í Reykjavík
18. nóvember 1931.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 7. sept-
ember síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Dómkirkj-
unni 18. september.
séum þess fullviss að
Sverrir sé búin að hitta
ömmu, afa og Árna
bróður sinn þá er sökn-
uðurinn engu að síður
sár. Um leið og við
kveðjum kæran frænda
með þökkum biðjum við
góðan Guð að blessa og
vernda Þurí, Egga,
Möggu, Guðrúnu, Jón-
as og Siggu litlu. Þeirra
missir er mestur.
Arna Björk og
Bjarni Magnús
Gunnarsbörn.
Ég kynntist Sverri Bjarnasyni fyr-
ir um þrjátíu árum er þau Þuríður
fluttu í Urðarstekkinn ásamt börnum
sínum Eggerti, Magneu og Guðrúnu.
Ég var þá aðeins 5 ára gamall gutti
og urðum við Eggert fljótt góðir vin-
ir. Urðarstekkurinn var ásamt öðrum
götum í Stekkjahverfinu fyrsta
hverfið í Breiðholtinu og var því
óneitanlega töluverður frumbyggja-
bragur á hverfinu. Það hefur senni-
lega átt sinn þátt í því að fljótt mynd-
aðist mikill samgangur og vinátta á
milli nágrannana. Ég varð fljótt
heimagangur á heimili Þuríðar og
Sverris og ekki leið á löngu þar til ég
var einnig farinn að troða mér með í
ferðalög á sumrin. Þær voru margar
ferðirnar sem ég fékk að fara með
þeim ásamt Deddu og Guðmundi í
Veiðivötn. Þetta voru ógleymanlegar
ferðir enda skína þessar minningar
skært þegar ég hugsa til baka. Þess-
ar ferðir voru farnar á volkswagen
bjöllu og þótti sjálfsagt í þá daga. Nú
í dag eru menn taldir í meira lagi und-
arlegir ef þeir fara inn hálendið á
fólksbílum, hvað þá bjöllu sem kemst
fyrir í farangursrými á nútíma fjalla-
jeppa.
Það voru gríðarleg forréttindi að
hafa Sverri sem nágranna. Það var
sama hvort var nótt eða dagur alltaf
var hægt að kalla í Sverri lækni ef
veikindi komu upp. Reyndar hafa
þessi forréttindi fylgt mér allt lífið því
það var síðast nú um áramótin að ég
lagðist rúmið með einhverja af hinum
árstíðabundnu pestum sem ganga, að
ég hringdi í örvæntingu minni til
Sverris. Ástæðan var sú að viku síðar
átti ég að vera mættur út til Dan-
merkur til að verja doktorsritgerð
mína við Kaupmannahafnarháskóla.
Það var eins og ég hefði hringt í neyð-
arlínuna! Sverrir setti allt í gang því
ekki var hægt að láta strákinn missa
af sinni eigin doktorsvörn.
Sverrir var mjög barngóður maður
og sást það best hversu góður afi
hann var fyrir hana Siggu sína, dótt-
ur Eggerts. Hún mun örugglega
sakna afa síns mikið en minningarnar
um góðan afa og allar ferðirnar með
honum í sumarbústaðinn í Grímsnes-
inu koma örugglega til með að kalla
fram bros og vellíðan hjá henni. Það
er undarlegt að hugsa til þess að þeir
nágrannarnir og vinirnir Rikki, pabbi
og Sverrir dóu allir með stuttu milli-
bili nú í sumar. Það er mikið tómarúm
sem þessir heiðursmenn skilja eftir
sig en jafnframt kemur upp þakklæti
fyrir að hafa haft tækifæri til að
kynnast þessum mönnum og þeirra
lífsgildum.
Þuríður og Sverrir voru ekki bara
nágrannar foreldra okkar systkin-
anna heldur einnig mjög góðir vinir
þeirra og efldist vináttan með árun-
um. Okkur systkinunum er sérstak-
lega ofarlega huga þakklæti til þeirra
beggja fyrir allan stuðninginn og
hjálpina sem þau sýndu okkur í veik-
indum og við dánarbeð foreldra okk-
ar.
Elsku Þurý, Eggi, Magga, Gunna
og Sigga, megi minningarnar um
góðan eiginmann, föður og afa ylja
ykkur um ókomin ár.
Þórarinn Guðjónsson.
Ég kynntist Sverri þegar ég byrj-
aði að fylgja Eggerti vini mínum að
heimili hans sjö ára gamall. Alltaf var
það góð tilfinning að koma á Urðar-
stekkinn enda teygðist oft úr stuttri
vinarheimsókn fram yfir kvöldmat og
var það mikils virði að fá að taka þátt í
þessum stundum fjölskyldunnar.
Alltaf var Sverrir boðinn og búinn að
gera allt fyrir Egga og okkur vinina
og ófá skiptin sem hann skutlaði okk-
ur ef eitthvað átti að fara.
Segja má að Sverrir hafi alla tíð
verið óopinber heilsuráðgjafi vina-
hópsins því hægt var að leita til hans
með hvaðeina sem amaði að, alltaf var
hann tilbúinn að hjálpa og gefa góð
ráð.
Nú á seinni árum minnist maður
skemmtilegra stunda í Nýlendu,
sumarhúsi þeirra hjóna. Gaman var
að takast á um pólitíkina við Sverri þó
svo að við værum sjaldnast sammála
um hlutina þar.
Sverrir sýndi mikinn styrk og
sjálfsvilja síðustu árin í veikindum
sínum, ræddi þau aldrei við gestkom-
andi og vildi miklu fremur ræða allt
annað en sjálfan sig.
Um leið og ég kveð fyrirmynd og
góðan vin til 30 ára vil ég votta Þurý,
Egga, Möggu, Gunnu og Siggu litlu
sem og öðrum í fjölskyldunni samúð
mína. Hvíl þú í friði Sverrir.
Örn V. Kjartansson og
fjölskylda.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Kær vinur okkar Sverrir er fallinn
frá fyrir aldur fram, svo óvænt, svo
ótímabært. Þetta kom sem reiðarslag
yfir okkur, sem vorum flest stödd í
sumarbústöðunum okkar sunnudag-
inn 8. september sl. þegar fréttir bár-
ust af því að okkar kæri vinur væri
látinn. Við höfðum myndað þéttan og
traustan vinahóp sl. hálfan annan
áratug, þessi fern hjón sem eiga sum-
arbústaði í nágrenni hvert við annað í
Norðurkotslandi í Grímsnesi.
Mikill samgangur er á milli okkar
allra og til margra ára komum við öll
saman á hverju ári síðsumars, grill-
uðum saman og skemmtum okkur, til
skiptis hvort hjá öðru. Þetta eins og
svo mörg önnur samskipti eru
ógleymanlegar stundir.
Mörg áhugamál voru sameiginleg,
svo sem ræktun trjáa. Sverrir og
Þuríður kona hans gróðursettu mikið
af trjám og plöntum umhverfis bú-
staðinn sinn og höfðu af því ómælda
ánægju. Þau höfðu mikið yndi af veru
sinni í bústaðnum sínum á Grímsnes-
inu og nýttu hann vel. Börn þeirra,
tengdasonur og sonardóttir og annað
venslafólk nutu einnig ávallt gestrisni
þeirra og ánægjunnar af samvistum
við þau.
Að vinahópur í sumarbústaða-
hverfi hafi sinn „eigin heimilislækni“
hlýtur að teljast alveg sérstakt, en
það höfðum við. Sverrir var okkar
„heimilislæknir“ þarna fyrir austan.
Ef eitthvert okkar var ekki heilt
heilsu eða átti við einhvers konar
krankleika að stríða gátum við leitað
til Sverris. Hann skoðaði, hlustaði,
fylgdist með og taldi aldrei eftir sér
að leiðbeina, ráðleggja og/eða athuga
við aðra lækna frekari meðferðir okk-
ur til heilsubótar. Hringdi og kom og
fylgdist jafnan vel með öllu og gaf góð
ráð. Betri þjónusta og nærgætnari er
vandfundin. Sverrir var augljóslega
mjög fær læknir og nutum við sum-
arbústaðavinir hans oftlega hans frá-
bæru þekkingar.
En í sumarbústaðalífi er helst ekki
talað um veikindi nema af illri nauð-
syn.
Með vissu má segja að hvar sem
borið var niður í málefnum daglegs
lífs eða fortíðar þá var Sverrir með á
nótunum. Hann var vel lesinn og
ótrúlega fróður um marga hluti og
hafði fastar og rökstuddar skoðanir á
flestum málum. Því var auðvelt að
gleyma stað og stund í rökræðum við
hann. Hann hafði sérstaklega góðan
hæfileika til að segja frá ýmsum at-
burðum frá sínum uppvaxtarárum og
námsárum á afar litríkan og
skemmtilegan hátt svo unun var á að
hlýða.
Þurý og Sverrir voru ávallt góð
heim að sækja, gestrisin, skemmti-
leg, hnyttin og glaðvær.
Við minnumst Sverris sem góðs
vinar og verður seint fyllt það skarð
sem hann skilur eftir sig í lífi okkar
félaganna. Við vitum eiginlega ekki
hvernig næsta sumar verður án
Sverris. Það verður að minnsta kosti
öðruvísi.
Hvíl í friði góði vinur. Við þökkum
af alhug fyrir þau ómetanlegu vina-
tengsl sem mynduðust á milli okkar
þessara fernra hjóna í Grímsnesinu.
Guð geymi þig Þurý okkar og þína
nánustu.
Hrafnhildur og Helgi,
Bára og Friðrik,
Þórunn og Kristján.
Sverrir barnageðlæknir starfaði
lengst af við barna- og unglingageð-
deild Landspítalans þar til hann lét af
störfum vegna heilsubrests fyrir
nærri sjö árum. Þrátt fyrir að hann
væri hættur hélt hann tryggð við
starfsemina og skjólstæðingana
þannig að ekki fór milli mála að hvort
tveggja stóð honum nærri. Þetta
sýndi hann meðal annars með því að
miðla glaðningi til barnanna um jólin
en ekki síður með því að vera vakandi
og styðjandi þegar málefni deildar-
innar komu til umfjöllunar. Sverrir
átti það til að hringja, síðast nú í sum-
ar, þegar honum var mikið niðri fyrir
þegar málefni þeirrar deildar sem
hann starfaði nær óslitið við í um ald-
arfjórðung bar á góma. Sjónarmið
hans voru róttæk og skýr enda þekkti
hann vel til stöðu mála í gegnum tíð-
ina allt frá upphafi starfseminnar á
Dalbraut.
Þannig kom Sverrir mér fyrir sjón-
ir, hugmyndaríkur og styðjandi. Hafi
hann þökk fyrir um leið og við á
BUGL sendum fjölskyldu hans sam-
úðarkveðjur.
Ólafur Ó. Guðmundsson.
Sverrir Bjarnason varð einna
fyrstur íslenskra lækna til að velja
sér barnageðlækningar sem sérsvið.
Við heimkomu frá sérnámi árið 1971
hóf hann störf á nýstofnaðri barna-
geðdeild Landspítalans. Áður en
hann fór utan hafði hann unnið á
Barnaspítala Hringsins og vitnaði
iðulega í læriföður sinn þar, Krist-
björn Tryggvason yfirlækni. Hann
var því vakandi yfir bæði líkamlegri
og andlegri líðan þeirra barna sem
leitað var með til hans.
Það sem einkenndi Sverri í starfi
var umhyggja fyrir skjólstæðingum
sínum og samstarfsfólki. Umhyggja
og athugul augu Sverris á líðan sam-
starfsfólks var á þann veg að oft horfði
hann rannsakandi á fólk og sagði svo
„þú ert föl/ur í dag, ertu eitthvað las-
in/n“ og síðan tók hann málið í sínar
hendur, fann sérfræðing til að skoða
viðkomandi ef þess þurfti með og
fylgdist síðan grannt með framvindu.
Það var alltaf hægt að leita til Sverris
hvort sem um var að ræða starfs-
félaga eða börn þeirra, alltaf var
Sverrir til í að hlusta og gefa góð ráð.
Nærvera Sverris var einatt ljúf og
húmor hans þægilegur en oft voru at-
hugasemdir hans beinskeyttar og
vöktu mann til frekari umhugsunar
um menn og málefni. Oft svo hressi-
lega að tíma tók að ná áttum aftur.
Þeir sem unnu með Sverri á dag-
deild BUGL áttu því láni að fagna að
vera boðið í sumarbústað þeirra
hjóna í Grímsnesinu og eyða þar með
þeim ógleymanlegum ánægjustund-
um þar sem þau hjónin umvöfðu gesti
sína með gestrisni og hlöðnum borð-
um þar sem húsmóðirin hafði öll yf-
irráð yfir grillferlinu gagnstætt því
sem tíðkast á mörgum öðrum heim-
ilum. Þá var glatt á hjalla og áhyggj-
ur vinnunnar ekki á dagskrá.
Þegar Sverrir hætti störfum vegna
heilsubrests var hans sárt saknað og
enn í dag er oft vitnað í fleygar setn-
ingar hans af þeim sem best þekktu
hann og unnu með honum á BUGL.
Við starfsfélagar Sverris fundum
hversu mikils hann mat fjölskyldu
sína og naut samveru við sína nán-
ustu og sendum við þeim okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Fyrrum starfsfélagar og vinir á
BUGL,
Guðrún Theodóra, Páll M.
og Sólveig G.
!"
# $ % &"
' $
()* $+ "
$, $+ +) " -#
-# "
$+ +) " . ) # "
) $+ +) "
$+ " / +) "
.
#+ + () +) "
() "
0 01 0 0 01
2 2 !) 33"
4 5#"
!
" #$% & ' ( ) * " +,% & ' - " ./
) ' !
"
) 6, , +) " 4! -# "
4 , " 47+ +) "
-, , +) " - + "
, 8) , " .0 +) "
9 , " + - +) +) "
0 01 0 0 01